Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Page 2

Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Page 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 4. maí 1970 ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS Líkaböng f Hólakirkju í Hjaltadal hangir enn, að sagt er, klukkan Líkaböng. Um þá klukku er það sögn nyrðra, að hún hafi farið að hringja af sjálfsdáðum, þegar lík Jóns biskups Arasonar og sona hans voru flutt norður frá Skálholti. Er sagt, að hún hafi farið að hringja, þegar líkfylgdin kom á Vatnsskarði, þar sem fyrst sér ofan í Skagafjörð, og haett síðan; í annað sinn hringdi hún, þegar líkfylgdin kom á Hrís- háls, þar sem fyrst sér heim að Hólum, upp eftir endilöngum Þeir, sem vilja koma greinum og öðru efni í Mánudagsblaðið hafi samband við ritstjóra eigi síðar en mið- vikudag næstan á undan útkomu- degi Hjaltadal, og í þriðja sinn, þegar líkin komu að túngarðinum á Hól- um. Hélt hún þá Iengst áfram, þangað til líkin voru borin í kirkj- una, og það með svo miklum undr- um, að hún rifnaði. Er þetta talið nokkurs konar tákn og vottur þess, hversu illa jafnvel dauðir hlutir á Norðurlandi hafi unað aftöku Jóns biskups. Espólín getur þess ekki, að Líka- böng hafi hringt sér af sjálfsdáð- um, þó hann tali um hringingar, bæði þegar líkfylgdin fór fram hjá kirkjum í Hólabiskupsdæmi, og frá því fyrst sást til hennar frá Hólum, en hins getur hann sem eins konar kraftaverks meðal ann- arra fleiri, að Héraðsvötnin í Skaga firði hafi verið í leysingu um það leyti, sem líkfylgdin kom að þeim; hafi hún komizt yfir þau á ísbrú einni, en þegar þeir voru komnir yfir, sem líkin fluttu, ræki af spöng ina. Reyðarár- tindur Reyðarártindur heitir fjallstindur einn hár í Austur-Lóni í Skafta- fellssýslu. Einu sinni gekk maður nokkur upp á tind þenna og fann þar rauðan trébút, sem hafði legið þar síðan Nóaflóð. Hann tók flís af trénu. frjörði þá á hann veður hvasst og illt, svo hann efaðist um, að hann mundi komast heim aftur. Þá hét hann á Stafafellskirkju að gefa henni tréflísina, ef hann kæm- ist heim. Gekk honum vel úr því. En tréflísin er enn í kirkjuhurðinni á Stafafelli í Lóni. Dvergasteinn Prestssetrið á Seyðisfirði var í fyrndinni vestan eða sunnan fjarð- ar; en ekki greinir frá því, hvað það hafi þá heitið. í grennd við það var stór steinn, og trúðu menn því fullt og fast, að í honum byggju dvergar, og því var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tím- ar, þótti staðurinn og kirkjan óhag- anlega sett þeim megin fjarðarins, og var því hvort tveggja flutt þang- að, sem þau eru nú, hinum megin við fjörðinn. Steinninn stóri varð eftir, eins og nærri má geta. En þegar kirkjusmíðinni var lokið að mcstu, varð mönnum starsýnt á að sjá hús koma siglandi handan yfir fjörðinn og stefna beint þangað, sem kirkjan stóð. Heldur það á- fram, unz það kennir grunns, og nemur þá staðar í fjörunni. Urðu menn þess þá vísari, að Dverga- steinn var þar kominn með íbúum sínum, dvergunum. Kunnu þeir ekki við sig, eftir að kirkjan var flutt, og drógu sig því á eftir henni. En til ævarandi minningar um guð- rækni dverganna var prestssetrið kallað Dvergasteinn. Oddakirkja Kirkjan í Odda stendur í út- suður frá bænum vegna þess, að áður en kirkjan var byggð, sáust þar menn „sigla" í Ioftinu. Köstuðu þeir niður sverði, og stóð það á oddinum útsuður frá bænum. Bónd inn í Odda vissi, að þar átti hann að setja kirkjuna, en honum þótti það óvanalegt og vildi setja hana suðaustan frá bænum, og á því byrjaði hann. En þá var hvert sinn fallið að morgni það, sem áður var búið að byggja að kvöldi. Var þá ráðið af að setja hana þar, sem hún nú er, og tókst það vel. Takmörk bisk- upsdœma á íslandi Um það eru sannar sögur, að fyrst var hér á landi eitt biskups- dæmi og ekkert ákveðið, hvar biskupsstóllinn skyldi vera, en skömmu síðar varð Skálholt bisk- upssetur; hinn biskupsstóllinn, sem var á Hólum, var ekki stofnaður fyrr en 1106 fyrir bænastað Norð- lendinga, með því þeim þótti örð- ugt að ná til biskups fir svo Ianga leið suður á Skálholt. En munn- mælin hafa notað sér það, að annað biskupsdæmið náði yfir þrjá fjórð- unga Iandsins, en hitt ekki nema yfir einn, til að búa til úr þessum ójöfnuði eftirfylgjandi sögu. Bisk- uparnir í Skálholti og á Hólum gátu ekki orðið alls kostar á eitt sáttir um takmörkin á biskupsdæm- um sínum, en settu þá Biskups- vörðu, sem er milli Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu, fyrir takmörk á þá hliðina, að norðan og austan lengst, og komu sér svo saman um, að þeir skyldu ríða þaðan báðir. Hólabiskup fyrir norðan land, en Skálholtsbiskup fyrir sunnan. hring inn í kring, og þar sem þeir mætt- ust, skyldi takmarkið vera á hina hliðina milli biskupsdæmanna. Eftir það reið Skálholtsbiskup dag og nótt sem mest hann mátti og hestarnir gátu farið og kom Ioks dauðmóður þangað sem mótin eru. En aftur er þau frá Hólabiskupi að segja, að hann fór hægt yfir landið og tók ekki væst upp á sig, enda var hann álúraður og sællegur, þeg- ar hann mætti embættisbróður sín- um. Þeir hittust við suðurendann á Hrútafirði, og því hafa takmörk biskupsdæmanna verið haldin eftir þeim firði miðjum jafnan síðan. Þess ber að geta, að frá því landíð var frjálst, hafa takmörk Norðlend- inga- og Vestfirðingafjórðungs og allt eins biskupsdæmanna, gengið eftir endilöngum Hrútafirði. Sementsverksmiðjan býður bæjar- og sveitarfélögum sement til gatnagerðar d drinu ÍSTO með mjög hagstæðum kjörum SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS AKRANESI

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.