Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 4. maí 1970 fynr alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður. AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Ráðherraafrek krata í ólestri Kosningarnar Framhald af 1. síðu ur aðeins harðsnúinn hóp um sig, en ékki fjölmennan. Kratar skipa nýju liði fram, og eru þrír efsm menn listans að vísu vinsælt fólk, en þó má efr að flokkurinn geri annað en halda sínu. Listi Hannibals er og verður mesta ráðgáta. Ofsinn og brambolt- ið, sem hæst bar um síðustu kosn- ingar er nú að mesm horfinn, og margir telja að Hannibal hafi mýkst með aldri, og sé jafnvel of ínn manm. burc?3 MODEN 7 • Plarten Sk* Ihrc Sommcr- und p Urlaubsmodc f'. mlt dtescm Heft! j 'r-r 75ModcJBc;-.-' ■ zumSelhíí- r ' cf 'T. macheo , • ' && KAKALI SKRIFAR: Eitt af þeim afrekum, sem skrifuð verða á reikning Eggerts Þorsteinssonar, ráðherra, er skipan hans í forstjórastöðu Tryggingarstofnunar ríkisins. Gekk þar ráðherrann framhjá valinkunnum hámenntuðum sérfræðingi, Guðjóni Hansen, sem þar hefur unnið og sumir segja raunverulega stjórnað Trygg- ingastofnuninni um árabil. Raunverulega ætti fáa að undra gerðir Eggerts. Eggert er krati, gæddur öllum göllum kratans, tækifærissinni, alinn upp í andrúmslofti bitlinga, svika og sjálfshyglunar. Þó má fullyrða, að aldrei hefur verið gengið eins hreinlega í berhögg við embættisskyldu, réttsýni og almenna dómgreind og gert var nú. Ráðherrann hefur stað- ið í óheyrilegu samningamakki og braski um þetta embætti við eigin flokksfélaga. Hann hefur keypt sér framtíðaraðstöðu, sem gripið verður til um leið og hann veltur úr embættinu. Nú kætist Eggert ytra, ásamt yfirmanni sínum Emil ráð- herra. Á Islandi er þinghaldi framlengt vegna anna. Tveir forustumenn Alþýðuflokksins kjósa þessa daga til siglinga. Og svo ætlast þeir til að flokkurinn verði kosinnl Strok úr „Steininum" við Skólavörðustíg er nú farið að verða gamanmál, ekki aðeins fanganna heldur og allra Reyk- víkinga og eflaust þjóðarinnar í heild. Það er augljóst, að fangageymslan er óhæf til síns brúks og háðung fyrir refsi- valdið á Islandi. Heita má, að fangar gangi út og inn að vild, og er sennilegt að fangaverðir fái ekkert við ráðið. Það er orðin mikil nauðsyn endurbóta í þessum efnum. Fangaverðir hafa lýst yfir, að óskum þeirra um slíkar bætur hefur ekki verið sinnt. í þessu felst ótrúlegt kæruleysi og tómlæti í garð öryggis borgarbúa. „Steinninn" hefur húsað morðingja, nauðgara og illvirkja af öllu tagi. Þessir menn, margir afsinna af örvæntingu, gætu hæglega brotizt út og framið glæpi sína aftur, eða leitað hefnda á ímynduðum eða raunverulegum óvinum sínum. Hvar stendur ríkið, ef fangi í vörzlu þess, brýtzt út og fremur ódæði? Er það ekki bóta- skylt? Það er furðulegt, að þessi mál skuli engu öðru mæta en tómlæti og kæruleysi af hálfu yfirvaldanna. hlyntur íhaldinu, þó heldur hann persónulegum vinsældum og senni- lega nægir þaS til þess, að koma I IHREINSKILNI SAGT Smjörþefur skrílæðisins — Mistök ráðherra — Ósvífni og ruddamennska — Fordæmi Maós — Islendingum blöskrar — Á bandi ríkisvaldsins ef... — Reynsla Rússa af „alþýðunni" Loksins hefur xslenzkur al- menningur fengið