Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 1. febrúar 1976. Menn og málefni Horft yfir sviðið við leiðarlok siðan. Á það við um atvinnuþætti ýmsa, félagsmálalöggjöf o.fl. Atvinnuvegir landsmanna stóðu á þessum kreppuárum hall- ari fæti en menn eiga nú gott með að skilja. Ofan á verðfall og sölu- tregðu áafurðunum, bættist alger ringulreið i afurðasölumálum, sem varð til þess að hver tróð skóinn ofan af öðrum. Varð að færa öll afurðasölumál lands- manna á félagslegan grundvöll, sem siðan hefur haldizt. Þáttur i þvi var afurðasölulöggjöf land- búnaðarins. Féll i hlut Hermanns að hafa forgöngu um þá lagasetn- ingu og framkvæmd hennar, við slikan heiftarágreining, að með ólikindum mátti telja. Hélt Her- mann á þvi máli öllu, þannig að beztu kostir hans komu i ljós og fengu notið sin, baráttuharkan, þegar þess þurfti, og lagnin við að ljúka strið farsællega, þannig að til frambúðar yrði öllum að gagni. Þegar afurðasölulögin komu til framkvæmda, tók að birta i sveitunum.” Hreinar tekjur 800 krónur að meðaltali Arnór Sigurjónsson gefur li'ka hugmynd um það i grein i Þjóð- viljanum, við hvað var að etja og hvaða ávöxt barátta hinnar fyrstu rikisstjórnar, sem Her- mann Jónasson veitti forstöðu, bar i landinu: ,,Til þess að meta störf og afrek þessarar st jórnar, verður fyrst að gera sér grein fyrir, við hvað þjóðin bjó, er stjórnin hóf starf sitt. Þá hafði gengið vfir i rúm- lega þrjú ár, frá árslokum 1930, mjög djúps*æð efnahagskreppa að þvi leyti gjörtækari en kreppan , . ... , „ . , , nú, að hún náði til allra þegna kreppan með solutregðu, gjald-' þjóMétógsias. Hún var lika að þvi eyrisskort og hormulegt atvinnu- feytp/tilíinnanlegri, að henni levs,. en a hmn bóeinn svo i11v.il S f , dj mjög mikið atvinnuleysi og Saga hans var ævintýri líkust Á fimmtudaginn fór fram útför eins mikilhæfasta og einbeittasta stjórnmálaforingja Islendinga á þessari öld. Hermann Jónasson var kvaddur hinztu kveðju. Samt mun hann halda áfram að vera meðal okkar i verkum sinum, er lengi mun sjá stað. Saea Hermanns var i rauninni ævintýri. Eigi að siður röktust þræðirnir að réttum forsendum. Að erfðum hafði hann hlotið óvenjulegt atgervi, mikla mann- kosti o^andlegtoglikamlegt þrek langt umfrám flesta menn aðra. Það var hans vöggugjöf. A upp- vaxtarárum hans var ræktun lands og lýðs fegursta og áhrifa- mesta boðorðið i sveitum lands- ins, og þvi boðorði játaðist hann af alhug. Hann lagði mikla og óhvikula rækt við það atgervi, sem honum var veitt, og ræktun jarðarinnarog þroski alls, sem til vaxtar á að vera borið, var hon- um hugðarefni ævilangt, þótt hann gengi sjálfur langskólaveg oghlutskipti hansyrði að vaka yf- ir hag stærra bús en flestir aðrir hafa i umsjá sinni — sjálfs þjóðarbúsins. Inn á vettvang stjórnmálanna steig hann, þegar kynslóðaskipti voru að verða i forystuliði á þeim vettvangi. Yngstur allra ís- lendinga til þessa dags varð hann forsætisráðherra, og við hlið hans i rikisstjórn voru einnig yngri menn en áður hafði þekkzt — Ey- steinn Jónsson, sem varð