Fréttablaðið - 02.10.2005, Side 64

Fréttablaðið - 02.10.2005, Side 64
Á föstudag var hálf öld liðin frá því að leikarinn James Dean dó í bílslysi. Ef miðað er við fjölda þeirra mynda sem hann lék í hefði hann átt að falla í gleymskunnar dá. Væri James Dean á lífi í dag væri hann kominn vel á áttræð- isaldurinn. Eflaust virtur leikari með fjölda verðlauna á bakinu ef miðað er við upphaf ferils hans. Dean fæddist í Marion í Indiana. Faðir hans var tann- smiður og flutti með fjölskyld- una til Los Angeles þegar stráksi var fimm ára. Þegar móðir hans lést fluttist Dean til Miðvesturríkjanna á ný þar sem hann ólst upp hjá frænda sínum og frænku. Hann snéri aftur til Kaliforn- íu til að stunda nám í Santa Monica-framhaldsskólanum og UCLA. Leikferill Deans, eins og svo margra, hófst í litlum sjón- varpshlutverkum og ekki leit út fyrir að honum tækist að fram- fleyta sér með þessari iðju. Föð- ur hans þótti ekki mikið til þess- arar vinnu koma og taldi hana ekki manni sæmandi. Dean var þó ákveðinn og hélt fast við sitt. Að ráði leiklistarkennarans, James Whitmore, fluttist hann til New York þar sem hann reyndi að koma sér á framfæri í leikhúsum. Það má kannski segja að James Dean hafi lagt grunninn að ferli sínum þegar hann komst í Actors Studio sem var talinn einn virtasti leiklistarskóli heims. Þar höfðu Julia Harris og Marlon Brando verið við nám. Eftir að hafa útskrifast fékkst hann við leik í sjónvarpi en var svo boðið hlutverk í leikritinu 32 2. október 2005 SUNNUDAGUR ROPE YOGA Bæjarhraun 22 / 220 Hafnarfjörður / 3. hæð Skráning er hafin í síma 555-3536 GSM 695-0089 ropeyoga@internet.is • www.ropeyoga.net stöðin Bæjarhrauni 22 NÝ BYRJENDANÁMSKEIÐ folk@frettabladid.is> fj ör ið .. . Leikarinn sem varð átrúnaðargoð UPPREISN ÁN MÁLSTAÐAR James Dean ásamt meðleikurum sínum Sal Mineo og Natalie Wood í Rebel without a cause. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F RÉ TT AB LA Ð IÐ / G ET TY I M AG ES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.