Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.09.2004, Qupperneq 18
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Sigrún Skarphéðinsdóttir Stóragerði 5, Reykjavík verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Sigríður Magnea Njálsdóttir, Björgvin Þ. Valdimarsson, Sigrún Ósk Björgvinsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir. „Við vorum svoddan dvergar, við Stefán Hilmarsson, þegar við fórum í Eurovision, ég var bara 24 ára froskur,“ segir Sverir Stormsker þegar blaðamaður lætur í ljós undrun sína yfir því að hann sé ekki eldri en rétt rúm- lega fertugur. Sverrir er að vinna að plötu sem hann vill koma út um miðjan nóvember en býst við að það verði þó ekki fyrr en í desember. „Að vera tónlistarmaður er ekki ólíkt því að vera verkamað- ur, nema hvað maður er ekki drulluskítugur upp fyrir haus. En margir tónlistarmenn segja reyndar að það þurfi að vinna þetta eins og kófsveittur iðnað- arþræll. Ég hef oft reynt að koma mér upp svona iðnaðar- mannafyrirkomulagi eins og Bubbi sem vaknar upp fyrir allar aldir eins og bakari, nuddar stír- urnar úr augunum, pissar í kopp og röltir svefndrukkinn og vinnulúinn með ljóðastresstösk- una inn á kontór og fer að svitna við tölvuna. Ég hef hins vegar ekki getað það. Ég vil ekki að það sé svita- og peningalykt af verk- unum sem ég sendi frá mér og enn síður skítalykt. Ef menn skylda sig til að gera eina plötu á ári af peningalegum ástæðum sama hvað tautar og raular, hvort sem þeim er mál eða ekki fara verkin að bera þess merki, þeir verða mónótónískir og fara að stínka,“ segir Sverrir. „Það er mjög glatað að eiga afmæli á mánudegi þannig að ég býst við að eyða deginum í þynnku og halda svo upp á af- mælið mitt með poppi og prakt helgina á eftir en ég býst samt ekki við að vera með neina flug- eldasýningu eða ísbjörn á ein- hjóli því þetta er svo sem ekkert stórafmæli. Þetta verður allt mjög rólegt og gufusoðið, allra mest svona kassi af bjór á mann og þrjár tekílaflöskur, og helst ekki meira en kíló af kókaíni í hverja nös. Svo verð ég náttúru- lega með bollu. Kynntist henni í Úkraínu. Alveg svínfeitt tólgar- fjall. Helvíti hressandi ílát,“ seg- ir Sverrir. ■ 18 6. september 2004 MÁNUDAGUR ROGER WATERS, fyrrum Pink Floyd-meðlimur og aðalhöfundur Veggsins, er sextugur í dag. AFMÆLI Dóra Þórhallsdóttir er 57 ára. Sigríður Margrét Guðnadóttir 54 ára. BRÚÐKAUP Brúðhjónin Arna María Geirsdóttir og Ragnar Ingi Sigurðsson, Kríuási 17B, Hafnarfirði, voru gefin saman í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 17. júlí. Prestur var sr. Sigríður K. Helgadóttir. JARÐARFARIR 13.30 Erlendur Einarsson múrarameist- ari, Tjarnarstíg 9, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Kristján Einarsson læknamiðill, Hlíðarhjalla 53, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Pétur Hannesson, Giljalandi 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þegar Díana prinsessa var jarð- sungin á þessum degi árið 1997, söfnuðust um milljón manns sam- an í kringum dómkirkjuna og má reikna með að mikill fjöldi manns hafi fylgst með athöfninni þegar henni var sjónvarpað í beinni. Eins og kunnugt er lét Díana líf- ið í bílslysi í París ásamt elskhuga sínum, Dodi Al Fayed. Slysið átti sér stað í undirgöngum í borginni, þegar bíll þeirra var á flótta undan aðgangshörðum blaðaljósmyndur- um á mótórhjólum. Rannsókn á slysinu leiddi síðar í ljós að bíl- stjóri þeirra, Henri Paul hafi bæði neytt lyfja og áfengis í miklu magni skömmu áður en hann sett- ist undir stýrið. Þjóðarsorg varð á Englandi við andlát prinsessunnar og í almenn- ingsgörðum í hverjum bæ mátti finna blóm, bangsa og kveðjur til hinnar látnu