Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 46
Á vef Kauphallar Íslands segir að góð fjárfestatengsl snúist um að greina frá verðmótandi upp- lýsingum svo fljótt sem kostur er, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar fyrir félagið. Jafnframt skuli greina frá öðr- um atriðum sem geti eflt skiln- ing fjárfesta á félaginu og rekstrinum, t.d. í fréttabréfi eða á heimasíðu. Til þess að fjárfestatengsl beri árangur þurfi skilning og skuldbindingu yfirstjórnar á þessum þætti rekstrarins. Fjár- festatengsl séu langtímaverk- efni sem krefjist skuldbindingar og þolinmæði. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Á morgun verður haldin norræn ráðstefna um fjárfestatengsl á Nord- ica Hótel á vegum Félags um fjár- festatengsl. Mikilvægi fjárfesta- tengsla hefur aukist hin allra síðustu ár um leið og krafan um vandaða upplýsingagjöf skráðra fyrirtækja varð háværari. Louis Thompson, forstjóri National Investor Relations Institute í Bandaríkjunum, sagði Björgvini Guðmundssyni að strang- ari reglur um upplýsingagjöf ættu að auka gagnsæi fjármálamarkaða. Störf við fjárfestatengsl hafa breyst og mikilvægi þeirra er meira en nokkru sinnum áður, segir Louis Thompson, forstjóri National Investor Relations Institute í Bandaríkjunum. Reglur um hvernig miðla skuli fjármálalegum upplýsing- um hafi haft veruleg áhrif á störf fjár- festatengla. Bandaríska fjármálaeftir- litið (SEC) hafi sett strangari reglur um upplýsingagjöf árið 2000. Átti það að draga úr hættu á að upplýsingar, sem ekki væru öllum aðgengilegar, hefðu áhrif á gagnsæi fjármálamarkaða. Þessi breyting hefði gert störf við fjárfestatengsl mikil- vægari en nokkru sinni áður. Louis Thompson gekk fyrst til liðs við National Investor Relations Institute árið 1982. Innan sam- takanna eru 4.600 félagsmenn, sem starfa í yfir 2.400 bandarískum fyrirtækjum. Hann hlaut verð- laun fyrir góðan árangur á starfsævinni á sviði fjárfestatengsla frá fagtímaritinu Investors Relations Magazine auk fjölda annarra verðlauna. Hann er eftirsóttur fyrirles- ari og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í bandarísku viðskiptalífi og fyrir þarlend stjórnvöld. Thompson segir að fjár- festatengsl byggi á fyrir fram ákveðnum vinnulagi sem sameini fjármál, sam- skipti, markaðsstarf og eftir- fylgni með lögbundinni upp- lýsingagjöf til markaðarins. Það leiði til skilvirkra sam- skipta milli fyrirtækja, fjár- málalífsins og annarra aðila, sem leiðir til sanngjarnrar verðmyndunar á hlutabréfum fyrirtækja. Hann segir að fjárfestatenglar geti annað hvort unnið fyrir fyrirtæki eða sem ráðgjafar fyrirtækja. Hann tekur sem dæmi fyrirtæki sem hafi nýlega lokið frumútboði og ekki komið upp starfi fjárfesta- tengils. Þá geti ráðgjafi utan fyrirtækisins aðstoðað við að koma upp slíku kerfi. Munurinn á ráðgjafa og þeim sem starfi sem fjárfestatenglar innan fyrirtækja sé að ráðgjafinn geti ekki verið talsmaður fyrirtækisins við fjárfesta eða fjölmiðla. Það geti hins vegar fjárfestatenglarnir sjálfir. Fjárfestatenglar sjá um samskipti milli kauphallar, yfirstjórnar og fram- kvæmdastjónar fyrirtækja. Thompson segir þá fjárfestatengla sem starfi á samskiptasviðum fyrir- tækja sinna og aðstoði við að koma nauðsynlegum upplýsingum á framfæri hafi áunnið sér meira traust og virðingu stjórnenda fyrirtækja sem þeir vinni hjá. „Góður fjárfestatengill viðheldur virðingu sinni og trúverðugleika með því að sinna starfi sínu í samræmi við ítrustu lagalegu og siðferðislegu skyldur sínar,“ segir Louis Thompson. M Á L I Ð E R Samkeppnis- hæfni Íslands Hvað gerir fjárfestatengill? „Samskipti við hluthafa, kaup- höll, greiningaraðila, fjárfesta og fjölmiðla falla undir það sem kallast fjárfestatengsl (á ensku investor relations) og snýst um fjármálalega upplýs- ingagjöf fyrirtækis til markað- arins.