Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. febrúar 1975. TÍMINN 7 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verö i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. J Rannsókn á snjóflóð- um og skriðuföllum Tómas Árnason hefur flutt i sameinuðu þingi til- lögu til þingsályktunar um rannsóknir á snjóflóð- um og skriðuföllum. Er ráð fyrir þvi gert i tillög- unni, að rikisstjórnin láti fara fram athugun og rannsóknir á snjóflóðum og skriðuföllum. Áherzla verði lögð á gagnasöfnun og rannsóknir á þessum náttúrufyrirbærum, eðli þeirra og orsökum, og enn fremur, hvort unnt sé að sjá fyrir og hindra snjóflóð og skriðuföll og hvaða vörnum og viðvör- unum verði komið við. í greinargerð með tillögu sinni segir flutningsmaður: „Snjóflóð og skriðuhlaup eru mjög algeng nátt- úrufyrirbæri hérlendis, enda hafa skriður átt drjúgan þátt i mötun landsins. Frá upphafi byggð- ar hafa þessar náttúruhamfarir öðru hverju gert usla i lifi og starfi þjóðarinnar og valdið stórfelldu manntjóni og eignatjóni. Snjóflóðin á Norðfirði og viðar nú i vetur hafa enn minnt harkalega á það, að hefja verður skipu- legar og hagnýtar snjóflóðarannsóknir á Islandi. En jafnframt þurfa einnig að koma til rannsóknir á skriðuföllum. Ýmsir Islendingar hafa unnið merkileg störf að gagnasöfnun i þessum fræðum. Ólafur Jónsson hefur t.d. skrifað mikið og gagnmerkt ritverk um skriðuföll og snjóflóð. Almannavarnanefnd rikisins hefur nokkuð haf- izt handa i þessum málum, m.a. með þvi að skrifa bæjaryfirvöldum i þeim kaupstöðum i landinu, þar sem snjóflóð gætu fallið, og óskað eftir kortlagn- ingu hættusvæða. Enn fremur hefur nefndin beðið um álit á þvi, hvaða vörnum væri hugsanlegt að koma við til varnar gegn snjóflóðum. Erlendis hafa rannsóknir á snjóflóðum, fjall- hruni og jarðskriðum verið gerðar um alllanga hrið. 1 Sviss, Noregi, Bandarikjunum, og eflaust viðar, er þessi starfsemi talsvert öflug i formi rannsóknar- og athugunarstöðva. Ein merkasta rannsóknarstöð um snjóflóð er i Davos i Sviss, og er markmið hennar að vinna að vörnum gegn snjó- flóðum, og gera svonefndar snjóflóðaspár til við- vörunar. Þá er einnig unnið skipulega að björgun- arstörfum, m.a. með hjálp hunda og rafbylgju- tækja. Einnig fer fram fræðslustarf um snjóflóð, bæði með fyrirlestrum og útgáfustarfi. Safna þarf öllum upplýsingum um snjóflóð og skriðuföll og kortleggja hættusvæðin. Þá þarf vis- indalegar rannsóknir á þessum náttúrufyrirbær- um, orsökum þeirra og eðli. Er t.d. unnt að sjá snjóflóð fyrir, þannig að ráðrúm gefist til viðvör- unar? Sjálfsagt er að leita til þeirra stofnana erlendis, sem hafa á að skipa reyndum sérfræðingum i vörnum gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Sér- staklega virðist áriðandi að hraða aðgerðum i öllu er lýtur að snjóflóðunum. Að athugun lokinni þykir rétt, að rikisstjórnin leggi fyrir Alþingi niðurstöður og tillögur um til- högun þessara mála”. Eins og flutningsmaður bendir á, eru þeir at- burðir, sem gerzt hafa austanlands i vetur, vissu- lega hvatning til þess, að mál þetta verði tekið föstum tökum. Vafalaust mun Alþingi samþykkja umrædda tillögu, en