Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 1. febrúar 1975. Laugardagur 1. febrúar 1975. TÍMINN 9 Um haustið fór mig að langa á sjóinn... RÆTT VIÐ AUÐUN AUÐUNSSON SKIPSTJÓRA UM SKUTTOGARA OG FLEIRI SKIP Það orð fer af Seltjarnarnesi að þar hafi búið merkilegir sjó- sóknarar að fornu og nýju; þar bjuggu okkar elztu og fyrstu menn skútuskipstjórarnir og fyrstu togaraskipstjór- arnir lika, svo sem eins og hann Björn i Mýrar- húsum, og sagt var að ekki hefði það verið óal- geng sjón að sjá skeggj- aða menn með kafteins- húfur rölta eftir kúm og öðrum peningi, þegar skútur stóðu uppi, eða lágu við múrningar. Þeir gömlu voru nefni- lega ekki einasta æðst- ráðendur til sjós, heldur lika til lands og voru þar virtir bændur. ,, Auðuns-bræður ’ ’ En nú er þetta liðin tið. Enn eru þó merkir skipstjórar á Nesinu, þeirra á meðal Auðunn Auðuns- son togaraskipstjóri, en hús hans hangir i grýttri brekku, norðan- vert i Valhúsahæðinni, þar sem nú heitir Skólabraut. Þar hefur hannsjávargötuskamma og þarf ekki að gaga á Vlfilfell, eins og hann Vifill, þar eð hann sér öll sjóveður úr sæti sinu i stofunni. — Auðunn er einn þeirra „Auðunsbræðra”, sem eru fimm frægir bræður, sem urðu aflasælir skipstjórar á „nýsköpunartogur- unum” og systur þeirra tvær gift- ust einnig togaraskipstjórum. Þannig má segja að þetta sé hálf- gerð „first family” þeirrar út- geröar er dregur vörpur fyrir fisk. Foreldrar þeirra Auðuns- bræðra voru þau hjónin Auðunn Sæmundsson, formaður og bóndi á Minni-Vatnsleysu og kona hans Vilhelmina Þorsteinsdóttir, ættuð frá Meiðastöðum i Garði. Auðunn Sæmundsson er enn á lifi, en Vil- helmina lézt fyrir um það bil 35 árum. Við hittum Auðunn Auðunsson að máli nú fyrir skömmu og átt- um við hann viðtal það er hér er birt. En fyrst spurðum við hann um þá „Auðuns-bræður” og hvort þeir væru enn til sjós að stjórna skipum: Rætt við Auðunn Auðunsson skipstjóra — Já við erum þó eiginlega bara f jórir á skipum núna og allir með skip: Sæmundur, sem er skipstjóri á hafrannsóknarskip- inu BJARNA SÆMUNDSSYNI, Gunnar, sem er á OTRI Þorsteinn, sem er með 250 tonna togskip, sem heitir BJÖRGVIN og svo ég, sem er með FRAMNES 1. sem erskuttogarifrá Þingeyri. GIsli hefur einnig verið annað veifiö a.m.k. til sjós, en nú starfar hann I landi — við Aburðarverk- smiðjuna. — En mágar þinir, sem einnig voru skipstjórar. Eru þeir ennþá til sjós? — Nei Þóröur Sigurösson er nú látinn, en Friðgeir Eyjólfsson hefur nú verið i landi I nokkur ár, en er farinn að hugsa sér aftur til hreyfings á sjónum. — Hvenær byrjaðir þú á togur- unum? ÍSLENDINGAR FUNDU UPR FLOTVÖRPUNA OG SKUTTOGARANA — Ég er búinn að vera á þeim frá árinu 1941 og er nú tæplega fimmtugur að aldri. Ég hefi verið óslitið til sjós slöan ég var 14 ára gamall og á togurunum hefi ég verið frá 16 ára aldri, og allatið slðan, ef undanskilinn er sá tími, sem ég var við nám I Stýri- mannaskólanum. 