“ Er algengt að ís- lensk fyrirtæki hafi fjárfesta- tengil innan sinna raða? „Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum og má segja að það sé hluti af auknum þroska markað- arins. Öll helstu fyrirtækin sem skráð eru á aðall- ista Kauphallar- innar eru með sérstaka starfs- menn sem sjá um fjárfesta- tengsl.“ Er langt síðan þetta starfsheiti var tekið upp á Ís- landi? „Nei, ég held að Kaupþing banki hafi verið fyrsta íslenska fyrir- tækið til að ráða sérstakan starfsmann í fjárfestatengsl, en það var árið 2002. Það tengdist meðal annars skráningu bank- ans í sænsku kauphöllina. Er- lendis hefur þetta starf verið til í áratugi og þar eru gefin út fagrit um fjárfestatengsl.“ Hefur starfið breyst mikið síðan þá? Ef já, hvernig? „Markaðurinn gerir sífellt rík- ari kröfur um upplýsingar og gagnsæi í allri upplýsingagjöf. Við þessu höfum við í Kaup- þingi banka brugðist. Upplýs- ingagjöfin núna er mun ítar- legri en hún var fyrir nokkrum árum. Það sést til dæmis glögg- lega í ársskýrslu bankans. Þar er meðal annars útskýrt á ítar- legan hátt á ellefu síðum hvern- ig bankinn stýrir áhættu sinni, en slík upplýsingagjöf var ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum.“ Hvaða ávinning hefur fyrirtæki af því að sinna fjárfestatengsl- um? „Það hefur margvíslegan ávinn- ing af því að sinna þeim vel. Markmið fjárfestatengsla er að tryggja að markaðsaðilum séu veittar skýrar, gagnsæjar og ítarlegar upplýsingar. Þetta snýst því fyrst og fremst um trúverðugleika. Segja má að fjárfestatengsl séu líkari mara- þoni en sprett- hlaupi, þetta byggist allt á lang- tímahugsun en ekki stuttum sprettum. Fyrir- tæki sem sinnir fjárfestatengslum vel leitast eftir að vera samkvæmt sjálfu sér í upp- lýsingagjöf og gefur á hverjum tíma raunsanna mynd af starfsemi sinni. Ef markað- urinn telur að svo sé ekki, þá er illa komið fyrir fyrir- tækinu. Svo ein- falt er það.“ Hvað einkennir góðan fjárfesta- tengil? „Það er ýmislegt sem sá sem sinnir fjárfestatengslum þarf að tileinka sér, til dæmis praktísk atriði eins og að kunna skil á þeim lögum og reglum sem gilda á verðbréfamarkaðn- um. Jafnframt er mikilvægt að þekkja til hlítar siðareglurnar sem Félag um fjárfestatengsl hefur komið sér upp. Þar kem- ur meðal annars fram að hver félagsmaður eigi að leggja áherslu á opin samskipti, heið- arleika, traust og samkvæmni í samskiptum við fjárfesta og aðra markaðsaðila. Þá er mikil- vægt að forðast alla sýndar- og tækifærismennsku í þessu starfi.“ Eru einhver vandkvæði sem fylgja starfinu? „Eflaust eru þau einhver og mismunandi milli einstaklinga. Hjá mér er það einkum glíman við sænskuna, en vegna skrán- ingar bankans í Kauphöllinni í Stokkhólmi sendir bankinn fréttatilkynningar sínar á sæn- sku auk ensku og íslensku. Það að senda út samhljóða tilkynn- ingar á þremur tungumálum á sama tíma getur á stundum verið verðugt viðfangsefni, svo ekki sé meira sagt.“ Upplýsingagjöfin nú mun ítarlegri T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Jónasar Sigurgeirssonar fjarfestatengils Kaupþings banka Verðmótandi upplýsingar Skilvirk samskipti mikilvæg LOUIS THOMPSON Þeir sem vinna við fjárfesta- tengsl þurfa að fylgja laga- legum og siðferðislegum skyldum. Munurinn á ráðgjafa og þeim sem starfa sem fjárfestatenglar innan fyrirtækja er að ráðgjafinn getur ekki verið talsmaður fyrirtækisins við fjárfesta eða fjöl- miðla. Það geta hins vegar fjárfestatenglarnir sjálfir. ERT ÞÚ AÐ FARA SELJA ÞINN REKSTUR? Komdu þá í kaffi að Suðurlandsbraut 50 eða ég til þín eða þú sendir mér línu á ingvaldur@husid.is. SÖLUSKRÁ HÚSSINS ER Á VEF WWW.HUSID.IS Salómon Jónsson • Löggiltur fasteignasali Ingvaldur Mar Ingvaldsson viðskiptafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.