Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 10

Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 10
10 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Hestamenn axla ábyrgð á hrossum sínum: Sprenging í ábyrgðartryggingum DÝRAHALD Sprenging hefur orðið í ábyrgðartryggingum fyrir hross í sumar og haust, að sögn Brynju Tomer hjá Vátrygginga- félagi Íslands. „Það eru óskaplega margir hestamenn sem eru að taka ábyrgðartryggingar fyrir hross sín þessar vikurnar,“ sagði Brynja Tomer hjá VÍS. „Það er algjör sprengja í því. Í því felst að valdi hestur tjóni, þá sé hann tryggður gagnvart því.“ Brynja sagði að þetta væri vissulega breytt viðhorf hjá hestamönnum. Þarna væru menn að sýna ábyrgð á sínu hestahaldi gagnvart samborgur- um sínum. Kostnaðurinn við slíka tryggingu sé 2.000 krónur á ári. Athyglisvert væri að fjöldi fólks væri að taka stakar trygg- ingar, en aðrir kysu hins vegar að taka þær inn í trygginga- pakka. Þá sagði hún að menn gerðu mikið af því að líftryggja og slysatryggja hesta sína. Hesta- mennskan væri lífsstíll hjá fólki og ef menn misstu góðan reið- hest þá gæti hestamennskan verið í uppnámi. Menn væru að tryggja allt frá folöldum og upp í verðmætustu gæðingana og kynbótahrossin sín. - jss Segir lagalega stöðu þolenda óverjandi Margrét Frímannsdóttir alþingismaður segir núverandi lagalega stöðu þolenda heimilisofbeldis vera óverjandi. Það vanti fjármagn og eftirfylgni stjórnvalda. OFBELDI Lagaleg staða þolenda heimilisofbeldis er óverjandi, ekki síst í ljósi þess að í skýrslu fjögurra ráðuneyta frá 1997 um nauðsynlegar breytingar á lög- gjöf til að sporna við slíku of- beldi, var kveðið mjög afgerandi á um að fara þyrfti í sérstakar aðgerðir. Síðan hefur sáralítið gerst. Þetta sagði Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður um það lagaumhverfi sem þolendur heimilisofbeldis búa við. Að sögn Margrétar Tómas- dóttur, sviðsstjóra á hjúkrunar- og bráðasviði Landspítala - há- skólasjúkrahúss, þar sem mót- taka fyrir þolendur slíks ofbeldis er starfrækt í tilraunaskyni, eru skýrt skilgreind 140 heimilisof- beldismál á ári. Sum koma fyrir oftar en einu sinni. Ef börn eru í dæminu er það tilkynnt til barna- verndaryfirvalda. Forráðamenn móttökunnar hafa gengið á fund Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og beðið hann að huga að lag- aumhverfi þessa hóps. „Þetta eru að langstærstum hluta konur,“ sagði Margrét Tómasdóttir. „Þegar við segjum við þær að þær fái kannski þessa aðstoð og kannski hina, þá fyllast þær óöryggi og við missum þær út aftur án þess að geta gert nokkuð. Til dæmis er einungis heimild fyrir því að þær fái rétt- argæslumann ef lögregla metur það svo. Á neyðarmóttöku vegna nauðgana er það hins vegar hluti af rétti þeirra.“ Margrét Frímannsdóttir sagði að þegar til hefði staðið að stofna umrædda neyðarmóttöku hefði það verið í hugum flestra með sama fyrirkomulagi og neyðar- móttaka vegna nauðgana. Til- gangurinn hefði verið tvíþættur, að opna umræðuna og hafa til- tækan stað sem þeir einstakling- ar er hefðu sætt heimilisofbeldi gætu leitað til og fengið aðhlynn- ingu, sálgæslu og lögfræðiaðstoð eftir þörfum. „Þessari umræðu hefur ekki verið fylgt eftir af stjórnvöldum, þannig að þetta er hvorki fugl né fiskur. Það vantar fjármagn til verkefnisins. Þegar LSH er gert að skera niður þá segir það sig sjálft að spítalinn hefur ekki fjármagn til að fara út í nýja starfsemi. Stjórnvöld hafa ein- faldlega ekki fylgt skýrslunni eftir, eins afdráttarlaus og hún þó er.“ jss@frettabladid.is NR. 47 - 2004 • Verð kr. 599 A A K Ardís Anna Ka trín Kalli Bj arni 32 KEPPE NDUR KO MNIR ÁFR AM - HVE R VERÐU R STJARN AN? - H IDOL AUKAB LA‹-1 10.11 .2004 15:30 Page 1 IDOL STJÖ RNURNAR ! ALLAR 32 I ! MIKLU STÆRRA BLAÐ - S AMA VERÐ! Ásdís Rán og Garðar: Gleði, tár, g lys og gred da: BAK VIÐ TJÖLD IN Á EDDUNNI Besta d agskrái n! 18.-24.n ov. ÉG FÉLL EN BJARGAÐIST! Reginalds Ruth datt í það: 9 771025 95 6009 Laus og liðug! HÆTT SAMAN Árni Johnsen og Reynir Trausta: SÖGULEGAR SÆTTIR! 01 S&H FORS Í‹A3704 TBL -2 15.11.2 004 17:37 Page 2 Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Klípa í bumbur! South Beach mataræðið! SEXÍ AÐ VERA FERTUG! Helga Braga bauð mömmu á Vodkakúrinn: l i : 100% 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is NÝMÆLI Hestamenn tryggja nú hross sín unnvörp- um fyrir tjóni sem þau gætu valdið. HRÖKKVA TIL BAKA Þegar þolendur heimilisofbeldis, sem flestir eru konur, fá að vita að óvissa sé um aðstoð þeim til handa, missa þær hugrekkið til að halda málinu til streitu. STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra telur að pláss sé fyrir eitt nýtt 300 þúsund tonna ál- ver eða eina stækkun núverandi álvera ef öll heimild Íslands til aukningar losunar koltvíseyrings verður nýtt í stóriðju samkvæmt Kyoto-samningnum. „Það er ljóst að það er ekki pláss fyrir mörg álver, svo mikið er víst,“ segir Val- gerður. Ráðherra lagði fram út- reikninga á ríkisstjórnarfundi í morgun um hve mikil aukning Ís- lands mætti vera í tilefni af því að Rússland hefur undirritað Kyoto- samninginn. Gert er ráð fyrir að auka megi losun koltvísýrings um 417.000 tonn á gildistíma svokall- aðs sérákvæðis Íslands 2008-2112. Í þeim tölum er ekki gert ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík og er því útlit fyrir að á þessu árabili verði að velja á milli þeirrar stækkunar og nýs álvers, líklega fyrir norðan. Þó er mögulegt að kaupa losunarkvóta erlendis frá. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, seg- ist efast um að 417.000 tonna svig- rúm dugi fyrir nýju 300 þúsund tonna álveri. - ás Nýr Kyoto-útreikningur: Pláss fyrir eitt álver til 2112 FYRIRHUGAÐ ÁLVER Í REYÐARFIRÐI Ekki rúmast mörg álver í því svigrúmi sem Kyoto-bókunin gefur fyrir 2008-2112. 10-11 fréttir 17.11.2004 17.58 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.