Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 2

Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 2
2 2. október 2005 SUNNUDAGUR Löggjafarþing Íslendinga sett í 132. sinn í gær: Ólíkir fjölmi›ar gætu flroska› l‡›ræ›i› ALÞINGI Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, talaði meðal annars um lýðræði og þær breyt- ingar sem orðið hafa á fréttaflutn- ingi í ræðu sinni við setningu 132. löggjafarþings Íslendinga í gær. „Lýðræðið er í vaxandi mæli vettvangur fólks með ólíka reynslu, mismunandi upplýsingar, fréttir sem berast úr mörgum átt- um,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Hann benti á að áður fyrr hefðu allir fengið sömu fréttir, útvarpið hefði aðeins verið með eina rás og flokkakerfið hefði stjórnað frétt- um dagblaðanna. Nú réði fjöl- breytileikinn hins vegar ríkjum og fjölmargar stöðvar og ólíkir miðlar berðust um hylli fólksins. Forsetinn taldi að þessi þróun gæti orðið lýðræðinu til aukins þroska. Setning Alþingis hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem séra Valgeir Ástráðsson predikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt Karli Sigurbjörnsyni, bisk- upi Íslands. Að guðsþjónustu lok- inni gengu forsetinn, biskup, ráð- herrar, þingmenn og aðrir gestir yfir í Alþingishúsið þar sem for- setinn setti þingið. Að lokinni setningu og ræðu forseta tók Hall- dór Ásgrímsson starfsaldursfor- seti við fundarstjórn og stjórnaði kjöri nýs forseta Alþingis. -eö DANMÖRK Dagblaðið Berlingske Tidende gerði Baugsmálinu góð skil í lok síðustu viku. Blaðið ræðir um- fjöllun fjölmiðla um málið en einnig bendir það á tengsl Davíðs Odds- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, við framvinduna. „Gagnárás Baugs“ er fyrirsögn Berlingske Tidende á grein sem birtist í fyrradag þar sem segir að „ásakanir um fjárkúganir, morðhót- anir og samsæri fylli nú alla fjöl- miðla á Íslandi“. Þar er sagt frá at- burðarás síðustu daga og tengsl helstu málsaðila. Greinilegt er á greinarhöfundi að honum þykir málið nánast farsakennt þótt hann taki enga afstöðu með neinum sem aðild eiga að því. „Guðfaðir samsærisins“ – sem tengist ritstjóranum [Styrmi Gunn- arssyni], framkvæmdastjóranum [Kjartani Gunnarssyni] og lögfræð- ingi Sullenbergers [Jóni Steinari Gunnlaugssyni] er sagður hinn voldugi forsætisráðherra Íslands í tólf ár, Davíð Oddsson. Rifjað er upp að Davíð reyndi að setja lög sem bannað hefðu „yfirráð Baugs yfir fjölmiðlum“ en forseti Íslands „hvers börn vinna hjá Baugi“ neit- aði að staðfesta þau. Jafnframt er sagt frá því að eftir að hafa staðið fyrir einkavæðingu ríkisbankanna hafi Davíð kvartað yfir útlánagleði þeirra og farið með „hópi fjölmiðla- manna í KB banka til að taka út eig- in innistæðu“. -shg NÝKJÖRINN FORSETI ALÞINGIS Sólveig Pétursdóttir þakkaði þingmönnum það traust sem þeir sýndu henni. Sólveig Pétursdóttir forseti: Vonast eftir sátt og samf‡si ALÞINGI Sólveig Pétursdóttir var kjörin forseti Alþingis við setningu þess í gær. Hún þakkaði þingmönn- um það traust sem þeir sýndu henni með því að kjósa hana. „Ég á þá von heitasta á þessari stundu að góð samvinna og sáttfýsi ríki um stjórn þingsins jafnvel þótt tekist verði á um mál sem fyrir Al- þingi verða lögð á þeim vetri sem í hönd fer,“ sagði Sólveig er hún ávarpaði þingheim. Sólveig sagði það ásetning sinn að eiga gott samstarf við þingmenn úr öllum flokkum. -eö Ritsko›un Sökum lögbanns sem sýslu- maðurinn í Reykjavík setti á skrif Fréttablaðsins sem byggja á tölvupósti, sem með einum eða öðrum hætti hefur haft viðkomu hjá Jónínu Bene- diktsdóttur, eru lesendur beðn- ir að athuga að blaðið getur þar með ekki skrifað fréttir um að- draganda rannsóknar Baugs- málsins eins og það hefði kosið að gera. Sýslumaður hefur bannað Fréttablaðinu að endur- birta, í heild eða hluta, fyrri fréttir um sama mál. Þar sem fátt fréttnæmt var eftir óbirt í þeim gögnum sem hald var lagt á munu aðgerðir sýslumanns ekki skaða fréttaskrifin eins mikið og í fyrstu mætti ætla. -ritstj. Dreamweaver MX 2004 Dreamweaver er eitt vinsælasta vefsmíða- forrit á markaðnum í dag enda bæði fjölbreytt og afar einfalt í notkun. Á þessu námskeiði verður farið í helstu grunnatriði Dreamweaver og hvernig má nota það til að búa til vefsíður og halda þeim við. Einnig verður kennd notkun margmiðlunar- efnis og javascript til að krydda vefsíður ásamt faglegri uppsetningu skráa á vefsvæði. Í lok námskeiðsins búa nemendur til full- kláraðan vef og læra hvernig á að setja vefsíður inn á Netið. Sjá nánari lýsingu á heimasíðu skólans. Lengd námskeiðs 31 kennslustund. Kennt er mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl 17:30 - 21:00. Hefst 10. okt og lýkur 26.okt. Verð kr. 29.000,- (Kennslubók innifalin) V E F S M Í Ð I Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is SPURNING DAGSINS firáinn, var kalt hjá Slippstö›- inni? „Nei, það var hiti í mér og öðrum.