Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 50

Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 50
FÓTBOLTI Breiðablik fékk Stjörnuna í heimsókn í lokaumferð Lands- bankadeildar kvenna sem fram fór í gær. Leikurinn hafði enga þýðingu fyrir liðin sem háðu hvorki baráttu um Íslandsmeist- aratitilinn né fall í 1. deild. Um leið og flautað var til leiks skall á rok og rigning sem varð til þess að völlurinn var þungur og stelpurnar seinar í gang. Það rof- aði þó til um miðjan hálfleikinn. Jafnræði var með liðunum lengst af en Stjarnan var ívíð sókndjarfari. Garðbæingar áttu tvö skot í stöng, eitt í slá og eitt í samskeytin og hefðu hæglega get- að náð yfirburðaforystu um miðj- an fyrri hálfleik. Ekkert mark hafði verið skorað þegar flautað var til leikhlés. Í seinni hálfleik var meira í boði fyrir augað og á 53. mínútu skoraði Anna Margrét Gunnars- dóttir glæsilegt skallamark eftir hornspyrnu, óverjandi fyrir Birnu Kristjánsdóttur, markvörð Blika. Harpa Þorsteinsdóttir, sem er nýstigin upp úr meiðslum, bætti öðru marki við tíu mínútum seinna eftir að hafa snúið skemmtilega á Breiðabliksvörn- ina. Kópavogsliðið átti erfitt upp- dráttar um tíma í seinni hálfleik, komust vart yfir miðju á meðan Stjörnustelpur réðu ferðinni. Þriðja mark Stjörnunnar var sérlega glæsilegt en það gerði Lilja Kjalarsdóttir með háu skoti utan teigs. Blikar reyndu hvað þær gátu til að minnka muninn en misnot- uðu nokkur ágætis færi. Harpa Þorsteinsdóttir lagði svo upp fjórða mark Stjörnunnar fyrir Lilju Guðrúnu Liljarsdóttur sem skoraði með skoti innan teigs. Lilja var skæð í leiknum, og átti nokkur góð skot að marki Blika. Gréta Samúelsdóttir minnkaði muninn í 4-1 á 89. mínútu en seinni hálfleikur var eign Stjörn- unnar frá upphafi til enda. smari@frettabladid.is 22 6. september 2004 MÁNUDAGUR GOLF Toyotamótaröðinni lauk um helgina þegar Icelandair-mótið fór fram á Strandavelli á Hellu. Ragnhildur Sigurðardóttir GR var með pálmann í höndunum fyrir mótið en Ólöf María Jóns- dóttir GK, sem var í öðru sæti, hélt utan til Bandaríkjanna til æf- inga fyrir úrtökumót Future- mótaraðarinnar og gat því ekki gert atlögu að fyrsta sætinu. Ragnhildur lék á pari vallar- ins, 140 höggum, og var 8 höggum á undan Helenu Árnadóttur GA sem var í öðru sæti. Anna Jódís Sigubergsdóttir lék á 150 höggum og náði þriðja sæti. Ragnhildur sigraði því í Toyotamótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir GK varð önnur og Tinna Jóhannsdóttir GK hampaði þriðja sætinu. Búist var við æsispennandi keppni í karlaflokki en fyrir mót- ið var aðeins þrettán stiga munur á Birgi Leifi Hafþórssyni GKG og Björgvini Sigurbergssyni GK og gat því sigurinn lent hvorum megin sem er. Birgir lék á fjórum höggum undir pari eða á 136 höggum. Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Stefán Orri Ólafsson GL og Sturla Ómarsson GR sem voru tveimur höggum á eftir Birgi Leifi. Björgvin náði sér ekki á strik og stóð Birgir Leifur því uppi sem sigurvegari í mótaröðinni. Birgir Leifur var ánægður með árangurinn en sagðist hafa gert klaufamistök á báðum dög- um mótsins. „Það var engu að síð- ur góð tilfinning að vinna mótið og verða þar með stigameistari.