prinsessu. Þegar til- kynnt var um tveggja mínútna þagnarstund til að minnast hennar mátti sjá í miðborg Lundúna, þar sem asinn stöðvar venjulega aldrei, hvernig tíminn getur staðið í stað. Dögum saman var ekki um annað rætt en dauða og líf prinsessunnar. Áður en leið á löngu hafði ímynd hennar breyst frá því að vera konan sem skildi við prinsinn, konan sem varð ær af því að myndir sem höfðu verið teknar á líkamsræktarstöð birtust opinberlega eða konan sem átti í ástarsambandi við son Al Fayed, eiganda Harrods í að vera engill- inn Díana, sem var öllum mönnum góð og konan sem Elton John söng um Candle in the Wind. ■ ÞETTA GERÐIST DÍANA PRINSESSA ER JARÐSUNGIN Í WESTMINSTER ABBEY 6. september 1997 „Annað hvort semurðu lög eða ekki. Og ef þú semur lög, líkt og ég, tel ég að það sé eðlislæg þörf að vilja gefa út plötur.“ Roger Waters að útskýra af hverju hann hélt áfram sem einherji eftir að hann yfirgaf Pink Floyd. Milljónir fylgdust með Vaxinn upp úr því að þroskast SVERRIR STORMSKER: 41 ÁRS Í DAG Á Kjarvalsstöðum hefur verið opn- uð viðamikil yfirlitssýning á verk- um Rögnu Róbertsdóttur. Á sýn- ingunni eru ný og eldri verk Rögnu, aðallega unnin í íslenskt grjót, hraun, vikur, skeljamulning og jarðveg. Eins og segir í sýning- arskrá: „hefur Ragna átt í löngu ástarsambandi við Heklu, eitt glæsilegasta fjall Suðurlands, sem hefur gosið á um það bil tíu ára fresti síðustu áratugi. Ragna fer oft út á hraunbreiðuna í kringum Heklu, andar að sér nálægð hennar og safnar uppskerunni svo að segja. Hún safnar, litlum, léttum molum af harðnaðri kviku eða vikri sem eldfjallið hefur spúið í allar mögulegar áttir gegnum aldirnar. Auk hrauns og torfs hefur Ragna einnig safnað öðru jarðlagi frá strönd af Vestfjörðum sem er nán- ast algjörlega þakin mulningi úr skeljum. Ragna hefur einstakt auga fyrir slíkum dýrgripum, fyrir feg- urð þeirra og kröftunum sem felast í þeim. Hún hefur tínt upp fermetra af ströndinni og á því undurfagra og yfirgripsmikla sneiðmynd af sjáv- arlífi í brotum.“ Sýning Rögnu stendur til 31. október. ■ RAGNA RÓBERTSDÓTTIR: YFIRLITSSÝNING Á KJARVALSSTÖÐUM Ástarsamband við Heklu Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðmundur Á. Jónasson lést á heimili sínu, Hringbraut 86, Keflavík miðvikudaginn 1. september sl. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju, miðvikudaginn 8. september nk. kl. 14. Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir Guðveig Guðmundsdóttir, Eyþór Á. Sigmarsson, Hannes G. Guðmundsson, Jófríður Magnúsdóttir og barnabörn. M YN D /F RÍ Ð U R EG G ER TS D Ó TT IR RAGNA RÓBERTSDÓTTIR Sýnir verk unnin úr íslensku grjóti, hrauni, vikri, skeljamuln- ingi og jarðvegi. SVERRIR STORMSKER Afmælisbarnið vinnur nú að plötu sem hann vonast til að komi út í desember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Almenna bókafélagið hefur gefið út bók- ina Elling – Fugladansinn eftir Ingvar Ambjörnsen í kilju. Þetta er önnur bókin af fjórum um hinn óvenjulega Elling og sjálfstætt framhald af Elling – Paradís í sjónmáli sem kom út hjá Almenna bóka- félaginu 2003. Hún hlaut virtustu bók- menntaverðlaunin í Noregi, Brageprisen. Elling vaknar á geðdeild eftir að hafa fengið taugaáfall. Þar kynnist hann Kjell Bjarne sem líkt og Elling er ekki eins og fólk er flest. Á milli þessara sérkennilegu en ólíku manna myndast óvenjuleg vin- áttutengsl. Vináttuböndin verða þó ekki til átakalaust og eftir sérlega misheppn- að aðfangadagskvöld rifjar Elling upp viðburðaríka ferð með móður sinni til Benidorm þar sem hann gerði tilraun til að haga sér eins og dæmigerður sólar- landafari. ■ NÝJAR BÆKUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.