Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 24

Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 24
Síðir eyrnalokkar Síðir silfurlitaðir eða platínu eyrnalokkar eru alveg málið núna ef maður er að fara út á lífið eða á árshátíð. Önnur hver skvísa í Hollywood var með svona eyrnalokka á Golden Globe-hátíðinni og þeir teljast því vera heitustu skartgripirnir í dag.[ ] Útsalan hefst í dag! Ótrúleg verð. Upplýsingar um opnunartíma á www.thyme.is Velkomin! Laugavegi 62 sími 511 6699 Glæsibæ sími 511 6698 www.sjon.is sjon@sjon.is Gar›atorgi sími 511 6696 Linsutilboð 3.500,- aðeins • 3-ja mán. skammtur • linsuvökvi • linsubox ÚTSALA! ÚTSALA! 50% afsláttur af samkvæmisfatnaði Ég hef verið með LCN naglastyrk- ingu frá Heilsu og fegurð í nokkur ár og er alltaf jafn ánægð. Ég mæli 100% með LCN naglastyrkingu. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir. Heimagallar, stórar stærðir 40% afsláttur Jólaútsaumur 25% • Bútasaumsbækur 15% Janúartilboð Diza Ingólfsstræti 6 S. 561-4000 • Opið 11-18, laugard. 11-14 Eftir jólahátíðina ákveða margir að fara að spara eft- ir allt eyðslusukkið í desember og drífa sig á útsölur. Búðirnar eru fullar af alls konar varningi á ágæt- isverði og oftar en ekki rjúka útsöluvörur út eins og heitar lummur. Það er líka hægt að gera fín kaup á útsölunum og þeir sem ekki hafa enn fjárfest í góðum skóm fyrir íslenska vetrarríkið sem hefur ráðið lögum og lofum undanfarið ættu að gera það núna því af nógu er að taka af girnilegum skóm á góðu verði. ■ Stígvél í vetrarveðráttuna Nú má gera góð kaup á útsölum. Rauð 11.100 tveir fyrir einn Há ljós með hrá- gúmmísóla 22.000 Camper há brún 12.990 Indíánastígvél 9.990 Dökkbrún eskimóa 15.300 Camper lág svört 10.990 Svört há 10.600 Ljós loðstígvél 9.500 Brún með fylltum hæl 8.990 Birna Björnsdóttir, danskenn- ari og eigandi dansskóla Birnu Björns, hugsar talsvert um það sem hún gengur í og gerir góðu kaupin erlendis. „Ég er mikið fyrir klassísk föt og kaupi mikið í London því ég fer þangað oft út af dansinum. Ég geri oft mjög góð kaup þar enda þekki ég borgina og er enga stund að finna mér eitthvað,“ segir Birna og er ekki í vafa um hvers hún gæti ekki lifað án. „Það eru dansskórnir mínir. Ég er í þeim allan daginn. Ég á tvenna, eina rauða og eina svarta, en þessir svörtu eru eldri. Þeir eru mér kærari og ég er oftar í þeim. Þeir eru með áfastar legg- hlífar og það er alls ekki gott að gleyma þeim heima. Þá get ég ekkert gert allan daginn.“ Birna hefur keypt sína dans- skó í útlöndum þar sem meira úrval er af þeim. „Þetta eru dýrir og góðir skór en ég kaupi þá erlendis því þar er miklu meira úrval í litum og efni. Ég vil náttúrlega ekki eiga eins og allir hinir. Ég er líka mjög hrifin af alls konar fallegum skóm enda er gaman að vera í þeim.“ Dansskóli Birnu er kominn á fullt skrið og greinilegt er að Birna er ástfangin af dansinum. „Þetta er svo góð hreyfing og út- rás og afskaplega góður félags- skapur. Það bætast alltaf fleiri og fleiri við í skólann með hverju ár- inu og það er greinilega mikill áhugi hjá öllum aldurshópum fyrir dansi.“ ■ Háð dansskónum Birna er danskennari og má því ekki við því að gleyma uppáhaldinu sínu heima, dansskónum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.