Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 71

Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 71
Þörf á nýrri forystu Þessi kjaradeila hefur kallað fram hið versta í mörgum. Það getur tekið tíma að vinna bug á þeim skaða sem orð- inn er og það verður ekki gert nema að grundvallarbreyting verði á hugar- fari í forystu kennara. Kennarar þurfa á framsýnum leiðtogum að halda sem nærast á bjartsýni og sjálfsöryggi en ekki bölmóði og óöryggi. Kennara- stéttin á að vera óhrædd við breyting- ar í átt til meiri samkeppni – í því felst lykillinn að betri starfskjörum, metn- aðarfullra skólastarfi og – það sem skiptir mestu máli – árangursríkari skólum fyrir nemendur. Ritstjórnargrein á deiglan.com FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 Tímaritið Birta - frítt fyrir þig • Spennandi að vera lærlingur í lífinu • Þröng svöl og sexí jakkaföt • Lára Sveins er Fresca frík • Gallabuxur fyrir epli og perur • Bíómyndir vikunnar • Sjónvarpsdagskráin • Persónuleikapróf • Stjörnuspá og margt fleira ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS Leiðrétting Nafn Ólafs Hvanndal misritaðist í myndatexta við skuldahalann sem var á kreiki við Ráðhús Reykjavíkur í gær. ■ Ég hef lengi ætlað að skrifa þetta bréf en nú get ég ekki lengur orða bundist. Ég er 24 ára grunnskóla- kennari og er nú búinn að standa í baráttu fyrir bættum kjörum í tæp- lega tvo mánuði. Hér áður fyrr barðist verkalýðs- hreyfingin af dugnaði og hugsjón fyrir bættum kjörum síns fólks. Fyrri hluta síðustu aldar var langur vinnutími verkafólks og lág laun viðtekin venja en fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar varð breyting þar á. Nú virðist mér hins vegar að verkalýðshreyfingin sé orðin gjörsamlega máttlaus svo vægt sé til orða tekið. Það er ekki nóg með að þið semj- ið um lélegar kjarabætur fyrir ykk- ar fólk heldur virðist þið jafnvel beinlínis berjast gegn bættum kjör- um annarra. Vegna fyrirvara í ykk- ar kjarasamningum er nánast úti- lokað að bæta kjör annarra laun- þega. Það er engu líkara en að þið séuð á mála hjá ríkisstjórn þessa lands við að viðhalda láglauna- stefnu hennar. Ég veit til þess að fólk sem þið semjið fyrir lifir á hafragraut, matargjöfum og treyst- ir á að ættingjar bjóði því í mat seinni helming mánaðarins. Finnst ykkur þetta mannsæmandi líf sem þið takið þátt í að bjóða fólki upp á? Af hverju semjið þið ekki af alvöru fyrir ykkar fólk í staðinn fyrir að eyða orku ykkar í að koma í veg fyrir kjarabætur annarra? Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp ríkisstjórnarinnar um lækk- um tekjuskatts um 1%. Maður þarf ekki að vera mikill talnaspekingur til að sjá að það nýtist hálaunafólki þessa lands best. Fyrir það er þetta ígildi utanlandsferðar en fyrir al- mennt launafólk ein máltíð. Auð- menn og fyrirtæki landsins hafa verið pökkuð inn í bómull af ríkis- stjórninni án þess að stjórnir verkalýðshreyfinganna mótmæli. Hagnaður bankanna er í tugum milljarða og fjársterkir einstak- lingar eru að braska með hlutabréf í Kauphöll Íslands fyrir tugi ef ekki hundruð milljóna. Hyggist þið ekki mótmæla þessu frumvarpi? Væri ekki nær að hækka persónuafslátt- inn þannig að hann nýtist almennu launafólki best? Eftir 2 mánaða verkfall kennara er staðan ekki glæsileg í menntun- arhorfum þessarar þjóðar. Nú