Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 62

Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 62
„Rauði krossinn er með mikla starf- semi í Palestínu, bæði til að aðstoða palestínska rauða hálfmánann við brýn mannúðarverkefni á Vestur- bakkanum og Gaza, en einnig í fangaheimsóknum til að tryggja að aðbúnaður sé með réttum hætti og koma á tengslum milli fanga og ætt- ingja, ásamt því að styðja palestínsk börn sem eru þjökuð vegna langvar- andi hernaðarástands,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem á dögun- um kom heim eftir þriggja vikna dvöl í suðupottinum Jerúsalem. „Gríðarlegar öryggisráðstafanir fylgja ferðalögum til Ísraels. Allur farangur er gegnumlýstur og mikið spurt um tilgang ferðarinnar, hvað- an maður kemur, við hvað maður starfar, hverja maður þekkir í Ísra- el og Palestínu, hvort maður þekki einhverja araba og svo framvegis.“ Sigrún dvaldi í vesturhluta Jer- úsalem þar sem aðallega búa arabar en í austurhluta borgarinnar helgu búa gyðingar. Hún segir ástandið skelfilegt. „Mikil spenna er í loftinu og ekki bætir úr skák bygging hins nýja múrs milli Jerúsalem og Vest- urbakkans, sem hefur mjög alvar- legar afleiðingar fyrir Palestínu- menn. Með múrnum verða þeir lok- aðir af og ruðst er inn á þeirra eigið landsvæði, þar sem þeir hafa rækt- að sína ávexti og ólífutré. Allt sam- félagið lifir í ótta en við fyrstu sýn kemur landið fyrir sjónir sem ró- legt og afar fallegt. Þegar betur er að gáð má alls staðar sjá vopnaða hermenn og nú um stundir er varla ferðamann að sjá vegna ótta fólks við fyrirvaralausar árásir.“ Þegar Sigrún var á ferð um Jer- úsalem í fyrra sprakk í loft upp kaffihús þar sem hún hafði oft feng- ið sér kaffibolla fyrr um sumarið. „Hörmungar blasa víða við. Meðan ég var úti voru þúsundir palest- ínskra fanga í hungurverkfalli, en mikill fjöldi Palestínumanna hefur verið handtekinn á síðustu árum og situr í ísraelskum fangelsum. Þá var ég einn daginn að koma upp að landamærastöð þegar okkur var skipað að snúa tafarlaust við vegna bíls sem hafði verið sprengdur í loft upp við landamærin með þeim af- leiðingum að nokkrir létu lífið og margir særðust. „ Sigrún segir flesta Palestínu- menn sem sprengja sig í loft upp vera ungt fólk sem vill koma á hefndum. „Þegar fólk hefur lifað lengi við stríðsástand verður auð- veldara að hvetja það til sjálfsvíga í hefndarárásum. Það er erfitt að setja sig í spor þessa unga fólks. Það hefur horft upp á sína nánustu drepna, hús sprengd í loft upp, fólk fangelsað fyrir litlar sakir og sífellt er þrengt að því. Oft er sett sama- semmerki milli araba og hryðju- verkamanna en þannig er það að sjálfsögðu ekki. Flestir Palestínu- menn sem ég hef hitt vilja lifa frið- sælu lífi, ala börn sín upp í öryggi og eru áberandi hlýlegt og gestrisið fólk.“ thordis@frettabladid.is Arabar eru ekki allir hryðjuverkamenn Stelpurnar í hljómsveitinni Nylon héldu til London í gær en þar munu þær leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu sem Skífan gefur út í haust. Eins og alþjóð veit er það tónlistarmógúllinn Einar Bárðarson sem setti Nylon- bandið saman og á stærstan þátt í velgengni sveitarinnar. Hann kann að velja sér samstarfsmenn og tjaldar öllu sem til er og bók- aði því stelpurnar í einkastúdíó Nigels Wright rétt fyrir utan London. Wright er margverðlaunaður upptökustjóri og hefur meðal annars unnið með Madonnu, Bar- böru Streisand, Ronan Keiting, Cliff Richards og Boyzone. Wright er ekki bara þunga- vigtarmaður í upptökubransan- um þar sem hann er einnig nán- ast einráður á West End í London en þar er varla settur upp söng- leikur án þess að Nigel Wright stjórni tónlistarútsetningum. Nigel er tónlistarstjóri Idol-þátt- anna á Englandi og Bandaríkjun- um. Hann hefur tvisvar verið til- nefndur til Grammy-verðlaun- anna, einu sinni til Óskarsverð- launa en það var fyrir tónlistina í kvikmyndinni Evitu. Hann hefur verið tilnefndur til Bafta-verð- launa og alþjóðlegu Emmy-verð- launanna. Nylon er því í góðum höndum en stúlkurnar verða í London fram á miðvikudag og nota hverja vökustund í upptök- ur. ■ Nylon vinna með hjálparkokki Madonnu NYLON Stúlkurnar eru farnar til London þar sem þær ætla að klára upptökur á fyrstu breiðskífunni sinni. Þær njóta fulltingis Nigels Wright sem hefur reynst Madonnu vel í gegnum tíðina. 34 6. september 2004 MÁNUDAGUR SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI RAUÐA KROSSINS „Þegar fólk hefur lifað lengi við stríðsástand verður auðveldara að hvetja það til sjálfsvíga í hefndarárásum. Að sumu leyti get ég skilið þetta fólk.“ í dag Rán Freysdóttir Segir fellibylinn hafa verið smágusu Upphluturinn veldur uppnámi enn og aftur Kúgast af skólpfnyk á Sauðárkróki ÚTI: „DEAD“ Jakkarnir hans Jóns Sæmundar Auðar- sonar hafa verið inni í sumar. Meira að segja fékk söngkonan Pink einn slíkan þegar hún skrapp í verslunarleiðangur í Reykjavík. En þegar Björgvin Halldórsson er mættur í einn slíkan jakka, er þetta þá ekki farið að verða spurning um hvenær þeir muni fást í Hagkaup? | INNI & ÚTI | ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Dimitar Berbatov. Gljúfrastein – hús skáldsins. Eftir eitt ár. INNI: GULL, SILFUR, KOPAR, BRONS Tískugoð heimsins segja okkur að ef við glitrum ekki svolítið í haust, getum við alveg eins haldið okkur inni. Hvernig á öðruvísi að díla við styttri daga og minni sól en að grípa með sér gullveskið sem lýsir sjálft upp umhverfið?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.