Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 80
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Frumsýnd 3. mars Sendu SMS skeytið JA PPF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Vinningar eru: Bíómiðar fyrir 2, DVD myndir, Tölvuleikir, Varningur tengdur myndinni, Myndavélar og margt fleira Olíuheimurinn er spilltur, undirlagður af mönnum sem svífast einskis og studdur af vestrænum yfir- völdum sem vilja fyrir alla muni halda sínum áhrifum á mikilvægum svæðum. Svona lýsir kvikmyndin Syriana baráttunni um olíuna. Það þarf ekki annað en að horfa til ástandsins í Mið-Austurlöndum til að skilja hversu mikilvægur olíu- iðnaðurinn er. Vesturveldin hafa árum saman reynt að halda „sínum“ mönnum við völdin og er innrásin í Írak kannski lýsandi dæmi um hversu miklu hinn vest- ræni heimur er tilbúinn að fórna fyrir svarta gullið. Hugmyndin er komin frá bókinni See No Evil eftir Robert Baer en hann hefur vakið athygli fyrir bækur sínar um vafasamar aðferðir CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Handritið að Syriana er byggt upp á formúlu sem nýtur mikilla vinsælda meðal höfunda í Holly- wood. Margir muna eflaust eftir því þegar Robert Altman blandaði saman mörgum litlum smásögum í Short Cuts en hún fjallaði um líf „venjulegra“ íbúa Los Angeles sem höfðu áhrif á líf hver annars án þess að vita af því. Kvikmyndin Magnolia fetaði fótspor Altmans árið 1999 en þá fléttaði Paul Thom- as Anderson lífi nokkurra íbúa í sömu borg saman með eftirminni- legum hætti. Syriana er á sömu slóðum, segir margar sögur þar sem hver og ein er lítið brot í stóru púsluspili. Meðal þeirra sem kvikmynda- húsagestir fá að fylgjast með er Nasir prins sem hefur ákveðið að afturkalla leyfi bandaríska olíu- risans Connex og leyft kínversk- um aðilum að bora eftir gasi í þeirra stað. Þetta veldur mikilli spennu milli Bandaríkjanna og hins óþekkta olíuríkis en á sama tíma fær lítið fyrirtæki hins vegar einkaleyfi í Kasakstan og það kveikir áhugann hjá Connex á fyr- irtækinu. Þessi flétta teygir anga sína til Washington þar sem sam- þykki þarf fyrir samrunanum. Á sama tíma bíður CIA-útsendarinn Bob Barnes eftir því að komast á eftirlaun. Hann sér jafnvel fram á að geta eytt síðustu stundum sínum innan stofnunarinnar fyrir framan skrifborð. Hann trúir því hins vegar að starf sitt felist í að gera Bandaríkin að öruggara landi og þegar honum er lofuð stöðu- hækkun fyrir næsta verkefni getur Barnes ekki skorast undan. Það fer hins vegar út um þúfur en Barnes grunar að ekki sé allt með felldu. Það er handritshöfundurinn Stephen Gaghan sem hér reynir fyrir sér í leikstjórastólnum en hann hlaut einmitt Óskarinn fyrir handrit sitt að Traffic. Hann hefur ekki þurft að kvíða neinu því meðal framleiðanda er Steven Soderbergh en hann leikstýrði ein- mitt Traffic. George Clooney og Matt Damon eru í helstu hlutverk- um en meðal annarra leikara má nefna Chris Cooper, William Hurt og Amanda Peet. - fgg BOB BARNES Er falið að drepa Nasir prins en þegar verkefnið fer út um þúfur áttar hann sig á því að ekki er allt sem sýnist. Hið dýrmæta svarta gull Hinn heimsfrægi knattspyrnu- þjálfari Yves Gluant hefur nýver- ið leitt landslið Frakka til sigurs gegn Kínverjum í knattspyrnu. Á meðan Gluant baðar sig í frægðar- ljómanum er hann skotinn með eiturör og stórum bleikum dem- anti, sem gengur undir nafninu Bleiki pardusinn, er stolið. Málið vekur samstundis mikla athygli og fjölmiðlasirkus er í uppsiglingu en franska lögreglan verst allra frétta. Lögregluforinginn Dreyfus ákveður að leysa málið sjálfur enda gæti hann hlotið heiðursorðu fyrir vikið. Til að slá ryki í augu þeirra sem fylgjast með gangi mála fær hann lögreglumanninn Clouseau til að villa um fyrir múgnum enda þekktur fyrir klunnaskap sinn og væri líklegri til að fremja glæp en að leysa hann. Seinheppni Clouseau leiðir hann þó á slóð þjófsins, Dreyfus til mikilla ama. Steve Martin bregður sér hér í gervi lögreglumannsins franska sem Peter Sellers gerði ódauðleg- an í upphafi sjöunda áratugarins. Reyndar átti Peter Ustinov að leika klaufabárðinn en Bleiki par- dusinn var á sínum tíma upphaf- lega hugsaður í kringum stór- stirnið David Niven. Sellers fékk hlutverkið hins vegar þegar Ustin- ov hafnaði því og skilaði einhverj- um besta gamanleik sem sést hefur á hvíta tjaldinu. MARTIN OG JEAN RENO Þrátt fyrir að hafa farið beint á toppinn í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd voru