yngstur manna ráðherra á tslandi, og Haraldur Guðmundsson. Verk- efnin, sem biðu þessara ungu manna, voru torveldari viðfangs en nokkur önnur rfkisstjórn hér- lend hefur átt við að glima. Höfuðóvinurinn var sjálf heims- leysi, en á hinn bóginn svo illvig_i og ófyrirleitin stjórnarandstgtó, að i annála verður færf^þégar saga þessa árabils verður könnuð og skráð. Ekkert afbrigði rógs og niðs var látið ónotað gegn þeirri rikisstjórn, sem tók við völdum árið 1934 — engin vopn svo eitruð, aðþeim væri ekki beitt. En hin.um ungu ráðherrum brást hvorki glöggskyggni, þrek né þraut- seigja. Þeir voru skjótir til úr- ræða, og úrræði þeirra reyndust svo haldgóð, að þau verða ekki annað köliuð en bjargráð að- krepptri þjóð. Kreppuárin urðu eldskirn Her- manns Jónassonar, og sú þrek- raun hóf i vitund landsmanna hann i tölu allra mikilhjefustu for- ystumanna i islenzkum stjórn- málijin^ Aðkoman 1934 Eins og að likum lætur urðu margir til þess að minnast Her- mannsog starfa hans, þegar útför hans fór fram. Eysteinn Jónsson, nánasti samstarfsmaður hans um áratugi og arftaki hans, er hann lét af formennsku i Framsóknar- flokknum, minnist þessara löngu liðnu ára i Timanum á fimmtu- daginn: ,,Það voru engir friðarstólar, sem sezt var á i stjórnarráðinu 1934. Kreppan mikla i algleym- ingi. Meirihluti stjórnarinnar á Alþingi svo naumur að i engu mátti skeika með samheldnf liðs- ins. Stjórnmálaátökin á þingi og utan þess afar hörð, og raunar samfelld kosningabarátta allt kjörtimabilið, þ.e.a.s. fram að 1937. Hermann nautsin vel við þessi skilyrði. Hann var traustur i stór- ræðunum, öruggur baráttumaður og að minum dómi mátulega gæt- inn. Flanaði ekki að neinu, en fylgdi þvi afar fast fram sem gera þurfti, þegar leið hafði verið fundin. Einginn vegur er að rekja hér það sem gerðist á þessum árum, kreppuárunum fyrir striðið, en ég held aö segja megi, að það tókst að snúa neyðarvörn i sókn og var lagður grundvöllur að mörgu þvi, sem bezt hefur dugað þjóðinni lifðu margir á bónnjörgum um at- vinnubætur, eins og klakahögg á götum höfuðborgarinnar. Fjöldi manna var að verða litt vinnufær, vegna langvarandi atvinnuleysis. Til vitnis um það, hversu litlar lekjur manna voru til lffsfram- færis.eru athuganir er Skipulags- nefnd atvinnumála gerði um þau efni 1937, eftir skattskýrslum undanfarinna ára. Þá voru meðal aettótekjur á hvern ibúa i landinu árin 1931-1934, 801 kr. á ári (ofur- litið mismunandi þó, eftir ár- ferði), en hver króna var þá að visu nærri 400sinnum meira virði en I árslok 1974.” Siðar segir um þá baráttu, sem þessi rikisstjórn varð að heyja: „Þess má þó geta, að ádeilum andstæðinga á stefnu hennar og störf var mest beint að forsætis- ráðherranum, þó að hann virtist gera minnst til að helga sér stefnu hennar og afrek. En árangur stefnunnar og afrek stjórnarinnar voru einkum fólgin i aukinni vinnu þjóðarinnar i arðbærri framleiöslu, enda skildi þessi stjóm það betur en allar aðrar stjórnir okkar á siðari árum, að tekjur þjóðarinnar eru fólgnar i vinnuafköstum hennar