smjörþefinn af frábærri og átakanlégri fram- komu íslenzks skríls í gerfi menntunar. íslenzkur ráðherra lagðist svo lágt, að þiggja boð sambands íslenzkra námsmanna erlendis til einhliða viðræðna, en honum hefði átt að vera Ijóst, að hér var og er að- eins um að ræða valinn hóp kommúnista og annarra öfga- manna, sem efnt hafa til upp- þota og skammarlegs ofbeldis undanfarna daga, í kjölfar 11- menninganna, sem nýlega settu óafmáanlegan blett á þjóðina í heild með framkomu sinni í höf uðstað Svía. Fundurinn fór eins og til var ætlazt af hendi ofstopamanna. Ráðherra var kallaður í karp- húsið, yfirheyrður af dónum, rennusteinsliðið brást þeim ekki, og varð síðan að þola svívirðing- ar og álygar manna, sem bezt ciga heim meðal dreggja þjóðfé- lagsins. Nemendur, ef okkur er leyft að nota það orð gálauslega eru, flestir, ef ekki allir, fulltrú- ar öfgasinna, vanþakklátur Iýð- ur, sem þjóðin hefur alið við brjóst sér, leyft að mennta sig á hennar kostnað og ætlar, er tím- ar Iíða, að treysta fyrir ýmsum vísindagreinum og þekkingar- atriðum, sem ekki eru á hvers almúgamanns hendi. Er svo að sjá, sem þessir menn, og við not um orðið „menn" einnig kæru- Ieysislega, telji það einhverja stórfórn, að vera settir til mennta og heimta laun fyrir og allskyns fríðindi, sem almenn- ingi eru meinuð. Það er leitt, að menntamálaráð herra er meinleysismaður. Eng- inn ráðherra, né ríkisstjórn reyndar, hefur efni á því að sýna slíkum hópi sem þessum nokk- ura Iinkind og enn síður Iáta hann skipa sér til fundarhalda og yfirheyrzlu, eins og nú varð raunin á. Það er í fyrsta lagi, óheyrilegt, að ráðherra láti svo lítið að þiggja boð manna eins og þess- ara á almennum fundi. Ráðherr- ann hefði átt að vita, að slíkan fund myndu aðeins sækja dreggj ar námsmanna, óvaldir dónar, útsendarar Æskulýðsfylkingar kommúnista, samskyns skríll og þegar er alþekktur hér í borg fyrir tiltektir sínar, uppivöðslu og óspektir. Þá er og þess að gæta, að slíkur fundur er frek- leg móðgun við allan þorra stúd enta og námsmanna almennr sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og námi og allri almennri velsæmi. Hafa þeir lýst hinni megnustu andúð á öllu þessu brölti og „byltinga"-aðgerðum öfgamanna. Ráðherraembætti fylgir viss virðing. Þeirri virðingu er víð- ast við haldið, þótt áberandi hafi hún verið hrakin út í horn í „alþýðulýðveldinu" Kína, þar sem þrælsóttinn er bundinn einni mannsmynd, Maó, en allir aðrir embættismenn og ekki sízt nánir samstarfsmenn hans verða fyrir uppivöðslu, dómi og aðkasti tryllts skríls, sem í lokin varð svo óður að sjálfur Maó varð að taka á öllu afli hers og persónustyrkleika til að hemja æðið. Hafði þá skríllinn ekki aðeins drepið ráðamenn af æðstu gráðum heldur og myrt almenning að vild. Nú er svo komið, að Maó er í sæmilegri kyrrþey, að aflífa mestan hluta ofsamannanna, sem góðir þótm meðan menningarbyltingin stóð yfir og var Maó gagnleg. Slík verða oft örlög ofstopalýðsins, enda oftast mátulegt. Þessu er þó allt öðruvísi farið á íslandi. Hér er gerð „bylting" í skjóli þess, að þjóðin er sein- þreytt til vandræða, afundin vopnum og hroðaverkum, kjark- laus og einum of góðlynd, en þessa sjúkdóma má rekja