Fréttablaðið - 09.05.2005, Síða 69

Fréttablaðið - 09.05.2005, Síða 69
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 6 7 8 9 10 11 12 Mánudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 FH og Keflavík eigast við í Meistarakeppni karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  15.45 Helgarsportið á Rúv.  16.10 Ensku mörkin á Rúv.  17.30 Þrumuskot ensku mörkin á Skjá Einum.  18.30 US PGA Wachovia á Sýn.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Boston setti vafasamt met 20 9. maí 2005 MÁNUDAGUR > Við hrósum ... ... íslensku unglingalandslið- unum í körfuknattleik sem voru verðugir fulltrúar landsins á Norðurlandamóti unglingalandsliða og komu heim með tvö silfurverðlaun og eitt brons. sport@frettabladid.is > Við furðum okkur á ... ... háu miðaverði á leik FH og Keflavíkur í Meistarakeppni KSÍ í knattspyrnu sem fram fer í kvöld. Miðað við gæði knattspyrnunnar á þessum tíma árs ættu 200 krónur að vera kappnóg fyrir aðgang á hvern leik. Heyrst hefur ... að Aðalsteinn Eyjólfsson íhugi nú tilboð frá liðum hér heima sem og í Þýskalandi. Aðalsteinn liggur undir þykkum feldi í Þýskalandi þessa dagana en líklegt þykir að Aðalsteinn muni kanna til hlítar fjárhagsstöðu þess félags sem býður best enda var örsjaldan sem að launin skiluðu sér á réttum tíma hjá Weibern. Emil Hallfreðsson er kominn heim til Íslands í sumarfrí eftir að hafa verið á mála hjá Tottenham Hotspur í vetur. Emil hef- ur verið að leika með varaliði félagsins og þar hefur hann fengið að spreyta sig í hinum ýmsu stöðum á vellinum í til- raunaskyni. Hann mun æfa með gamla liðinu sínu, FH, í sum- ar og tekur svo þátt í tveimur landsleikjum U-21 árs liðsins áður en hann heldur aftur út í júlí. „Það er gott að vera kominn heim í mat til mömmu,“ sagði Emil í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég verð að æfa á fullu í fríinu mínu í sumar og ætla að æfa með FH og taka líka á því í frjálsíþróttunum líka til að undirbúa mig undir næsta tíma- bil. Stefnan er að komast í betra form og vera í góðum gír í landsleikjunum“, sagði Emil. „Þessi tími þarna úti er búinn að vera fín reynsla, ég er búinn að vera að leika allar stöður á vellinum með varaliði Totten- ham og var meðal annars að spila vinstri bakvörð. Ég er nú kannski ekki besti varnarmaðurinn í boltanum, en þeir vilja sjá hvort maður getur skilað þessu varnarhlutverki sem mað- ur þarf að sinna í þessu líka. Ég ræddi við Frank Arnesen, yfir- mann knattspyrnumála hjá fé- laginu áður en ég fór og hann sagði mér bara að standa mig vel í landsleikjunum og koma sterkur til baka í undirbúnings- tímabilið. Menn voru þokkalega sáttir við þetta hjá mér þarna og maður vonast til að fá kannski séns hjá þeim á næsta ári. Annars er Tottenham auðvitað búið að vera að kaupa mikið af leik- mönnum og maður veit ekkert hvað þeir gera í sumar, svo að þetta verður bara að koma í ljós,“ sagði Emil Hallfreðsson. Barcelona–Valencia: Hönd á titli FÓTBOLTI Barcelona sýndi styrk sinn í gær þegar liðið vann örugg- an sigur á Valencia á útivelli, 2-0. Það getur því fátt komið í veg fyr- ir að Barcelona vinni spænska meistaratitilinn í fyrsta skipti síð- an 1999 en þegar þrjár umferðir eru eftir hafa þeir 6 stiga forystu á Real Madrid. Ronaldinho og Samuel