Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.05.2005, Qupperneq 6
6 9. maí 2005 MÁNUDAGUR BRETLAND Þótt aðeins séu þrír dag- ar liðnir frá kosningunum í Bret- landi eru samflokksmenn Tony Blair þegar farnir að leggja að honum að segja af sér. Strax hef- ur slegið í brýnu á milli þeirra Gordon Brown fjármálaráðherra. Það fækkaði um 94 þingmenn í þingflokki Verkamannaflokksins eftir kosningarnar á fimmtudag- inn en flokkurinn hefur nú aðeins 67 sæta meirihluta. Sá meirihluti getur reynst of naumur í um- deildum málum ef litið er til þess hversu margir þingmenn sem hafa verið Tony Blair óþægir ljá- ir í þúfu náðu endurkjöri. Nú eru margir þessara manna þegar farnir að knýja á um afsögn for- sætisráðherrans. Í útvarpsviðtali við BBC í gær kvaðst Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra, vera þeirrar skoðunar að Verkamannaflokkur- inn hefði sigrað í kosningunum þrátt fyrir Blair en ekki vegna hans. Cook, sem hætti í ríkis- stjórninni í mótmælaskyni við innrásina í Írak, sagði að Blair ætti að hugsa vandlega um hvort nú væri ekki rétti tíminn til að láta öðrum leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum eftir. Í svipaðan streng tóku þing- mennirnir John Austin og Jeremy Corbyn, svo og Frank Dobson, fyrrverandi heilbrigðismálaráð- herra, sem sagði Blair hafa verið bagga á flokknum í kosningunum í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina. Aðrir þingmenn komu Blair til varnar, til dæmis David Blunkett sem er orðinn ráðherra á ný, og Tessa Jowell, menningarmálaráð- herra. Það er því ljóst að forsæt- isráðherrann er orðinn enn um- deildari í eigin flokki. Blair hefur ekki enn svarað gagnrýni samflokksmanna sinna en einn talsmanna hans sagði að yfirlýsing hans frá því í septem- ber um að hann sæti út kjörtíma- bilið stæði óbreytt. The Observer hermir að í innsta hring stuðn- ingsmanna Blair sé rætt um að hann láti af embætti á flokksþingi Verkamannaflokksins árið 2008. Blaðið greindi jafnframt frá því að til snarpra orðaskipta hefði komið á milli þeirra Tony Blair og Gordon Brown vegna skipunar Andrew Adonis sem aðstoðar- manns Ruth Kelly menntamála- ráðherra. Brown lagðist eindregið gegn skipuninni og virtist Blair ætla að láta í minni pokann. sveinng@frettabladid.is Úttekt Hagstofu: Hótelgest- um fækkar FERÐAMÁL Gistinóttum á hótelum landsins í mars fækkaði um rúm níu prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Í ár var heildarfjöldi gistinótta í mánuðinum 62.815 en 68.070 í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu var fækkunin einnig níu prósent en mestur varð þó samdrátturinn á Austurlandi en þar fækkaði gisti£- nóttum um tæp fjörutíu prósent. Aðallega eru það útlendingar sem hafa dregið úr hóteldvöl hér á landi en þeir voru fimmtán prósentum færri í marsmánuði í ár en sama mánuð í fyrra. Íslendingum fækk- aði hinsvegar um eitt prósent. -jse Ólga og órói: fiúsundir fl‡ja Tógó TÓGÓ, AP Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjör- inn forseti landsins í kosn- ingum sem margir telja vafasamar í meira lagi. 22.000 manns eru taldir hafa flúið land síð- ustu vikur, 10.000 til Gana og 12.000 til Benín. Einhverjir hafa fengið húsa- skjól hjá vinum og ættingjum en stærsti hluti flóttamannanna býr í búðum við lakan kost. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, hefur óskað Gnassingbe til hamingju með sigurinn en Tógó var nýlenda Frakka til ársins 1960. ■ INNTÖKUPRÓF Í LÆKNADEILD HÍ Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknis- fræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík dagana 21. og 22. júní 2005. Staður og stund verða tilkynnt próftak- endum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig til inntökuprófsins fyrir 5. júní 2005. Skráning er undir umsjón Nemendaskrár Háskóla Íslands og er skráningareyðublað að finna á Háskólavefnum www.hi.is og á skrifstofu Nemendaskrár í Aðalbyggingu Háskólans. Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niður- staða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2005 fá 48 nemendur í læknisfræði og 20 í sjúkraþjálfun rétt til náms í læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 20. