Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 86

Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 86
42 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… … Bókmenntadagskrá á Súfistanum, Laugavegi 18, klukk- an 20.00. Þórarinn Eldjárn les úr bók sinni Baróninn, Kristín Marja úr Karítas án titils, Pétur Gunn- arsson úr Vélar tímans og Einar Kárason les úr Hvar frómur flæk- ist. … Ferð að yfirborði jarðar, sýningu hinnar þekktu Boyle- fjölskyldu, í Hafnarborg. … Ern eftir aldri, eftir Auði Bjarnadóttur, dansleikhússýn- ingu á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Aðeins þrjár sýningar ráðgerðar. Turandot eftir Giacomo Puccini er viðfangsefni DVD-sýningar Vinafélags íslensku óperunnar fimmtudaginn 18. nóvember. Sýningin hefst kl. 19.30 á hliðarsvölum íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang) og er aðgang- ur ókeypis. Óperan er sýnd á stórum skjá með enskum skjátexta. Á undan sýningunni verður stutt kynning á óperunni og flytjendum. Upptakan sem sýnd verður er sérstaklega glæsileg upp- færsla frá Salzborgarhátíðinni 2002 þar sem ekkert er til sparað. Puccini dó áður en hann lauk við óperuna, en hér er spilaður glænýr endir á óperunni eftir Luciano Berio sem er töluvert öðruvísi en menn eiga að venjast. Val- ery Gergiev stjórnar og leikstjóri er David Pountney. Einsöngvarar: Gabriele Schnaut, Joh- an Botha, Christina Gallardo-Domas og Paata Burchuladze. Vinafélag íslensku óperunnar hvetur alla óperuunnendur til að nota tækifær- ið og sjá þessa glæsilegu uppfærslu. Kl. 19.30 Inger Dam-Jensen með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Á efnisskrá eru Háskólaforleikur op. 80 eftir Brahms, Vier letzte Lieder eftir Strauss og Sinfónía nr.1 í As-dúr, op. 55 eftir Elgar. Stjórnandi er Rumon Gamba. menning@frettabladid.is Turandot hjá Vinafélaginu Andróður gegn skipulagðri hamingju Aldrei hefur tekist að skilgreina í eitt skipti fyrir öll hlutverk bókmennt- anna, sem betur fer, og hafa þó margir reynt. Og engir meir en ein- ræðisherrar, þannig leit Stalín svo á að rithöfundar væru „verkfræðingar sálarinnar“ og vildi því hafa á þeim góð tök. Enda allir alltaf glaðir á opin- berum myndum frá hans tíma. En það þarf ekki einræðisherra til; stundum myndast sá mórall allsherjar framfaratrúar og bjartsýni að það þarf sterk bein til að halda á lofti fána efahyggju og böl- sýni. Þannig var til dæmis andinn í Vestur - Evrópu rétt fyrir fyrri heims- styrjöld. Og þótt bölsýni sé ekki hlut- verk bókmennta frekar en bjartsýni, er andófið einn eðlisþáttur þeirra, rétt eins og það hefur reynst mörgu skáldi vel að halda sig í hæfilegri fjar- lægð frá valdsmönnum og auði. Andóf gegn auðkeyptu samlæti og gleðisnauðum fögnuði er kostur margra góðra bóka. Sigfús Bjartmarsson hefur aldrei verið höfundur allra og ekki sóst eftir því. Verk hans hafa oft krafist yfirlegu og tíma en verðlaunað þann lesanda sem gefur sig að þeim; gott dæmi er sagnasafnið Mýrarenglarnir falla (1990). Hann vakti síðast at- hygli fyrir ferðasögu sína sem hefði þó orðið betri með meiri sjálfsíróníu; sá ágæti eiginleiki léttir alltaf langa sambúð sögumanns og lesenda. Enginn er undanskilinn háðinu í „Andræði“, sú bók er