Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 12
BANDARÍKIN Tvö sakamál þar sem börn eru í aðalhlutverki hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum og víðar. Í öðru málinu fannst barnið á lífi en því hafði verið misþyrmt en í hinu er tveggja systkina saknað eftir að nánustu ættingjum þeirra hafði verið banað. Hátt í átta hund- ruð þúsund bandarísk börn voru skráð týnd árið 1999. Á sunnudaginn var fannst átta ára gömul stúlka grafin undir grjóthrúgu í ruslagámi í bænum Lake Worth í Flórída. Það má telj- ast kraftaverk að hún fannst á lífi því lögreglumaður sá fyrir tilviljun glitta í fingurgóma hennar í hrúg- unni. Í ljós kom að telpunni hafði ver- ið nauðgað af unglingspilti sem hafði dvalið á heimili guðmóður hennar og hann síðan skilið hana eftir til að deyja. Þegar hún fannst var hún í furðu góðu ásigkomulagi þrátt fyrir eldraunina. Hún bað strax um að fá að hitta prest til að þakka Guði fyrir björgunina. Ill- virkinn hefur verið handtekinn og hefur hann játað á sig sök. Í Idaho-ríki er nú gerð dauðaleit að systkinunum Dylan og Shasta Groene en þau eru aðeins átta og níu ára gömul. Þeirra hefur verið saknað síðan í byrjun síðustu viku en þá fundust móðir þeirra, bróðir og stjúpfaðir myrt á heimili þeirra í bænum Coeur D’Alene. Í fyrradag hétu yfirvöld rúmum sex milljónum íslenskra króna hverjum þeim til handa sem gæti veitt upplýsingar sem leiddu til að börnin fyndust á lífi en lögreglan hefur engar áreiðanlegar vísbend- ingar um hverjir kynnu að hafa rænt börnunum. Faðir barnanna er ekki grunaður um verknaðinn en hann hefur verið niðurbrotinn frá því að honum var tilkynnt um mál- ið. Þótt þessi tvö mál hafi vakið sérstaka athygli þá eru slíkir harm- leikir því miður ekki einsdæmi í Bandaríkjunum. Á árinu 1999 fékk lögreglan 797.500 tilkynningar um börn sem sögð voru týnd, þar af voru 58.200 þeirra numin á brott af fólki utan fjölskyldunnar. 115 börn- um var rænt af mönnum sem tald- ir voru hættulegir barnaræningjar og til þeirra spurðist ekkert í afar langan tíma. Ekki kemur fram hversu mörg börn komu í leitirnar heil á húfi. sveinng@frettabladid.is FÖGUR SJÓN Það var fallegt að sjá hljóð- láta loftbelgi stíga upp til himins við Debr- ecen í Ungverjalandi í fyrrakvöld en þessa dagana fer þar fram Evrópumótið í loft- belgjaflugi. 12 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Rauði krossinn safnar afgangsklinki og seðlum frá útlöndum: Selma gaf afganginn frá Úkraínu SÖFNUN Selma Björnsdóttir söng- kona og Sigríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra gáfu í gær Rauða krossi Íslands af- gangsklink og seðla frá ferðum sínum til Úkraínu og Kína. Þeirra gjöf markaði upphaf landssöfnunar Rauða krossins á erlendri mynt og seðlum sem ef- laust fylla skúffur og krukkur margra landsmanna. Næstu daga verða sérstök umslög send inn á öll heimili og fólk er hvatt til þess að tæma umræddar skúffur og krukkur í þágu góðs málefnis. Afraksturinn verður síðan nýttur til þess að styrkja starf Rauða krossins hér innanlands en um 1.400 sjálfboðaliðar starfa á vegum Rauða krossins hérlendis. Að sögn Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa Rauða kross- ins, mætti Sigríður Anna með kín- verskt seðlabúnt sem var þó ekki nema nokkur hundruð króna virði, enda kínverskir seðlar stundum jafnvel minna virði en myntin. Selma mætti með fullan poka af klinki en var víst ekki búin að telja saman verðgildið. Síðast þegar Rauði krossinn stóð fyrir slíkri söfnun söfnuðust um fjórar milljónir króna og seg- ist Þórir vonast til að jafnvel enn meira safnist í þetta skiptið. Hann tekur einnig fram að vegna góðra samninga við breskt fyrirtæki sem flokkar gjaldmiðlana séu af- föllin af gjöfunum ekki nema rétt um 10 prósent. - oá – hefur þú séð DV í dag? Upplifði martröð allra mæðra Yfirvöld tóku barnið af Árnýju Evu einum og hálfum tíma eftir fæðingu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 3 3 2 Átta hundru› flúsund börn t‡nast á ári hverju Tvö óhugnanleg sakamál flar sem börn eru fórnarlömbin hafa vaki› mikla athygli í Bandaríkjunum og ví›ar a› undanförnu. Slíkir harmleikir eru fló flví mi›ur ekki einsdæmi. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » ÞÝSKALAND Sköllóttir karlmenn geta nú kennt mæðrum sínum um skallann. Ný rann- sókn þýskra vísinda- manna sýnir að það eru gen móðurinnar sem ráða því hvort karl- menn fá skalla eður ei en ekki föðurins eins og áður hefur verið talið. Vísindamenn við há- skólann í Bonn hafa uppgötvað gen á x-litn- ingi sem veldur skalla en genið hefur áhrif á framleiðslu karlhorm- óns. Þennan tiltekna litning erfa karlmenn eingöngu frá móður, en konur erfa hann hins vegar frá báðum for- eldrum. ■ SKALLI Sumir rífa hár sitt og skegg þegar þeir átta sig á að þeir eru að verða sköllóttir. ILLVIRKI HANDTEKINN Milagro Cunningham hefur játað að hafa nauðgað ónafngreindri telpu og skilið hana eftir í ruslagámi. Hans bíður ævilöng fangelsisvist fyrir vikið. DYLAN OG SHASTA GROENE Ekkert hefur til þeirra spurst síðan þau hurfu fyrir rúmri viku. Þýsk rannsókn á hárlosi: Skallinn er frá mömmu AP M YN D SELMA BJÖRNSDÓTTIR OG SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Selma og Sigríður gáfu Rauða krossinum afgangsklink frá Úkraínu og Kína. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.