Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 30
Bandaríski auðkýfingurinn og sjónvarpsstjarnan Donald Trump hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Trump-háskólann. Námskeið skólans saman- standa af kennslustundum sem fara fram í gegnum netið, geisla- diskum með kennsluefni og ráð- stefnum. Nemendur fá hvorki einkunn né háskólagráðu að nám- inu loknu en Trump segir það ekki skipta nokkru máli: ,,Há- gæðamenntun er jafnvel mikil- vægari í dag en áður, en fólk nennir ekki lengur að sitja tímun- um saman í kennslustundum eða sitja sveitt við bóklestur.“ Í skólanum verður boðið upp á nám í markaðsfræðum, fast- eignaviðskiptum og frumkvöðla- fræði og er stendur til að bæta við námsgreinum í framtíðinni. Trump segist ekki kalla þá sem nema við skólann nemendur heldur viðskiptavini og hann hefur heldur engar áhyggjur af því að skólinn standi ekki undir sér: ,,Ef ég opna munninn mætir fullt af fólki, ég skil ekki af hverju eitthvað annað ætti að gilda um Trump-háskólann“. - jsk MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Jón Skaftason skrifar Útlit er fyrir viðskiptastríð milli Evrópusambandsins og Banda- ríkjanna eftir að upp úr sauð milli tveggja flugvélarisa, hins bandaríska Boeing og Airbus sem hefur höfuðstöðvar sínar í Evrópu. Airbus hefur sótt um lán hjá ríkisstjórnum Bretlands og Frakklands og ætlar að verja þeim til þróunar á nýjustu far- þegaþotu fyrirtækisins, A350, sem ætlað er að keppa við hina nýju Dreamliner-vél keppinaut- arins, Boeing. Þróun vélarinnar er áætluð kosta um 250 milljarða króna og er lánunum ætlað að leggja til um þriðjung þeirrar upphæðar. Airbus þarf ekki að endur- greiða lánin reynist þróun vélar- innar ekki arðsöm. Dick Dalton, talsmaður Boeing, segir þetta fá- ránlegt: ,,Við erum algerlega á móti þessu. Þetta gerir ekkert annað en að skekkja markaðinn. Við vonum auðvitað að stjórnvöld nái samkomulagi, en styðjum Bandaríkjastjórn heils hugar telji hún nauðsynlegt að fara í hart.“ Airbus-menn svara þessum ásökunum fullum hálsi og segja Bandaríkjamenn ekki síður styðja við bakið á sínum mönn- um. Boeing njóti skattaafsláttar auk þess sem bandaríska ríkið kaupi af þeim gríðarlegt magn flugvéla. Eini munurinn sé sá að Evrópusambandið geri þetta fyrir opnum tjöldum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækjunum tveimur lendir saman en þau hafa háð harða baráttu um yfirráð yfir markaðnum. Boeing-verksmiðj- urnar nutu lengi vel yfirburða en Airbus hefur undanfarið sótt á og telja forsvarsmenn fyrirtækisins A350-vélina lykilinn að áfram- haldandi sókn. Málið kemur upp á versta tíma fyrir Airbus en hin árlega flugsýning í París er á næsta leiti. Flugsýningin er tækifæri flugvélaframleiðenda til að sýna afurðir sínar og ekki óalgengt að milljarðasamningar séu gerðir í kjölfarið. Airbus hefur einmitt ekki enn tryggt sér nægilega margar pantanir til að tryggja það að A350 vélin fari í framleiðslu og því mikilvægara en ella að allt gangi eins og smurt í París. Verði fallist á að veita lánin er líklegt að stjórnvöld í Bandaríkj- unum stefni Evrópusambandinu fyrir Alþjóðaviðskiptastofnun- inni á þeim grundvelli að lánið veiti Airbus aðgang að fjármagni á allt öðrum kjörum en tíðkist á markaðnum. Upphæðirnar sem um ræðir eru slíkar að ef upp úr syði yrði það réttnefnt stærsta viðskiptastríð sögunnar. Ein Boeing Dreamliner- vél kostar til að mynda í kringum 7,5 milljarða króna. Embættismenn Evrópusam- bandsins segja viðræður standa yfir við Bandaríkin og að enn megi koma í veg fyrir viðskipta- stríð, engum dyrum hafi verið lokað. Tap hjá Mitsubishi Japanska bílafyrirtækið Mitsubishi Motors tapaði á síðasta rekstrarári um 290 milljörðum króna. Þetta er annað árið í röð sem fyrirtækið er rekið með miklu tapi. Mitsubishi viðurkenndi fyrir fimm árum að hafa vísvitandi leynt göllum á bílum sínum til að koma í veg fyrir að þeir yrðu teknir af markaði. Síðan hefur hvorki gengið né rekið hjá fyrirtæk- inu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þess til að bæta ímynd sína. Mitsubishi hefur meðal annars gert samninga við DaimlerChrysler, Nissan og Peugeot um samvinnu við þróun og