Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 12
12 TíMINN Laugardagur 1. febrúar 1975. ,,Já, það skal ég gera. Og þið skuluð fá nægju ykkar af lummum og hindberjasultu", svaraði Katrin. Vinsældir Eiríks urðu æ meiri sem lengra leið á vetur- inn. Hann var kominn í góðan kunningsskap við dætur sumra fyrirmannanna, og loks stóð sjálfur kóngsgarður honum opinn lika. Ráðskona Norðkvists, systurdóttir hans, sem nú var tekin að reskjast, þurfti alltaf að hafa í kringum sig hóp aðdáenda. Eiríkur á Klif inu var nýjasti vildarmaður og draumariddari hennar. Hún dansaði við hann, f ór með honum sleðafe'ððir og bauð honum til sín í hús Norðkvists kapteins, þar sem þau undu við söng og hljóðfæraslátt í setustofunni og drukku síðan kaffií borðstof unni. Hylli fátæka sjómannssonarins stóð svo föstum fótum meðal unga fólksins, að jafnvel skipstjórar og synir gildra bænda urðu að þoka um set fyrir honum. En þó hefði dálítið afkáraleg fylgisemi hans við ráðskonuna i kóngsgarði vakið aðhlátur, ef mönnunum hefði ekki boðið ógn af Norðkvists-nafninu. Af þeim sökum var aðeins hvislað í hálfum hljóðum, eða varla það, um ver- girni gömlu truntunnar og stimamýkt unglingsins, sem hefði sem bezt getað verið sonur hennar. En Norðkvists- nafninu fylgdi sem sagt slík virðing, að skæðar tungur héldu sér í skef jum og höfðu ekki í hámælum vafasama framkomu Eiríks. Þar að auki urðu þeir æ fleiri, sem löðuðust að Eiriki, hvort sem þeir vildu það eða ekki. Honum var svo auðvelt að hrífa fólk. Þegar hann reis á fætur í samkvæmum og byrjaði að spila og syngja, eftir áskorun ungu stúlknanna, hnussuðu rosknu mennirnir með fyrirlitningu, en þeir ungu kipruðu varirnar hæðnis- lega og reyndu að koma af stað sem háværustu samtali. En fiðluboginn hafði ekki lengi gnúð strengina, en at- hygli þeirra beindist að unga fiðlungi, — glæsilegum, iðandi af f jöri, fráneygum og með skjallahvítar tennur. Ogþegar lagið var búið, klöppuðu þeir ekki af minni ákefð en stúlkurnar og báðu hann að spila meira. Það þótti brátt sjálfsagt að bjóða Eiríki i hverja góða veizlu og láta hann skemmta gestunum, og þannig komst hann í kynni við flest fyrirfólkið í skerjagarðinum. Katrin velti því fyrir sér, hvert þetta stefndi, en fólkið í byggðinni spurði sjálft sig, hvernig þetta hefði eiginlega byrjað. Senn var komið nýtt vor um Álandseyjar. Og Þórsey vaknaði sem af blundi. Hamarshögg bárust neðan frá Bátvíkinni, hlægjandi sjómenn þrömmuðu eftir vegun- um og inni í heslilundunum hljómuðu fiðlur og harmónikur. Eiríkur og Gústaf unnu báðir alla daga í skútum, sem lágu á Bátvikinni. Jóhann ambraði stundum niður eftir til þess að horfa á allt þetta iðandi líf, sem hann gat ekki framar tekið þátt í. Hann húkti aðeins á einhverjum steininum í flæðarmálinu, einn og þögull og saman- skroppinn í vetrardúða, og horfði á skipin og hlustaði á skröltið í akkerisfestunum og vindunum Stundum bar það við, að einhver skipstjóri eða stýrimaður aumkaði sig yfir þennan gamla sjómann og tók hann með út í f leytuna. Þá gat hann séð vinnubrögðin, fundið þilfarið undir fótum sér og setzt að borðum með skipshöfninni, ef hún mataðist þá um borð. Á sunnudagskvöldum leiddust ungu stúlkurnar eftir strandveginum og horfðu é skipaf lotann. Einn sunnu- daginn slóst Katrín í hópinn, vorveðrið var svo blítt. Hún settistá klettahlein niðri við sjóinn. i hendi sinni hélt hún á fáeinum sóleyjum, sem hún hafði tínt með- f ram þjóðveginum. Sammt f rá henni sátu ungar stúlkur í hvirfingu á steinum og snösum. Þær voru allar í sínu bezta skrúði og reyndu að vera sem glyðrulegastar