24 ára skipstjóri á togara — Hvenær varðst þú skipstjóri á togurum? — Ég varð fyrst skipstjóri þeg- ar ég var 24 ára, en þá byrjaði ég að leysa Sæmund bróður minn af, en hann var þá með KALDBAK fyrir þá Akureyringa. En það var slöastá árinu 1950, sem ég tók við skipstjórn á „gamla” FYLKI, sem var nýsköpunartogari. Ég var þá 25 ára að aldri. Ég tók við skipinu af hinum kunna skip- stjóra Aðalsteini Pálssyni og var með FYLKI þar til hann sökk árið 1956, og var með hann I þeirri ferð. Komu ekki út trébjörgunarbátnum. Skipið að sökkva. — Svo var mál með vexti, að við vorum á veiðum út af Horni, þeg- ar við fengum tundurdufl I vörp- una og það sprakk við síðuna og leki kom að skipinu. Guðsmildi var, aö enginn fórst við spreng- inguna og við fórum að setja út báta, þegar sást að hverju stefni. — Skipið var að sökkva. En það gekk nú ekki vel að koma út bátn- um, en að lokum komum við öðr- um þeirra I sjóinn og 32 menn fór I hann, hálfan af sjó — og það var meö naumindum að hann bar allt þetta fólk. Slæmt var i sjóinn og. ég veit ekki hvernig farið hefði, ef illviöri hefði verið, þegar slysið varð. Okkur var siðan bjargað eftir 1/2 klukkustundar volk. Það var togarinn HAFLIÐI, sem bjargaði okkur, en skipstjóri þar var þá Alfreð heitinn Finnboga- son. — Björgunarbátarnir á ný- sköpunartogurunum voru nið- þungir, vatnssósa, trébátar og frumstæöur útbúnaður var til þess að sjósetja þá. Var naumast hægt aö gera ráð fyrir að nema annar báturinn kæmist heill i haf- ið, jafnvel við beztu aðstæður. Það sem barg okkur var, að við urðum fyrir sprengingunni I hléi milli veðra. Alþingi setti lög um gúmbáta. — Um þetta leyti var mikið rætt um gúmbjörgunarbáta, sem siðan eru komnir I hvert skip með ágætum árangri. Það var haft 'við tal við mig I útvarpið, þar sem ég lýsti skoðun minni á trébátunum og þeim yfirburðum sem ég taldi og tel gúmbátana hafa. Þetta varö til þess ásamt öðru að alþingi afgreiddi löggjöf um gúm- björgunarbáta alveg á mettlma, og er það einhver áhrifamesta löggjöf, sem sett hefur verið til þess að koma I veg fyrir mann- tjón á sjó. Nýi FYLKIR fallegur en kUnni aldrei við hann — Hvað tók þá við, er FYLKIR var sokkinn? — Ég tók við AGLI SKALLA- GRIMSSYNI af Kolbeini Sigurðs- syni. — Það voru miklir erfiðleikar að fá skip um þetta leyti, a.m.k. með stuttum fyrirvara og eftir eftirgrennslan var gengið inn I smlöasamning á togara, sem var I byggingu I Hull. Ég var nú aldrei ánægður með það skip: það var bara „fallegt”, alltof þunnt að framan og ekki gott togskip. Kunni ég aldrei við það, og hætti skipstjórn á þvi eftir 4 ár. — Þá fór ég I land um vorið og ætlaði jafnvel að hætta sjó- mennsku og fá mér eitthvert ann að starf, en um haustið fór sjórinn I mig aftur og þegar Einar Sigurðsson útgerðarmaður bauð mér togarann SIGURÐ þá sló ég til. Lét ég gera ýmsar breytingar á SIGURÐI áður en lagt var af staö. Setja grindur undir trollið og rennur fyrir bobbingana og þá fór allt betur. Var ég með SIGURÐ13 ár og likaði vel. Ég tel að þessir stóru siðutogarar íslendinga, SIGURÐUR og þeir hinir hafi verið bezt búnu siðutog- arar I