Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 2

Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 2
2 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Samkeppnisstofnun vantar 100 milljónir: Ráðherra boðar hækkuð framlög STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir, viðskiptaráðherra, boðaði stór- eflt samkeppniseftirlit í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, Samfylkingu, á Alþingi í gær. „Stjórnarflokkarnir hafa ákveðið að stórefla samkeppnis- eftirlit. Verulega auknu fjármagni verður varið til þessa málaflokks samkvæmt væntanlegum laga- breytingum.“ Aðspurð vildi Val- gerður ekki svara því til með hvaða hætti þetta yrði gert. Jóhanna Sigurðardóttir, Sam- fylkingu, hafði spurt viðskipta- ráðherra að því hvort hún ætlaði að leita álits Samkeppnisstofnun- ar á því hvort ástæða væri til að kanna hvort verðsamráð eða ólög- legir viðskiptahættir tíðkuðust hjá tryggingafélögunum eða í bankakerfinu. Valgerður hafnaði því og vísaði til sjálfstæðis Sam- keppnisstofnunar. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, benti þá á að ráð- herra hefði árið 2000 hvatt til rannsóknar á samráði olíufélag- anna. Upplýsti þingmaðurinn að forstjóri Samkeppnisstofnunar hefði skýrt fjárlaganefnd frá því að 100 milljónir vantaði til að stofnunin gæti sinnt þeim rann- sóknum sem á hennar könnu væru. -ás KJARABARÁTTA Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samn- ingstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæp- lega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þús- und króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparn- að. Tryggva Þór Herbertssyni, for- stöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verð- bólguþróunarinnar. „Þetta er gríð- arleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verð- lags og launa. Þegar kaupmáttar- aukningin verður alltof mikil mið- að við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamn- inga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlags- ins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert,“ segir hann. „Ég legg ekki mat á samning- inn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra að ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslit- um gerðardóms. Ég er sannfærð- ur um að Kennarasambandið hef- ur með baráttu sinni skilað ár- angri inn í framtíðina,“ segir Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Ís- landi þegar verðbólgan væri ann- ars vegar. „Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verð- bólguna. Ríkisstjórn og atvinnu- rekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetj- andi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði.“ Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhætt- una í gær. ghs@frettabladid.is Árás vígamanna: Löggum rænt í Írak ÍRAK, AFP Um sextíu íröskum lög- regluþjónum var rænt þegar þeir sneru aftur til Íraks eftir að hafa fengið þjálfun í Jórdaníu. „Við vorum í kringum 65 lög- reglumenn á leið heim úr þjálfun í Jórdaníu þegar um það bil tuttugu grímuklæddir og vopnaðir menn réðust á hótelið okkar í Trebil á sunnudagsmorgun,“ sagði Leith Naama al-Kaabi, einn þriggja lög- reglumanna sem sluppu. Hann sagðist hafa sloppið þar sem fé- lagi hans taldi árásarmönnum trú um að þeir væru bílasalar en ekki lögreglumenn. ■ Forsætisráðherra: Varnarmálin ekki í höfn STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra segir að viðræður Davíðs Oddssonar, utanríkisráð- herra, við starfsbróðir sinn Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í Washington í gær hafi verið mikilvægar. Þar hafi verið staðfest að Bandaríkjamenn ætli að standa við skuldbindingar sínar. „Það þýðir að okkur verði tryggðar varnir sem meðal annars felast í því að hér verði áfram flugvélar.“ Halldór Ásgrímsson segir að málið sé ekki í höfn en það sé komið í farveg sem sé mikilvægt. Engin viðræðuáætlun hafi verið samþykkt en ákveðið að embættismenn hittist í janúar á næsta ári. „Það var rætt um loftvarnirnar á fundinum. Við lítum á það sem lykilatriði af okkar hálfu. Án loftvarna myndi varnar- stöðin breytast í grundvallaratriðu og afskaplega lítið verða þar eftir.