Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 50

Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 50
Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor íheimspeki, segir margt benda tilþess að konur hafi tekið fyrr við sér við sköpun sinnar sjálfsmyndar í breyttu kynjaumhverfi, enda hafi staða þeirra á flestum sviðum verið bág miðað við stöðu karla. „Karlmenn virðast hafa set- ið eftir í þeim skilningi að í sjálfsmynd þeirra eimir eftir af gömlum hlutverka- skilningi um leið og þeir hafa ekki fundið sér nýtt hlutverk sem hæfir nú- tímanum. Um leið setja breyttir tímar og frumkvæði kvenna pressu á karlana, sem sumir bregðast við með því að ríg- halda í gömlu gildin. En þau tilheyra liðnum tíma og eiga sér ekki viðreisnar von. Þetta er dæmigerð kreppa og krep- pa er alltaf sársaukafullt ferli“. Að sögn Sigríðar kemur þessi krep- pa bæði fram í samfélaginu og í einka- lífinu. „Föðurhlutverkið hafði hér áður fyrr einkum með vald að gera, en umh- yggjuþátturinn var ekki nægjanlega tek- inn inn í þá mynd. Yngri kynslóðir eru að verða sér meðvitaðari um þetta. Karl- menn vantar ef til vill þá fyrirmynd sem konur gera kröfu til þess að þeir séu.“ Garðar Baldursson, formaður Félags ábyrgra feðra, telur að það þurfi að skil- greina upp á nýtt hlutverk feðra inn á heimilinu. „Fyrir þrjátíu árum kröfðust konur þess að störf þeirra inni á heimil- inu væru metin að verðleikum. Nú er komið að því að karlmenn krefjist þess að störf þeirra séu metin að verðleik- um,“ segir Garðar og bætir við að oft finnist honum sem hlutverk feðra sé sjálfgefið og það þurfi ekki að meta það. „Það sem karlmenn gera í uppeldi barna er lítilsmetið á sama hátt og það var lítilsmetið hvað konur gerðu inni á heimilum, hér áður fyrr.“ Eru karlmenn fyrirvinnur? Að sögn Sigríðar Þorgeirsdóttur er ennþá gengið út frá því í atvinnupólitík að karlar séu fyrirvinna fjölskyldunnar. Þetta er hins vegar ekki tilfellið þegar rýnt er í tölfræðina og þær fjölskyldur skoðaðar þar sem er aðeins ein fyrir- vinna á heimilinu. „Þá segja hagtölur okkur að konan sé fyrirvinnan,“ segir heimspekiprófessor- inn og bendir á að hér á landi hafa ell- efu þúsund einstæðar mæður fjórtán þúsund börn á framfæri sínu til saman- burðar við að átta hundruð einstæðir feður annast ellefuhundruð börn. Garðar segir að hluti af því að end- urskilgreina hlutverk feðra inni á heim- ilinu sé að allir átti sig á því að það þarf báða foreldra til þess að ala upp börn. „Þessi skoðun helst á meðan hjóna- bandið helst. En þegar kemur að skiln- aði eru karlmenn oft sakaðir um að hafa verið slæmir feður og hafa alltaf verið í vinnunni,“ segir Garðar. Skilnaður end- urspegli því í raun þessa fornu verka- skiptingu. Konan hafi sinnt umhyggju- hlutverkinu en karlmaðurinn fyrir- vinnuhlutverkinu. Hefðirnar flækjast fyrir Gísli Hrafn Atlason, meðlimur í karlahópi feminista, tekur undir að ákveðin togstreita sé ríkjandi í samfé- laginu. „Það að karlarnir eigi að skaffa er ótrúlega rík hefð í okkar menningu. Flestar kannanir sýna að meirihluti karla getur ekki hugsað sér að vera með konu sem er með hærri laun en þeir,“ segir Gísli. „Og þegar við það bætist að karlar vilja líka vera góðir feður, sem þeir hafa kannski takmarkaðan tíma til vegna mikillar vinnu, kemur óhjá- kvæmilega upp ákveðin togstreita.