og þvi, hve hagkvæmlega þeirri vinnu er beitt og skipt. Á þessum árum,' 1934-1937, batnaði hagur þjóðar- innar verulega og náði sá bati betur til fólks, en áður i sögu þjóðarinnar, en hann var hins- vegar hægur, eins og þá var um öll nálæg lönd.” Karlmannlegt svar andspænis ógnun Ölafur Jóhannesson, núverandi formaður Framsóknarflokksins, vikur að hinni heillarikustu og karlmannlegu afstöðu Hermanns, er hann visaði á bug tilmæli nasistastjórnarinnar þýzku um flugvallargerö og lendingarleyfi hér á landi: ,,Fyrr eða siðar fennir i flestra spor. Ég hygg þó, að lengi muni sjást ýms þau spor, sem Her- Hermann Jónasson mann Jónasson markaði i samtið sinni og sögu þjóðarinnar. Ég ætla mér ekki i þessum fáu kveðjuorðum að telja öll þau störf, sem marka djúp spor i stjórnmálasögu hans né leggja á þau mat. Það verður hlutverk sagnfræðinga. En ef til vill verður þess lengst minnzt, að hann visaði á bug tilmælum Þjóðverja um að fá að byggja flugvöll hér á landi árið 1939, eða rétt fyrir siðari heimsstyrjöldina. Með þeirri ákvörðun var stigið spor, sem skipti sköpum fyrir framtið þjóðarinnar, og e.t.v. fyrir örlög annarra lýðræðisþjóða.” Lúðvik Jósepsson vikur einnig að þessu i Þjóðviljanum: ..Afstaða Hermanns til beiðni þýzku nasistastjórnarinnar um flugréttaraðstöðu hér á landi, nokkru fyr-k^iipp.þpf siðustu heimsstyr jaldar, mun ekki gleymast. Þá, eins og alltaf, þurfti persónulega staðfestu Dg einurð, til að neita beiðni hins er- lenda ofurvaldssem þrýsti á, með . hótunum eða bliðmælum. Þá voru hérá landi, eins og núTýmsir þeir sem vildu láta undan erlendum hótunum.” \-f, Arnór Sigurjónsson segir nokk- uð ger frá þessum sögulega at- burði, og fer þar eftir frásögn Gunnars M. Magnúss i riti hans, Virkinu i norðri: „Þann 20. marz kom hingað sendinefnd frá Luft-Hansa. Rich- ard Walter hét formaður nefndar- innar. Hann hafði verið formaður gamla flugfélagsins hér árið 1928, en fékkst nú við kaupsýslu i Berlin. Nefnd þessi var i reynd opinber aðili Stór-Þýzkalands. Nefndin óskaði eftir samtali við forsætisraðherra og barþar fram óskir fyrir félagið um réttindi til flughafna hér á landi og leyfi til að leggja flugvelli, þvi að i ráði væri að hefja flugferðir til Ame- riku með viðkomu á Islandi. Nefndin lagði fram ýtarlega greinargerð fyrir þessu og voru nefndarmenn ákafir að sannfæra ráðherrann um ágæti þeirrar samvinnu, er samningi um slikt mundi fylgja. ,,Og er alls ekki verið að fara fram á neitt frá hernaðarlegu sjónarmiði”; sagði einn nefndarmannanna. ,,ís- lendingar tortryggja ekki Þýzku þjóðina á þessu sviði”, svaraði ráðherrann, ,,en rikisstjórnin hefur ákveðið að veita engum sérréttindi til flugs á Islandi að svo komnu máli.” Þá benti einn sendimanna ráðherra á, að með farþegaliugi yfir Islandi nyti is- lenzka þjóðin sérstakra hlunn- inda og þá gæti tsland orðið mið- stöð og tengiliður milli hins gamla og nýja heims, sem hefði stórkostlegt viðskiptalegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina, er vinaþjóð hennar, Þjóðverjar mundu láta hana