til mannfæðar og andvaraleysis vegna velmegunar síðari ára. Vel er þó, að hér tíðkast hvorki blóðug átök né mannvíg. Ekki er það þó mannúðar vegna, held ur hins, að við megum lítt við mannlátum vegna mannfæðar og nauðsynjarinnar á því að nýta mannafl til atvinnuveg- anna. Mannúð er hinsvegar eitt úttaugaðasta orð, sem nú er í notkun, enda vart við öðru að búast, þegar allt vald og öll lög eru smátt og smátt að Ieggjast í hendur fjölmennum klíkum, sem hafa það eitt markmið að smjaðra fyrir skrílnum og fara að óskum hans til þess eins að halda völdum. Því miður er þáð svo, að ríkisstjórnin hefur æ of-. an í æ orðið sek um að hafa ógnað heill þjóðarinnar, ekki aðeins vegna svokallaðra „bylt- ingamanna", heldur beinlínis stefnt þjóðarhag í voða, til þess að halda alþýðu góðri og borg- aranum blíðum. Þetta er máske skiljanlegt, en þó er það tilfelli, sem hér er til •'mrasðu alls annars efnis. f þetta skipti hefur ríkisvaldið bjóðina með sér. Jafnvel hinum friðsömu og loenmóðukenndn íslendingum blöskrar ósvífni þeirra snáka, sem hún hefur al- ið við brjóst sér Látum vera, að þeir hafi gert '.urk innanlands, en framkoma þeirra ytra og á- lygar og rógur um ástandið heima á íslandi, hafa vakið ein- hverskonar föðurlandsást hjá þjóðinni, sem flestir héldu að hún hefði löngu glatað eða a. m. k. svæft. Hér gat öll ríkisstjórn- in gert ákveðnar og afdrífaríkar ráðstafanir, að hún hefði hlotið hvers manns lof og blessun — en þess þarfnast hún sárlega. Sú var tíðin, að menn voru stoltir af menntafólkinu. Sumt komst til vegs og virðingar, ann- að varð að gagnsmiklum borg- urum, enn aðrir unnu að vís- indum og listum, sumir urðu frægir. f dag er þessu öðruvísi farið. Menntunin er komin á annað stig, einhverskonar lægra strata, hvar almúginn er orðinn of mikill þátttakandi, smjörþef-r i urinn, feitmetið og vulgus tekn- ir fram yfir menntun og menn- ingu.1 í dag þykir alþýðlegt, jáfn vel sjálfsagt, að láta skríleðlið vera alls ráðandi. Menn þurftu aðeins að heyra orðbragð svokall aðra námsmanna gagnvart ráð- herra til að finna á hvaða stigi umgengni og almennra manna- siða þetta pakk er. „Allir jafnir" hugmyndin hefur alltaf verið þeim Iægstu gómsæt, því eigin aumingjaskapur þeirra hefur alltaf verið þeim sá dragbítur, sem skilið hefur þá frá öllum hinum betri mönnum. Með- fædd skríleinkenni verða ekki þvegin af með því einu að læra formúlur eða leggja söguleg at- riði á minnið. Rússar lærðu þetta snemma á ferli kommún- ismans. Bjartsýnismenn þeirra höfðu fyrst þær hugmyndir, áð „allir væru jafnir". Gekk svo langt, að óbreyttum hermönnum var bannað að sýna yfirmönnum sínum virðingu að hermanna- sið. Þótti það ekki alþýðulegt. Fljótt var þó horfið frá því ráði, því skrílseðlið þoldi ekki þessa linkind og „jafningjarnir" teknir úr „alþýðuröðum", urðu uppi- vöðslusamir, ósvífnir, og kunnu á engan hátt að meta það góða. sem þeim var gert með þessu „alþýðubragði" yfirmanna. Fór því sem fór, enda er agi nær hvergi betri en í herjum komm únista hvar skríllinn fær engu á- orkað. Hér birtist þetta hugarþel í smærri og ómerkilegri mynd en. engu 'ður, í þeirri mynd, Framhald á 6 síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.