heimi, og einskonar há- punktur þeirrar skipagerðar. SIGURÐUR bjó við þessar breytingar þau 10 ár, sem hann hann var gerður út til togveiða og hinir tóku flest af þessu upp, þeg- ar fram liðu stundir. — Af SIGURÐI fór ég á NARFA og fiskaði fisk, sem heil- frystur var fyrir Rússlands- markað. Baráttan fyrir endurnýjun togaraflotans — En svo ferðu á skuttogara og tekur upp baráttu fyrir skuttog- araútgerð og endurnýjun togara- flotans. — Það mun hafa verið um ára- mótin 1969—’70 að ég fékk gerða samþykkt i skipstjórafélaginu Ægi varðandi kaup og kjör á skut- togurum. Gerði ég ráð fyrir, að með rýmkuöum lánsheimildum gætu togaraskipstjórar keypt sér skip og verkað aflann sjálfir. Ég hafði þá i mörg ár staðið i nokkurs kon- ar baráttu fyrir þvi að togaraflot- inn yrði endurnýjaður með skut- togaraskipum. — Gerði ég ráð fyrir að keypt yröu 4—6 skutskip og að reist yrði frystihús i Reykjavik, sem seldi afurðir beint og milliliðalaust til útlanda. Þetta varð m.a. til þess að nokkur hreyfing komst á þetta mál og sumt af þessum tillögum var tekið upp, þar á meðal var kjörum við skipakaupin breytt, þannig að unnt var að eignast skip með minna framlagi. Vænt- anlegur kaupandi þurfti ekki að greiða nema 7,5% af kaupverði skipanna. Fyrstu skuttogararnir koma til landsins — Á þessu ári, eða 1970 var haf- izt handa um fyrstu togskipa- kaupin. Að visu var DAGNÝ komin þá, en hún var þó ekki venjulegur skuttogari, heldur eins konar millistig. Það kom i ljós að tvö skip, skut- togarar, voru til sölu i Frakklandi og Norðfirðingar og síðar Esk- firðingar fóru á stúfana til kaupa, og slðar bættist þriöja skipið við. Það skip keyptu Sauðkræklingar. Norðjarðarskipið heitir BARÐI, Eskifjarðarskipið HÓLMATIND- UR og HEGRANES, sem var elzt og minnst, var keypt til Sauðár- króks. — Kaupverðið á þessum skip- um var mjög hagstætt, alveg ein- staklega lágt. Þau kostuöu I Frakklandi um 42 milljónir og standsett og komin á veiðar kost- uðu þessi skip rúmlega 53 milljónir króna. Góð reynsla af fyrstu skutskipunum. — Þessi skip voru mjög hag- kvæm I rekstri. Eftir þrjú ár voru þau búin að fiska um 10.000 tonn, hvert um sig, eða fyrir um 6—700 milljónir króna. Af þessu sést hvers konar gæðakaup um var að ræða fyrir alla. — Þú varst meö HÓLMATIND. Hvernig likaði þér? — Agætlega. Þessi skip voru góö og svöruöu til þess, sem ég haföi gert ráö fyrir. — Þaö er talaö um aö nú sé komin upp eins konar oftrú á getu þessara skipa t.d. i óveörum, svipaö og varö upp á teningnum þegar nýsköpunartogararnir komu, og jafnvel þegar gufu-llnu- veiöarar og gömlu togararnir tóku viö af skútunum. — Hvaö segir þú um þaö? Förum viö óvarlega á þessum nýju skipum? — Þrátt fyrir hörmuleg slys, sem orðið hafa á skutskipum, þá tel ég þau miklu öruggari en siðu- togarana. 