Fréttablaðið - 23.03.2006, Page 58

Fréttablaðið - 23.03.2006, Page 58
 23. mars 2006 FIMMTUDAGUR42 Nýjasta hefti tímaritsins Þjóð- mála er komið út og segir ritstjór- inn, Jakob F. Ásgeirsson, að við- tökur ritsins hafi verið góðar allt frá upphafi þrátt fyrir að tímarita- útgáfa geti verið óttalegt basl hér á landi. Þjóðmál er vettvangur frjálshyggjumanna og Jakob segir að „augljós hægri slagsíða sé á rit- inu“ enda sé markmiðið með útgáfu þess að vera vettvangur fyrir tæpitungulausa umræðu um mál sem annars fara ekki hátt í íslenskum fjölmiðlum. Jakob telur skorta skýrari línur í íslensku fjölmiðlalandslagi. „Hér er í raun og veru ekki um marga valkosti að velja,“ segir hann og tekur dæmi af Bretlandi þar sem fólk getur valið að lesa hægri eða vinstri blöð eftir sinni skoðun og smekk. „Hér er þetta einn hræri- grautur og það er kannski það sem fer í taugarnar á fólki því almennt séð vill fólk lesa til þess að fá stað- festingu á sínum eigin hugsunum og kannski fordómum líka.“ Hann segist þó ekki sakna flokksblað- anna sérstaklega þó sumir geri það ef til vill. „Það hefur aldrei verið neitt vandamál að fá fólk til þess að skrifa og margir hafa haft sam- band og vilja fá að birta efni,“ segir Jakob. Meðal efnis í ritinu Þjóðmálum að þessu sinni eru grein eftir Davíð Oddsson, seðla- bankastjóra og fyrrum forsætis- ráðherra, flokksbróður hans Björn Bjarnason, núverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, og bókarýni eftir Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Efnistök greinanna eru fjölbreytt, þar er m.a. fjallað um ráðherraábyrgð, embættisathafnir forsetisembætt- isins, túlkanir á stöðu skattamála og málefni innflytjenda. - khh Þjóðmálin hægra megin Í vikunni voru haldnir tveir menn- ingarviðburðir sem í eðli sínu voru ólíkir en umfjöllunarefni þeirra beggja tengist áherslum íslenskra stjórnvalda í orku- og atvinnumál- um. Í Borgarleikhúsinu á mánu- dagskvöld kynnti Andri Snær Magnason rithöfundur nýja bók, Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, og á þriðju- dagskvöldið hélt Fræðsludeild Þjóðleikhússins umræðufund um leikritið Virkjunina eftir Elfriede Jelinek. Grunntónninn í bók Andra og í Virkjuninni er að hluta til sá sami, gagnrýni á vél- og tækni- hyggju nútímamannsins og á stór- iðjustefnu íslenskra stjórnvalda, en það sætir tíðindum að sífellt fleiri íslenskir listamenn kjósa að fjalla á svo gagnrýninn hátt um hápólitísk málefni dagsins í dag. Sköruglegur og hnyttinn mál- flutningur Andra Snæs í kynningu bókarinnar minnti á uppistand þrátt fyrir alvarleika málsins og ádeilunnar á virkjunarfram- kvæmdirnar á hálendi Íslands en ljóst var að hann átti sér marga skoðanabræður í sal Borgarleik- hússins þvi hann fékk rífandi undirtektir og uppklapp. Frum- mælendur á Réttarhöldum Fræðslu- deildar Þjóðleikhússins höfðu ólík- ar áherslur og efnistök í erindum sínum en mál þeirra bauð upp á býsna líflegar umræður eftir hlé. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, fór í stuttu máli yfir sögu stóriðju og náttúruverndar á Íslandi en hafði annars lítið að segja um leikritið sjálft. Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, stjórnarformaður Landsvirkj- unnar, lagði út af leikhúsupplifun sinni en kvaðst hafa velt fyrir sér hvert leikskáldið væri að fara. Hann kvaðst hafa skemmt sér á köflum en fann að þeim hlutum sýningarinnar sem voru staðfærð- ir til íslensks veruleika og þeirri blöndun að sögusvið þess væri bæði Ísland og Austurríki og tók það fram að honum fyndist verkið „nógu tært af hendi höfundar,“ þrátt fyrir að hann hefði ekki lesið það. Sigríður Þorgeirsdóttir heim- spekingur var á öðru máli og taldi að heimfæra hefði mátt verkið enn meira, en í erindi sínu setti hún verk og lífsskilning Jelinek í samhengi við heimspekilegar hug- myndir um vald tækninnar yfir manninum. Að hennar mati brýtur þessi sýning Þjóðleikhússins blað í íslenskri leikhússögu því verkið fer „beint inn að hjarta íslensks samtíma,“ en henni varð tíðrætt um það áfall eða „trauma“ sem hún telur þjóðina upplifa í tengsl- um við ákvarðanir og áherslur stjórnvalda í virkjanamálum, einkum vegna virkjunarinnar við Kárahnjúka. Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóð- leikhússtjóri komst líklega næst kjarna málflutnings þriðjudags- kvöldsins en hún lagði út af orðum Jóhannesar Geirs sem fyrr um kvöldið ræddi um hina íslensku tilhneigingu að vera ávallt „annað hvort eða“, það er annað hvort á móti náttúrunni eða með henni. Tinna áréttaði að markmiðið með sýningunni á Virkjuninni hefði öðrum þræði verið að endurspegla ákveðna hugmyndafræði sem gegnsýrir íslenskt samfélag, sem til dæmis sæist í forræðishyggju stjórn- valda sem virtust líta á stóriðju sem einu lausnina í efnahags- og atvinnumálum. Hugmyndin um „annað hvort eða“ ætti sér síðan fleiri birtingarmyndir, meðal annars í ótta Íslendinga við of pólitískt leikhús og dilkadrátt því tengdan. - khhRÉTTARHÖLD Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Árni Finnsson talar um íslensku virkjunina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Listræn erindi og ádeila ANDRI SNÆR MAGNASON RITHÖFUNDUR Kynnir bók sína Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� �������������������������������������� ����������� �������� ���������� �������������� �� ��������������� ������������������������������������������ ������������������������������������������� ������������������ ����������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������� �������������������������������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.