Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 58

Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 58
30 15. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Mánudagur SEPTEMBER FRÁBÆR SKEMMTUN SPELLBOUND kl. 6 MY FIRST MISTER kl. 8 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 SUPERSIZE ME kl. 8 CAPTURING THE FRIEDMANS KL. 10 COFFEE&CIGARETTES kl. 6 SÝND kl. 6SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI KING ARTHUR kl. 10.20 B.I. 14 THE VILLAGE kl. 8 B.I. 14 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALINEW YORK MINUTE kl. 4 og 6 THE VILLAGE kl. 10 B.I. 14 GOODBYE LENIN kl. 5.40 SAVED! KL. 8 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI YFIR 25000 GESTIR Ein besta ástarsaga allra tíma Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 8 og 10.40 B.i. 14 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I. 12 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.50 & 6 M/ÍSL. CATWOMAN kl. 8 og 10.20 SÝND kl. 10 SÝND kl. 8 & 10 HHH - Ó.H.T. Rás 2 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Dude Where Is My Dude kemur steiktasta grínmynd ársins. THUNDERBIRDS SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I. 12 ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Bandarísku gamanmyndirnar National Lampoon’s Animal Hou- se , Rock’N’Roll High School og Fast Times At Ridgemont High verða sýndar á Hámenningarkvöldi á Grand Rokk. ■ ■ LISTOPNANIR  18.00 Ljósmyndasýningin „En dag i Sverige“ verður opnuð í Perlunni. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Dr. Kurt Ebert, prófessor við lagadeild háskólans í Innsbruck, Austurríki, flytur erindi um stjórnar- skrá Evrópusambandsins í Lögbergi, stofu 101.  12.30 Simone Bader flytur fyrirlestur um uppbyggingu Vínarakademíunn- ar í LHÍ í Laugarnesi, stofu 024. ■ ■ FUNDIR  09.00 Menningar- og menntasam- tök Íslands og Japan standa fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu um stöðu kynjanna og sjávarútveg á Íslandi og í Japan. hvar@frettabladid.is STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125www.gitarinn.is gitarinn@gitarinn.is GÍTARINN EHF. Hinn eini sanni blús gítar m/ pick-up. Allur úr járni. 89.000.- Tónlistarmaðurinn André 3000, annar helmingur Outkast, var gerður að skotskífu pirraðra andstæðinga George W. Bush Bandaríkjaforseta eftir að það sást til kappans á ráðstefnu Repúblikanaflokksins sem nú stendur yfir. Orðrómur komst á kreik þess efnis að André væri dyggur stuðningsmaður forset- ans og að hann ætlaði sér að taka lagið á ráðstefnunni. Þetta varð til þess að margir aðdáendur kappans í Atlanta, heimaborg hans, hringdu bál- reiðir í útvarpsstöðvarnar og sóru þess eið að kaupa aldrei aft- ur tónlist sveitarinnar. Vegna þessa sá André sig til- neyddan til þess að láta heyra í sér og sendi hann út eftirfarandi fréttatilkynningu. „Ástæða þess að ég mætti á ráðstefnuna var að ég er að gera heimildarmynd um kjörsókn á meðal yngstu kjós- endanna. Ætli fólk hafi ekki kom- ist að því að ég ætlaði að mæta, en það þekkir ekki alla söguna. Mig langar til þess að koma hlut- unum á hreint. Fólk úti á götu var pirrað yfir því að ég ætlaði að taka lagið, en það stóð aldrei til. Ég fór nánast að hugsa með mér hver það hefði verið sem kom þessari kjaftasögu af stað. Ég veit ekki hvort það var gert til þess að grafa undan vissum flokki. Ég vil bara að fólk viti að heimildarmyndin er gjörsam- lega hlutlaus.“ André bætti því svo við að hon- um hafi í raun verið nokkuð sama þó svo að fólk hafi verið að gagn- rýna sig í útvarpinu. „Þeir sem hringdu inn og sögðust aldrei ætla að kaupa Outkast-plötur aftur eru varla alvöru aðdáendur, því al- vöru aðdáendur kæra sig bara um tónlistina. Ég skil pólitíkina að baki, það skiptir máli hvern ég kýs, en það kemur þeim ekki við. Ef þeir hafa gaman af tónlistinni, þá er það svalt.“ ■ Japanskur prófessor heldur því fram að lögun skapahára kvenna í landi sínu ráði því hversu vel þeim gangi í lífinu. Samkvæmt kenningu hans hefur lögun skapa- hára kvenna mikil áhrif á per- sónuleika þeirra. Prófessor Asaki Geino heldur því fram að lögun skapahára japanskra kvenna sé af þeirri tegund sem einkennir góð- ar mæður, traustar eiginkonur og elskulegar dætur. Prófessorinn er búinn að skip- ta konum niður í fimm flokka eft- ir lögun skapahára þeirra. Hann segir flestar japanskar konur hafa skapahár sem myndi umsnú- inn þríhyrning. „Sú týpa er ein- kennandi fyrir traustverðar mæð- ur sem lifa heilbrigðu fjölskyldu- lífi,“ segir hann í viðtali við rúss- neska dagblaðið Pravda. „Konur með þessa lögun eru góðar mæð- ur, traustverðar eiginkonur og elskulegar dætur. Ég held að það séu engar ýkjur að segja að konur af þessu tagi hafi hjálpað Japan að verða að því stórkostlega landi sem það er.“ Hann varar við því að konur sem hafi skapahár sem séu eins og mynni ár séu dæmdar til þess að verða ótrúar eiginmönnum sín- um. „Vanalega vaxa skapahár kvenna eins og öfugur þríhyrn- ingur, en sumar eru með rétthyrn- ing eða sporöskjulaga form. Það er ekki óalgengt að konur með sporöskjulaga löguð skapahár verði ástfangnar við fyrstu sýn og tapi sér í ástríðu. Þeim finnst líka leiðinlegt að sitja aðgerðarlausar heima,“ segir skapaháraprófess- orinn í viðtalinu. ■ Skapahár japanskra kvenna best Japanskur prófessor segir lögun skapahára kvenna í Japan vera ástæðuna fyrir því hversu traustar eiginkonur þær séu. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN JAPANSKAR KONUR Já, það er góð ástæða fyrir því að þessi maður er svona hamingjusamur. Styður Outkast Bush? ANDRÉ 3000 Myndin var tekin þegar hann mætti á ráð- stefnu Repúblikanaflokksins í Madison Square Garden.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.