“ Þráinn Karlsson leikari á Akureyri sýndi starfs- mönnum Slippstöðvarinnar stuðning í verki með því að mæta með rauðan fána og standa vaktina með þeim í gær. SETNING ALÞINGIS Gengið til þinghúss að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Skemmtistaður í Kópavogi: Lögregla vísa›i krökkum á dyr LÖGREGLA Fimm krökkum undir átján ára aldri var vísað út af skemmtistað í Kópavogi í fyrrinótt. Að sögn lögreglu var mikill fjöldi unglinga á staðnum en flestir náðu að koma sér burt á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Málinu er ekki lokið af hálfu lögreglu enda leyfi lög að eigandi staðarins verði áminntur, sektaður eða verði látinn sæta lokun staðarins. - gag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN S IG U R JÓ N SS O N Berlingske Tidende segir frá framvindu Baugsmálsins: Máli› sagt allt a› flví farsakennt BERLINGSKE TIDENDE Dagblaðið hefur áður fjallað um málaferlin gegn Baugi enda eru umsvif fyrirtækisins í Danmörku talsverð. ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR TF Sif sótti slasaðan bónda á Holtavörðuheiði í gær. Bitrufjörður á Ströndum: Bóndi slasast í göngum LÖGREGLUMÁL Bóndi slasaðist alvar- lega er hann hrapaði í klettum fyrir ofan bæinn Þórustaði í Bitrufirði á Ströndum er hann var að smala fé. Ekki náðist samband við lögreglu fyrr en þremur tímum eftir slysið þar sem það átti sér stað á svæði utan símasambands. Sjúkrabíll ók bóndanum að Holtavörðuheiði þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif, sótti manninn og flutti á Land- spítala – háskólasjúkrahús. Vakthafandi læknir segir líðan bóndans sæmilega. Hann hafi ekki hlotið alvarleg beinbrot en sé á gjör- gæslu. ■ KJARABARÁTTA Starfsmenn Slipp- stöðvarinnar á Akureyri ákváðu um sexleytið í gær að hætta að- gerðum eftir dramatískan fund með stjórnarformanni fyrirtæk- isins og lögfræðingi hans. „Við féllumst á að hætta að- gerðum á þeim forsendum að okkur þótti sýnt að við myndum ekki ná fram þessum launakröf- um okkar,“ segir Þorsteinn Har- aldsson, trúnaðarmaður starfs- mannanna. Starfsmennirnir höfðu átt von á því að fá laun sín greidd af fjármagni sem var að koma inn í fyrirtækið, en á fund- inum var þeim sagt að Lands- bankinn hefði átt veð í þessum peningum og hefði fryst launa- greiðslurnar. Ekkert hafði verið rætt við starfsmennina þegar kom á dag- inn að launin yrðu ekki greidd út. Í kjölfar þess gripu þeir til mótmælaaðgerða og komu í veg fyrir að flutningabíll frá Lands- virkjun kæmist af athafna- svæði Slippstöðvarinnar. „Við þurftum aðgerðir til að fá menn til að funda,“ segir Þor- steinn. Hann segir að þungt hafi verið í f u n d a r - mönnum, en hann giskar á að 70 til 80 starfsmenn hafi verið þar. „Menn voru reiðir og svekktir, sérstaklega yfir því að launa- menn skyldu ekki vera upplýstir um stöðu mála. Þetta var ekki nokkur framkoma og þeir viður- kenndu það.“ Fundurinn átti upphaflega að fara fram fyrr um morguninn, en þegar starfsmennirnir komu til fundarins voru stjórnarformaðurinn og lögfræðingur hans ekki mættir. Þegar náðist í þá gáfu þeir þá skýringu að fjöl- miðlar hefðu verið á svæðinu, og var því boðaður nýr fundur sem var lokaður fjölmiðlum. Þorsteinn tók það fram að hann vildi hvorki gagnrýna Landsvirkjun né Landsbankann. „Það verja allir sitt í svona stöðu.“ Hann sagði óánægjuna fyrst og fremst vera með stjórn- endur fyrirtækisins. Þótt starfsmenn Slipp- stöðvarinnar hafi nú látið af beinum aðgerðum munu þeir áfram fylgjast með athafnasvæðinu. Til greina kemur að grípa aftur til að- gerða eigi að flytja verðmæti af at- hafnasvæðinu. Ekki náðist í Hilmi Hilmisson, stjórnarformann Slippstöðvarinnar, í gær. grs@frettabladid.is Starfsmenn Slippstö›varinnar létu af beinum a›ger›um seinnipartinn í gær- kvöldi flar sem fleir sáu ekki fram á a› fá launin greidd eftir fund me› stjórn- arformanni fyrirtækisins. Rei›i og svekkelsi einkenndu fundinn. Svekktir starfsmenn hættir a›ger›um ERFIÐUR DAGUR Í SLIPPSTÖÐINNI Þráinn Karlsson leikari stendur vörð um athafnasvæði Slippstöðvarinnar á Akureyri í stalínískum stell- ingum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.