Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. mars 2006 13 www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 31 42 3 01 /2 00 6 Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Einstaklega veglegur Meiri Corolla – sama verð Nú færðu í takmarkaðan tíma meiri Corolla fyrir sama verð. Veglegur aukahlutapakki gerir aksturinn enn ánægjulegri: álfelgur, vindskeið og skyggðar rúður fylgja öllum Corolla bifreiðum. Corolla er einn vinsælasti bíll síðustu tveggja áratuga. Aksturseiginleikar, öryggi, sparneytni og lág bilanatíðni hafa skipað honum sérstakan sess í hugum Íslendinga. Á endanum velur þú Corolla. 150 þúsund króna aukahlutapakki fylgir öllum Corolla bifreiðum: álfelgur, vindskeið og skyggðar rúður. Verð frá 1.685.000 kr. KULDI Í KÍNA Heimilislaus Pekingbúi hjúfrar sig saman á götu í Peking í gær, er hitastigið féll niður fyrir frostmark. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Fyrsti fundur í verk- efnastjórn menntamálaráðuneyt- isins og kennaraforystunnar hefur ekki farið fram. Kennaraforystan vill því ekki tjá sig frekar um óánægju kennara með forystu sína eftir að hún undirritaði tíu skrefa samkomulag við menntamálaráðu- neytið um heildstætt endurmat á námi. Elna Katrín Jónsdóttir, vara- formaður Kennarasambandsins, ritar á vef þess að fjölmennur fundur kennara á laugardaginn endurspegli miklar áhyggjur þeirra af áformum stjórnvalda um að stytta námstíma til stúd- entsprófs um eitt ár. „Ég lít svo á að ágreiningur sá sem veldur gagnrýni á forystu kennara þessa dagana snúist um leiðir og aðferðir en ekki um það að forystan og félagsmennirnir standi ekki saman um markaða stefnu bæði Félags framhalds- skólakennara og Kennarasam- bands Íslands,“ er haft eftir Elnu á vefnum: „Ég vil ekki að óreyndu ætla að menntamálaráðherra sé ekki alvara með efnisatriðum samkomulagsins meðal annars um að ganga til viðræðna um verkefni sem stefna að sveigjan- legra skólakerfi á grundvelli heildarendurskoðunar á námi og breyttrar námsskipunar skóla- stiganna eins og segir orðrétt í samkomulaginu“. - gag Varaformaður Kennarasambandsins segir forystuna og félagsmenn samstiga: Treystir á samning ráðherra ELNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR Ágreiningurinn snýst um leiðir og aðferðir. UTANRÍKISMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utan- ríkisráðherra í opinberri heim- sókn til Indlands, hélt fund með Manmohan Singh, forsætisráð- herra Indlands í fyrradag. Þar ræddu ráðherrarnir tví- hliða samskipti landanna, opnun sendráðs Íslands á Indlandi, og hugsanlegt indverskt sendiráð á Íslandi. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu efnahagsmála á Indlandi, en Singh, sem er fyrrverandi fjár- málaráðherra, er jafnan talinn vera höfundur þeirra umbóta sem urðu kveikjan að efnahagsupp- sveiflu Indlands. - shá Þorgerður á Indlandi: Hitti Singh for- sætisráðherra ÍRAK, AP Þrjár sprengjur sprungu í Bagdad í gærmorgun, með þeim afleiðingum að 17 manns dóu og 48 særðust. Minnst 68 manns létu lífið í fjölda sprengjuárása bæði á moskur súnní-araba og sjía-mús- lima víða um Bagdad á þriðjudag, og á annað hundrað særðust. Yfirvöld sögðu árásirnar vera hluta af óeirðum sem hófust á mið- vikudag í síðustu viku þegar Gullna moskan í Samarra var sprengd. Að sögn yfirvalda hafa nú yfir 400 manns látið lífið í óeirðunum sem óttast er að marki upphafið að borgarastyrjöld. Jafnframt voru tveir breskir hermenn, og einn bandarískur, drepnir í sprengjuárásum á ólík- um stöðum í Írak. George W. Bush Bandaríkja- forseti segir að Írakar verði nú að velja á milli „glundroða eða ein- ingar“. ■ Óeirðirnar í Írak: Mannskæðar sprengingar SKRIÐDREKI OG MOSKA Íraskir hermenn í skriðdreka aka fram hjá súnní-moskunni al-Nidda í Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Tíundi hver Svíi verður fyrir alvarlegu áreiti einhvern tíman á lífsleiðinni, samkvæmt rannsókn sænskrar stofnunar sem blaðið Dagens Nyheter greinir frá. Áreitið er með ýmsu móti en oftast er um ítrekaðar símhring- ingar að ræða, bréf eða sms skila- boð. Ofbeldi og hótanir um ofbeldi eru algeng í þessu sambandi. Í flestum tilfellum verða konur fyrir áreiti af þessum toga og yfir- leitt þekkja þær þann sem áreitir þær. Rannsóknin leiðir jafnframt í ljós að því betur sem konurnar þekkja þann sem áreitið stundar, þeim mun grófara er áreitið. Sjaldgæft er að áreiti sem þetta sé kært til lögreglu. ■ Sænsk rannsókn: Tíundi hver Svíi áreittur Hraðakstur í Hafnarfirði Lög- regla í Hafnarfirði hafði afskipti af 24 ökumönnum sem stigu full harkalega á bensíngjöfina á leið um bæinn í fyrrakvöld. Sviptingar í Kópavogi Hraðakstur var einnig vandamál í Kópavogi. Þar voru tveir ökumenn sviptir ökuskírteini sínu eftir að hafa verið mældir á nánast tvöföldum leyfilegum hraða á götum bæjarins. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.