“ „Samkvæmt sýn samfélags okkar í dag er gott starf það sem gerir dreng að manni,“ segir Gísli. Hann nefnir David Beckham sem fyrirmynd ungra karl- manna í dag ekki síst þar sem hann nýt- ur mikillar velgengni, sem er gífurlega sterk þörf fyrir í hugum karla. „Beck- ham er að losa um ákveðin höft sem hafa njörvað niður hvernig karlmaður á að vera. Hann klæðir sig kvenlega en er íþróttamannslega vaxinn. Sem er allt gott og blessað. Hins vegar er jafnréttis- baráttan ekki lengra komin en það, að öllum er sama hvort hann haldi fram- hjá, bara ef hann nýtur velgengni. Kona sem væri í svipaðri aðstöðu og Beckham væri hins vegar gagnrýnd fyrir að standa sig ekki á heimilinu.“ Hvað þýðir það að vera karlmaður? Þegar kvennabaráttan hófst fyrir rétt um þrjátíu árum komu konur saman til þess að styrkja eigin sjálfsmynd. Séra Bragi segir karlmenn ekki hafa að sama skapi brugðist nægilega vel við nýjum aðstæðum og kröfum í þeirra garð. „Þeir hafa verið undir mikilli gagnrýni og álagi. Hin gamla sjálfsmynd hefur verið brotin niður.“ Séra Bragi telur að karl- mönnum hafi af einhverjum orsökum ekki gefist tími og ráð til þess að skapa sér aftur sína eigin sjálfsmynd. „Hér áður voru til afmarkaðar hetjur eins og John Wayne, en í dag eru þær fleiri. Karlar í nútímanum eru ekki með eina eða tvær fyrirmyndir heldur taka brot héðan og þaðan og búa sér til það sem passar þeim.“ Þorgerður Einarsdóttir lektor í kynjafræði, segist ekki vera á því að karlmenn hafi gleymst hvað varðar jafn- réttisbaráttuna sem slíka og nefnir ný lög um fæðingarorlof sem dæmi sem hún segir stærstu handaflsaðgerð Ís- landssögunnar í jafnréttismálum. „Hins vegar þarf að stokka upp hugmyndir okkar um karlmennsku og kvenleikaí- myndir þannig að þær verði miklu sam- settari og raunhæfari. Hugmyndir um karlmennsku og kvenleika eru staðlaðar og heftandi fyrir bæði kynin og við erum föst í römmum sem í raun tak- marka frelsi okkar. Á sama tíma og lög- gjafinn ætlast til jafnrar þátttöku beggja kynja í fjölskyldulífi og atvinnulífi er harðneskjulegum ímyndum haldið að körlum sem eru skaðlegar strákum og ungum mönnum og vinna gegn jafn- rétti. Við erum að fá ýktari karl- mennskuímyndir frekar en losun um þær og þróunin hefur ýtt undir þetta heldur en hitt“. Þorgerður bætir við að jafnvel sé verið að rissa upp einhverjar óraunhæfar karlmennskuímyndir, sem karlmenn reyna að eltast við og eru skaðlegar fyrir þá sjálfa. Konur vilja mjúka karla, en það eru ekki þær fyrir- myndir sem birtast karlmönnum.“ Karlar sitja eftir Þegar skoðaðar eru tölur frá Hag- stofu Íslands virðast karlmenn hafa set- ið eftir þegar kemur að menntun. Af þeim sem útskrifuðust úr mennta- og fjölbrautaskólum eru karlmenn aðeins 38 prósent. Sömu tölur má sjá frá Há- skóla Íslands, af brautskráðum þaðan eru einungis 37 prósent karlmenn. Þeir eru hins vegar mun fjölmennari í þeim námsgreinum innan Háskólans sem gefa af sér hærri laun í framtíðinni. Álíka tölur má sjá víða um hinn vestræna heim og eru þær meðal annars ástæðan fyrir því að karlar verða taldir hið „veikara“ kyn framtíðarinnar, þeir muni sitja eftir eins og Gísli Hrafn bendir á og vitnar í grein sem birtist í tímaritinu