Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 2. mars 2006 5 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS London, Mílanó, París Nú er farið að síga á seinni hluta tískuvikna sem hafa staðið yfir í tískuborgunum en París rekur lestina með tískuviku sem hófst á sunnudag og stendur fram til 5. mars. Þar verða sýndar helstu tísku- línur í kvenfatnaði sem er fjöldaframleiddur eða tilbúinn til notkunar (prêt-a-porter), fyrir veturinn 2006-7. París hefur þá sérstöðu að hafa sérstaka tískuviku fyrir dömur og aðra fyrir herratísku og var herra- tískuvikan í janúar. Í Mílanó, svo dæmi sé tekið, er kven- og karl- atískan sýnd á sama tímabili, en Ítalir segja Mílanó löngu vera komna fram úr París hvað tísku varðar. Víst er að það eru mörg tískuhús í Mílanó, sem er vagga ítalskrar tísku, þar sem finna má m.a. aðal- stöðvar Armani, Dolce og Gabbana og þar sýnir Gucci þó í eigu Frakka sé (Gucci-group) enda í upphafi ítalskt fyrirtæki. Bæði dömu- og herrasýning Dolce og Gabbana var undir áhrifum frá Napóleóni Bónaparte með gylltum útsaumi og fjöðrum við hæfi kon- ungborinna, nálgast hátískuna þar sem allt er gert í höndunum. Í herratískunni er meiri fágun hjá Dolce og Gabbana en áður og minna um liti. Aðalliturinn er grátt og gallabuxur á að nota með sléttflau- elsjökkum næsta vetur. Herrasýningarnar á Ítalíu áttu flestar það sammerkt að svart var liturinn með örlitlu gráu ívafi. Hvort sem litið er til Gucci eða Jil Sander sem Prada-group var reyndar að selja í hendur Englendinga. (Í þessum heimi heitir allt „group“ eins og heima). Konur hafa að vanda meira frelsi þegar tískan er annars vegar og hjá þeim má finna ýmsa liti. Armani „sér lífið í bleiku“ líkt og Edit Piaf söng undir á sýningunni. Hinn nýi hönnuður Gucci leitar í fjólublátt og pallíettur. Nú er bara að sjá hvort París standi undir nafni sem háborg tískunn- ar en þar verður nokkuð um breytingar í ár. Tískuhús Pierre Balmain sýnir að nýju með nýjum hönnuði, Christophe Decarnin, en tískuhús- ið hefur ekki sýnt síðan 2004. Jean-Charles de Castalbajac er sömu- leiðis með á ný og Miuccia Prada, sem í síðustu viku kynnti bæði kven- og karltísku Prada í Mílanó, tekur upp á því hafa MiuMiu tísku- sýningu í París en MiuMiu er ódýrari tískulína og höfðar til yngri kaupenda en Prada. Svo rekur hver sýningin aðra. Ég talaði í síðustu viku um flottar nærbuxur frá tískuhúsi Johns Galliano sem hann hefur hannað fyrir næsta vetur. Þær virtust líka flottar á sýningu hans í júlí síðastliðnum fyrir sumarið. Nú eru þess- ar sumarnærur komnar í búð Gallianos á St. Honoré-götu og eru hreint ekki eins flottar, einhverra hluta vegna, og þær voru á fyrir- sætunum og kosta litlar fimmtíu evrur. bergthor.bjarnason@ Nýjar ítalskar vorvörur Sængurgjafir Afmælisgjafir Tækifærisgjafir Ný skósending Laugaveg 53 • S: 552 3737 Fegurðina fær Elle Macpher- son úr genunum samkvæmt nýlegu viðtali. Ofurfyrirsætan Elle Macpherson hefur loksins gefið það upp hver sé lykillinn að baki fegurð hennar. Fyrir þá sem vonuðust eftir einhverjum leynibrögðum þá verða þeir fyrir vonbrigðum. Macpherson segir nefnilega að það sé ekki góðu mataræði, lýta- aðgerðum, líkamsrækt eða rán- dýrum snyrtivörum að þakka að hún sé jafn glæsileg og raun ber vitni. Elle þakkar nefnilega mömmu sinni útlit sitt. „Þetta er allt í gegnunum, ég hugsa ekki of mikið um þetta,“ sagði hún í nýlegu við- tal og auðvitað verðum við að trúa því. Elle Macpherson er alltaf jafn glæsileg, þökk sé móður hennar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Fegurðin í genunum Smáralind Kringlunni Debenhams Full búð af nýjum vörum NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.