Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 1. febrúar 1975, Laugardagur 1. febrúar 1975 Vatsnberinn: (20. jan. - 18. febr) Það litur út fyrir, aö þetta verði heldur þreyt- andi dagur til að byrja með, en hann fer stöðugt batnandi. Ferðalag gæti orðið bara ánægjulegt, | enda þótt tafir verði i fy.rstu. Kvöldið verður sér- isv lega ánægjulegt meðal vina. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) Þetta gæti orðið sæmilegasti dagur, ef þú gætir þess að halda góða skapinu, og skiptir raunar ekki máli, hvort heldur er heima eða að heiman. Sennilegt er, að þú verðir spurður margs. Þú skalt hugsa svörin. Hrúturinn: (21. marz — 19. april) ‘ Það er mjög svo liklegt, aö þú fáir einhverjar fréttir i dag, eða þá á næstunni. Þú kemur til með að fagna þessum fréttum, og þá ekki sizt meö tilliti til þess, aö þær eru aðeins upphafið á ánægjulegu framhaldi. Nautið: (20. aprii - 20. mai) Það getur vel farið svo, að einhver vandkvæði verði á þvi að koma fram þvi, sem þú hefur ætl- að þér, og þá á þann hátt, sem þú hafðir helzt kosið. Það gæti jafnvel farið svo, að þú eigir i einhverjum erjum i dag. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júni) Allt bendir til þess, að dagurinn verði ánægju- legur, og þá sérstaklega, ef þú ert á ferðalagi. Annars er það ekki höfuðmálið, það leikur ein- hvern veginn allt i lyndi hjá þér i dag, þótt heppnin kunni að vera vafasöm. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Þú ert vafalaust búinn aö gera þér einhverjar hugmyndir varðandi þennan dag, ef til vill áætlanir, en það er ósköp hætt við þvi, aö þær standist ekki. Ef til vill stafar þetta af óvæntri gestskomu. Ljónið: (23. júli - 23. ágúst) Einhverjir óvæntir atburöir gerast i dag. Það er ekki vist, að þeir verði allir stórvægilegir, en þeir koma þér engu aö siður á óvart. Þú skalt gæta hófs i hvivetna i dag, og umfram allt ekki eyða um efni fram. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Það gæti gerzt svolitið einkennilegur atburður i dag, sem reyndi dálitið þinn innri mann. Likleg- ast er það i sambandi viö óstundvisi annars aðila, sem getur komiö sér illa, en er alls ekki gert i illu samt sem áður. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Þú gætir hæglega efnt til nýrra kynna i dag, og i sambandi við þau er full ástæða til að vara þig við. Þú gætir nefnilega lent i slagtogi meö ein- hverjum, sem hefur ýmislegt til mála aö leggja, en harla litið hugsaö. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Þú skalt fara varlega I dag. Sérstaklega i um- ferðinni, eða ef þú ert á feröalagi, — jafnvel ef þú ert innan um margt fólk. Annað skaltu að- gæta líka: Þú skalt ekki segja neitt það, sem þér er ekki alveg sama um, hvert fer. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Þetta er svo sem enginn sérstakur dagur, og af- skaplega fátt úr honum að lesa. Þó gæti hann hæglega verið skemmtilegur, ef þú leggur þig fram, en varla fer hjá þvi, að hann verði þreyt- andi, stundum a.m.k. Steingeitin: (22. des. - 19. jan.) Það bendir allt til þess, að dagurinn verði ánægjulegur, enda þótt um hann sé svosem harla litið að segja. Hitt er annað mál, að það er fyllsta ástæða til að áminna Steingeiturnar um varúð i sambandi við ferðalög. /imi 28818 AUGLÝSINGASTOFA HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK Rödd úr hópnum Dalabúi skrifar um sam- göngumál og snjómokstur þar vestra: Rödd úr hópnum „1 frétti útvarpinu 19. jan. s.l. um snjómokstur á Svinadal i Dalasýslu, eftir austanveðrið mikla, var talað um 40 klukku- stundavinnu. Og skaflarnir voru vist ekki minna en 6 metrar á dýpt. Það er heldur mikið kapp lagt á að mota þennan veg og að sjálfsögðu mikill kostnaður sem lagður