Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 22

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Sunnudagur 1. febrúar 1976. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — _ O • , Þegar frændur vorir Norðmenn losuðu sig undan ægivaldi Ib- sens annars vegar og þjóðlegra Börfarsa hinsvegar, en beittu þess i stað Húmor með stórum staf, reyndist afrakstur- inn vel söluhæfur, þrátt fyrir klám- leysi. HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson Nú liður lika senn að þvi að islenzkt kvik- myndahús geti notað einn af auglýsinga- frösum sinum: ,,hef- ur farið sigurför um heiminn og verið sýnd við metað- sókn”, án þess að tefla með þvi sam- vizkunni á tæpasta vað. FARALDUR — ÆÐI!! NORSKA LEIKBRUÐUKVIKMYNDIN UM FLAKLYPA SLÆR ÖLL AÐSÓKNARMET tbúar Fláklypa hafa að sjálfsögðu sjónvarp sér til afþreyingar, likt og við hin. Þarna sitja þeir Reodor Felgen, Solan Gundersen og Lúðvik fyrir framan imbakassann og una sér hið bezta. Auglýsingar kvik- myndahúsa i dagblöðum hafa oft vakið athygli manna fyrir tilhæfu- lausar fullyrðingar um ágæti kvikmynda þeirra, sem þau hafa til sýninga. Hafa þau, sem þekkt er, komið sér upp allvoldugu safni frasa, svo sem „æsispennandi og sérstæð”, spreng- hlægileg og hæðin”, Hrollvekja af beztu gerð” og svo framvegis, sem þau stimpla kvik- myndir með, eftir þvi sem þeim virðist væn- legast til aðdráttar hverju sinni. Einn þeirra frasa, sem á okkur saklausum borgurum dynja, er „hefurfarið sigurför um heiminn og verið sýnd við metaðsókn hvarvetna", eða eitthvað i þá áttina. Þessi frasi er mun minna notaður en flestir aðrir, enda til- tölulega fáar myndir, ^em óhætt er að stimpla með honum, en þó má gera ráð fyrir að gagnvart honum, likt og bræðrum hans, gildi hið fornkveðna, að enginn amist við þvi, sem hann tekur ekki mark á. Þvi leyfist kvik- myndahúsum að ofnota hann sem aðra, enda er jafnerfitt að ákvarða hvað er metaðsókn og sigurför, eins og að úrskurða fyrir aðra hvað er „spennandi eða sprenghlægilegt.” Stöku sinnum kemur þó íyrir að auglýsingafrasar kvikmynda- húsanna hitta i mark og viðkom- andi kvikmynd stendur undir fullyrðingunum. Þar sannast annað fornkveðið, sem sé að oft ratast kjöftugum satt á munn. Ein slik mynd er á leiðinni hingað, mynd, sem hefur i raun slegið aðsóknarmet, þótt hún hafi ekki verið sýnd utan Skandinaviu enn. Kvikmyndin er norsk að gerð og verður sýnd hér i Stjörnubiói einhverntima á næstu mánuðum, þannig að búast má við „sigur- för” og „metaslætti” i auglýsing- um biósins, og það meira að segja að raunsönnu. Þetta má þó ekki skilja á þann veg, að auglýsingatækni Stjörnubiós sé á nokkurn veg verri eða óheiðarlegri en annarra kvikmyndahúsa, hin eru jafn slæm. Æði — Faraldur „Æði”, segja áhorfendur, og ganga beint að miðasölunni aftur. „Faraldur”, segja blöðin og benda á, að eftir sjö vikna sýningartima i Noregi var fjórði hver Norðmaður búinn að sjá myndina. Nú eru liðnar meira en fjórtán vikur, og þvi ætti allt að helming- ur þjóðarinnar að hafa borið myndina augum. „Nammi-namm”, má búast við að framleiðendur myndar- innar segi, þegar þeir synda i ágóðanum, sem litur út fyrir að vera þó nokkur nú þegar. Það eitt, út af fyrir sig, er nokkuð merkilegt, myndin skilar ágóða, er skandinavisk, en klám- laus. Skandinavar hafa sumsé fleira að selja en kynlif. Og aldrei þessu vant hafa „pressuagentar” kvikmynda- framleiðandans eitthvað til sins máls. Myndin gengur i raun og veru likt og faraldur yfir Skandinaviu. Eftir um einn og hálfan mánuð i sýningu i Noregi, hafði hún tekið