Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 20
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR20 hagur heimilanna Sala og neysla á þorramat nær hámarki á þessum tíma ársins og er ekki að merkja neina minnkun í neyslu síðustu ár. Engu að síður er hópi fólks alls ekki vel við þennan mat og telja þessa varðveisluaðferð gamaldags og óþarfa með öllu. En er það svo? Vissulega er það gömul hefð að súrsa mat. Forfeður okkar brúkuðu þessa aðferð þar sem ekki var mikið um aðrar aðferðir til varðveislu mat- væla. Það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem salt var flutt til landsins sem einhverju nemur. Upp frá því fóru menn einnig að frysta matvæli og sjóða niður. Þrátt fyrir nýjar varðveislu- aðferðir höldum við í þann forna sið að súrsa þannig að segja má að súrsun sé frekar orðin verkunaraðferð heldur en varðveisluaðferð. Við verk- um súrmat til að ná fram ákveðnum eiginleikum vörunnar sem okkur líkar. Ólíkt mörgum vinnsluaðferð- um, þá eykst næringarlegt gildi súrmatarins við verkun. Verkunin byggist á því að soðin mat- væli eru sett í skyrmysu í nokkra mánuði en við það lækkar sýrustigið sem hindrar fjölgun sjúkdómsvaldandi örvera. Mysan inniheldur steinefni og vítamín, svo sem kalk og B-vítamín sem síast inn í vöruna. Auk þess brýtur mjólkursýran niður kjöt, fitu og bein sem gerir vör- una auðmeltanlegri og næringarríkari. Engu að síður eru sum súrsuð matvæli frekar feit í eðli sínu eins og bringukollar og lundabaggar. Erfitt gæti því reynst að kalla þær vörur hollar þó svo að þær séu næringar- ríkar. Blóðmör og lifrarpylsa eru orðnar mun fituminni vörur en áður og því hiklaust hægt að halda því fram að þar sé um að ræða virkilega hollan og góðan mat. Súrmatur er hluti af íslenskri menningu sem mikilvægt er að halda við. Það gildir jafnt um þennan mat og annan að allt er gott í hófi. www.mni.is MATUR & NÆRING HÓLMFRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR, MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐINGUR Skemmdur matur eða hollustuvara Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? „Ég held að verstu kaup sem ég hef gert var veiðileyfi í Hrútafjarðará. Ástæðan var sú að það rigndi í þrjá daga áður en ég kom. Ég gat ekki vitað að þetta voru slæm kaup fyrr en ég var mættur á staðinn og fellur kannski meira undir óheppni.“ Hvernig voru aðstæður? „Kakó! Ekkert hægt að veiða. Áin var samt lamin í klessu en það þýddi ekkert. En það má alltaf reyna,“ segir Eggert Skúlason fréttastjóri en eins og menn vita er hann mikill veiðiáhuga- maður og hefur á undanförnum árum gert marga sjónvarpsþætti um stangveiði. En Eggert hefur fleiri áhugamál en að veiða á stöng og þeirra helst er knattspyrna. Bestu kaup Eggerts koma þar við sögu. „Bestu kaup sem ég hef gert var 29 tommu sjónvarp rétt fyrir heimsmeist- arakeppnina í fótbolta árið 2002. Ég átti lítið 20 tommu sjónvarp en fjárfesti í þessu sem mér fannst risaskjár og það var það gott að ég náði að horfa á leik að morgni. Svo fór ég út og þóttist vera að slá og gat horft á leik tvö inn um gluggann og fékk svo að horfa á leik þrjú um kvöldið, þannig að allir voru sáttir. Þetta eru bestu kaup sem ég hef gert, án alls efa.“ Eggert horfði á alla leikina í heims- meistarakeppninni árið 2002 sem er persónulegt met, en hann stefn- ir á að slá það í sumar með því að horfa á endursýningarnar líka. Draumur hans er að komast út og sjá einn leik með eigin augum en honum finnst það ólíklegt. Hann efast um að hægt sé að fá miða núna. NEYTANDINN: EGGERT SKÚLASON FRÉTTASTJÓRI 29 tommu risaskjár eru bestu kaupin ■ Gyða Árnadóttir, dagmóðir á Akureyri, er ráðagóð húsmóðir og öfugt við marga er hún órög við að reyna ný ráð. Ef allt um þrýtur hringir hún í móður sína og eys úr viskubrunni hennar. Gyða segir að mamma hennar hafi bent henni á að setja slettu af kóki út í sósuna ef ekki væri til rjómi í ísskápn- um. „Með þeim hætti verður sósan léttari, án þess að kókbragðið finnist í sósunni. Ef kókið er ekki búið er grá- upplagt að hella afganginum í salernið og láta það vinna á óhreinindunum,“ segir Gyða. GÓÐ HÚSRÁÐ KÓK Í SÓSUNA EF EKKI ER TIL RJÓMI Í ÍSSKÁPNUM GYÐA ÁRNA- DÓTTIR Nýja bílastæðahúsið við Laugaveg 86 til 94 hefur hlotið nafnið Stjörnuport. Samkvæmt tilkynningu frá borgaryfirvöldum hefur nýting hússins verið góð frá því það opnaði í nóvember síðastliðnum. Gjald hefur ekki verið tekið fyrir stæðin til þessa en verðskrá hefur nú verið ákveðin. Í skammtímastæði kostar fyrsti klukkutíminn 80 krónur en síðan 10 krónur fyrir hverjar byrjaðar 12 mínútur. Langtímastæði verða leigð í neðsta kjallaranum og kosta þau 5.600 krónur á mánuði. ■ Verslun og þjónusta Ný gjaldskrá Stjörnuports Útgjöldin Verð á einu kílói af frystri rækju. Miðað við verðlag á öllu landinu í febrúar hvers árs. Heimild: Hagstofa Íslands 2003 2005 2006 75 3 kr . 