Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. febrúar 1975. TÍMINN 15 Búnaður Vatnsveitunnar á Reykjavikurflugvelli hvergi nærri góður HHJ-Reykjavík. — Morgunblaöið birti i gaer feitletraða grein eftir Jóhann Hannesson „fyrrum eftirlits- mann Vatnsveitu Reykja- víkur.” Tilefnið er grein i Timanum hinn 17. janúar, þar sem fjallað er um það, hversu laklegur vatnsveitubúnaðurinn á Reykjavikurflugvelli er. Kveikjan að grein Timans var flugskýlisbruninn. — Johann sneiðir i hinni feitletruðu grein sinni að slökkviliðinu i Reykja- vik. Timinn hafði þess vegna tal af Gunnari Sigurðssyni vara- slökkviliðsstjóra i Reykjavik og spurði hann álits á Morgun- blaðsgreininni. — Ég er hissa á þvi, sagði Gunnar, að maður, sem þekkir jafn vel til þessara mála og Jóhann , sem raunar er gamall slökkviliðsmaður, skuli láta hafa sig til að skrifa af þessu tagi, þvi að hann veit mætavel, að hann fer ekki með rétt mál. I greininni i Morgunblaðinu segir m.a. að það komi „næsta oft fyrir, að vatn sé sótt lengra en þörf væri á — eða alls ekki sótt...” — Það gerist iðulega, sagði Gunnar, að við förum framhjá brunahönum. Astæðan er sú, — eins og Jóhanni er kunnugt um — að séu nokkrir brunahanar á sömu vatnslögninni fæðir hún oft ekki nema eina slöngulögn og þess vegna er tilgangslaust að tengja slöngur við nema einn hana. Þannig var þessu t.d. háttað i brunanum á Reykja- vikurflugvelli. Þess vegna urð- um við að fara lengra, eða út að sex tommu hana við Loft- leiðahótelið, sem gaf vatn fyrir þrjár slöngulagnir. Þar var þvi hægt að láta einn bil dæla vatni á þrjár slöngur. Þegar skýlið brann fórum við fyrst i brunahana, sem er á móts við Reykjavikurveg 25 og hana vestan skemmunnar. Þessir hanar gáfu svo litið vatn, að ekki nægði i slöngurnar. Þá fórum við i þriðja hanann, sem er hjá vöruafgreiðslu Fí og er á sömu lögn. Úr honum fékkst alls ekkert vatn. Þá talar Jóhann um brunahana við Einarsnes. Um þá er það að segja, að þeir gefa ekki vatn nema i eina slöngu- lögn. Hins vegar er góð lögn i Bauganesi, en hana gátum við ekki nýtt vegna þess hversu tafasamt hefði orðið að leggja slöngulögn þangað, m .a. hefðum við þurft að klippa sundur mannhelda girðingu, sem er á leiðinni. Við hefðum lika getað lagt lagnir ofan að sjó, eins og fram hefur komið i umræðum og skrifum um brunann. Gallinn á þessu öllu var bara sá, að til sliks gafst enginn timi. Af sömu ástæðu töldum við ekkert gagn að hjálp annars staðar frá. Þá get ég einnig skýrt frá þvi að samkvæmt bandariskum töl- um þarf 30 þús. litra af vatni á minútu til þess að ráða niður- lögum elds sem þessa. Við höfðum aðeins 3000 litra. Að lokum vil ég taka fram, sagði Gunnar, að búnaður Vatnsveitunnar á Reykjavikur- flugvelli er hvergi nærri nógu góður, eins og raunar má ráða af þessum tölum um vatns- magn, sem ég nefndi. Slökkvi- liðið hefur þann búnað, sem þarf til þess að dæla vatninu, en það er bara ekki til staðar á vellin- um. Ef vel ætti að vera þyrfti að vera þarna sex tommu bruna- hani, sem tengdur væri vatns- leiðslunni úr Suðurgötu. 0 Svartolía Svartoliunefndin var skipuð um mitt ár 1973 og verður ekki annað sagt en störf hennar hafi gengið með ágætum, er nú þegar liggur fyrir svo jákvæður og mikill árangur af starfi hennar. Má' raunar segja, að undanfari hafi verið nokkur, þar sem var starf Ólafs Eirikssonar, tæknifræðings, og siðar samstarfs hans og Gunnars Bjarnasonar, skóla- stjóra Vélskólans, sem um langt skeið hefur borið þetta mál fyrir brjósti. Var fyrst hafizt handa um tilraunir meðtogarann Narfa, og fóru breytingarnar á honum fram 1972. Gáfu þær svo góða raun, að ákveðið var að færa út kviarnar. Höfðu eigendur japönsku skuttogaranna lagt fram upphæð i þvi skyni, og varð togarinn Rauðinúpur fyrir valinu. Hefur hann gengið fyrir svartolíu siðan I júni i fyrrasumar. Upphaflega áttu sæti i Svart- oliunefndinni þeir Gunnar Bjarnason, formaður, Ólafur Eiriksson og Guðmundur Björns- son, prófessor, en á siðastliðnu hausti tók Valdimar Kr. Jónsson, prófessor, sæti