Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 28
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR28 Hversu svalt væri að geta lokið gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands OG háskólanum í Köln? Hversu feitt væri að geta útskrifast úr verkfræði frá háskól- anum í Reykjavík OG háskólanum í Kraká? Hversu frábært væri að geta valið sér hvaða háskóla sem er í Evrópu til þess að stunda nám við, án þess að hafa áhyggjur af því að námið sé metið að fullu þegar maður snýr aftur heim; án þess að hafa áhyggjur af því að námið sé lánshæft; án þess að hafa áhyggjur af því að gráðan manns gengisfalli? Svarið er: Mjög svalt, mjög feitt, mjög frábært. Bologna-ferlið miðar að því að Evrópa verði eitt menntunarsvæði árið 2010. Í „einu menntunar- svæði“ felst að nemendur geti valið sér skóla í hvaða landi sem er innan Evrópu á sama hátt og þeir myndu velja sér skóla í sínu heimalandi. Menntamálaráðherr- ar þeirra landa sem eru aðilar að ferlinu hafa samþykkt að uppfylla tiltekin skilyrði til þess að þetta göfuga markmið geti orðið að veruleika. Í fyrsta lagi er mikilvægt að evrópskir háskólar hafi sambæri- legt prófgráðukerfi. Tekin hefur verið ákvörðun um að þriggja ára grunnnám og tveggja ára meist- aranám að undangengnu doktors- námi skuli notað á samevrópska menntunarsvæðinu. Slík uppbygg- ing á prófgráðu tíðkast á flestum námsleiðum hér á landi. Einnig er lögð áhersla á skil- virkt innra eftirlit og mat á öllu námi til að stuðla að sem mestu gagnsæi milli skóla og landa. Mikið er lagt upp úr að námsmark- mið séu skýrt fram sett, það er að sú þekking, geta og hæfni sem nemandi á að búa yfir að námi loknu sé tilgreind. Þetta á bæði við um nám á tilteknum fræðasviðum og einstökum námskeiðum. Samræmt einingakerfi er lyk- illinn að því að mögulegt sé að meta nám óhindrað á milli skóla. Bologna-ferlið mun styðjast við svonefnda ECTS-einingu, en sam- kvæmt ECTS-kerfinu er fullt nám á einu námsmisseri 60 einingar. Kerfið byggist á því hversu mikið vinnuframlag er á bak við hverja einingu. Vinnuframlagið er síðan skilgreint sem hlutfall af náms- framvindu eins misseris. Í Bologna-ferlinu er ekki ein- göngu hvatt til nemendaskipta, heldur þykja kennaraskipti ekki síður mikilvæg. Það er því ljóst að ferlið mun koma til með að hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskt (og evrópskt) háskóla- samfélag og þær milljónir manna sem nema og starfa í því samfé- lagi. Ofangreindir þættir eru hins vegar aðeins brot af því sem þarf að koma til svo að samevrópska háskólasvæðið verði raunveru- legt. Á Íslandi hefur ekki verið mikil umræða um Bologna-ferlið og stöðu Íslands í því samhengi hingað til. Slík umræða er þó mjög mikilvæg, sérstaklega í ljósi þess metnaðarfulla markmiðs sem rektor Háskóla Íslands hefur sett sér um að HÍ verði einn af 100 bestu háskólum í heimi. Það stendur hins vegar til bóta, og þess vegna standa Stúdentaráð Háskóla Íslands og Bandalag íslenskra námsmanna í samein- ingu að ráðstefnu um Bologna- ferlið og innleiðingu þess á Íslandi. Þar munu fulltrúar frá mennta- málaráðuneytinu, Háskóla Íslands, sérskólanna á háskólastigi, stúd- enta hérlendis og stúdenta erlend- is kynna sín sjónarmið. Ráðstefn- an fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, föstudag, og hefst kl. 14.00. Aðgangur er öllum opinn. Höfundur er varaformaður SHÍ. Bologna er ekki bara borg UMRÆÐAN BOLOGNA-FERLIÐ ATLI BOLLASON Bologna-ferlið miðar að því að Evrópa verði eitt menntunar- svæði árið 2010. Í „einu mennt- unarsvæði“ felst að nemendur geti valið sér skóla í hvaða landi sem er innan Evrópu á sama hátt og þeir myndu velja sér skóla í sínu heimalandi. Á síðastliðnum mánuðum hafa gengið nokkrir dómar vegna lík- amstjóna sem fólk hefur orðið fyrir við að renna í hálku við mannvirki. Þetta eru tveir hæsta- réttardómar frá nóvember síðast- liðnum. Annars vegar var um að ræða slys við Kaffi Nauthól og hins vegar slys við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. Einnig gekk dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar síðastliðnum er varðaði slys við verslunina BT í Skeifunni. Í öllum þessum málum var fallist á bótaskyldu umráðamanna við- komandi fasteigna. Athyglisvert er að í báðum hæstaréttardómun- um var niðurstöðu héraðsdóms