1 raun og veru er ekki hægt að bjóða togarasjómönnum upp á siöutogara. Allir menn hér á landi búa nú við betri húsakost og betri vinnuskilyrði en forfeður þeirra gerðu. Þetta á ekki aðeins að gilda I landi, heldur einnig á sjónum. Skutskipin eru með betri Ibúðir fyrir áhöfnina, sem hirðist I lúkar fram I stefni, margra manna vistarveru. A skutskipun- um er aðstaðan allt önnur, vegna bygginarlags skipanna. Oll að- gerö fer fram undir þiljum, en ofandekks á gömlu togurunum. Það er ekki unnt að bera þetta saman. Þó kann að vera, að eitt spili þarna inn I, en það er að margir, sem stjórna nýju skut- togurunum koma af minni skip- um, og maður sem kemur á stærra skip, honum hættir til að ofmeta getu þess. Ég tel fráleitt að meta þessi skip annað en örugg, og þetta er framför, mikil framför — þótt hörmuleg slys hafi orðið. Tökum til dæmis á sfðutog- urunum, þegar menn voru að feröast milli miðskips og for- skips. Það fóru oft út menn og drukknuöu við að „fara á milli” afturskips, þar sem matsalir voru og forskips, þar sem vistarverur hásetanna voru. A skuttogurun- um er innangengt milli þessara vistarvera. — Þegar menn komu á nýsköp- unartogarana af gömlu togurun- um, þá kom einhver kippur I þetta, og þá má hiklaust segja að menn toguðu oft i óeðlilega vond- um veðrum. Þetta var um ofsókn að ræöa, en smám saman varð þeim ljóst, að þessi skip áttu sln takmörk og það mátti misbjóða þeim lika alveg eins og þeim gömlu. — Það kann að vera að ein- hverjar tilhneigingar séu til þess konar sjómennsku á skuttogurun- um, en ég vona að menn falli frá þvl hið fyrsta. Hefur toagaraafli við ísland minnkað um helming? — En aflinn? — Sjávarafli hefur minnkaö á íslandi og það er örðugt með raunhæfan samanburð milli skut- skipa og siðuskipa. Ég tel að FRAMNES 1 sé mjög sambæri- legt skip við „gamla” FYLKI, en á hann aflaðist um 7.000 lestir á ári, (1952— 56) en á FRAMNESI öflum við um 3000 lestir miðað við svipaða sókn. Við fengum 350 lestir á seinasta ári, en það segir ekki alla söguna, þvi að við vor- um ekki að keppast eftir magni fyrst og fremst heldur varð þetta að haldast I hendur við vinnsluna I landi. Hraðfrystihúsið getur ekki tekið á móti stórum förmum, en nú hafa þeir komið sér upp saltfiskverkun, eða hafa fengið flatningsvélar og þá ráða þeir við meira fiskmagn. — Skuttogarar draga betur en siðuskipin og fiska meira. — Þetta með aflamuninn er mjög þýðingarmikiðmál, hvernig aflinn þverr smám saman. Það verður að snú a þessari þróun við. Mér reiknast til að við fiskum rúmlega helming af bolfiskaflan- um við Island, og ef svipaðar aflatölur — eða betri væru nú og voru t.d. þegar nýsköpunin var og hét, fyrsta áratuginn eftir friðun- ina, sem varð i striðinu, en þá fengu fiskistofnarnirgóðahvlldfþá fæ ég ekki annað séð en að Is- lenski fiskiflotinn anni fyllilega þvl aö veiða allan þann fisk, sem skynsamlegt er aö taka árlega af . íslandsmiðum. Togaflinn ætti þvi að vera helmingi meirien hann er núna, ef allt væri meö felldu. Tveir skipstjórar tvær áhafnir framtiðin? — Nú býrð þú á Seltjarnarnesi. Er ekki erfitt fyrir þig að vera með skip frá Þingeyri og miklar fá ■ -4 ýl Séð aftur eftir þilfarinu á IIÓLMATINDI SU 22 fjárvistir frá heimilinu? — Nei ég fer bara