inn yfir eina milljón áhorfenda og voru þó engin merki sjáanleg um að aðsóknin minnkaði. Fyrir ekki alllöngu var myndin tekin til sýninga i Sviþjóð og sýnir þar öll merki þess að gera betur en i heimalandi sinu. Miðað við svipaða aðsókn hér og hjá frændum okkar, koma um 70.000 Islendingar til með að sjá myndina, jafnvel meir. Brúðuleikhús Kvikmyndarkorn þetta, sem valdiðhefur öllu þessu fjaðrafoki, er, sem fyrr segir, ekki klám- mynd. Hún er ekki heldur drama- tisk þjóðfélagsádeila með for- réttinda- og bakréttindaivafi. Hún er gamanmynd og meir en það, þvi hún er leikbrúðumynd. Loksins hafa Norðmenn yfir- gefið Ibsen og meira að segja ýtt Bör út i myrkrið. Þeir bjóða ekki upp á þjóðlega dramatik eða sveitahúmor, heldur Húmor með stórum staf. Þar með selst lika varan og selst vel. Gæti þar hugsanlega falizt lexia fyrir islenzka kvikmynda- gerðarmenn, eins konar boðun af fundi Lénharðs? Brúðuleikhúsmynd þessi er framleidd af Ivo Caprino, eftir sögu þeirra Kjell Aukrust og Kjell Syversen. Aukrust hafði einnig umsjón með gerð brúðanna. Kvikmyndin fjallar um lif og leiki i brúðubænum Flaklypa og sérstaklega um kappakstur einn allmikinn, Fláklypas Grand Prix, sem myndin ber nafn sitt af. íbúum bæjarins er margt til dundurs og dægrastyttinga, svo sem öðrum (mannlegum?) ver- um og ber aðsóknin að sýningum , myndarinnar bezt vitni um erindi athafna þeirra til okkar. Sérstaklega hefur kvikmyndin vakið athygli fyrir skemmtilegar og eðlilegar brúður, auk annarra tækja og útbúnaðar, svo sem bils eins allmikils, sem er með ein- dæmum vel gerður. Persónur myndarinnar bera að sjálfsögðu allar nöfn og má þar til telja Sögumanninn, Reodor, Felgen, Solan, Ludvig, Rudolf Blodstrupmoen, Ben Redic Fy Fazan og fleiri. Einkennandi upphaf. Að lokum má svo gjarna geta þess, að upphaf samstarfsþeirra Aukrust og Syversen, sem eru höfundar sögunnar af Flaklypa, þykir nokkuð einkennandi fyrir þann feril sem fylgt hefur. Þegar þeir voru, upp úr 1950 kallaðir til herþjónustu, var þeim gert að vinna saman i áróðurs- deild hersins og áttu að koma lagi á mikið safn af prentplötum úr sinki. Hirzlan, sem þeir áttu að Framhald á bls. 31 Lúðvlk gætir ekki að sér, þegar hann rekur augun I Sláandi fréttir I fréttabiaði Fláklypa. Greinilegt er á þessari mynd, hversu vel gerðar brúðurnar eru. Nú getur að líta Nýja bió: Öskubuskuorlof Ekki þykir mér þessi standa 'undir gamanmyndarnafninu, þvi dramatikin er I fyrirrúmi og setur mark sitt á hvert andartak. Myndin er nokkuð góð sem mannlifsskileri, og fær þó nokkur meðmæli. Það skortir einna helzt ákveðni i boðskapsflutningi hennar, sem greinilega á að vera mikill, en verður nokkuð þóf- kenndur. -HV. Háskólabíó: Guðfaðirinn II. Góð mynd og mun raunverulegri en fyrri kapituli guðfeðrunar- innar. Pacino, De Niro og Duvall eru allir góðir i hlutverkum sinum, og margir aðrir skila sinu einnig vel. Laugarásbió: Ókindin Nokkuð spennandi og ágætis afþreying, einkum þó fyrir þá sem ununhafa af blóði og likamsmeiðingum. Tæknilega frábær.Þóber að deila nokkuð á tilgangslausar og söguskemmandi breytingar frá þræði bókarinnar. Austurbæjarbió: Særingamaðurinn Auglýsing Austurbæjarbiós tekur til að aldrei hafi nein mynd valdið jafnmiklu umtali, deilum og blaðaskrifum hér fyrir frum- sýningu, en Særingamaðurinn gerði. Það má vel vera, en hitt er jafn rétt að frumsýning myndarinnar leiddi lika i ljós að myndin er tilgangslaus.og tilhæfulaus viðbjóður og ekki þess virði að ræða nánar um hana eftir frumsýningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.