Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Side 8

Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Side 8
úr EINU+ ÍANNAÐ Glerbrot.á Götum — Síðu kápurnar — Dómarinn og þjórféð —■ Sætavísur og hávaði — Neytendasamtökin og sjónvarps- viðgerðir — Skemmtileg auglýsing GLERBROTIN á götum Reykjavíkur eru orðin óþolandi og ekki að sjá, að þorgaryfirvöldin, eða sú deild þeirra, sem á að sjá um hreinsun glerja, geri nokkuð að ráði í málinu. Lög- reglan sýnir yfirleitt þann manndóm, að sópa glerjum brott af götunum eftir árekstra, en því fer víðs fjarri, að götuhreins- arar nenni að nema þau á brott. Þetta er sóðaskapur sem ekki á að líðast auk þess, sem hjólbarðar verða fyrir ,,barð- inu" á þeim. ★--------------------------- Kvenglöggur skrifar: „Þakka þér innilega fyrir ummælin um klossana, sem stúlk- ur ganga á um þessar mundir, og náhvítu sokkabuxurnar, hvort tveggja er viðurstyggilegt. Þó langar mig að bæta við, að síðu kápurnar, sem hafa náð vinsældum hjá gelgjufólki eru sízt betri og fara öllum, undantekningalaust illa. Stelpurn- ar líta út eins og ræfilstjásur, vaxtarlausar og flatbrjósta, al- gjörlega óþolandi. Þær ættu að breyta um hið snarasta". SION VARP VERSNAR ENN NEMENDUR VERZLÓ Oscar-verðlaun MÁLHALTAR STÚLKUR ATHYGLISVERÐUR ÞÁTTUR LIST FORNSAGNA Takist manni, með snefil af ástæðu að hrósa sjónvarpinu eina vikuna skal það aldrei bregðast, að næsta vika er svo langt neðar öllu velsæmi í velflestum tilfellum, að fyrr eða seinna fer manni beinlínis að óa fyrir ef eitthvað tekst ó- venjulega vel hjá stofnuninni. Lög úr söngleiknum „Hárinu" voru flutt af nemendum úr Verzl- Mánudagur 4. maí 1970 unarskóla íslands, og þessir við- vaningar voru eitt hið skársta, sem fannst af íslenzkum flutningi í allri dagskránni s.l. sjö daga. Ekki var það þó, að hér væri um vandaða sýningu að ræða eða þá heldur sýningu, sem einhvers virði væri. Onei, þetta var þokkalegt, jafnvel all-þokkalegt með tilliti til nem- endanna, sem sýnilega virtust leggja sig alla fram. En það er bara staðreynd, að enginn getur ætl azt til þess, af græningjum að gera slíku söngverki nokkur tæmandi skil, hvorki í leik, söng, dansi eða mímikk. Og satt bezt sagt, þá erum við ekki í neinu skapi til þess að taka undir með kerlingum höfuð- staðarins og segja eins og þær gera flestar, fullar af göfuglyndi og við- kvæmni — þau gerðu sitt bezta, greyin. Oskarhátíðin s.l. sunnudag var vel unnin en fyrir þá, sem fylgzt hafa með þessum þáttum undanfar- in ár, er ekki mikið um nýjungar frá sjálfsaðdáunarfélagi þeirra Hollywoodbúa. Bob Hope er allt- af fyndinn og orðheppinn, og ef- laust féllu „Oskararnir" þar sem þeir voru bezt verðskuldaðir, og gaman var að sjá augnabliksmynd- ir úr verðlaunamyndunum og svo flash-back úr gömlum Gary Grant- myndum, sem margar hverjar eins og t. d. The Philadelpia Story, voru hreint afbragð. Við horfðum með talsverðri athygli og eftirvæntingu á vinkonu okkar Raquel Welch (sjá 3. síðu), sem við höfum tekið nokkru ástfóstri við, en urðum, satt bezt sagt fyrir nokkrum vonbrigð- um. Það var gaman að sjá John Wayne. vinna Oscar í þetta skipti, n ’.ske ' ki svo mjög fyrir leik, heldur fyrir það eitt að vera slíkur persónuleiki og hann vissulega er á léreftinu. í góðu tómi var líkt og vant e :' Framhald á 5. síðu. ★—------------------------- UNGÞJÓNN nokkur, sem tekinn hafði verið í „kjallarann" full- ur, var dreginn fyrir dómarann daginn eftir og sektaður. Þegar sektin var upp lesin, spurði ungþjónninn sakleysislega: „Eyr- irgefið þér, en tekur rétturinn við drykkjupeningum?" „Eruð þér snarvitlausir, hvernig vogið þér yður að láta yður detta slíkt í hug. Auðvitað gerum við það alls ekki". „Það var leiðinlegt", svaraði ungþjónninn" ég hefi nefni- lega ekkert annað á mér‘.