njóta. ,,Ég hef þegar sagt ykkur nefndarmönn- um það”, svaraði ráðherrann, ,,að slikt leyfi verður ekki veitt. Við tslendingar ætlum sjálfir að taka flugmálin i okkar hendur.” Þjóðverjar héldu enn fram máli sinu, þar til þeir voru vissir um að það væri árangurslaust, höfðu siðan ráðstefnur með' sendiráði sinu og öðrum samlöndum, ósk- uðu eftir nýju viðtali við forsætis- ráðherrann, sem aö visu var veitt, höfðu þá i hótunum, en fengu engu um þokað. „Nefndar- menn urðu öskugráir yfir mála- lokum, er þeir gengu af fundi ráð- herra.” Mörgum og skýrum myndum er brugðið upp af Hermanni Jónassyni i sumum minningar- greinanna. Guðmundur P. Val- geirsson i Bæ i Trékyllisvik segir svo af þvi, er hann kom i fyrsta skipti á framboðsfund i Árnes- hreppi vorið 1934: „Framboðsfundirnir hófust i Árnesi. Kvöldið áður en þeir hóf- ust, komu allir frambjóðendurnir hingað i Vikina og gistu hér, sinn á hverjum bæ. — Þeir Tryggvi og Kristján komu með varðskipi, en Hermann hafði komið landveg á hestum hingað norður. Sváfu þeir svo af um nóttina, en árla- morguns veittu þeir, sem fyrstir voruá fótum, þvi eftirtekt, að maður stóð á efsta tindi Árnes- fjalls, sem'gtlæfir yfir byggðina i víkinni. Vissu menn i fyrstu ekki hvers kyns var. En brátt kom i ljós, að þarna var Hermann Jónasson á ferð. Hafði hann risið úr rekkju siðla nætur og lagt á brattann.og létekki staðar numið fyrr en á efsta tindi fjallsins, sem þó er ekki auðveldur uppgöngu. Þarna, i skini upprennandi morgunsólar, stóð hann á tindin- um, og horfði yfir hið stórbrotna landslag byggðarinnar. Af tindin- um blasti við sjónum hans þvi nær öll sveitin, með sina tilkomu- miklu fjallatinda, dali, firði, vik- ur og voga. Á sömu stundu hafði hann gert sér ljósa grein fyrir byggðinni, kostum hennar, mögu- leikum og göllum. Að þessari morgungöngu lokinni kom Her- mann heim hress og endurnærð- ur, löngu áður en keppinautar hans risu úr rekkju.— Á tilsettum tima mætti hann til leiks, sem a 11- ur varð honum i vil.” Ástsæld og umhyggja Ástsæld Hermanns nyrðra má ráða af smásögu, sem Guðmund- ur segir einnig: ,,,,Þetta geymi ég og les stund- um. Mér finnst meira af þvi mega læra en mörgu öðru, sem lesið ér”, sagði gömul nágrannakona min eitt sinn við mig um leið og hún dró undan koddanum sinum gamalt Timablað með áramóta- grein eftir Hermann Jónasson.” Annað dæmi sýnir, hvernig Hermann brást við, þegar örðug- leikar steðjuöu að á Ströndum. Þar varpar lika ljósi á skapgerð hans: " ,,0ft hefur veðráttan verið okk- ur Árneshreppsbúum erfið og harðhent, svo að til vandræða hefur horft. Veturinn 1949varein- hver sá harðasti, sem núlifandi menn muna. Hitt tók þó út yfir, hvað vorið var vont. Segja mátti, að vetrarveðrátta rikti fram i endaðan júni og skepnur á gjöf. Hey voru gengin til þurrðar hjá nær öllum og vá fyrir dyrum. Þá voru heyflutningar milli lands- hluta ekki orðnir eins algengir og siðar hefur orðið með nýrri hey- binditækni og flutningaleiðum, svo úr vöndu var að ráða. Her- manni Jónassyni var þá sagt frá vandræðum okkarog