henni þarf svo að fylgja eftir eins vel og unnt er. Grein úr Politiken: Á flótta fró ísrael og Sovétríkjunum En fá ekki búsetu í Bandaríkjunum eða V-Evrópu Hjón, sem fluttust frá Sovétrfkjunum til tsraels en undu þar ekki hag sfnum. Þau dveijast nú f bækistöð fyrir flóttamenn i Belgiu. Af hálfu Gyöinga og vissra stjórnmálamanna i Banda- rfkjunum hefur verið reynt að knýja það fram með við- skiptaþvingunum, að Sovét- rikin leyfðu sem flestum Gyöingum, sem þar eru bú- settir, að flytjast til tsraels. Reynslan hefur samt vcriö sú, að margir þeirra Gyö- inga, sem hafa flutzt frá Sovétrfkjunum til tsraels, hafa unað hag sfnum þar illa og viljað setjast aö f Vestur- Evrópu og Bandarfkjunum, en fengið kaldar móttökur. Þessir Gyðingar eru nú á hrakningi vföa um heim. t eftirfarandi grein er sagt frá einum hópi þeirra, en nýlega var sagt I Newsweek frá öðr- um hópi, sem hefst viö I Vestur-Berlfn: ZOM en Zee er dvalarheimili kaþólskra f belgfska bænum Westende, sem er tæplega tuttugu kflómetra frá Ostende. Að sumrinu er það rekið sem fyrsta flokks dvalarheimili fólks í leyfi, einkum þó ætlað barnafjölskyldum. Nú eru þar um 50 belgískir gigtarsjúk- lingar og 200 Gyðingar. „Auðvelt er að þekkja Gyö- ingana úr”, sagði ungur að- stoöarmaður. „Þeir geta gengið hjálparlaust”. En Gyðingana má einnig þekkja á dapurlegum og sorg- mæddum svip. Sumir stytta sér stundir með því að spila á spil, aðrir standa hér og þar með hendur I vösum, tala saman og horfa stöðugt út á hafiö, sem gjálfrar við strönd- ina EKKI er neitt óvenjulegt að rekast á dapra og óhamingju- sama Gyðinga, jafnvel ekki um þessar mundir, en sjald- gæft er, að þeir séu i umsjá kaþólskra manna. Þar á ofan eru Gyöingarnir i Westende ekki á flótta undan ofsóknum eða á leið til ákveðins staðar — og þetta á raunar ekki einung- is viö um Gyðingana 200 I Westende, heldur einnig 600 aðra Gyöinga i og umhverfis Bruxelles. Þessir Gyðingar hafa yfirgefið riki Gyðinga. En slikir farfuglar eru raunr ekki sérstaklega fáséðir. Nokkrir fólksflutningar hafa ávallt veriö i báðar áttir, eða bæöi að og frá Israel. Gyöingarnir 800 i Bruxelles og Vestende eru sérstæðastir fyrir það, að þeir eru Rússar, og á rússneska Gyöinga er yfirleitt litið sem pislarvotta. Þeir eru sagöir reiðubúnir að fórna heimili, eignum, ævi- Starfi, framtiðarvonum og persónulegu öryggi i þeirri von að geta setzt að i ísrael. Þar hafa rússneskir Gyðing- ar verið álitnir staðfesting á þeirri sannfæringu Zionista, að Gyðingarfki endurveki af sjálfu sér samkennd Gyðinga, hversu lengi sem henni heföi verið haldið niöri. Dæmi rúss- neskra Gyöinga var talið allri hreyfingunni uppörvun og hvatning. LÖNGUM var varla unnt að ganga svo framhjá sovézku sendiráði að þar væri ekki stödd kröfuganga, sem farin væri til þess að lýsa samúð með rússneskum Gyðingum. A spjöldum kröfugöngumanna stóö meðal annars: „Leyfið Gyðingum að fara úr landi”. „Okkur var vel kunnugt um þessar kröfugöngur”, sagði aldraður Gyðingur frá Odessa. „En ástandið i Sovét- rfkjunum er engan veginn eins slæmt og þið haldiö, og ástandið i Israel er heldur ekki eins gott og við héldum það vera.” Hann vildi ekki fara nánar út i þessa sálma, en aörir voru fúsari aö leysa frá sljóðunni. „Ég var þar i átta mánuði, án þess aö mér tækist aö fá vinnu eða þak yfir höfuöið”, sagöi fimmtugur skrifstofu- maður frá Leningrad. 