Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 42
F2 8 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Þóra Sigurðardóttir er orðin besti vinurbarnanna eftir að hafa farið með hlut-verk Birtu í Stundinni okkar undan-farin tvö ár. Þóra hefur búið víða, bæði hérlendis og erlendis. Það tók hana mjög langan tíma að slíta ræturnar við æsku- heimilið, en það tókst að lokum. Fellsmúli í Reykjavík Ég man ekki baun í bala eftir því að hafa búið í Fellsmúlanum enda var það millibilsástand því mamma og pabbi voru að byggja í Breiðholtinu. Þegar íbúðin í Flúðaselinu var loksins tilbúin var hún leigð út því pabba langaði að reyna fyrir sér sem dreifbýliskennari. Mér fannst þetta afleit hugmynd því ég var send þrisvar sinnum í 6 ára bekk. Húsavík Fyrsta stoppið var á Húsavík, mér fannst ekki sérlega gaman að búa þar og hef ekki komið þang- að síðan. Flúðasel í Breiðholti Sex ára gömul flutti ungfrúin loksins í bæinn, nánar til- tekið í Flúðaselið. Þar bjuggum við fjölskyldan í tvö ár en þá fengu mamma og pabbi þá frábæru hugmynd að fara aftur að byggja. Stefnan var sett á Grafarvoginn. Hraunbærinn í Reykjavík Þangað flutti fjölskyldan meðan beðið var eftir slotinu í Grafarvoginum. Í þessu millibilsástandi bjugg- um við fjögur í tveggja herbergja íbúð. Mér fannst mjög mikilvægt að hafa mitt prívat og herbergið mitt var neðri hæð í koju. Ég var reyndar búin að „dekkóreita” voða fínt og eng- inn mátti koma inn á blessaða neðri hæðina. Ég var mjög fegin þegar við fluttum í Grafarvog- inn. Logafold í Reykjavík Úr Hraunbænum fluttum við fjölskyldan inn í fokhelt hús í Logafoldinni. Ég var þetta týpíska Grafarvogsbarn sem lék mér í hús- grunnum meðan mamma og pabbi voru í vinn- unni. Þetta var samt mjög góður tími enda hef ég búið í Logafoldinni þangað til í fyrra þegar ég sleit ræturnar og flutti að heiman. Á tímabili reyndi ég reyndar að flytja að heiman nokkrum sinnum með misgóðum árangri þó. Mamma og pabbi búa ennþá í Logafoldinni ásamt systur minni, hennar manni og afkvæmi þeirra svo þarna á ég alltaf mitt bakland. Á árunum 1994 til 2000 var ég reyndar mjög iðin við að flytja úr landi. Calle Rodolfo Arauz í Bólivíu, 1994-95 Þarna var stelpan í ruglinu. Ég var skiptinemi í Bólivíu í eitt ár. Þetta var mikið ævintýri og það var ekki óalgengt að ég vaknaði upp á næturnar við gítarspil og söng frá unglings- piltum (sá siður tíðkast í Bólivíu ef menn vilja tjá ást sína). Annars voru allar aðstæður mjög frumstæðar þarna, klóakið var skurður fyrir utan húsið og þegar það rigndi óð maður vatn upp að hnjám. Þegar ársdvölinni lauk flutti ég aftur heim til mömmu og pabba í Logafoldina. Bartholinsgade í Kaupmannahöfn árið 1996 Það var æðislegt að búa þarna og við vinkonurnar áttum mjög góðan tíma. Ég held samt að nágrannarnir séu ekki al- veg sammála mér og ég efast um að ég eigi nokkurn tíma eft- ir að ganga þessa götu því fyrrum nágrannar mínir eiga pott- þétt eftir að grýta mig. Við bjuggum þarna þrjár saman og heimilishaldið var mjög skrýtið. Við sváfum til dæmis allar í sama rúmi, ein til fóta. Ég bjó þarna eitt sumar og starfaði sem ræstitæknir. Eftir sumarið ákvað ég að leggja ekki fyrir mig hreingerningar. Eftir sum- ardvöl í Kaupmannahöfn skreið ég aftur heim til mömmu og pabba. Piazzale Libia í Mílanó á Ítalíu árið 2000 Þarna ætlaði ég að skrifa BA ritgerðina en endaði á því að horfa bara á Leiðarljós út í eitt. Ég dvaldi í Mílanó í fjóra mánuði í 14 fm íbúð en þegar ég komst að því að íbúðin var morandi í kakkalökkum gafst ég upp og fór heim til Íslands í Logafoldina. Drápuhlíð í Reykjavík ári 2002 Þetta var skelfileg reynsla og ég forðast Hlíðarnar eins og heitan eldinn. Þetta var hræðileg íbúð og stútfull af silfurskottum. Kett- inum mínum leið svo illa að það endaði með því að hann strauk að heiman og dó. Það var bara vont karma í þessari íbúð. