Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.10.2005, Qupperneq 2
2 2. október 2005 SUNNUDAGUR Löggjafarþing Íslendinga sett í 132. sinn í gær: Ólíkir fjölmi›ar gætu flroska› l‡›ræ›i› ALÞINGI Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, talaði meðal annars um lýðræði og þær breyt- ingar sem orðið hafa á fréttaflutn- ingi í ræðu sinni við setningu 132. löggjafarþings Íslendinga í gær. „Lýðræðið er í vaxandi mæli vettvangur fólks með ólíka reynslu, mismunandi upplýsingar, fréttir sem berast úr mörgum átt- um,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Hann benti á að áður fyrr hefðu allir fengið sömu fréttir, útvarpið hefði aðeins verið með eina rás og flokkakerfið hefði stjórnað frétt- um dagblaðanna. Nú réði fjöl- breytileikinn hins vegar ríkjum og fjölmargar stöðvar og ólíkir miðlar berðust um hylli fólksins. Forsetinn taldi að þessi þróun gæti orðið lýðræðinu til aukins þroska. Setning Alþingis hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem séra Valgeir Ástráðsson predikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt Karli Sigurbjörnsyni, bisk- upi Íslands. Að guðsþjónustu lok- inni gengu forsetinn, biskup, ráð- herrar, þingmenn og aðrir gestir yfir í Alþingishúsið þar sem for- setinn setti þingið. Að lokinni setningu og ræðu forseta tók Hall- dór Ásgrímsson starfsaldursfor- seti við fundarstjórn og stjórnaði kjöri nýs forseta Alþingis. -eö DANMÖRK Dagblaðið Berlingske Tidende gerði Baugsmálinu góð skil í lok síðustu viku. Blaðið ræðir um- fjöllun fjölmiðla um málið en einnig bendir það á tengsl Davíðs Odds- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, við framvinduna. „Gagnárás Baugs“ er fyrirsögn Berlingske Tidende á grein sem birtist í fyrradag þar sem segir að „ásakanir um fjárkúganir, morðhót- anir og samsæri fylli nú alla fjöl- miðla á Íslandi“. Þar er sagt frá at- burðarás síðustu daga og tengsl helstu málsaðila. Greinilegt er á greinarhöfundi að honum þykir málið nánast farsakennt þótt hann taki enga afstöðu með neinum sem aðild eiga að því. „Guðfaðir samsærisins“ – sem tengist ritstjóranum [Styrmi Gunn- arssyni], framkvæmdastjóranum [Kjartani Gunnarssyni] og lögfræð- ingi Sullenbergers [Jóni Steinari Gunnlaugssyni] er sagður hinn voldugi forsætisráðherra Íslands í tólf ár, Davíð Oddsson. Rifjað er upp að Davíð reyndi að setja lög sem bannað hefðu „yfirráð Baugs yfir fjölmiðlum“ en forseti Íslands „hvers börn vinna hjá Baugi“ neit- aði að staðfesta þau. Jafnframt er sagt frá því að eftir að hafa staðið fyrir einkavæðingu ríkisbankanna hafi Davíð kvartað yfir útlánagleði þeirra og farið með „hópi fjölmiðla- manna í KB banka til að taka út eig- in innistæðu“. -shg NÝKJÖRINN FORSETI ALÞINGIS Sólveig Pétursdóttir þakkaði þingmönnum það traust sem þeir sýndu henni. Sólveig Pétursdóttir forseti: Vonast eftir sátt og samf‡si ALÞINGI Sólveig Pétursdóttir var kjörin forseti Alþingis við setningu þess í gær. Hún þakkaði þingmönn- um það traust sem þeir sýndu henni með því að kjósa hana. „Ég á þá von heitasta á þessari stundu að góð samvinna og sáttfýsi ríki um stjórn þingsins jafnvel þótt tekist verði á um mál sem fyrir Al- þingi verða lögð á þeim vetri sem í hönd fer,“ sagði Sólveig er hún ávarpaði þingheim. Sólveig sagði það ásetning sinn að eiga gott samstarf við þingmenn úr öllum flokkum. -eö Ritsko›un Sökum lögbanns sem sýslu- maðurinn í Reykjavík setti á skrif Fréttablaðsins sem byggja á tölvupósti, sem með einum eða öðrum hætti hefur haft viðkomu hjá Jónínu Bene- diktsdóttur, eru lesendur beðn- ir að athuga að blaðið getur þar með ekki skrifað fréttir um að- draganda rannsóknar Baugs- málsins eins og það hefði kosið að gera. Sýslumaður hefur bannað Fréttablaðinu að endur- birta, í heild eða hluta, fyrri fréttir um sama mál. Þar sem fátt fréttnæmt var eftir óbirt í þeim gögnum sem hald var lagt á munu aðgerðir sýslumanns ekki skaða fréttaskrifin eins mikið og í fyrstu mætti ætla. -ritstj. Dreamweaver MX 2004 Dreamweaver er eitt vinsælasta vefsmíða- forrit á markaðnum í dag enda bæði fjölbreytt og afar einfalt í notkun. Á þessu námskeiði verður farið í helstu grunnatriði Dreamweaver og hvernig má nota það til að búa til vefsíður og halda þeim við. Einnig verður kennd notkun margmiðlunar- efnis og javascript til að krydda vefsíður ásamt faglegri uppsetningu skráa á vefsvæði. Í lok námskeiðsins búa nemendur til full- kláraðan vef og læra hvernig á að setja vefsíður inn á Netið. Sjá nánari lýsingu á heimasíðu skólans. Lengd námskeiðs 31 kennslustund. Kennt er mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl 17:30 - 21:00. Hefst 10. okt og lýkur 26.okt. Verð kr. 29.000,- (Kennslubók innifalin) V E F S M Í Ð I Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is SPURNING DAGSINS firáinn, var kalt hjá Slippstö›- inni? „Nei, það var hiti í mér og öðrum.