Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 1. febrúar 1975 Heimsfrægur ballettdansari rekinn Rússneski ballettdansarinn Ru- dolf Nureyev, sem stakk af i sýningarferðalagi i Vestur- Evrópu fyrir 14 árum, hefur stefnt kvikmyndaframleiðand- anum Harry Saltzman og krefst rúmlega 30 milljón króna skaöabóta vegna samningsrofs Nureyev átti að fara með hlutverk i mynd, sem Saltzman er að framleiða, en annar var ráðinn I hlutverk dansarans. Kvikmyndaframleiðandinn vill ekkert greiða dansaranum og veröur hann að sækja mál sitt fyrir rétti. Nureyev segir, að þessi upphæð sé ekki há miðað við, að hann átti að fá 30 milljónir króna fyrir hlutverkið. Á myndinni er Nureyev með konu sinni, brezku dansmeynni Antoniette Sibley. Fyrrverandi ráðherra stefnt af fyrrverandi eiginkonu sinni Það er einfaldlega ekki hægt að lifa sómasamlegu lifi fyrir 160 þúsund krónur á viku, segir Martha Mitchell, fyrrverandi eiginkona Mitchells, fyrrver- andi dómsmálaráðherra Bandarikjanna. bess v-gna hef- ur hún stefnt eiginmanninum fyrrverandi og krefst þess að fjárframJag hans til sin verði hækkað. John Mitchell hefur annars nóg á sinni könnu um þessar mundir. Hann hefur staðið i si- felldum málaferlum og verið dæmdur,áfrýjað og staðið aftur i málaferlum vegna svolitils máls, sem upp kom i Bandarikj- unum og er kennt við Water- gate. Martha Mitchell er fyrir löneu orðin heimsfræg fyrir kjafthátt og óskammfeilni. Þegar hún var ráðherrafrú baðaði hún sig i sviösljósinu og þóttist þess um- komin að segja veröldinni til syndanna. Blöðum gaf hún óspart alls konar yfirlýsingar um menn og málefni, og allt hennar slúöur komst i hámæli. Þegar fór að sverfa að manni hennar vegna Watergatemáls- ins skildi hún náttúrlega við hann, og segist hreint ekki sjá eftir þvi. Ég fer aldrei aftur til Johns. Ég hef eytt 17 beztu árum ævi minnar i að gera hann að manni, og það verður að duga. En ég hef þörf fyrir eiginmann, og skil ekkert i að ég skuli ekki enn hafa fengið eitt einasta hjúskapartilboð siðan ég skildi, sagði Martha nýlega i sjón- varpsviðtali við David Frost. DENNI DÆMALAUSI „Ef þú vilt endilega að ég fari, hvers vegna segirðu það þá ekki”. Denni minn . . . hvernig á ég að koma þér i skilning um?”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.