samfelldur andróður gegn öllu því sem mest er hampað í íslensku samfélagi, nútíma heimsósómi sem í formi kallast á við Hávamál. Svona bók á að lesa í smá- um skömmtum, grípa til hennar á góðri stund en þá er hún líka eins og smáskammtalækning við allri fyrir- skipaðri fagnarfjálgi. Þarna er margt stórskemmtilega orðað, hvort sem farin er leið almennra spakmæla (öf- undin er ómetanleg auðlind) eða hæðst að samtímaklisjum (gagnleg/ er þó gæðastjórn/ í gagnvirku/ flæði). Bókin skiptist í ellefu kafla með mismunandi áherslum og við- fangsefnum sem eiga það þó sam- eiginlegt að alltaf er farið á skjön við ríkjandi viðhorf og oft leitað óvænts sjónarhorns. Hér má finna vísuorð sem gætu orðið máltæki með skuld- settum Íslendingum: „Gott/ er að eiga/ góða til að/ ganga/ að“, „verð- ugur/ er verkamaðurinn/ vanskila/ sinna.“ En líka óábyrga fyndni eins og börn og góð skáld hafa gaman af: „Best er að byrgja barinn áður/en börnin detta íða.“ Það er líka kostur við bókina að höfundur heldur hvergi aftur af sér, kemur til dyranna eins og hann er klæddur svo gripið sé til klisju; þannig er sjónarhornið stundum skemmtilega karllægt: „Oft/ tefur/ kona lengi/ í tusku-/búð.“ Auðvitað tekst þetta ekki allt jafn vel, og getur orðið dálítið einhæft sé lengi lesið í einu; upphafsorð margra erinda, „Jú“, verður stundum dálítið búralegt og kaflinn um húsbyggingar Íslend- inga nær ekki verulegu flugi. En Sigfús hefur mikinn orðaforða og góða bókmenntaþekkingu og glímir við formið með góðum ár- angri, hin vísvitaða ofstuðlun er aldrei til trafala. Þegar upp er staðið finnst mér honum þó takast best upp í einfaldleika. Þá hittir hann oft ótrúlega vel í mark, eins og í þessu frábæra vísuorði úr fjölmiðlakaflan- um, um þær endalausu umræður um hvað sé „in“ og hvað „out“, og birtir tvenna tíma í lífi Íslendinga: En aldrei verður sá úti sem er inni. Ég reyni að tala sem minnst um sjálfan mig, segir Jónas Ingimundarson en saga hans kemur út í dag. Í dag kemur út saga Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara, hins einlæga hugsjónarmanns, sem hef- ur verið óþreytandi að kenna Ís- lendingum tónlist – og að hlusta á tónlist. Jónas hefur verið óska- píanisti flestra íslenskra söngvara, enda má segja að tónlistaráhugi hans eigi rætur í söngnum. Það er alltaf upplífgandi að fara á tónleika sem Jónas tekur þátt í, vegna þess að fyrir utan óaðfinnan- lega spilamennskuna er maðurinn ákaflega skemmtilegur og mikill húmoristi. Enda fer það svo að þeg- ar hann er spurður frá hverju hann sé að segja í ævisögunni, svarar hann um hæl: „Ég um mig frá mér til mín“ (sem auðvitað enginn sem þekkir til Jónasar trúir), en bætir svo við: „Nei, ég reyni nú að tala sem minnst um sjálfan mig. Þetta er ekki hefðbundin ævisaga, held- ur reyni ég að stikla á stóru. Þetta eru minningabrot frá liðnum tíma.“ Upphaf þess að Jónas fór að læra á píanó er nokkuð sérkenni- legt. „Það byrjaði þannig að ég var mjög söngvið barn og hlustaði mik- ið á tónlist af öllu mögulegu tagi,“ segir hann. „Ég var byrjaður að fikta að gamni mínu við hitt og þetta og stórfjölskyldunni fannst að ef ég væri að fikta í þessu væri eins gott að ég lærði eitthvað. Það varð til þess að ég fékk fyrstu píanótímana í fermingargjöf. Píanó hafði ég ekki séð og átti ekki til.