“ Þráinn Karlsson leikari á Akureyri sýndi starfs- mönnum Slippstöðvarinnar stuðning í verki með því að mæta með rauðan fána og standa vaktina með þeim í gær. SETNING ALÞINGIS Gengið til þinghúss að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Skemmtistaður í Kópavogi: Lögregla vísa›i krökkum á dyr LÖGREGLA Fimm krökkum undir átján ára aldri var vísað út af skemmtistað í Kópavogi í fyrrinótt. Að sögn lögreglu var mikill fjöldi unglinga á staðnum en flestir náðu að koma sér burt á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Málinu er ekki lokið af hálfu lögreglu enda leyfi lög að eigandi staðarins verði áminntur, sektaður eða verði látinn sæta lokun staðarins. - gag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN S IG U R JÓ N SS O N Berlingske Tidende segir frá framvindu Baugsmálsins: Máli› sagt allt a› flví farsakennt BERLINGSKE TIDENDE Dagblaðið hefur áður fjallað um málaferlin gegn Baugi enda eru umsvif fyrirtækisins í Danmörku talsverð. ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR TF Sif sótti slasaðan bónda á Holtavörðuheiði í gær. Bitrufjörður á Ströndum: Bóndi slasast í göngum LÖGREGLUMÁL Bóndi slasaðist alvar- lega er hann hrapaði í klettum fyrir ofan bæinn Þórustaði í Bitrufirði á Ströndum er hann var að smala fé. Ekki náðist samband við lögreglu fyrr en þremur tímum eftir slysið þar sem það átti sér stað á svæði utan símasambands. Sjúkrabíll ók bóndanum að Holtavörðuheiði þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif, sótti manninn og flutti á Land- spítala – háskólasjúkrahús. Vakthafandi læknir segir líðan bóndans sæmilega. Hann hafi ekki hlotið alvarleg beinbrot en sé á gjör- gæslu. ■ KJARABARÁTTA Starfsmenn Slipp- stöðvarinnar á Akureyri ákváðu um sexleytið í gær að hætta að- gerðum eftir dramatískan fund með stjórnarformanni fyrirtæk- isins og lögfræðingi hans. „Við féllumst á að hætta að- gerðum á þeim forsendum að okkur þótti sýnt að við myndum ekki ná fram þessum launakröf- um okkar,“ segir Þorsteinn Har- aldsson, trúnaðarmaður starfs- mannanna. Starfsmennirnir höfðu átt von á því að fá laun sín greidd af fjármagni sem var að koma inn í fyrirtækið, en á fund- inum var þeim sagt að Lands- bankinn hefði átt veð í þessum peningum og hefði fryst launa- greiðslurnar. Ekkert hafði verið rætt við starfsmennina þegar kom á dag- inn að launin yrðu ekki greidd út. Í kjölfar þess gripu þeir til mótmælaaðgerða og komu í veg fyrir að flutningabíll frá Lands- virkjun kæmist af athafna- svæði Slippstöðvarinnar. „Við þurftum aðgerðir til að fá menn til að funda,“ segir Þor- steinn. Hann segir að þungt hafi verið í f u n d a r - mönnum, en hann giskar á að 70 til 80 starfsmenn hafi verið þar. „Menn voru reiðir og svekktir, sérstaklega yfir því að launa- menn skyldu ekki vera upplýstir um stöðu mála. Þetta var ekki nokkur framkoma og þeir viður- kenndu það.“ Fundurinn átti upphaflega að fara fram fyrr um morguninn, en þegar starfsmennirnir komu til fundarins voru stjórnarformaðurinn og lögfræðingur hans ekki mættir. Þegar náðist í þá gáfu þeir þá skýringu að fjöl- miðlar hefðu verið á svæðinu, og var því boðaður nýr fundur sem var lokaður fjölmiðlum. Þorsteinn tók það fram að hann vildi hvorki gagnrýna Landsvirkjun né Landsbankann. „Það verja allir sitt í svona stöðu.“ Hann sagði óánægjuna fyrst og fremst vera með stjórn- endur fyrirtækisins. Þótt starfsmenn Slipp- stöðvarinnar hafi nú látið af beinum aðgerðum munu þeir áfram fylgjast með athafnasvæðinu. Til greina kemur að grípa aftur til að- gerða eigi að flytja verðmæti af at- hafnasvæðinu. Ekki náðist í Hilmi Hilmisson, stjórnarformann Slippstöðvarinnar, í gær. grs@frettabladid.is Starfsmenn Slippstö›varinnar létu af beinum a›ger›um seinnipartinn í gær- kvöldi flar sem fleir sáu ekki fram á a› fá launin greidd eftir fund me› stjórn- arformanni fyrirtækisins. Rei›i og svekkelsi einkenndu fundinn. Svekktir starfsmenn hættir a›ger›um ERFIÐUR DAGUR Í SLIPPSTÖÐINNI Þráinn Karlsson leikari stendur vörð um athafnasvæði Slippstöðvarinnar á Akureyri í stalínískum stell- ingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.