framleiðslu bifreiða. Ekkert virðist þó ganga og er fyrirtækinu spáð áframhaldandi taprekstri. - jsk Chrysler-byggingin í New York var opnuð 28. maí árið 1930 og fagnar því 75 ára af- mæli sínu um þessar mundir. Byggingin var upphaflega reist fyrir Chrysler-bíla- fyrirtækið, en er nú í eigu þýsks fjárfest- ingarfyrirtækis. Hún var hönnuð af arki- tektinum William van Allen fyrir verktaka að nafni H. Reynolds, sem seldi hana eig- anda Chrysler-fyrir- tækisins, Walter P. Chrysler. Á þessum tíma var mikið kapphlaup í New York um það hverjum tækist að byggja heimsins hæsta mannvirki. Byggingin var reist á gríðarlegum hraða, að meðaltali risu fjór- ar nýjar hæðir á viku, en engir verkamenn létust meðan á fram- kvæmdinni stóð. Það þóttu tíðindi út af fyrir sig, en til sam- anburðar dóu allt að 100 manns þegar Empire State-bygg- ingin var reist, þótt opinber gögn segi þá aðeins fimm. Skömmu áður en Chrysler- byggingin var kláruð var hún jafnhá skýjaklúfi sem Craig nokkur Severin hafði látið byggja og stóð við Wall Street 40. Severin þessi bætti þá nokkrum metrum við kljúfinn og lýsti hann heimsins hæsta mannvirki. Arkitektinn van Allen hafði hins vegar tromp á hendi. Hann hafði nokkru áður fyrirskipað leynilega að reist skyldi 38 metra súla sem síðan skyldi bætt ofan á bygginguna. Súla þessi var búin til innan í sjálfum turninum og dag einn, í nóvem- ber 1929, hálfu ári áður en bygg- ingin var opnuð, reisti hann súl- una og Chrysler-byggingin tók við nafnbótinni hæsta mann- virki heims, 319 metrar að hæð. Adam var ekki lengi í paradís því að Empire State-byggingin var opnuð fjórum mánuðum seinna, 381 metra há. Gleði van Allen varð enn skammvinnri, því að Chrysler gamli kannaðist ekkert við að hafa ráðið hann til verksins og harðneitaði að borga honum svo mikið sem einn eyri. Heimsins hæsta mannvirki er í dag Taípei 101-byggingin sem er í taílensku höfuðborginni Taípei og telur 508 metra. - jsk S Ö G U H O R N I Ð ENSKI BOLTINN Veitingarhús sem er með góða aðstöðu til að sýna frá leikjum, 2 barir, 130 sæti, leyfi fyrir 250- 300 manns, í úthverfi. SÖLUSKRÁ HÚSSINS ER Á VEF WWW.HUSID.IS Salómon Jónsson • Löggiltur fasteignasali Ingvaldur Mar Ingvaldsson viðskiptafræðingur Airbus hefur farið fram á lán frá Bretum og Frökkum. Verði ósk fyrirtækisins samþykkt er líklegt að Bandaríkjamenn stefni Evrópusambandinu fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Verði fallist á að veita lánin er líklegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum stefni Evr- ópusambandinu fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á þeim grundvelli að lánið veiti Airbus aðgang að fjármagni á allt öðrum kjörum en tíðkist á markaðnum. Í HÁALOFT Óhætt er að segja að samskipti keppinautanna Airbus og Boeing gætu verið betri. Útlit er fyrir að Bandaríkin og Evrópusambandið mætist fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Stærsta viðskipta- stríð sögunnar Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 403,25 Lev 41,48 -2,44% Carnegie Svíþjóð 73 SEK 8,9 -2,72% deCode Bandaríkin 7,44 USD 65,05 1,95% EasyJet Bretland 2,48 Pund 119 -2,77% Finnair Finnland 6,88 EUR 81,67 0,03% French Connection Bretland 2,65 Pund 119 2,64% Intrum Justitia Svíþjóð 50,75 SEK 8,9 -4,92% Low & Bonar Bretland 1,16 Pund 119 -5,17% NWF Bretland 5,625 Pund 119 -4,37% Scribona Svíþjóð 13,9 SEK 8,9 -5,10% Singer & Friedlander Bretland 3,1275 Pund 119 -3,79% Skandia Svíþjóð 40,1 SEK 8,9 -4,95% Somerfield Bretland 1,9725 Pund 119 -3,58% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 23. maí 2005 Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 0 , 0 3 - 4 , 9 % MITSUBISHI MOTORS Fyrirtækið hefur verið rekið með gríðar- legu tapi eftir að upp komst um tilraun til að snuða neytendur. CHRYSLER-BYGGINGIN Í NEW YORK Um þessar mund- ir eru 75 ár frá því að hún var opnuð. Byggingin stendur enn fyrir sínu sem eitt helsta kennileiti borgarinnar. Chrysler-byggingin 75 ára Trump stofnar háskóla Býst við að græða á hugmyndinni. ALDREI SKORTUR Á HUGMYND- UM Donald Trump býst við því að mikill áhugi verði fyrir nýja háskólan- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.