Eto’o skoruðu mörk Barcelona en þeir hafa verið með betri leikmönnum liðsins í vetur. Barcelona er með sex stiga forskot á Real Madrid að óleiknum þremur umferðum. ■ Arsenal–Liverpool: Everton fagna›i FÓTBOLTI Vonir Liverpool um að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsdeild- inni voru gerðar að engu í gær þegar Arsenal lagði þá að velli á Highbury, 3-1. Eins og svo oft áður í vetur þá var spilamennska Liverpool al- gjör andstæða við frammistöðu liðsins í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur farið á kostum. Í fyrri hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og Arsenal uppskar eftir því. Robert Pires skoraði beint úr aukaspyrnu og kom sínum mönnum í gang og Jose Antonio Reyes skoraði annað mark liðsins skömmu síðar. Steven Gerrard klóraði í bakkann fyrir Liverpool en síðasta naglann í kistu Liver- pool rak Fabrecas eftir glæsilega sókn heimamanna. Úrslitin í dag þýða að Liverpool getur ekki náð Everton að stigum og Arsenal hef- ur nánast tryggt sér annað sætið í deildinni. ■ Hlynur Bæringsson: Hugsanlega til Hollands KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells og landsliðs- maður í körfuknattleik, á í við- ræðum við hollenska liðið Woonaris. Það var létt yfir Hlyni þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hans. „Já, það yrði fróð- legt ef ég færi til Hollands, því ég veit álíka mikið um vindmyllur og færeyska goða- fræði,“ sagði Hlynur og hló. „En það eru ágæt- is líkur á þessu og ég hlakka til að sjá hvernig þetta fer.“ Sigurður Þor- valdsson, sam- herji Hlyns hjá Snæfelli, á einnig í viðræðum við Woonaris. „Þetta er nýkomið á borð til mín þannig að þetta er allt á frumstigi,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið. „Við fé- lagarnir erum einmitt farnir að huga vel að sundinu, enda lífs- nauðsynlegt á láglendinu,“ bætti Sigurður við og hló. Þess má geta að Brandon Woudstra, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, leikur með Woonaris. Tvær úrslitavi›ureignir voru í fyrstu umfer› úrslitakeppni NBA-körfuboltans á laugardagskvöldi›. Dallas Mavericks rústa›i Houston Rockets, 116-76, og Indiana Pacers fór létt me› Boston Celtics, 97-70. EMIL HALLFREÐSSON: KOMINN HEIM Í HAFNARFJÖRÐINN Í SUMARFRÍ Æfir fótbolta og frjálsar með FH KÖRFUBOLTI Tveir oddaleikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-körfuboltanum fóru fram á laugardagskvöldið. Þar mættust Indiana Pacers og Boston Celtics annars vegar og Dallas Mavericks og Houston Rockets hins vegar. Körfuboltaáhugafólk hefur ugg- laust hugsað sér gott til glóðarinn- ar enda ekki á hverjum degi sem hreinir úrslitaleikir eru í boði. Indiana vann Boston örugglega á útivelli, 97-70, og áttu Celtics- menn afar erfitt uppdráttar gegn sterkri vörn Pacers og hafa aldrei skorað jafn lítið í leik í úrslita- keppni. Stephen Jackson var stigahæstur í liði Pacers með 24 stig en Antoine Walker fór fyrir Celtics með 20 stig. Celtics tapaði þremur af fjórum heimaleikjum sínum í seríunni sem er met hjá félaginu. „Þetta er skrýtið og ger- ir mann hugsi,“ sagði Antoine Walker, svekktur eftir tapið. „Maður leggur hart að sér til að ná í heimaleikjaréttinn. Ef þið hefðuð sagt mér að við myndum tapa þremur af heimaleikjum okkar þá hefði ég ekki trúað því.