um borð og er á skipinu 3—4 vikur eftir atvik- um. Geri þetta 3 túra I einu og fer svo I fri. — Það er maður á móti mér með skipið og hefur það verið Einar Jóhannsson frá tsafirði. Við skiptum þessu svona nokk- urnveginn til helminga, erum jafnmikið i landi og til sjós. Þetta er nokkuð erfitt i vondri tlð, ég hefi t.d. ekki komizt vestur allan þennan mánuð, en geri ráð fyrir þvi að komast vestur i fyrramálið (21. jan.) — Þetta er að færast mikið i vöxt, að tveir skipstjórar og jafn- vel tvær áhafnir séu á skipunum. Það þarf ekki að hvila skipin, en þegar aðeins eru 15 menn á, eins og á þessum skipum, þá verður að vinna myrkranna á milli — allt að þvi, og þá verður ekki hjá þvi komizt að skipta um mannskap. Menn geta ekki unnið 14—16 tima á dag árið út. Það heldur það eng- inn maður út. Togaraútgerðin svelt? — Fyrir nokkrum árum var oft á þaðbent að Islendingar væru að dragast afturúr öðrum þjóðum i fiskveiðitækni. — Hefur þetta lagast? Stöndum við betur að vígi en áður? — Ef talað er um togaraflot- ann, þá er ekki minnsti vafi á þvi aö togaraútgerðin hefur verið svelt með lágu fiskverði. — Islendingar fundu upp skut- togarann og fundu upp flotvörp- una, en skilninginn vantaði. Aðr- ar þjóöir, þar á meðal Þjóðverjar hafa þróað þetta upp og fullkomn- að. Togaraútgerðin hefur verið látin sitja á hakanum. Við getum tekið færeysk útgerðarfélög, sem nú eru að láta smiða fjórðu kyn- slóðina frá nýsköpun. A meðan má þakka fyrir að búið sé að endurnýja einu sinni frá striðr- lokum hér. Þegar löndunarbannið 1952 skall á I Bretlandi, þá var sett á sérstakt bátagjaldeyris- kerfi, þannig að bátafiskur var seldur á hærra verði en togara- fiskur og þetta hefur komið niður á togaraútgerðinni, hún hefur glatað virðingu og skilningi, vegna hallareksturs. Að fiska skit. — í raun og veru hafa Islend- ingar aldrei skilið annað en skit- fiskara, þeir sem fiska I skit fá miklu hærra verð fyrir aflann, en Frh. á bls. 15 i SKÚLI FÓGETI á rúmsjó, en hann var einn „gömlu” togaranna, sem var fyrsta kynslóö togara á íslandi. Menn buðu hafinu birginn á þessum skipum og I svartasta skammdeginu veiddu þeir noröur á Hala og sigldu meö stóra farma til lands. Nýsköpunartogararnir eru nú flestir horfnir af sjónarsviðinu. Þeir voru keyptir fyrir striðsgróöann, en rekstur þeirra gekk erfiölega áratugum saman. Myndin sýnir tvo þá siðustu, og cr það HJÖRLEIFUR, áður INGÓLFUR ARNARSON. en hann var seldur I brotatjárn nú fyrir skömmu. FRAMNES I og aðrir skuttogarar hafa gjörbreytt atvinnullfinu viöa um land til hins betra. Má þar nefna Sauðárkrók, þar sem landlægt atvinnuleysi var áöur, en þar eru gerð út þrjú skutskip. Fleiri staði mætti nefna þessu til staðfestingar. Eskfiröingar eru framarlega I skuttogaraútgerðinni. Þeir fengu einn fyrsta skuttogarann, HÓLMATIND, sem sagter frá i greininni. Siðan fengu þeir IIÓLMANES frá Spáni, er kom hingaö i fyrravetur. Ilér sjást skuttogarar Eskfirðinga viðbryggju á Eskifirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.