73 7 kr . 70 3 kr . 90 2 kr . 2004 Verslunin kvk opnar á Laugavegi 27 í dag. Í versluninni verða seld föt eftir íslensku fatahönnuðina Kolbrúnu Ýr Gunnarsdóttur og Írisi Egg- ertsdóttur, en þær eiga verslunina. Auk þess að selja föt verður skart selt í versluninni. Eins og nafn verslunarinnar gefur til kynna verður eingöngu seld tískuvara fyrir konur í búðinni. Í framtíðinni stefna þær Kolbrún Ýr og Íris að því að selja föt fyrir karlmenn í versluninni. ■ Verslun og þjónusta Ný tískuverslun á Laugavegi Miði á almenna sýningu í Borgarleikhúsinu er dýrastur samanborið við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. Í Borgarleikhúsinu kostar miðinn 2.900 krónur, hjá Þjóðleik- húsinu 2.700 krónur og 2.600 hjá Leikfélagi Akureyrar. Mikill fjöldi tilboða er í boði hjá öllum leikhúsunum. Sérstakt verð er á miðum fyrir hópa, öryrkja og aldraða og svo börn. Verð á söngleiki og það sem er skilgreint sem stórsýningar er hærra en miðar á almennar sýningar hjá öllum leikfélögunum. Borgarleikhúsið býður slíkar sýningar á 3.600 krónur, Þjóðleikhúsið á um 3.000 krónur eftir sýningum og Leikfélag Akureyrar á 3.500 krónur. Þjóðleikhúsið býður upp á áskriftarkort þar sem fjórar sýningar eru á 6.500 krónur. Fimm sýningar á Stóra sviðinu eru á 10.500 krónur og sex sýningar á minni sviðun- um kosta 10.500. Leikfélag Akureyrar býður upp á svokallað áskriftarkort sem veitir fjölbreyttan afslátt í samstarfi við ýmis fyrirtæki og önnur leikhús. Tekið skal fram að þessi samanburður tekur ekki tillit til einstakra þátta verðmyndunar eða eðli sýninga. ■ Hvað kostar... í leikhús Verð misjafnt eftir eðli sýninga Tollar verða felldir niður á tómötum og gúrkum samkvæmt samningi um tvíhliðaviðskipti með land- búnaðarvörur milli Íslands og Evrópusambandsins sem var undirritaður á dögunum. Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda, gerir ekki ráð fyrir að þetta muni hafa mikil áhrif á verð á tómötum og gúrkum hér á landi þar sem þessar heimildir hafi ekki verið mikið not- aðar. Árið 2002 gerðu stjórnvöld aðlögunarsamning við garðyrkju- bændur um að fella niður rauntolla á tómata, gúrkur og paprikur en heimildirnar voru enn til staðar í lögunum. Þessi nýi samningur er í skoðun hjá Sambandi garðyrkjubænda núna varðandi áhrif á greinina hér á landi. Hann telur að samnings- staða garðyrkjubænda muni að vissu leyti veikjast við afnám þess- ara tolla. Þórhallur segir að það megi búast við meiri samkeppni þegar þessar heimildir séu farnar og garðyrkju- bændur muni þurfa að kljást við aukinn innflutning. Einnig séu við- ræður í gangi við Alþjóðaviðskipta- stofnunina sem sömuleiðis miða að afnámi tolla og munu stuðla að aukn- ingu í innflutningi á grænmeti. Tækifæri skapast fyrir íslenska garðyrkjubændur í útflutningi á tómötum og gúrkum að mati Þór- halls sem segir þessa tolla hafa haldið aftur af garðyrkjubændum sem hafi hugað á útflutning gegn- um tíðina. Í fréttatilkynningu frá landbúnaðar- og utanríkisráðuneyt- unum um þennan samning kemur fram að erlendir fjárfestar hafi sýnt sóknartækifærum fyrir útflutning á tómötum og agúrkum áhuga en forsenda fyrir þeim við- skiptum hafi verið að tollar falli niður á markaði Evrópusambands- ins. Samkvæmt könnun Neytenda- stofu á verðþróun á grænmeti sem birtist núna í lok janúar hefur verð á íslenskum tómötum lækkað um sex prósent og innfluttum tómötum um 15 prósent frá janúar 2005 til janúar 2006. Íslenskar agúrkur hafa hækkað um eitt prósent á sama tímabili en ekki reyndist unnt að mæla verðmun á innfluttum agúrkum vegna lítils framboðs. - sdg GRÆNMETI OG ÁVEXTIR Formaður Sambands garðyrkjubænda telur að niðurfelling tolla muni ekki hafa mikil áhrif á verð á tómötum og agúrkum hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tollar verða felldir niður af tómötum og agúrkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.