“ -ás Samræmdu prófin: Óljóst hvað verður GRUNNSKÓLINN Fullkomlega óljóst er hvað verður um samræmdu prófin í 10. bekk grunnskólanna í vetur. Í menntamálaráðuneyt- inu fást þau svör að verið sé að skoða málið og ekkert sé hægt að segja, ekki einu sinni hvort þeim verði frestað eða ekki. Þetta skýrist vonandi í dag eða næstu daga. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Ég hlakka til að vera með konunni.“ Kennarar og sveitafélögin sömdu í gær. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, fá nú hvíld hvor frá öðrum eftir langa samningalotu. SPURNING DAGSINS Eiríkur, áttu eftir að sakna Birgis Björns? Dómsmálaráðherra: Nýtt fangelsi við Reykjavík STJÓRNMÁL Lagt er til að nýtt fangelsi verði reist við Reykja- vík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Þetta kemur fram í greinargerð með frum- varpi Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra um fullnustu refs- inga sem ætlað er að koma í stað laga um fangelsi og fangavist. Athygli vekur að frumvarpið gerir ráð fyrir að heimild fanga- varða til að beita valdi verði bundin í lög og þau tilvik tíund- uð þar sem heimilt verði að beita valdi. - ás SPIRIT frá BSF FÆRÐIN Þungfært var á höfuðborg- arsvæðinu í snjókomunni í gær- morgun og síðdegis á þriðjudag og mynduðust stíflur vegna illa útbúinna bíla og langar bílaraðir á öllum helstu umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu. Hratt og vel gekk þó að skafa og gekk umferð áfallalítið í gær. Þrettán árekstrar höfðu átt sér stað í Reykjavík síð- degis en engin alvarleg slys höfðu orðið á mönnum. Smávægilegar seinkanir urðu á flugi til Vestmannaeyja og Ísa- fjarðar í gærmorgun og á þriðju- dag varð seinkun í flugi til Egils- staða og Akureyrar. Ísafjarðar- vélin komst ekki suður síðdegis á þriðjudag og var því stopp yfir nótt. Lokið var við að skafa flug- brautirnar á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær. Vetrarfæri var um allt land í gær og fyrradag, hálkublettir, hálka eða snjóþekja en helstu leið- ir á landinu voru opnar. Öxi, Hell- isheiði eystri og aðrar fáfarnar leiðir voru lokaðar en aðrar leiðir færar. Hálkublettir leyndust víða, t.d. á Reykjanesbrautinni. - ghs Höfuðborgarsvæðið: Bílaraðir í ófærðinni BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Ungviðið tók snjónum fagnandi. Tinna Pétursdóttir skemmti sér við að búa til mynstur á biðskýlið meðan hún beið eftir strætó í gær. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Viðskiptaráðherra segir að samkeppnis- eftirlit verði stóreflt. Samningar ógna stöðugleikanum Launahækkun kennara upp á tæp 25% mun leiða beint út í verðlagið því að búast má við að aðrir hópar komi í kjölfarið. Forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands líst ekkert á hækkunina. LAUNAHÆKKUN KENNARA 2004-2008 5,5% 1. okt. 2004 3% 1. jan. 2005 9,27% 1. ág. 2005 2,5% 1. jan. 2006 2,25% 1. jan. 2007 2,25% 1. jan. 2008 SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari og Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, undirrita nýjan kjarasamning í Karphúsinu. ÁREKSTRAR Í REYKJAVÍK Ellefu umferðaróhöpp urðu í Reykja- vík á tíu klukkustundum í gær. Lögreglan í Reykjavík segir það með hæsta móti. Sumir bílanna voru vanbúnir, jafnvel á sumar- dekkjum. Séu bílar illa búnir og ökumenn þeirra valda tjóni geta þeir átt von á bakreikningi frá tryggingafélögum. Lögreglan hvetur fólk til að huga að útbún- aði bíla sinna. Norskir stjórnarmenn: Þrefalda á fjölda kvenna NOREGUR, AFP Langt er enn í land með að minnst 40 prósent stjórnarmanna í skráðum norsk- um fyrirtækjum séu kvenkyns eins og stefnt er að fyrir mitt næsta ár. Þetta kemur fram í skýrslu norsku jafnréttisstofn- unarinnar. Hún sýnir að einung- is þrettán prósent stjórnar- manna eru kvenkyns. „Kannski þurfum við krafta- verk. Útlitið er mjög slæmt núna,“ sagði Long Litt Woon, yf- irmaður stofnunarinnar. Fyrirtæki hafa frest fram í júlí til að tryggja að minnst 40 prósent stjórnarmanna séu kvenkyns, eftir það grípa stjórn- völd til aðgerða til að hækka hlutfallið. ■ 02-03 fréttir 17.11.2004 21.13 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.