Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 6
6 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR Ný námskeið að hefjast. STÓRIÐJA Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fagnar viljayfirlýsingu Alcoa um að hefja ítarlega könnun á hag- kvæmni þess að reisa álver á Bakka. Hún segir að verði álverið reist sé það gríðarlegt tækifæri fyrir Norðlendinga þó að efnahags- leg áhrif verði mest á Húsavík. Valgerður segir að reiknað sé með að mörg afleidd störf verði á Akureyri. „Auðvitað þarf að bæta samgöngur á milli þessara staða þannig að þetta mun hafa gríðar- lega þýðingu fyrir búsetuskilyrði og lífskjör á Norðurlandi,“ segir hún. Göng undir Vaðlaheiði eru til athugunar enda styttist þá leiðin milli Húsavíkur og Eyjafjarðar um 16 kílómetra. Einnig kemur til greina að stytta leiðina enn frekar, til dæmis með veg og brú yfir Skjálfandafljót. Hún vill þó ekki tjá sig neitt meira um það. „Þetta er svo sem ekkert nýtt. Það hefur verið talað um göng undir Vaðlaheiði alllengi og má reikna með að það verði allavega að hluta til í einkaframkvæmd,“ segir hún. Valgerður telur mikilvægt að raða framkvæmdum þannig að „áhrifin verði jákvæð en ekki nei- kvæð. Þar hafa stjórnvöld mikla ábyrgð þar sem þau fara náttúru- lega með efnahagsmál í landinu. Þess vegna væri best að raða verk- efnunum upp þannig að ekki verði alltof mikið í gangi í einu.“ - ghs VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdótt- ir, segir að áhrif af álveri á Bakka nái til Eyjafjarðar og því þurfi að bæta samgöngur milli þessara staða. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra fagnar ítarlegri hagkvæmniskönnun á Bakka: Bæta þarf samgöngurnar STÓRIÐJA Reinhard Reynisson, bæj- arstjóri á Húsavík, segist fagna niðurstöðu Alcoa en leggur áherslu á að álver við Húsavík sé enn ekki í höfn. Hann segir ákvörðun Alcoa ekki koma á óvart og telur að nálægð við orkuauðlindirnar í Þingeyjarsýslum, jákvæð afstaða heimamanna og hagkvæmur orku- flutningur að væntanlegu álveri hafi ráðið úrslitum í hugum stjórn- enda Alcoa. „Þetta er mikilvægur áfangi á langri leið fyrir Húsvíkinga og Norðlendinga í heild því verði álverið að veruleika mun áhrifa framkvæmdanna ekki einungis gæta á Húsavík. Samgöngur á svæðinu munu batna, atvinnu- svæðið stækka og búsetuskilyrði batna,“ segir Reinhard. Aukinnar bjartsýni Húsvík- inga á framtíð byggðarlagsins mun strax fara að gæta að mati Reinhards en hann segir húsnæð- isskort hamla fólksfjölgun. „Ég vænti þess að byggingarverktak- ar fari nú þegar að huga að nýbyggingum. Íbúðaverð hefur farið hækkandi að undanförnu á Húsavík og ég á ekki von á öðru en að ákvörðun Alcoa leiði til frek- ari hækkunar,“ segir Reinhard. Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavík- ur, segir að samkomulag Alcoa og ríkisins muni fylla Húsvíkinga bjartsýni og dug og virka sem víta- mínsprauta á atvinnulífið í bænum og mannlíf almennt. „Við eigum að gleðjast og lyfta glösum en ég vil þó vara við of mikilli bjartsýni á meðan Alcoa hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um byggingu álvers á Bakka. Leiði hagkvæmniathugan- irnar til þess að ráðist verði í framkvæmdina þá verða vatna- skil í byggðaþróun á Húsavík og fólki mun fjölga hér hraðar en dæmi eru um á Norðurlandi,“ segir Aðalsteinn. Um fjögurhundruð manns eru nú án atvinnu á Norðurlandi eystra og telur Aðalsteinn að stór vinnustaður eins og álver muni skipta sköpum í baráttu Norðlend- inga gegn atvinnuleysi. „Álver mun styrkja margvíslega atvinnu- starfsemi á Norðurlandi og leiða til þess að laun almennt á svæðinu munu hækka. Sem baráttumaður fyrir bættum hag verkalýðsins get ég því ekki annað en vonað að Alcoa stígi skrefið til fulls,“ segir Aðalsteinn. kk@frettabladid.is Ákvörðun Alcoa fagnað Bæjarstjórinn á Húsavík fagnar ákvörðun Alcoa um að gera frekari athuganir vegna álvers á Bakka. For- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir samkomulag Alcoa og ríkisins fylla Húsvíkinga bjartsýni. FÁNI DREGINN AÐ HÚNI Þorri Húsvíkinga fagnaði í gær samkomulagi Alcoa og íslenska