Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1. febrúar 1976. TÍMINN 5 Líf á frægðartindi Hún dansar fyrir konunga og forseta. Hún spjallaði við Fidel Castro og er vinkona Liz Taylor. Hún tók þátt i að steypa stjórn i Panama og var handtekin i San Francisco. Hún hefur áhyggjur af manninum sinum, en ferðast með sviðsfélaga sinum. Hún dansar um heiminn og heimurinn dansar um hana. Enska dansmærin Margot Fonteyn er óumdeilanleg. Hún getur leyft sér allt. Nú hefur hún skrifað 272,ja siðna bók með 122 myndum. Sögu lifs sins með formála, eftirmála ogefnisyfirliti. Það mættiálita að þetta væru lokaorðin, og að eftir 56 ar, þar af 40 starfsár, ætlaði hún að draga sig i hlé. En fólk i samkvæmisheiminum og dans- heiminum varð ekkert hissa, þegar hún visaði öllum slikum á- formum á bug fyrir skömmu. Tvær ástæður fyrir þvi að halda áfram eru nefndar i bókinni. Onnur er einkennandi fyrir dans- meyna. Vinstri fóturhennar, sem oft hefur bólgnað á aftur að vera orðinn góður. Hin einkennir „Dame Margot” eins og titill hennar, sem hún hlaut af ensku drottningunni hljóðar: — Sem betur fer er ég ekki hrædd við nýja motdansara eða nýjar að- stæður. Margot („Peggy”) Hookham vissi strax sem litil stúlka hvað það þýddi að geta lagað sig að umhverfinu. Henni kom vel saman við eldri bróður sinn, Felix, af þvi að hún dró yfirburði karlmannsins aldrei i efa”. Og þegar foreldrar hennar fluttust 1927 úr sveitaþorpinu Reigate hjá London til Shanghai, olli þessi flutningur henni engum ótta. — Kina, sagði niu ára hnátan stutt og laggott, — virðist vera likara Englandi heldur en Ameriku. Danskennslan létti henni lika breytinguna. Hún hafði byrjað að dansa i Englandi og i Sanghai hélt hún áfram að æfa sig og var ákaft hvött af móðurinni. Rúss- neskir flóttamenn voru ætið kennarar hennar. Fyrsti árang- urinn kom brátt i ljós. — Ungfrú Peggy Hookkham var stjarna sýningarinnar, skrifaði blað i Tientsin um hina ellefu ára gömlu stúlku. Skömmu eftir að hún var komin á ný til Englands hélt þjálfunin áfram. 1935 var hin efnilega og áhugasama stúlka tekin inn i hinn fræga Sadler’s Wells Ballet i London. Hún á Nine de Valois, leiðtoga þessa hóps að þakka tæknilega kunnáttu sina og listamanna- nafnið Fonteyn. Dansmeistarinn Frederick Ashton samdi fyrir hana hlutverk og verkefni. Og andinn i flokknum, sem seinna var nefndur „Royai Ballett” hjálpaði henni oft til að komast yfir erfiðleika bæði persónulega og i starfi. Fyrsta „ótrúl. áfallinu” varð Margot Fonteyn fyrir, þegar hún snéri sig i London á sýningu á „Don Juan” og varð að haltra út af sviðinu. Hún flýði til vina sinna 1955 giftist Margot Fonteyn panamiska diplómatinum Ro- berto Arias. Arias hefur verið bundinn við hjólastól siðan 1964. i Paris og faldi sig þar dögum saman. Aðeins „félagsandi” hóps hennar gat komið henni til að byrja að vinna aftur. 1 annað skipti veiktist hún alvarlega af barnaveiki. 1 fimm mánuði gat hún ekki komið fram. Hún hafði enga tilfinningu i fótunum. Þegar hún loksins snéri til sviðsins á ný, var það i „Apparitions” uppá- haldsballettinum hennar, sem dansmeistarinn Ashton hafði samið fyrir hana.Og þá helltust yfir hana „ólýsanleg fagnaðar- læti”. Blómunum rigndi yfir hana. Dansmærin hafði ekki gleymzt. Vinur hennar frá unglingsárunum, Roberto Arias, hafði heldur ekki gleymt henni. Þau giftust 1955. „Tito” eins og hún kallaði hann, var þá sendi- herra Panama i London. 1958 yfirgaf hann sendiherrastöðuna og gekk i frumskóginn. Hann ætlaði að steypa rikisstjórninni i Panama. Uppreisninni var stjórnað frá snekkju þar sem Fonteyn var um borð og tveimur krabbaveiðibátum og hún mis- heppnaðist. Sexárum seinna var Arias skotinn niður af vonsvikn- um stuðningsmanni. Eftir árásina er hann bundinn við hjólastól, en 1967 tókst honum að komast á þing. Hinn lamaði maður hefur litið sem ekkert getað ferðazt með konu sinni. Hann hefur komizt þannig að orði um sambandið við hina frægu konu sina.— Aðskilnaður okkar er aðeins i landfræðilegum skilningi. Slúðursögurnar eru á öðru máli. Þvi að frá 1962 dansar Margot Fonteyn á öllum stórum sviðum oftast með hinum nitján ára yngra Rudolf Nurejew. Nure- jew varð eftir i Paris 1961, þegar Kirow ballettinn frá Leningrad var þar á ferð. Við að koma fram sameiginlega með Nurejew, sem vinnur eins og vél, hófst „seinni” ferill dansmærinnar, sem var þá 43 ára gömul. Lifatakið fyrir dansstjörnunum tveimur tók oft lengri tima en verkið sjálft. Þrátt fyrir náið samband i starfi mótmælir Fonteyn öllum sögusögnum um ástasamband hennar og Russans. (Þýtt og endursagt M.M.) Siðan 1962 dansar Margot Fon- teyn ineð Rússanum Rudolf Nyrejev. Þegar hún fór að koma fram með þessari sérvitru stjörnu, hófst „seinni” ferill licnnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.