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo ég flytji í Hlíðarnar aftur. Eftir þessa skelfilegu reynslu flutti ég aftur í Logafoldina í kjallaraíbúð foreldra minna. Framnesvegur árið 2003 Loksins sá mamma fram á að losna við mig að heiman varanlega. Ég keypti íbúð og mitt fyrsta verk var að rústa henni og byggja hana upp á nýtt. Ekki gengu framkvæmd- irnar þó snurðulaust fyrir sig og má segja að allt hafi klikkað sem gat klikkað. Smiðurinn fluttur á brott með sjúkrabíl. Þegar leið á framkvæmdirnar var orðið hversdagslegt að raf- magnsverkfæri springju í höndunum á mér og þegar borað var fyrir loftneti fóru smiðirnir óvart í gegnum heitavatnsinntakið í hús- inu og íbúðin breyttist í Vesturbæjar- laugina. Ég vil kenna heimilisdraugnum um þetta en hann er loksins farinn eftir að íbúðin var blessuð. Núna er allt orðið fínt á Framnesveginum og það besta er að vinkona mín keypti íbúð í sama húsi. Það er rosalega gott því þá er maður ekki einn og hefur alltaf einhvern til að leita til því það er svolítið langt í Grafarvog- inn. Núna er ég orðin alger miðbæjar- rotta og elska þegar tvisturinn keyrir framhjá stofuglugganum mínum. ● Fellsmúli Húsavík Flúðasel Hraunbær Logafold Calle Rodolfo Arauz Bartholinsgade Piazzale Libia Drápuhlíð Framnesvegur Látlaus vinnuþjarkur Hún fangar kannski ekki athyglina á sama hátt og sumar ex- presso vélar sem virðast helst vera hannaðar til þess að taka sig vel út á eldhúsborðinu, en þegar kemur að því sem skiptir virkilega máli: að færa manni almennilegt kaffi, þá standast fáar vélar þessari ítölsku Gaggia expresso vél snúninginn. Þar fyrir utan er líka eitthvað mikið smart við Gaggia vélarnar í einfaldleika og látleysi þeirra; hér er ekki verið að hlaupa eftir einhverjum tískuduttlungum. Gaggia er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki nefnt í höfuðið á stofnanda sínum Achille Gaggia. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft aðsetur í Mílanó þar sem kaffivélar þeirra eru enn framleiddar. Gaggia vélarnar fást í versluninni Kaffiboð við Grettisgötu 64. Göturnar í lífi Þóru Sigurðardóttur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N Loksins flutt að heiman Verslunin ELM við Laugaveginn erfimm ára um þessar mundir. ELM er vettvangur sköpunarverka þriggja ís- lenskra hönnuða, Ernu Steinu, Lísbetar og Matthildar, en nafn búðarinnar og fatalínunnar, sem seld er undir sama merki, er samsett úr upphafsstöfum þeirra þriggja. Hugsunin á bak við fötin er að tengja saman íslenska náttúru og menningu við suður-ameríska prjóna- hefð. Fötin eru fyrir konur sem vilja líta vel út, án þess þó að fórna einhverjum þægindum. „Hin sterka tenging við Perú er komin til af því að einn hönn- uðanna, Matthildur, bjó lengi vel í Perú og kynntist þar perúskri prjónahefð. Fatnaðurinn er allur framleiddur í Perú en hannaður á Íslandi,“ segir Lovísa Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri verslun- arinnar. Verslunin hefur verið að sækja hægt og bítandi í sig veðrið og er fata- línan meðal annars seld víða um heim í sérverslunum, þar á meðal á yfir sjötíu stöðum í Bandaríkjunum. Það sé hins vegar inni í framtíðaráætlunum að opna fleiri ELM-verslanir. Lovísa segist ekki vera hrædd við að vera á Laugaveginum. „Verslunin er Laugavegsverslun sem þrífst best innan um hin notalegu kaffihús og iðandi mannlíf,“ segir Lovísa. ELM er nú að taka inn jólafötin og býst Lovísa við góðum jólum, það sé besti tíminn fyrir verslanirnar á Laugaveginum. Lovísa Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ELM. „Fötin eru fyrir konur sem vilja líta vel út, án þess þó að fórna einhverjum þægindum.“ ELM fimm ára Íslensk náttúra og perúsk prjónahefð Áhrifavaldur Ölmu Guð- mundsdóttur, söngkonu í stúlknasveitinni Nylon, er eldri bróðir hennar, Hugi Guð- mundsson. „Hann er búinn að hafa mikil áhrif á mig því hann er búinn að vera sjálfur í tónlist frá því hann var ungur,“ segir Alma. „Við erum í mjög ólíkri tónlist. Hann er að læra klassískar tón- smíðar í Kaupmanna- höfn en samt hefur hann alltaf stutt mig í því sem ég hef verið að gera í söngnum og hvatt mig áfram. Hann hefur samt verið mjög hreinskilinn og hefur getað gagnrýnt mig líka.“ Alma bætir því við að Hugi hafi hvatt hana til að fara út í nám í listum. „Mörgum finnst það ekki vera besti kost- urinn að reyna að lifa á listinni en hann hefur stutt mig í því og hvatt mig til að gera það af því að ég hef gaman af því,“ seg- ir Alma, sem stefnir að því að fara í skóla sem býður upp á nám samsett af leiklist, söng og dansi. „Ég hef líka opnast fyrir breiðara sviði af tónlist vegna hans. Ég get hlustað á klassíska tónlist þrátt fyrir að mitt áhugasvið liggi miklu meira í R&B og annarri nútíma- tónlist. Það má eiginlega segja að Hugi hafi veitt mér góðan inn- blástur. Hann hefur ein- hvern veginn alltaf ver- ið til staðar fyrir mig,“ segir Alma. Hugi Guðmundsson stundar nám í klass- ískum tónsmíðum í Kaupmannahöfn. Áhrifavaldurinn Alma Guð- mundsdóttir segir að bróðir hennar hafi veitt sér góðan innblástur. „Stóri bróðir er alltaf til staðar“ 08-09-F2 17.11.2004 13:11 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.