eru kennarar dregnir með ól um háls- inn inn í skólana. Ef grunnskólinn er ekki þegar kominn í rúst mun það væntanlega gerast í vor, því þá verður trúlega almennur flótti úr kennarastéttinni. Það er alveg ljóst að þið eigið að hluta til sök á þessu ástandi. Ætlið þið að styðja meðvit- að eða ómeðvitað stefnu þessarar hægri ríkisstjórnar sem er að rústa opinbera menntakerfinu svo hægt sé að einkavæða það með aðgengi eingöngu fyrir efnafólk? Á fólkið sem þið semjið fyrir rétt á góðri menntun fyrir börn sín? Viljið þið bera ábyrgð á að svo verði ekki? Að lokum vil ég enda þetta á tveimur orðum: Skammist ykkar! ■ Opið bréf til stjórnar verkalýðshreyfingarinnar ÓLAFUR ÖRN PÁLMARSSON GRUNNSKÓLAKENNARI VIÐ LAUGALÆKJARSKÓLA UMRÆÐAN VERKALÝÐSHREYFINGIN ER MÁTTLAUS Á meðan okkar ágæti utanríkis- ráðherra sat í djúpum hæginda- stólnum í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu og sötraði te með Colin Powell, fráfarandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sýndu sjónvarpsstöðvar úti um allan heim myndskeið sem töku- maður bandarísku NBC-sjón- varpsstöðvarinnar tók og sýnir bandarískan hermann drepa óvopnaðan Íraka sem lá hreyfing- arlaus á gólfinu í mosku í Falluja. Utanríkisráðherra herlausu smáþjóðarinnar í norðri hafði á þessum einkafundi sínum með bandaríska stallbróður sínum ein- stakt tækifæri til að mótmæla stríðsglæpum Bandaríkjanna eins og áttu sér stað í moskunni og í Abu Ghraib-fangelsinu svo dæmi sé tekið, en ætli megi ekki telja líklegt að slík grimmdarverk séu einnig framin þegar myndavél- arnar eru hvergi nálægar. Ætli utanríkisráðherrann okk- ar, sem hafði þessa einstöku að- stöðu til að koma óhug þjóðar sinnar á framfæri, hafi ekki ör- ugglega gripið tækifærið? Af fréttum að dæma virðist svo ekki hafa verið, var víst of upptekinn við að væla út framlengingu á veru þessara fjögurra F-15 orr- ustuvéla sem enn eru á Keflavík- urflugvéli. Og það þótt þær séu að sönnu vitagagnslausar og þar með óþarfar. Og það sem meira er; utanríkisráðherrann og íslensk stjórnvöld almennt virðast, öfugt við almenning í landinu, barasta ekki hafa neinar athugasemdir við ólögmæta hryllingsför Banda- ríkjahers í Írak. Settu okkur meira að segja á lista yfir hinar viljugu stríðsþjóðir og sjá enga ástæðu til að láta af stuðningi okk- ar við ólögmæta herförina þrátt fyrir að allir viðurkenni nú orðið að forsendur stríðsins voru í besta falli byggðar á kolröngum upplýs- ingum og að öllum líkindum á hreinum og klárum blekkingum. En allt kom þetta fyrir ekki; utanríkisráðherrann sat sáttur í sinni og sötraði sitt te. Enda raun- ar ákafari stuðningsmaður stríðs- ins en sá sem á móti honum sat, sjálfur Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. En efasemdir hans um nauðsyn þess að ráðast rakeiðis inn í Írak þegar þeir náðu ekki honum Osama í fjöllunum í Afganistan hafa nú kostað hann ráðherra- stólinn. Höfundur er stjórnmálafræð- ingur. ■ Stríðsglæpir í beinni EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON SKRIFAR UM STRÍÐSGLÆPI OG AFSTÖÐU ÍSLENDINGA Ætli utanríkisráð- herrann okkar, sem hafði þessa einstöku að- stöðu til að koma óhug þjóðar sinnar á framfæri, hafi ekki örugglega gripið tækifærið? ,, AF NETINU 26-71 Umræða (26-27) 17.11.2004 14:41 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.