ríkisins þess efnis að könnuð yrði hagkvæmni álvers á Bakka við Húsavík. Hreinn Hjartarson, veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur, og Örlygur Hnefill Jónsson, varaþingmaður Samfylkingarinn- ar í Norðausturkjördæmi drógu upp íslenska fánann við Húsavíkurhöfn og fleiri bæjarbúar fóru að ráði þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR SIGFÚSSON UTANRÍKISMÁL Opinberri Indlands- heimsókn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, staðgengils utan- ríkisráðherra, lýkur í dag. Í fyrradag átti hún fund með Manmohan Singh, forsætisráð- herra Indlands, í Nýju-Delí. Þau ræddu meðal annars aukin sam- skipti landanna á sviði vísinda, menningar og viðskipta. Samdægurs ávarpaði Þor- gerður Katrín Alþjóðaviðskipta- stofnun Indlands. Hún lýsti ánægju með aukin samskipti þjóðanna og þá ekki síst aukin viðskipti indverskra og íslenskra fyrirtækja. Opinber heimsókn Abduls Kamal, forseta Indlands, til Íslands í maí í fyrra hefði orðið fyrirtækjum hvatning og það bæri að þakka. Íslendingar horfðu til Indlands sem vaxandi markaðar fyrir vörur, þjónustu og fjárfestingar. Þorgerður minnti á að Ísland styddi fasta aðild Indlands að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og myndi gera það áfram. Stuðn- ingur Indlands við tímabundna aðild Íslands að öryggisráðinu árin 2009 og 2010 væri hvetjandi. „Það er mikilvægt fyrir Samein- uðu þjóðirnar að gefa smáþjóð- um, sem eru meirihluti aðildar- ríkjanna, tækifæri til að láta til sín taka,“ sagði Þorgerður. - jh ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR OG MANMOHAN SINGH Þjóðirnar styðja hvor aðra til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Opinberri heimsókn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur til Indlands lýkur í dag: Styðja aðild að öryggisráðinu REINHARD REYNIS- SON Bæjarstjórinn Á Húsavík segir ákvörðun Alcoa mikilvægan áfanga á langri leið fyrir Húsvíkinga og Norð- lendinga í heild. AÐALSTEINN BALD- URSSON Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur væntir þess að laun á svæðinu muni almennt hækka ef ráðist verður í álversframkvæmdir á Bakka. STÓRIÐJA Hlynur Hallsson, vara- þingmaður Vinstri grænna í Norð- austurkjördæmi, segir ákvörðun Alcoa vonbrigði en fyrirsjáanlega. Hann segir andstæðinga álvers á Norðurlandi ekki ætla að leggja niður baráttu sína. „Við höfum tapað pínulítilli orustu en ekki stríðinu í heild. Það er mikilvægt að haldið verði áfram að byggja upp ferðaþjónustu og aðra atvinnustarfsemi á svæðinu en vissulega er ákvörðun Alcoa sorgleg fyrir aðra atvinnuuppbygg- ingu á Húsavík,“ segir Hlynur. - kk Andstæðingar álvers: Orustan töpuð en ekki stríðið STÓRIÐJA Kristján þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segist ágæt- lega sáttur þó að Alcoa hafi ekki valið að kanna hagkvæmni álvers á Dysnesi í Eyjafirði. Hann segir mestu skipta að álver rísi á Norðurlandi en bendir á að ákvörðun þar að lútandi hafi ekki enn verið tekin. „Menn eiga því að halda sig á jörðinni enn um sinn en vissulega er þetta ánægjulegt skref í átt að álveri á Norðurlandi. Akur- eyringar munu njóta álversfram- kvæmda á Bakka því áhrifa slíkra stórframkvæmda gætir út fyrir byggingarstaðinn.“ - kk Bæjarstjórinn á Akureyri: Sáttur við ákvörðunina KJÖRKASSINN Á að taka upp skólagjöld í Há- skóla Íslands? Já 32% Nei 68% SPURNING DAGSINS Í DAG Er þörf fyrir íslenskt sendiráði á Indlandi? Segðu þína skoðun á visir.is GARÐABÆR Fulltrúaráð Sjálfstæð- isfélaganna í Garðabæ ákvað í gærkvöld breytingar á framboðs- lista flokksins þannig að Ragn- hildur Inga Guðbjartsdóttir flug- freyja skipar annað sæti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Uppstillingarnefnd flokksins bar upp tillögu um óbreyttan lista í gærkvöld en fjórir efstu menn í prófkjörinu komu þá fram með tillögu um að Ragnhildur væri flutt í þriðja sæti og að þeir Stef- án Konráðsson og Sturla Þor- steinsson flyttust niður um eitt sæti. Þeir skipa því fjórða og fimmta sætið. - ghs D-listinn í Garðabæ: Ragnhildur í þriðja sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.