snúið við. Við skoðun á þessum tveimur hæstaréttardómum vaknar sú spurning hvort réttarframkvæmd í þessum málum sé eitthvað að breytast. Í fyrri dómnum voru málavextir þeir að R datt á tré- palli við veitingastaðinn Kaffi Nauthól í Reykjavík. Þar sem full- nægjandi varúðarráðstafanir til að eyða hálku voru ekki gerðar var fallist á bótaskyldu að hluta. Telja verður að niðurstaða Hæsta- réttar í þessu máli sé í samræmi við dómaframkvæmd undanfarin ár, það er, sú krafa er gerð til verslunareigenda og annarra þjón- ustufyrirtækja þar sem ótilgreind- ur hópur fólks sækir, að sinna hæfilegu eftirliti með öryggi á aðkomuleiðum og grípa til aðgerða til að tryggja það. Hefur hér orðið skýr stefnu- breyting frá þeirri dómvenju sem fylgt var fram til 1995 og er niður- staðan í fyllilegu samræmi við dóma réttarins frá 1995 (Verslun- in Víðir, Austurstræti 17) og 1996 (Blómaval). Sömu línu er fylgt í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í janúar, þar sem S rann til í hálku við inngöngudyr verslun- arinnar BT, Skeifunni. Ekki var talið að nægilegt eftirlit hefði verið með aðstæðum við inngang- inn, þrátt fyrir að veðrið hafði á þessum tíma verið umhleypinga- samt og því talsverð hætta á að hálka myndaðist. Rétt er þó að taka fram að þegar þessar línur eru ritaðar liggur ekki fyrir hvort þessum dómi verði áfrýjað. Á hinn bóginn má færa fram rök fyrir því að dómur Hæstarétt- ar vegna slyssins við Fjölbrautar- skólann í Breiðholti feli í sér stefnubreytingu hjá réttinum. Þar voru málsatvik þau að R varð fyrir slysi við FB, þegar hún var á leið frá skólabyggingunni eftir um 10 metra löngum göngustíg sem ligg- ur út á bifreiðastæði framan við skólann. Hafði hún sótt námskeið fyrir læknaritara í skólanum um kvöldið. Þótti upplýst í málinu að hún hafði runnið á svelli neðst á gangstígnum. Í göngustígnum var hitalögn sem þó náði ekki alla leið niður að gangbrautinni við bíla- stæðið. Var það metið starfsmönn- um skólans til gáleysis, að hafa ekki gert frekari ráðstafanir til að koma í veg fyrir hættu á að fólk slasaðist á þessum tiltekna stað við skólann. Eins og áður segir má færa fram rök fyrir því að þarna sé um stefnubreytingu að ræða hjá Hæstarétti og verður ekki betur séð en að þetta sé í fyrsta sinn sem rétturinn fellir bóta- skyldu á hið opinbera vegna slyss sem sem rekja má til hálku og/eða bleytu utanhúss við byggingar á þess vegum. Fram að þessum dómi höfðu alls ekki verið gerðar miklar kröfur til þessara aðila með að gera ráðstafanir er hindr- að gætu slys vegna hálku eða bleytu. Má í þessu sambandi einkum benda á dóm Hæstaréttar frá 1999 er varðaði slys við lögreglustöðina í Reykjavík. Þar voru atvik þau að S rann á leið sinni niður tröppur við dyr lögreglustöðvarinnar í Reykjavík og slasaðist. Talsverð- ur snjór var í tröppunum sem voru auk þess flísalagðar og því mjög hálar í rigningu þegar snjór lá yfir þeim líkt og umræddan dag. Hæstiréttur sýknaði ísl. ríkið meðal annars með þeim rökstuðn- ingi að S hafi borið að sýna sér- staka aðgæslu, einkum með því að halda sér í handriðið og þræða brúnir. Einnig hafði S skömmu áður gengið upp tröppurnar og hlaut því að hafa verið ljóst hvern- ig aðstæður voru. Einnig má hér nefna dóma Hæstaréttar frá 1986 (MH-dómurinn), frá 2003 (varnar- liðið í Keflavík) og frá 2004 (stræt- isvagnabílstjórinn). Þegar FB-dómurinn frá nóvem- ber síðastliðnum er borinn saman við þessa dóma má draga þá álykt- un að Hæstiréttur hefur tekið U- beygju í afstöðu sinni til athafna- skyldu aðila á vegum hins opinbera vegna bygginga á þess vegum. Má einnig færa fram rök fyrir því að þær kröfur sem Hæstiréttur gerir í þessum dómi til umráðamanna fasteignarinnar að hlutast til um ráðstafanir, til að hindra slys vegna hálku, séu sambærilegar og rétturinn hefur gert til umráða- manna húseigna þar sem verslun- arrekstur eða annars konar þjón- ustustarfsemi fer fram. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Hæstiréttur haldi sig hér eftir við það að beita sakarreglunni með ströngu mati vegna hálku- og bleytuslysa við byggingar á vegum hins opinbera. Höfundur er hæstaréttarlög- maður á Acta lögmannsstofu. Slys vegna hálku eða bleytu utanhúss UMRÆÐAN HÁLKUSLYS SIGURÐUR B. HALLDÓRSSON 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.