og til- gerðarlegastar, nú þegar svo margir ungir piltar voru í byggðinni. En nú stóð þannig á, að allir, sem vettlingi gátu valdið, jafnvel minnstu pattarnir, höfðu farið út í skúturnar. Það var ekki nóg, að þeir ynnu þar sex daga vikunnar: á sunnudögum fóru þeir þangað sér til skemmtunar, klifruðu upp í reiðana og spaðjörkuðu um þiljurnar. Að sjá af ströndinni voru þeir eins og f lugur, þar sem þeir lásu sig upp eða niður stögin. En stúlkurnar þóttust samt þekkja þá og fylgdust með hverri hreyf ingu þeirra. Þær pötuðu og hlógu og tístu og ráku upp dálítil hræðslu- eða undrunaróp, þegar einhver sýndi sérstakan fræknleik og dirfsku. ,,Sjáið þið, sjáið þið", hrópuðu þær, „hvernig hann Franshennar Betu sveif lar sér kringum siglutréð". „Affi í Bæ og Gústi á Klifinu eru komnir út á brandaukann....Nú hanga þeir bara á fótunum, og höfuðin lafa niður. Sjáið þið stelpur— stelpur!" „Hver er það, sem klifrar þarna upp stórsigluna?". „Skyldi hann ætla alveg upp á húninn?", „Já, það máttu vera viss um". „ Lítið þið bara á: nú er hann kominn alveg upp". „ú-ú-hú! Nú leggst hann á magann á sigluhnokkann: ú-ú-hú". Laugardagur 1. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Óskalög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfretnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 TIu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 14.15 Aö hlusta á tónlist, XIV. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfre'gnir). tslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.45 Evrópumeistarakeppnin I handknattleik. Sfðari leik- ur FH og Vorwarts. Jón Ásgeirsson lýsir siðari hálfleik i Frankfurt an der Oder. (17.15 Tónleikar). 17.30 Sögulestur fyrir börn. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.35 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Meira öryggi býöur enginn” Þáttur um aug- lýsingar i umsjá Ingólfs Margeirssonar og Lárusar Óskarssonar, siðari hluti. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Hengilásinn”, smásaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son. Höfundur les. 21.40 Létt tónlist frá finnska útvarpinu. Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins leikur, Kari Tikka stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dansiög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 1.febrúar 16.30 tþróttir Knattspyrnu- kennsia. Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aörar IþróttirUmsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 18.30 Lina langsokkur Sænsk- ur myndaflokkur, byggður á barnasögu eftir Astrid Lind- gren. 4. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. • Aður á dagskrá haustið 1972. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi. Nýr, bresk- ur gamanmyndaflokkur. Aðalhlutverk Patrick Cargill, Natasha Pyne, Ann Halloway og Noel Dyson. 1. þáttur. Þetta er konan þin Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.00 Barnasýning I Fjölleika- húsi Billy Smarts Breskur þáttur frá fjölleikasýningu, þar sem börn og dýr leika margvislegar listir. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Evróvision — BBC) 21.55 Meö ofurkappi (The Lusty Men) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1952. Leik- stjóri Nicholas Ray. Aðal- hlutverk Susan Hayvard, Arthur Kennedy og Robert Mitchum. Þýðandi Jón O. Edwald. Aðalpersóna myndarinnar er kúreki, sem hyggst afla sér fjár og frama með þvi að leika listir sinar, á sýningum, en kona hans er þessu mótfallin og lifir i stöðugum ótta um, að slys hljótist af. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.