“ Dallas Mavericks rótburstaði Houston Rockets á heimavelli með 40 stiga mun, 116-76, og Rockets er komið í sumarfrí. Jason Terry skoraði 31 stig fyrir Mavericks en Yao Ming var at- kvæðamestur Rocket-manna með 33 stig, 10 fráköst og 5 varin skot. Mavericks leiddi leikinn frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og sá lið Rockets aldrei til sólar gegn vel smurðu liði heima- manna. Tracy McGrady, leikmaður Rockets, var svekktur yfir tapinu en sagði tímaspursmál hvenær hann færi alla leið. „Ég er von- svikinn og reiður en að sama skapi mun ég ekki hengja haus,“ sagði McGrady sem hefur komist 5 sinnum í úrslitakeppnina en aldrei náð í undanúrslit. „Ég er 25 ára gamall, ég á helling eftir og ég verð hér á næsta ári. Það er klárt,“ bætti McGrady við. Dallas mætir Phoenix Suns í undanúrslitum Vesturdeildarinn- ar og er fyrsta viðureignin í kvöld. Þar hittir liðið fyrir Steve Nash, nýkjörinn MVP í ár, sem sagði skilið við Mavericks á síð- asta ári. Steve Nash valinn bestur Eins og fram kom í fréttum um helgina var Steve Nash hjá Phoen- ix Suns valinn verðmætasti leik- maður ársins í NBA deildinni í ár- legu kjöri íþróttafráttamanna í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Nash hafnaði naumlega í toppsætinu á undan Shaquille O’Neal, sem varð í öðru sætinu, aðeins 34 stigum á eftir honum. Nash hlaut 1066 at- kvæði á móti 1032 atkvæðum O’Neal. Þessir leikmenn voru lang efstir í kjörinu, en í þriðja sæti með 349 stig hafnaði vinur Nash, Dirk Nowitzki hjá Dallas og rétt á eftir honum kom Tim Duncan hjá San Antonio með 328 stig og Allen Iverson hjá Philadelphia fékk 240 atkvæði í fimmta sætinu. Nash er aðeins sjötti bakvörð- urinn til að hljóta verðlaun þessi síðan þau voru afhent fyrst árið 1981, en hann var eins og allir vita lykilmaður í sigursælasta liði deildarinnar í ár og leiddi deildina í stoðsendingum með yfirburðum. Á LEIÐ Í ATVINNU- MENNSKU? Hlyn- ur Bæringsson hefur átt í viðræð- um við Woonaris í hollensku úrvals- deildinni í körfuknattleik. ÁFRAM Í UNDANÚRSLIT Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers eru komnir í undanúrslit Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-körfuboltans. AP KÖRFUBOLTI Norðurlandamóti ung- lingalandsliða í körfuknattleik sem fram fór í Svíþjóð lauk í gær. Drengjalið U-18 vann Noreg í leik um 3. sæti, 86-81 en Íslendingar náðu mest 20 stiga forystu í leikn- um. Norðmenn voru ekki af baki dottnir og skoruðu 16 stig í röð í fjórða fjórðung en íslenska liðið hélt haus í lokin og fékk brons. Stúlknalið U-18 átti ekki mögu- leika gegn Svíum og voru mest 33 stigum undir í úrslitaleik mótsins. Íslensku stelpurnar áttu engu að síður ágætis endasprett og klóruðu í bakkann. U-16 strákarnir töpuðu með 4 stigum gegn Svíum í jöfnum og spennandi leik en hinir sænsku voru þó alltaf skrefinu á undan. Íslenska liðið komst aldrei yfir í seinni háfleik og réði varamanna- bekkur Svíþjóðar úrslitum í leikn- um en bekkur liðsins skilaði 46 stigum í leiknum gegn einu frá bekk Íslendinga. ■ Góður árangur íslensku unglingalandsliðanna á NM í Svíþjóð: Tvö silfur og eitt brons Í HAM GEGN NOREGI Brynjar Þór Björnsson átti stórleik gegn Norðmönnum og skoraði 26 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.