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í læknadeild eiga þess kost að skrásetja sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningar- gjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um inntökuprófið og dæmi um prófspurn- ingar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands www.hi.is/nam/laek. SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR OG LÆKNISFRÆÐISKOR AUSTURRÍKI BOSNÍA Fylgist flú me› flróun Úrvals- vísitölunnar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Lag›ist flú á ljósabekk í vet- ur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 69,7% 30,3% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FAURE GNASSINGBE NEITA ÞJÓÐARATKVÆÐI Þjóðar- flokkur Wolfgangs Schüssels, kanslara Aust- urríkis, leggst gegn því að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrá Evrópusam- bandsins. Frels- isflokkurinn, sem er í stjórn með Þjóðarflokknum, hefur barist fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. LÉST VIÐ SPRENGJULEIT Sprengju- sérfræðingur lét lífið í sprengingu þegar hann var að leita að jarð- sprengjum í austurhluta Bosníu á föstudag. Maðurinn, 32 ára Bosníu- Serbi, lét lífið þegar jarðsprengja sprakk, ein af hundruðum þúsunda sem enn eru grafnar í jörð eftir borgarastríðið 1992 til 1995. UMDEILDUR Áhrifamenn í Verkamannaflokknum á borð við Robin Cook og Frank Dobson hafa látið þá skoðun í ljós við fjölmiðla að forsætisráðherrann hafi verið byrði á flokknum í kosningunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Tony Blair hvattur til a› segja af sér Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til a› taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisrá›herraembætti› eftir. Strax er fari› a› bera á spennu í samskiptum fleirra. DÍSELVERÐ „Mér er það til efs, þrátt fyrir þessa fimm krónu lækkun, að atvinnubílstjórar séu spenntir fyrir því að vera á díselbíl frekar en bensínbíl, seg- ir Óskar Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis um þá ákvörðun ríkisstjórnar- innar að lækka dísilolíugjald um fimm krónur á lítrann frá 1. júlí næstkomandi en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísil- olía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí. Óskar telur þessa breytingu þó aðeins til bóta en segir að mönnum finnist þetta samt sem áður í hærra lagi og lítill ögrandi mismunur sé milli bens- ínlítraverðs og díselolíuverðs. Óskari sýnist að díselbílum muni fækka komi ekki til enn frekari lækkunar á dísellítran- um. Hugsanlega myndu menn hugsa sig verulega um ef mis- munurinn væri 10 krónur en díselbílar eru töluvert dýrari í innkaupum en bensínbílar. - sgi Formaður Sleipnis um díselverð: Lítill munur ögrar ÓSKAR STEFÁNSSON Formað- ur Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis telur að díselbílum muni fækka komi ekki til frek- ari lækkunar díselverðs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L LANDSFUNDUR „Það vantar veru- lega á að hlustað sé nægilega vel á okkur í sambandi við kjörin. Þar þurfum við að gera stór- átak,“ segir Benedikt Davíðs- son, fráfarandi formaður Lands- sambands eldri borgara sem heldur landsfund á Kaffi Reykjavík í dag og á morgun. Tvö stærstu málin sem rædd verða á fundinum eru kjör eldri borgara, það eru tryggingar og skattlagning trygginga- greiðslna, og biðlistar á sjúkra- heimili. „Biðlistarnir á hjúkrun- arheimilin eru skollakornið ekk- ert að styttast,“ segir Benedikt, enda fjölgi mjög ört í hópi há- aldraðra sem þurfi á þessari þjónustu að halda. Á fundinum verður hlítt á nokkur gestaerindi. Árni Magn- ússon félagsmálaráðherra, fjall- ar um umdeildan flutning á yfir- stjórn málefna aldraðra frá heil- brigðis- og tryggingaráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, gerir grein fyrir endurkröfu Tryggingastofnunar á trygg- ingagreiðslum fyrri ára á hend- ur eldri borgurum. - sgi Landsfundur Landssambands eldri borgara: Rætt um kjör og bi›lista BENEDIKT DAVÍÐSSON Dregur sig í hlé eftir landsfund Landssamband eldri borgara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T R EY N IS SO N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.