“ Venjulegir píanistar byrja að læra snemma í æsku en Jónas var orðinn fimmtán ára þegar hann hóf sitt hljóðfæranám – en eyrað var þrautþjálfað. Hann hafði hlustað mikið á tónlist sem krakki. Leik- félagar hans voru Maria Callas, Tito Gobbi og Jussi Björling, enda kunni hann allar óperur Verdis þegar hann var tíu ára. Ekkert venjulegt barn þar. „Kannski voru hinir ekkert venjulegir,“ segir Jónas. „Létu bara hella yfir sig öllu og sættu sig við það. En seinn var ég í tónlistar- námið. Þegar móðir mín innritaði mig svo í tónlistarskóla haustið eftir ferminguna – sem hún gerði án þess að ég vissi – var henni sagt að drengurinn væri dálítið seinn á ferðinni og hvort hann ætti ekki að læra frekar á trompet eða á básúnu – en, nei, píanó skyldi það vera. Þegar ég kom í tónlistarskólann hafði ég enga undirstöðu utan þessa tvo mánuði, hjá gamalli konu vestur í bæ, sem ég hafði fengið í fermingargjöf.“ Frá því að Jónas lauk sínu píanónámi hefur hann verið að spila fyrir þjóðina – eða, í að minnsta kosti fjörutíu ár, oft með söngvurum – en ekki alltaf. „Kannski eru þessi tengsl við söng- inn, nokkuð í mínu fari sem söngv- ararnir skynja. Þegar ég tala um söng tala ég um tónlist. Fyrir mér er verulegur hluti af hljóðfæratón- list einhvers konar eftiröpun af söng. Píanóleikari sem ekki syngur er fyrir mér óáhugaverður. Ég er tónmenntakennari og hef verið kórstjóri í tuttugu og fimm ár, stjórnaði meðal annars Fóst- bræðrum í fimm ár og ferðaðist með þeim um allan heim. Hins veg- ar gerði ég mér ekki grein fyrir því fyrr en ég fór að vinna með Gylfa að bókinni að tónlistarferill minn er í mörgum lögum. Ég hef meðal annars verið kennari, kórstjóri, staðið fyrir verkefninu „Tónlist fyrir alla“, leikið með söngvurum, einn og með öðrum hljóðfæra- leikurum.“ Með bókinni fylgja tveir geisla- diskar með einleik Jónasar, upp- tökum sem þegar voru til. „Mér þykir vænt um að geisladiskarnir fylgi með bókinni,“ segir hann. „Það var farið niður í útvarp og þar reyndist vera eitthvað sem þolir hlustun oftar en einu sinni. Það eru sólóstykki – og það kemur kannski á óvart að það er enginn söngur þar – heldur syng ég sjálfur á píanóið og þar eru meðal annars tvö stór verk, eftir Beethoven og Brahms, svo það sést að ég hef einhvern tímann æft mig.“ sussa@frettabladid.is Minningabrot frá liðnum tíma BÓKMENNTIR HALLDÓR GUÐMUNDSSON Andræði Höf. Sigfús Bjartmarsson Útg. Bjartur ! JÓNAS INGIMUNDARSON Þegar ég kom í tónlistarskólann hafði ég enga undirstöðu utan þessa tvo mánuði, hjá gamalli konu vestur í bæ. SIGFÚS BJARTMARSSON FIMMTUD. 18. 11. ‘04 „BESTU TÓNLEIKAR ÁRSINS?“ HÚSIÐ OPNAR KL. 21.00 MIÐAV. 350 KR. HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 FÖSTUD. 19. 11. ‘04 LAUGARD. 20. 11. ‘04 JAGÚAR ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA ÚTGÁFUTÓNLEIKAR! MUGISON DISCOSVEIFLA K Ö -H Ö N N U N / P M C FRÍTT INN! ...VEGNA ÞRIÐJU BREIÐSKÍFU HLJÓM SVEITARINNAR „HELLO SOMEBODY “ • SPILABANDIÐ RUNÓLFUR SÉR UM AÐ KYNDA UPP STEMMINGUNA MIÐAVERÐ 1500 KR. FYRSTU GESTIR FÁ G&T 86-87 Menning (42-43) 17.11.2004 19.33 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.