The Economist. Sigríður Þorgeirsdóttir segir að kon- ur vilji fá að deila valdinu með körlum, sem hafa reynst tregir til að láta það af hendi og bætir við að jafnvel þótt karlar virðist vera tvístígandi óttist þeir að missa þau völd sem þeir hafa. „Viðbrögð karlveldisins við sterkari stöðu kvenna í samfélaginu endurspeglast ekki hvað síst í klámvæðingunni,“ segir hún og bætir við að með klámi slái karlaveldið frá sér. „Þetta er örvæntingarfull tilraun til þess að niðurlægja konur en um leið sjálfsmark fyrir karlveldið, því klám kemur niður á báðum kynjum með því að grafa undan samskiptum þeirra.“ En má þá ekki kalla það kreppu hjá karlkyninu, þegar þeir reyna að halda tangarhaldi í vald sitt þegar þeir finna að konur sækja á og þeir eiga á hættu að missa völdin? „Það má vera,“ segir Þor- gerður. „Margir halda því einmitt fram að klámvæðingin sé eitt birtingarform þess, þegar karlmönnum er farin að standa ógn af konum.“ Séra Bragi bendir á, kannski karl- mönnum til varnar, að þeir hafi hrein- lega æ færri tækifæri til þess að leggja rækt við sjálfa sig. „Karlmenn eiga fáa trúnaðarvini en það er nauðsynlegt fyrir karlmenn að geta ræktað trúnaðasam- band.“ Garðar Baldursson bætir því við að það þurfi líka að endurskilgreina hvað hugtakið karlmaður sé. „Í umræðunni er karlinn oft tákn valds og ofbeldis, en konan næmni og tilfinningar.“ Ef Garð- ar hefur rétt fyrir sér í þeim efnum er vandinn djúpstæðari en svo að karlar geti leyst hann á eigin spýtur. ● F2 16 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR „Hugmyndir um karl- mennsku og kvenleika eru staðlaðar og heft- andi fyrir bæði kynin og við erum föst í römmum sem í raun takmarka frelsi okkar.“ ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR, LEKTOR Í KYNJAFRÆÐI. Um karla til kvenna Á Alþingi Íslendinga sitja 43 karlmenn en 20 konur. Í Ríkisstjórn eru 9 karlmenn og 3 konur. Í Hæstarétti eru 7 karlmenn og 2 konur. Karlmenn hafa 22 prósent hærri laun en konur. Karlmönnum er hyglað fyrir að vera í hjónabandi. Giftur karlmaður hefur 25 prósent hærri laun en ógiftur karlmaður. Hjúskaparstaða kvenna hefur engin áhrif á laun þeirra. Karlmenn vinna allt að sex tímum meira en konur. Meðalvinnuvika karla er rúmir 49 tímar á viku, á meðan meðalvinnutími kvenna er tæplega 43 tímar á viku. Hér er eingöngu verið að ræða um vinnu sem er borgað fyrir en ekki vinnutími á heimili. Konur lifa allt að fjórum árum lengur að meðaltali en karlmenn. Meðalævilengd kvenna er 83 ár en 79 ár hjá karlmönnum. Karlmenn eru mun líklegri til þess að fremja sjálfsvíg. Karlmenn drekka meira og eru líklegri til þess að vera yfir kjörþyngd. „Karlmenn virðast hafa setið eftir í þeim skiln- ingi að í sjálfsmynd þeirra eimir eftir af gömlum hlutverkaskiln- ingi um leið og þeir hafa ekki fundið sér nýtt hlutverk sem hæf- ir nútímanum.“ SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR, PRÓFESSOR Í HEIMSPEKI. „Það að karlarnir eigi að skaffa er ótrúlega rík hefð í okkar menn- ingu. Flestar kannanir sýna að meirihluti karla getur ekki hugsað sér að vera með konu sem er með hærri laun en þeir.“ GÍSLI HRAFN ATLASON, MEÐLIMUR Í KARLAHÓPI FEMINISTA. 14-17-F2 lesin 17.11.2004 14:06 Page 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.