er I það. Ef þetta væri eina leiðin vestur i Gilsf jörð, þá væri kappið ekki of mikið, en það er nú öðru nær. Á meðan verið var að hamast við moksturinn á dalnum með stórvirkri ýtu og hefli, fór einn hefill Klofningsveginn alla leið inn I Saurbæ og opnaði þá leið nokkuð fljótlega, þvi jafnvel eftir svona veður eru skaflar þar ekki nema á stöku stað en annars staðar eins og sópað sé. Þannig var það á vegarkafla sem lagður var siðastliðið sum- ar I Ballarárhlið. Mjólkurbill úr Búðardal kom með heflinum og hann og mjólkurbillinn sem fer alltaf þessa leið með mjólk úr Saurbæjarhreppi og öllum hinum hreppunum við Klofn- ingsveginn, fóru fullfermdir. Bilar fluttu börn i Lauga- skóla, áætlunarbillinn úr Reykjavik fór þessa leið vestur, flutninga- og ollubilar og fleiri og fleiri. Það voru þvi mörg hjól búin að renna „hina leiðina”, þegar dalurinn loksins opnaðist eftir nær tvo sólarhringa. Og það er ekki vist aö hin fróma ósk, sem fram kom i fréttinni, að ekki færi að skafa I brautina, hafi rætzt. Það er nefnilega það sem svo oft gerist, að skafrenningurinn kemur á hæla þeim, sem hafa veriö að koma, og stundum geta þvi fáir notið þessarar þjónustu nema rétt I bili. Það er ekki ofmælt að hér eru skiptar skoðanir uin þessi vinnubrögð. Það er almannafé, sem fer i þennan mokstur, en svo vantar peninga til viðhalds vega og ný- lagninga, þegar til á að taka. Þeim, sem ráða þessum mál- um, ætti að vera ljóst að það er ekki sama hvaða árstimi er. Lengi vel var barizt við að halda opnum veginum um Bröttubrekku að vetrinum, en nú er það látið eiga sig að ein- hverju leyti, en heldur ekið um Heydal, snjólausa veginn”. Dalabúi. SKIPAUTGCRe RIKISINS M/s Baldur fer frá Reykjavík þriðjudaginn 4. þ.m. til Breiðaf jarðarhafna. Vörumóttaka Vörumóttaka: mánu- dag og þriðjudag. N ■N CAV Olíu- og loftsíur i flestaV tegundir bifreiða og vinnu- véla Skipholti 35 Símar: B-Í3-50 vertlun • 813-51 verVstæði • 8-13-S2 skrifstof* ■ II I ■■ M ... ^ Fyrstir á morgnana Tilkynning til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Kópavogi Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafizt, að öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum í Kópavogi og ekki hafa skilað starfsmannalistum i janúar, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna hér i umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilis- fang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðenda til að tilkynna er launþegar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig ef hann van- rækir skyldur sinar samkvæmt ofansögðu, eða vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld samkvæmt þvi sem krafizt er, en i þeim tilvikum er hægt að innheimta gjöldin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Tilkynning til skattgreiðenda í Kópavogi um innheimtu þinggjalda órið 1975 Samkvæmt heimild i 46. gr. laga nr. 68/1971 sbr. 8. gr. laga nr. 60/1973 og reglugerð nr. 383/1974, ber gjaldendum að greiða i fyrirframgreiðslu þinggjalda árs- ins 1975 2/3 hluta álagðra þinggjalda árs- ins 1974. Fyrirframgreiðsla skiptist i 5 jafnar greiðslur með gjalddögum 1. febrúar, 1. marz, 1. april, 1. mai, 1. júni. Álögð þinggjöld ársins 1975 að frádreginni fyrirframgreiðslu skal greiða með 5 jöfn- umgreiðslummeðgjalddöguml. ágúst, 1. september, 1. október, 1. nóvember, 1. desember. Sé ekki greitt innan 2 1/2 mán- aðar frá gjalddaga falla á dráttarvextir 1 1/2% á mánuði. Vangreiðsla á hluta skv. ofangreindu veldur þvi að þinggjöld ársins falla i ein- daga 15 dögum eftir gjalddaga þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar eftir að álagn- ingu er lokið. Kópavogi, 27. janúar 1975, Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.