gagnrýnendur mishrifnir. Clouseau snýr aftur Chris Wilton er ungur maður á upp- leið. Hann er giftur hinni saklausu Chloe Hewett Wilton en er haldinn blindri metnaðargirni og svífst ein- skis til að fá sínu framgengt. Þegar bandaríska stúlkan Nola Rice kemur í bæinn verður Wilton umsvifalaust ástfanginn af henni en neyðist í kjölfarið að gera upp á milli kvennanna í lífi sínu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er bandaríski sérvitringur- inn Woody Allen sem bæði leik- stýrir og skrifar handritið að þess- ari ástarsögu sem gerist öll á Bretlandseyjum en ekki í New York eins og flestar kvikmyndir Allens. Myndin er því söguleg fyrir þær sakir að þetta er fyrsta mynd leikstjórans sem ekki er framleidd í Bandaríkjunum. Allen hefur átt erfitt uppdráttar í heimalandi sínu og svo virðist sem landar hans hafi lítinn áhuga á verkum hans. Hann nýtur hins vegar enn mikillar virð- ingar í Evrópu og sækist því í síauknum mæli þangað. Scarlett Johansson leikur banda- rísku stúlkuna Nolu Rice. Scarlett sló fyrst í gegn með kvikmyndinni The Horse Whisperer sem Robert Redford gerði. Þeirri velgengni fylgdi hún eftir með kvikmynd Coen-bræðra The Man Who Wasn‘t There. Örlög hennar voru endan- lega ráðin þegar hún sannaði sig sem alvöruleikkona í Lost in Trans- lation eftir Sofiu Coppola. Scarlett leikur aðalhlutverkið í næstu mynd Allens, Scoop, en hún hélt vart vatni yfir samstarfinu við leik- stjórann sérlundaða. RICE OG WILTON Hin forboðna ást þeirra á eftir að reynast þeim dýrkeypt þegar kemur að skuldadögum. Það besta frá Allen? Steve Martin, Dan Aykroyd og Chevy Chase eiga eitt sameiginlegt: þeir eru fallnar stjörnur. Í kvikmyndinni Three Amigos var Martin ásamt Chase og Martin Short sparkað út úr kvikmynda- veri vegna þess að þeir voru liðin tíð. Þótt það hljómi kaldhæðnislega þá eru þetta einmitt örlög þeirra núna. Á níunda áratugnum og við upphaf þess tíunda mátti vart fara með gam- anmál án þess að þeir þrír ættu þar hlut að máli. Það er ekkert eitt sem olli því að stjörnuhrap þeirra varð svona mikið. Eftirspurnin eftir kímnigáfu félaganna varð einfaldlega minni vegna þess að nýir menn, með ferskar hugmyndir um hvernig mætti skemmta lýðnum, ruddu sér leið inn í afþreyingariðnað- inn. Martin og félagar stóðu álengdar og horfðu á konungdæmi sitt falla í hendur yngri manna. Eftir standa nokkrar eftirminnilegar persónur sem enn kitla hláturtaugarnar. Martin hóf feril sinn með uppi- standi og komst fljótlega að í gam- anþáttum. Hann sló í gegn með sem hálfvitinn Navin R. Johnson sem hélt að hann væri svartur þar til fjölskyldan ljóstraði upp leyndarmálinu mikla. Í kjölfarið fylgdu myndir á borð við The Man with Two Brains og Lonely Guy sem allar rökuðu dollurum í kassann. Nútímaútfærslan af Cyrano De Berger- ac í kvikmyndinni Roxanne varð met- sölumynd og frægð Martins minnkaði ekki með myndum á borð við Planes, Trains & Automobiles, Dirty Rotten Scoundrels að ógleymdri Parenthood. Síðan þá hefur hins vegar jafnt og þétt hallað undan fæti hjá leikaranum. Á síðustu árum hefur Steve Mart- in varla gert neitt annað en að pirra aðdáendur sína með afspyrnulélegum myndum en þegar fram líða stundir getur hann huggað sig við þá stað- reynd að hans verður minnst sem einn af mestu gamanleikurum sögunnar. Fallin stjarna STEVE MARTIN Á að baki margar ógleym- anlegar persónur en hefur á undanförnum árum pirrað aðdáendur sína með afspyrnu- lélegum myndum. And I really don‘t care for the way your company left me in the middle of fucking nowhere with fucking keys to a fucking car that isn‘t fucking there. And I really didn‘t care to fucking walk down a fucking highway and across a fucking runway to get back here to have you smile at my fucking face. I want a fucking car RIGHT FUCKING NOW! Steve Martin lætur bílaleiguna heyra það í Planes, Trains & Automobiles frá árinu 1987. > Ekki missa af ... Það er alltaf fagnaðarefni þegar íslensk kvikmynd er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Það er þó sorglegt að sjá hversu litla aðsókn þessar myndir fá miðað við þá vinnu sem í þær hefur verið lagt. Blóðbönd sýnir að íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru smám saman að ná tökum á mikilvægum atriðum kvikmyndarinnar og þurfa gestir kvikmyndahúsanna ekki lengur að kvíða því hvort þeir heyri í leikaranum eða ekki. Blóðbönd er hugljúf mynd með traustum leik sem ætti engan að svíkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.