“ Birgir Leifur náði að standast spennuna í baráttunni við Björg- vin Sigurbergsson. „Þó að nokkur mistök hafi litið dagsins ljós þá var þetta traust spilamennska.“ Framundan hjá Birgi er úrtöku- mót fyrir evrópsku mótaröðina. „Ég held vonandi áfram á sömu braut þar, spila sama golf, vera þolinmóður en það er happa og glappa hverja viku fyrir sig hvernig maður er upplagður. Komast sem lengst, það er mark- miðið.“ smari@frettabladid.is Birgir Leifur bestur á Hellu Birgir Leifur Hafþórsson sigraði á síðasta stigamóti Toyota-móta- raðarinnar og tryggði um leið sigurinn á mótaröðinni. FREMSTUR MEÐAL JAFNINGJA Birgir Leifur Hafþórsson sýndi og sannaði í gær að hann er besti kylfingur landsins. ■ BREIÐABL.–STJARNAN1-4 0–1 Anna M. Gunnarsdóttir 53. 0–2 Harpa Þorsteinsdóttir 66. 0–3 Lilja Kjalarsdóttir 75. 0–4 Lilja Liljarsdóttir 88. 1–4 Gréta Mjöll Samúelsdóttir 89. BEST Á VELLINUM Lilja Liljarsdóttir Stjörnunni TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–19 (8–13) Horn 3–7 Aukaspyrnur fengnar 5–5 Rangstöður 0–11 MJÖG GÓÐAR Lilja Liljarsdóttir Stjörnunni Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni GÓÐAR Linda Persson Breiðabliki Hjördís Þorsteinsdóttir Breiðabliki Hildur Einarsdóttir Breiðabliki Anna M. Gunnarsdóttir Stjörnunni Tinna Mark Antonsdóttir Stjörnunni Nanna Rut Jónsdóttir Stjörnunni Breiðablik veitti litla mótspyrnu í Kópavogi í gær: Stjarnan fór létt með Blikastúlkur SVONA UPP MEÐ ÞIG Stjörnustúlkur réttu hver annarri hjálparhönd í gær. Norðurbandalagið hafði lítið að gera í ungt og efnilegt KR-lið í Frostaskjólinu: Fínt að enda mótið með sigri FÓTBOLTI KR-stúlkur unnu góðan sigur á Þór/KA/KS, 3-1, í Frosta- skjóli í gær. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður, þar sem skiptust á skin og skúrir, voru það ungliðarnir í KR sem áttu daginn meðan gestirnir sem höfðu fyrir miklu að berjast í leiknum náðu aldrei að finna sig í honum. Edda Garðarsdóttir kom KR yfir strax á fyrstu mínútu og eftir það var leikurinn KR-inga. Þær voru í stórsókn allan leikinn og bættu við tveimur mörkum áður en gestirnir náðu einhverjum takti í leik sinn. Þór/KA/KS náði að svara fyrir sig undir lok leiksins en það var ekki nóg, þær enduðu í næstneðs- ta sæti deildarinnar og þeirra bíð- ur umspil um laust sæti í Lands- bankadeild kvenna á næsta tíma- bili. Góður sigur „Þetta var góður sigur og var í raun aldrei í hættu þannig að þessar ungu stelpur stóðu sig vel. Það var fínt spil í leiknum en völl- urinn var þungur og það hafði sitt að segja í síðari hálfleik þegar leikmenn voru orðnir þreyttir, en það var fínt að enda mótið með sigri. Ég átti samt von á þeim beitt- ari þar sem þær voru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en mér fannst þær aldrei reyna að pressa á okkur en við vorum aftur á móti að spila vel og gáfum þeim kannski aldrei færi á því,” sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR, sem hefur þurft að leika síðustu leiki mótsins með ákaflega ungt lið. ÞAÞ ENDUÐU MEÐ SIGRI Ungu stúlkurnar í KR-liðinu enduðu tímabilið með því að leggja Þór/KA/KS í Frostaskjólinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.