‘. ★-------------------------- NÚ FARA skólar að hætta og væntanlega fara þá smástelpur að leita sér atvinnu. Bíóin gætu veitt einhverjum sætavísum atvinnu í sumar en losað sig við þær, sem fyrir eru, því vart heitir að þær líti nokkuð eftir meðan á sýningu stendur og látið er afskiptalaust með öllu, þó áhorfendur einkum strákar og stelpur, trufli sýningar með hávaða. Svona fólk á að láta út og bíóin ættu a.m.k. að hafa stúlkur, sem reyna að halda reglu. ★-------------------------- HAFA Neytendasamtökin, sem alltvilja leiðrétta, nokkuð kynnt sér kostnað við viðgerðir sjónvarps eða eftir hvaða reglum og „skala" er unnið af þeim, sem við sjónvarpsviðgerðir fást? Svo er að sjá, sem verð fyrir þessa vinnu sé allmjög á reiki og beri engum tveim saman. Neytendasamtökin ættu að at- huga í kyrrþey hvernig þessi mál standa, svo almenningur njóti góðs af, því sumir álíta að stundum séu brögð í tafli. ★-------------------------- AUGLÝSINGAR geta oft verið skemmtilegar, einkum ef þær bera þess vott, að vel er meint, en misskilið af lesendum. Nýlega rákumst við á eftirfarandi í Vísi, týndum henni, en fundum aftur fyrir nokkru. Auglýsingin hljóðar svo. „Herbergi með eða án húsgagna til leigu, aðgangur að eld- húsi og öðrum þægindum hjá barnlausri sjómannskonu. Sími 13833“. Því miður munum við ekki dagsetninguna, en auglýsingi.n er um 3ja vikna gömul. hatti&mAkó Hestamennska vex í Kópavogi Gustur rekur reiðskóla og námskeið Mikil grózka er nú í Hesta- mannafélaginu Gust í Kópa- vogi, en nú er liðið hálft fimmta ár (stofnað í nóv. 1965) frá stofnun þess. Félagið hef- ur nú fengið eigið athafna- svæði fyrir alla starfsemi sina, 5 hektara í landi Smára- hvamms og lætur hreppurinn félagið hafa svæðið leigufrítt næstu fimm árin. Á svæðirui er nú áætlað að byggja allt að 45 hús fyrir hesra, auk félagsheimilis,. en nú þegar eru byggð 6 hús en mörg í byggingu. í sl. viku boðaði stjórn Gusts blaðamannaftind, en stjórnina skipa Björn Sigurðsson, formaður, Hreinn Árnason, ritari, Arelius Sveinsson, gjaldkeri, en meðstjórnendur eru Páll Valmundsson og Bjarni Bjarna son. Ræddu þeir félagar nokkuð starf félagsins en um þessar mund- ir stendur yfir námskeið í hesta- mennsku á vegum Gusts, og lýkur því 14. maí n.k. Er námskeiðið í félagsheimili Kópavogs og verða þar bæði fyrirlestrar um hesta, með ferð þeirra og helztu sjúkdómar og annað varðandi hestamennsku, sem hestamönnum er nokkur nauðsyn að vita. Halda þar m.a. annars fyr- irlestra Páll A. Pálsson, yfirdýra- læknir, Brynjólfur Sandholt, dýra- læknir, Bjarni Bjarnason og svo Sigurður Haraldsson í Kirkjubæ, sem ræðir um þjálfun og tamningu hrossa. Á síðasta stunri starfrækti Gust- ur reiðskóla en svo var aðsókn mik- il, að félagið annaði ekki eftirspurn í sumar er x ráði að hafa tvö nám- skeið, í hálfan mánuð hvort, og hefst það fyrra 15. júní en hið síð- ara 29 sama mánaðar, en aðsetur skólans er á félagssvæðinu við Smárahvamm. Hefur félagið yfir 25 hesta á námskeiðinu, en þá lán- ar Þorkell Bjarnason, hrossaræk’ - arráðunautur, með öllum reiðtyg um. Um þessar mundir eru um 150 skráðir félagar í Gusti með úm 350 hross. Þess ber að geta, að mjög mikið er um félaga utan Kópavogs, eða ca. þriðjungur. Gusmr leggur mikla áherzlu á það, að menn hirði hross sín sjálfir, kynnist þeim og þekki þá þannig sem bezt. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (53) Atvinnulýðræði í upp- eldismálum Æði Múgsins — Stofnun Holzkamps — „Til rauða frelsisins11 — Umbúðaiausar „hugsjónir“ — Óði apinn ætti alltaf að vera í búri — „Úreltar myndugleikahug- myndir og markmið, sem reist eru á grundvelli reglu- semi og hreinlætis, hafa hingað til ákvarðað and- rúmsloft uppeldisins í vest- ur-þýzkum barnaskólum. Gegn slíkum viðhorfum setur deildi. sér það lýð- ræðislega uppeldismálatak- mark að leysa barnið úr viðjum, þ.e. að efla hin kyn- ferðisl ^ viðbrögð þess, þegar á frumbernskualdri, að eyða hreinlætistyftuninni og að vekja pólitíska með- vitund þess með leik- bragðslegum aðferðum.“ „DIE HUMANISTISCHE UNION": Opinber fréttatil- kynning æskulýðsmálalands- þings samtakanna birt í Wies- baden 10. Marz 1970. ÞOLINMÆÐI GETUR ÞROTIÐ Allar götur frá upphafi mann- legra sambúðar- og samskiptahátta á jörðinni, og fram á þennan dag, hafa flestar hugsandi manneskjur verið á einu máli um það, að ekk- er sé þjóðfélagslega nauðsynlegra en frávikalaus boðorð, ströng lög og eindregnar reglur. Þessi sann- færing hvílir á þeim óbifanlegu rökstoðuiri, þeim aldagömlu sann- indum, að ekkert samfélag fái stað- izt og þroskazt, ef mannleg hegð- un er seld á vald óhömdum eðlis- hneigðum og óbeisluðum tilfinn- ingum. Hin áskapaða vanhæfni mannkyn'sins. hugsunarleti þess, sið ferðislegt hirðuleysi, skefjalaus græðgi og fýsnaákefð, óstjórnleg grimmd samfara fyrirlitlegu kjark- leysi, eru áþreifanlegar staðreyndir, sem allir hægrimenn (fasistar, stjórnræðissinnar, íhaldsmenn) við- Framhald á 7. síðu

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.