Guðmundar i nefndinni. Blaðið ræddi við þá Ólaf og Valdimar á fundinum i gær og fékk þær upplýsingar að Rauðinúpur hefði orðið fyrir valinu, þar eð vélstjóri hans hefði verið á Narfa og þvi öllum hnút- um kunnugur i sambandi við breytingar, en slikt væri mikilvægt atriði, að ekki yrði ráðizt i slikar breytingar i fljót- ræði heldur af kunnáttu og undir eftirliti. Reynslan, sem þegar væri fengin, væri mjög hagstæð. Narfi hefði t.d. á sl. hausti farið i algera klössun, sem hefði sýnt, að svartoliunotkunin hafði siður en svo farið illa með vélar skipsins, fremur hið gagnstæða. Það lægi nefnilega ljóst fyrir, að svartolian sem hingað væri flutt frá Rúss- landi, væri i sérstökum gæða- flokki. Gæðamat oliu er miðað við sveigju hennar, dropamælingar á sekúndu, kenndar við Redwood, og þykir olian þvi betri sem sveigja hennar lægri. Svartolian, sem hér fæst, hefur sveigjuna 90- 100 en i samningum er gert ráð fyrir að hún megi fara allt upp i 250. Sveigja gasoliu er hins vegar 40. Hefur Gunnar Bjarnason skotið fram þeirri tilgátu að gæði svartoliunnar séu þetta mikil, af þvi að Rúsarnir noti hana sjálfir á sin fiskiskip. Valdimar K. Jónsson ræddi nokkuð kostnaðarhlið málsins, og benti á, hver sparnaður það er að breyta úr gasoliu, yfir i svartoliu. Eru þær tölur hinar eftirtektar- verðustu, og benti Valdimar rétti- lega á i máli sinu, að hér væri um þjóðhagslega mikilvægt mál að ræða eins og málum væri háttað. Miðað við raunverulega eyðslu —ög skiptir þá kaloriugildið hvað mestu máli i eyðslunni — kemur i ljós, að eyðsla skuttogara af minni gerðinni er 29.7 millj.c a ári er skiptist þannig, að kostnaður útgerðarinnar er 14,5 millj. kostnaður rikisins 15.2. Ef sami togari gengi hins vegar fyrir svartoliu, myndi kostnaðarhliðin lita þannigút: kostnaður fyrir út- gerð6.6 millj. kostnaður rikis 10.3 millj., eða heildarkostnaður 16.9. Heildarsparnaður næmi þvi 12.8 milljónum, sem skiptist þannig, að útgerðin sparar 7.9 milljónir en rikið 4.9. Nú eru gerðir út 10 togarar af minni gerðinni, keyptir frá Japan. Bar þeim nefndarmönn- um saman um, að japönsku togararnir væru sérlega heppi- legir til þessara breytinga, og teldu þeir heppilegast að byrja með þann hóp, en breytingarnar eru talsvert umfangsmiklar, og þarf hvað mesta áherzlu að leggja á þjálfun vélstjóra. Hins vegar væri ekkert, sem mælti á móti þvi að aðrar gerðir skut- togara yrðu reyndar siðar, þvi að hér er bersýnilega um mikið hagsmunamál að ræða, sem skiptir alla máli. Það er enginn vafi á þvi, að áhugi er mikill á þessu máli, það var a.uðheyrt á fundinum, þvi að margs þurfti að spyrja, eg leystu nefndarmenn úr tækniatriðum eftir þvi sem efni stóðu- til. Þjóðhagslega séð er hér um stórmál að ræða, enda þótt breytingin næði aðeins til japönsku skuttogaranna en þeir eru 10 talsins. Alls munu nú gerðir út 53 skuttogarar hér á landi. Breytingin yfir ásvartoliu i þeim myndi þýða 7-800 milljón króna árlegan sparnað. 0 Yfirheyrsla rækjuveiðar, en að öðru leyti er báturinn frjáls ferða sinna. 1 gær barst blaðinu áskorun, er send var Geir Hallgrimss. forsætisráðherra, Matthiasi Bjarnasyni sjávarútvegs- ráðherra og þingmönnum Norðurlandskjördæmis vestra, og er hún svohljóðandi: Við undir- ritað starfsfólk i Rækjuvinnslu Særúnar hf. á Blönduósi, sem nú erum atvinnulaus, skorum á yður aö beita yður fyrir þvi, að rækju- deilan á Húnaflóa verði leyst nú þegar, þannig að rækjuvinnslan á Blönduósi geti haldið áfram starfsemi sinni og atvinna okkar verði tryggð. Askorunin er undirrituð af sautján starfsmönnum rækju- vinnslunnar. Verkbann smiðjurnar aðeins 40 daga, að bræða alla metveiði ársins 1974. Við litum mjög álvarlegum augum þann atvinnumissi, sem ráðstöfun þessi mun hafa i för með sér i byggðarlaginu, verði hún framkvæmd. í dag eru 80 manns atvinnulausir á Vopna firði. Lifæð atvinnulifsins/ skut- togarinn Brettingur, hefur legið bilaður i meira en mánuð, og hafa þvi bæði verkafólk og forráða- menn hreppsfélagsin sett traust sitt á, að verksmiðjan fengi hrá- efni. Það hlýtur þvi að vera lág- markskrafa okkar, að á islandi sitji íslendingar fyrir þeirri at- vinnu, sem hér er um fjallað.” Samþykkt stjórnar Verkalýðs- félags Vopnafjarðar var send sjávarútvegsráðherra og auk þess send til þingmannanna Tómasar Arnasonar, Lúðvfks Jósefssonar og Sverris Her- mannssonar. 