Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 5
Mánudagur 4. maí 1970 Mánudagsblaðið 5 IEIKHÚ Leikíélag Kópavogs: Annað hvert kvöld Höfundur: Francois Campaux atriði leiksins eru milli hennar og Ragnhildar og er þar leikur Auð- ar mjög áferðargóður og alveg til- gerðarlaus; Zourah, blökkustúlkan, er leikin af Sigrúnu Björnsdóttur, fallegri og vel-vaxinni stúlku, fullri af kynþokka, sem hún virðist hafa fullan hug að kynna áhorfendum með ýmsum hreyfingum og svefn- herbergjasiðum. Þá kemur leikur Valdimars Lárussonar skemmtilega á óvart í hlutverki Vilhjálms, hins kvennabósans, sem hyggst sigla með Karolínu. Leikur Valdimars er bráðskemmtilegur en hann ætti að kunna betur replikkur sínar. Ragnhildur Steingrímsdóttir, Sús- anna, lék snilldarvel hlutverk sitt, nokkuð Iágróma, en frjálsleg og örugg í fasi og tilbrigðarík í leik. r eiginlega furða að höfuðstaður- inn hefur ekki sótzt eftir henni í ýms hlutverk hér, því þar yrði he.mi ekki ofaukið. Um þýðingu Lofts Guðmunds- sonar skal ég ekki dæma. Málið er lipurt, en staðfæringar hans orka talsvert tvímælis og stangast sumt heldur ánaralega á í flutningi. Ég fæ ekki séð hversvegna staðfæring var nauðsynleg. fslendingar eru ekki alveg einangraðir og staðfær- ing verka eins og þessa er hreint út í bláinn. En sýningin er samt all-þokka* Ieg dægradvöl. — A.B. KOGGLAR-KORN-MJOL KIDRNFODUR FÓÐURBLANDAN HF. 56 á 160 t>ÚS. 22 á 200 ÞÚS. Leikstjóri: Ragnhildur Steingrímsdóttir 20 á 180 ÞÚS. 2 á 250 MÍS. Simi 24360. Grandavegi 42, Reykjavik Leikfélag Kópavogs frumsýndi sJ. miðvikudagskvöld gamanleik- inn Annað hvert kvöld eftir Fran- cóis Campaux í þýðingu og stað- færingu Lofts Guðmundssonar. Gamanleikurinn fjallar nær ein- ungis um framhjáhald miðaldra manns, Georgs, tveggja barna föð- ur, og að bezt verður séð, bezta manns utan þessa eina ljóðs á ráði hans. Leikurinn hefst t i það bil sém konan hefur „grátið" sitt síð- asta orð, er að flytja að heiman, til útlanda með viðhaldi sínu, en börn- in elta föður sinn heim til við- haldsins hans, Súsönnu. Reyndar eru þetta nútímabörn, pilturinn, PálI, heldur við negrastelpu, kyn- bombu sunnan úr Afríku, sem er nemandi í vestrænum skóla, en telpan, Jóhanna, missti meydóm sinn í fylleríi, sextán vetra tæp- lega, og hafði, að því er bezt verð- ur séðrekkefin8 móti þessum skaða sínum; í ejlífupi ófriði þeirra hjóna, Georgs og Karolínu, sem nú eru að skilja, hafa börnin ekki haft ann- að til dundurs en hlusta á leyni- símtöl föður síns og viðhaldsins og kunna öll skil á því sambandi, enda lífsreynd með afbrigðum og brögðótt að sama skapi. Auk barn- anna sem eru í heimsókn hjá við- haldi föður þeirra kemur svo eig- inkonan, móðirin, í skyndiheim- sókn til að ganga frá öllu áður en hún fer í sinn túr og auðvitað með „sínu" viðhaldi, sem hún kynntist í sama mund og maður hennar kynntist sínu og dóttirin missti meydóminn. Auk þess kemur í ljós, KAKALI Framhald af 4. síðu. sem þegar verður að slá niður. Við setum víst stolt í æðstu menn þjóðarinnar og þjóðina sjálfa. Við þolum ekki, að öl- musumenn, kostaðir til náms af ríkinu, vaði uppi með soraskap og ósvífni. Það er enginn vandi að slá þessa dóna niður, nú þeg ar, og setja aðra þrifamenn í þeirra stað. Það eru til nógir ungir menn, sem þæðu menntun væri hún þeim boðin. Hér kem- ur hvorki stéttaskipting né per- sónuleg velmegun til greina, heldur sú sjálfsagða skylda for- ustumanna okkar að stjórna, en ekki láta stjórnast Eflaust þurfa launamál stúd- enda einhverja