35 ára gamall rafmagns- verkfræðingur frá Lemberg sagðist bæði hafa fengiö starf og húsnæði. „En ég varð að gera mér að góðu að starfa sem venjulegur vélamaður. Og húsiö, sem ég bjó I, var I Afula Elit, meðal hinna svörtu”. UM 100.000 rússneskir Gyö- ingar hafa setzt að I ísrael siö- ustu tvö þrjú árin. Af þeim hafa um 3000 flutzt úr landi að nýju og mynda nú fámenn, einangruð samfélög i Róm, Paris og Vestur-Berlin. Þeir hafa hvergi veriö velkomnir og hafa leitað I allar möguleg- ar áttir til þess að finna þann staö, þar sem þeim væri sýnd minnst andstaða, og um 1000 þeirra hafa lagt leiö sina til Belgiu sfðan I ágúst I sumar. Sumir hafa haldið áfram, en aörir koma þá I þeirra stað. Sumir sýnast hafa töluverð fjárráð, en aörir hafa nálega ekkert fyrir sig að leggja. Fyrr á tið gátu þeir Gyðingar, sem orðið höfðu fyrir von- brigðum I ísrael, ávallt vænzt aðstoðar frá hinum öflugu hjálparstofnunum Gyðinga I Evrópu og Bandarikjunum. Nú er öðru máli að gegna. Forustumenn þessara hjálparstofnana hafa gert leynilegt samkomulag við stjórnendur Israelsrikis um, að rússneskum Gyðingum skuli ekki veitt aðstoð. Þeim er þvi vlsað til Caritas, en það er alþjóðleg kaþólsk hjálpar- stofnun.sem Tolstoj-stofnunin leggur starfsfé (en að baki henni stendur burtfluttur hóp- ur Hvitrússa), auk flótta- mannahjálpar Bandarikj- anna, en það er opinber stofn- un. GYÐINGAR búsettir i Belgiu eru um 35 þúsund og koma rússnesku Gyðinganna hefur bæði valdið gremju og deilum meðal þeirra. Aukin útgjöld vegna aðstoðar viö þessa fáu, nýkomnu Gyðinga hefur þar engin áhrif haft, heldur eru að verki allt aörar ástæður. „Ég gæti sem bezt greitt kostnaðinn af dvöl þeirra úr eigin vasa,, sagði belgiskur demantakaupmaður. ,,En hvers konar Gyðingar eru þetta eiginlega? Þeir sýna Israel ekki minnstu hollustu. Þeir sýna Gyðingdóminum ekki einu sinni hollustu. Viö höfum gengiö milli gistihús- anna hér I Vestende og Bruxelles og boðið þeim að koma til samkunduhúsa okk- ar. En það er ekki einn af hverjum tiu, sem þiggur þetta heimboð”. VERA má, að skýringuna á þessu sé að nokkru leyti að finna i þvi, sem lágvaxinn og boginn Gyðingur frá Kishiev sagöi I Westende: „Ég segi ekki eitt einasta niðrandi orð um Israel. Ekki eitt einasta orð. Þar var komið vel fram við mig. Ég fékk gott núsnæði og góða vinnu. En hvers vegna fór ég þá þaðan aftur? Vegna þess, að þar fann ég ekki það eina, sem ég þráði framar öllu öðru, — frið. Ég er kominn yfir sextugt, hef alla ævi verið á flótta undan Rúmenum, Þjóð- verjum og Rússum, og hvað hitti ég svo fyrir, þegar ég kom til Israel? Myrkur. Myrkvun og strið. Fjöldamorð voru framin i Kiryat Shmona og svo I Ma’Alot næstu viku. Sprengjugigar og eldflaugar. Sá, sem er uppalinn i Israel, lærir efalaust að lifa við þetta. En ég get ekki lært það. Ég hef verið á flótta alla ævi, og ég er enn á flótta...” Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.