0 Islendingar þeir sem sækja fisk til manneldis. Ef togararnir fengju svipaðan hlut I raunverði aflans og þeir fá, sem fiska I bræðslu, sild og loðnu, þá hefði ástandið á togaraflotan- um verið betra. Við munum seint jafna okkur eftir að togarafiskur- inn var gerður að hagstjórnar- tæki hjá stjórnmálamönnunum I kjölfar löndunarbannsins árið 1952. Arangurinn af þessari hag- stjórn er sá, að fiskiflotinn var byggður upp á skitfiskirii, sem gaf útgerðinni gróða. Einu skipin, semskilaðhafa gróða frá 1960 eru nótaskipin og það er vegna for- réttinda. — Gott dæmi um hugsaniega þróun, hefði verið að komast i sildar og loðnustofnana með flot- troll.Reynslan hefur sýnt, að það var ekki unnt að veiða fisk i flot- vörpu á slðutogurum. Ef við hefð- um stundað loðnuna og sildina á skuttogurum, þá hefðum við get- aö notað sömu skip til bolfisk- veiða og við notum til loðnuveiða. Við sitjum þvi uppi með stóran flota, sem getur oröið verkefna- litill nema I skitfiskirii. Þessi nótaskip geta ekki með góðu móti stundað togveiðar né heldur aðr- ar veiðar, nema með rekstrartapi. — Hvernig telur þú að við eig- um aö mæta vaxandi örðugieik- um I fiskveiðum? — Við verðum að sýna hafinu meiri tillitssemi og við verðum að vanda meðferð sjávarafla, þvi að gið vitum að hann er ekki óþrjót- andi.Mér kemur I hug, að nú eru Norðmenn byrjaðir að ná öllu holdi af fiskbeinum og ná allt að 95% nýtingu með þvi móti. Við höfum notað svipaðar aðferðir við vinnslu refafóðurs. Mér er sagt að þessi nýja afurð Norömanna sé orðin vinsæl til neyzlu I Noregi. Við verðum að nýta okkar afla með öllum tiltæk- um ráðum og koma okkur upp skipulögðum og öruggum flota til hráefnisöflunar. Hér varðar það þjóðarhag að dragast ekki aftur úr og viðgetum ekki bætt lifskjör- in frá þvi sem orðið er, né haldið lifskjörum okkar, því fólkinu fjölgar, nema með þvi að full yfirráð yfir landgrunnssvæðun- um komi til. Við þurfum ekki að óttast að 200 mllna landhelgin verði of erfið i gæzlu. Landhelgis- ágangur getur aðeins orðið á tveim stöðum, — við Grænland og Færeyjar, á litlum hornum. 200 milurnar verða okkur ekki erfið- ari en 50 mflurnar, ef allir standa sem einn maður. JG Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans I Reykjavik, ýmissa lögmanna, banka og stofnana, fer fram opinbert uppboð laugardag- inn 8. febr. kl. 1,30 að Sólvallagötu 79 (húsnæði bifr.st. Steindórs) og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðir: R-203, R-3551, R-4580, R-4712, R-6288, R-7123, R-7131, R-9468, R-11603, R-11633, R-13363, R-18044, R-19238, R-19721, R-22777, R-25681, R-26472, R-27990, R-28242, R-29523, R-29525, R-31125, R-31170, R-31579, R-32741, R-32753, R-32931, R-33900, R-34055, R-35507, R-36269, R-37000, R-37611, R-40005, R-41502, R-43358, G-3658, G-4323, Y-1465, Y-2820, Y-3974, Y-4280, X-3285, ennfremur óskrásettar bifr.: Plymouth fólksbif- reið, og Chevrolet Blazer, ennfremur traktorspressa4grafa á beltum. GreiðsJa við hamarshögg. Avisanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðs- haldara. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Kópavogur Framsóknarfélögin i Kópavogi verða með sitt árlega þorrablót i daglaugardag 1. febrúar V Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra flytur ávarp. Karl Einarsson eftirherma skemmtir. Trió 72 leikur fvrir dansi. Nauðsynlegt er að fólk ákveði þátttöku sina strax vegna tak- markaðs húsrýmis. Nánari upplýsingar veittar i sima 41228, 42627 og 40656 og 41990. J HOTEL LOFTLEIÐÍR víninnDSDAR BiómnsniuR Fjölbreyttar veitingar.Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 1 2—14.30 og 1 9—23.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.