leiðréttingu. En það er hvorki vald þeirra né starf stjórnarinnar að láta skríls- element stúdenta ráða og skip fyrir verkum. að viðhald frúarinnar heldur einn- ig við viðhald Georgs, svo þetta fer nú að verða heldur en ekki heim- ilislegt þegar á líður og þarna fá- um við Ioksins skýringu á heiti leiksins, Annað hvert kvöld. f heild má segja, að leikritið sé Iétt og gamansamt og krefst tals- verðra leikþrifa, ef vel á að vera. Eins og búast má við býr fámennt leikfélag yfir takmörkuðum leik- kröftum, enda klúðrast sýningin einna helzt vegna þess. Verkið er stutt, hratt og vestrænt, að mér skilzt. Það byggist á orðaleikjum, st.tðbundnum bröndurum, léttri kímni og er, satt bezt sagt, mest- megnis þunnmeti og dægurfluga. Þó þyrfti það ekki að vera mjög bagalegt, því til eru sýningar, sem hafa það eitt markmið að skemmta Hinsvegar er það bagalegt, að ís- lenzkir leikstjórar og leikendur vaða enn í þeirri villu, að sé stykk . ið léttvægt, þurfi hvorki leik n« vandaða vinnu. Er L. K. sízt sek áfa í þessum efnum en hinir „stóru" í Reykjavík. Leikstjórn Ragnhildar Stein- grímsdóttur er all-góð svo langt sem hún nær. Sjálf Jeikur Ragn- hildur eitt veigamesta hlutverkið. Súsönnu, og gerir það henni tals- verðan óleik, því flest atriðin, sem hún leikur, eru á móti aðalhlut- verki verksins, sem sýnilega gefur henni ekki nærri nógu nákvæma innsýn í það, sem fram fer á svið- inu, einkum leik Georgs, sem eig- inlega allt veltur á að takist. Því miður tekst það ekki. Theodór Halldórsson, Georg, reynir, en nær litlu úr hlutverkinu. Sviðsfas hans er stirt, röddin óviss og hreyfingar óeðlilegar. Hann á að vera stirður, máske Iuralegur, en leikur hans er mekaniskur, þ.e. eftir formúlunni þrjú skref til hliðar, tvö áfram o.s. frv. Þetta hefur leikstjórinn ekki gert sér far um að Iagfæra, því ef- laust mátti betur gera. En annar höfuðgallinn, sem ekki má henda í hröðum gamanleik, hlöðnum hnyttnum orðaköstum, er sá að Theodór kunni ekki bops í rullu sinni, stamaði og mismælti sig í sí- fellu. Það er óafsakanlegt. Jónína H. Jónsdóttir, Jóhanna, gerir hins- vegar hlutverki sínu ágætustu skil, létt , lipur, cynisk, týpisk nútíma stúlka á æskuskeiði. Er leikur hennar jafnbeztur allra. Þá gerir Jón Gunnarsson, Páll, hlutverki sínu allbærileg skil, rólegt sviðs- fas, skýr og talsvert blæbrigðarík- ur í tali, og dæmigerður ungur maður, eins og við ímyndum okk- ur þá vera. Karolína er í góðum höndum Auðar Jónsdóttur og beztu ÞAÐ ER VANDI AÐ VEUA BÍL ! 100 sinnum munu heppnir vinnendur i Happdrætti DAS standa andspaenis þeim vanda á naasta happdrættisári.— Sliku tækifæri hefur enginn efni á aí sleppa. doe KORNMÖLUN — BLÖNDUN — BÚLKFLUTNINGAR. LAUST EÐA SEKKJAÐ... Hvort sem þér þurfið að fóð-ra nautgripi, sauðfé, svín eða hænsni, er ódýrasta fóðrið ætíð það, sem gefur mestu afurðaframleiðslu miðað við kostnað. — HÉR ERUM VIÐ Á ÚNDAN — Með markvissri markaðskönnun og fóðurrannsóknum getum við tryggt bændum hagkvæmasta fóðrið, miðað við fóðureiningu. Samanber rann- sóknamiðurstöður fóðureftirlitsins sem birzt hafa í FREY. Heilt bygg ósekkjað á bifreið Pr- tonn kr. 5.430,00 Heilt bygg sekkjað í 45 kg. stk. — — — 5.730,00 Kúafóður — 9 — ósekkjað á bifreið — — — 7.222,00 Sauðfjárblanda — 12 — ósekkjað á bifreið — — — 8.000,00 Varpfóður 5 tegundir — Kúafóður 4 tegundir — Reiðhesta- blöndur 2 tegundir. — Okkar viðurkennda Colborn ungafóð- ur, auk fjölda annarra íslenzkra og erlendra fóðurblanda.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.