hann beðinn aðstoðar. Verður lengi i minnum haft, hvernig hann brást við þeim vanda. Ekki voru nema fáir dag- arliðnir, þegar sérstakt skip kemur hingað fermtaf ilmandi og grænni töðu i sekkjum. Þessum dýrmæta feng var úthlutað. Skepnum okkar var borgið. Þeg- ar farið var að leita eftir hjá Her- manni, hvað heyið kostaði, kom svarið: „Þetta hey átti ég sjálfur og þurfti ekki að leggja út fyrir það. — Það kostar ekki neitt”. Og siðan bætti hann við: „Björn, afi minn, miðlaði oft heyjum, en seldi aldrei”. Þetta var dæmigert fyrir drenglund hans og úrræði.” Brugðið á leik Eysteinn Jónsson dregur upp mynd af þvi, hvernig Hermann gat varpað af sér öllum áhyggj- um, mitt i önn og striði: „Það var gott að vinna með Hermanni og gott að eiga hann að baráttufélaga. Hermann var lfka skemmtilegur maður. Hann átti mörg áhugamál og allra manna var hann vaskastur. Liklega er Hermann eini forsætisráðherr- ann, sem létt hefur sér upp á milli lotanna i stjórnar.ráðinu með þvi að stökkva jafnfætis upp á fundarborðið, og fyrir kom að hann gaf gestum kost á þvi að taka þátt i þessu, að ég nú ekki tali um okkur félögum sinum. Var þá keppikeflið að komast sem lengst inn á borðplötuna.” AAannúð og drengskapur Þessi mannlýsing er i grein eft- ir Karl Kristjánsson, sem var skólabróðir hans og vinur frá æskuárum og þekkti hann þvi manna bezt: „Það var eðli Hermanns, að honum óx megin þvi meira sem með þurfti. Kjark held ég hann hafi aldrei brostið, en hann var of greindur til þess að velja ekki heldur færar leiðir en ófærar. Hann var alltaf alþýðusinni, þótt hann hefði valdsmanns ásýnd og yfirbragð, sem skapar- innhafði gefið honum i vöggugjöf. Hann var ljúfur i umgengni við litilmagna og tók svari þeirra, þegar með þurfti. Hermann hafði i uppvexti og á skólaárum kynnzt sjálfur kröpp- um kjörum nógu mikið til þess að skilja liðan hinna snauðu.” Um drenglund hans ber Stefán Jónsson vitni i Þjóðviljanum með svofelldum orðum: „Éghygg að honum verði ekki betur lýst með öðrum hætti en Sigurður Nordal gerir grein fyrir hámark drengskapar i bók sinni um islenzka menningu: „Þegar maður hefur gengið úr skugga um, hvað máttur hans getur staðizt, verður næst fyrir að spyrja hvað mættinum sé fuil- kosta. Þeirri karlmennsku, sem bilar ekki fyrir neinu ofurefli, er samboðnast að þvrma þeim sem eru minnimáttar. Drengskapur ber blóma sinn, þegar óbifanleg hreysti sveigist til mannúðar, frjálsirog fullvalda einstaklingar til skilnings á þvi, hvað nauðsyn- legt sé til heilbrigðrar og frið- samlegrar sambúðar i mannlegu félagi.”” Hjá Ingólfi Jónssyni fékk hann þessi eftirmæli i Morgunhlaðinu : „Um störf Hermanns Jónas- sonar var oft deilt meðan hahn var i fylkingarbrjósti. En stjórn- málaferill hans er tvimælalaust glæsilegur og giftudrjúgur.” - O — Þetta er sýnishorn af kveðju- orðunum, sem skrifuð hafa verið, bæði af vinum Hermanns , sam- herjum og andstæðingum i stjórnmálum. Þau eru enn ein staðfesting þess, hversu mikillar gerðar hann var. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.