Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 3
Mánudagur 4. maí 1970 Md'nud ag£ DÍ a ö i d 3 Raquel Welch leysir frá skjóðunni Kost’r kynbombunnar - Eru karlmenn að úrkynjast? — Frekja og ofsi kven- fólks — Glataður réttur - Upplýsingar (Framhald). Welch: Allt í einu varð það á allra vörum að ég væri kynbomba. Eg veit eiginlega ekki hvað það er. $ú einkunn á ekki við mig. — Það er nú samt sú hugmynd sem þorri manna gerir sér um yður. Hvað haldið þér að almenningur, fólkið sem sér kvikmyndir yðar, meini með þessu hugtaki? Welch: Ég geri ráð fyrir að átt sé við að slík kona hafi eitthvert sérstakt vald yfir karlmönnum; rneð öðrum orðum að ég sé kona sem flestir karlmenn vildu sænga hjá ef þeir ættu þess nokkurn kost. En það fer því miður jafnan svo að allar þessar kynbombur eða töfradísir verða í hugum manna ákaflega einfaldar manngerðir sem þeir kunna að girnast en komast aldrei í kynni við sem raunsannar mannverur. Þessi hugmynd sem menn gerðu sér um mig var mér ekki aðeins fjötur um fót, heldur fannst mér ég vera misskilin. Eng- inn tók mig alvarlega. Ég þráði að losna úndan þessu fargani, en það virtist vera með öllu ókleift. Það var sama hvað ég gerði, ég gat gengið að því vísu að það liti allt út eins og það væri í þetta sama mót steypt. Hvort sem ég átti nokkra-sök á -því eða ekki hafði ófreskj.a .orðið til. og ég, er enn að reyna að kveða hana niður. Kynbomba áreynsla? — Er það virkilega svo átakan- leg reynsla að vera talin kynbomba? Welch: Það hefur að vísu sína kosti. Það er skárra en að hafa á sér vinnukonustimpil. Ég var líka kölluð fegursta kona veraldar og hvaða kona gengst ekki upp við slíka gullhamra? En gallarnir eru miklu þyngri á metunum en kost- irnir. Einkunnin kynbomba skygg- if einhvern veginn á allt annað í manni. Kynbomba er ekki nein lif- andi mannvera. Hún er plastkven- maður. Hún er Súperkona. En hún býr ekki yfir neinum hugsun- um, neinum tilfinningum, neinu yfirleitt. Hún er bara mannæta, kvenvargur. Það vill svo til að ekk- ert af þessu á við um mig, ég er alls ekki ein af þeim nútímakonum sem öllu vilja ráða. Enginn getur s?.gt þeim til verka. Þær fá allt sem þær girnast með því að vera jafn- frekar og ágengar og þeir karl- urinn var áður heimilisfaðir og höfuð ættarinnar, en nú, þegar svo margar konur eru farnar að vinna úti, er hann ekki lengur einn um t að afla heimilinu viðurværis. Þetta | er mörgum karlmönnum erfitt við- fangs. Hann verður að vera mjög öruggur um karlmennsku sína til að sætta sig við þetta. Onnur hætta sem steðjar að kynferðishlutverki karlmannsins er að konur eru farn- ar að vakna til vitundar um mörg gömul og ný sannindi. Áður fyrr var venjan að líta svo á að konan væri fíngerð og viðkvæm vera sem sæti heima við útsaum, barneignir og heimilishald yfirleitt, byggi manni sínum gott heimili, eldaði mat hans og þjónaði honum á alla lund — en væri ekki jafningi hans. Henni var ekki kleift að komast undan þessum skylduverkum til þess að eiga í ástarævintýrum utan hjónabandsins. Hún þurfti á allri orku sinni og hugmyndaflugi að i halda til þess eins að hafa eigin- manninn góðan þegar hann var heima. En samtímis hafði karlmað- urinn fullt frelsi til að sjá sig um utan heimilisins og leita nýrrar reynslu. Hann var mörgu kunnugur og þegar hann kom heim gat eig- inkonan ekki eignazt neina hlut- deild í reynslu hans því að hún vissi í rauninni ekkert um hana. En þó var til þess ætlazt af henni að hún sætri sig við þetta, við að þjóna eigin áhugamálum í þágu heimilisins og fjölskyldunnar. Frelsi og áleitni kvenna Konan tók að finna til afbrýði vegna þess að margir karlmenn færðu sér í nyt fórnfýsi hennar og smám saman fór hún að fylgjast með því sem gerðist utan veggja heimilisins. Hún komst að því að fela mátti öðrum að sjá um börnin og heimilið. Henni varð ljóst að hún gat gefið sér tíma til að vinna ! úti og afla sér síns eigin fjár. Hún varð sjálfstæð og frjáls — til að klæðast eins og henni sýndist, reykja sígarettur eins og karlmenn, fara á hestbak, skjóta af byssu — til hvers sem vera skyldi. Rökrétt afleiðing af þessu var að konan sagði við eiginmann sinn: „Heyrðu góði minn, þú ert tvöfaldur í roð- inu. Ef þér sýnist svo geturðu haid- ið fram hjá mér, en þú skalt ekki halda að ég sætti mig við það fram- menn sem þær líkja eftir. Konur . vegis. Ef þú heldur fram hjá, þá eru nú á dögum orðnar svo ágeng- j held ég líka framhjá". Það eru .ar að mig grunar að þeir séu marg- margar konur sem þannig haga sér ir karlmennirnir sem geta ekki nú og þær eru reyndar orðnar svo staðið þeim á sporði. Bandariskir karlmenn að úrkynjast? i — Sumir eru þeirrar skoðunar að hætta sé á að bandarískir karl- menn úrkynjist. Welch: Það er alveg áreiðanlega rétt. Karli.-ennirnir hafa helzt úr lestinni og mega sín nú lítils á áleitnar að ég held að elskhugar þeirra séu teknir að segja sem svo: „Hægan nú! Mig hefur alltaf lang- að til að koínásn yfir,jáuðsveipán kvenmann, en nú óska ég þess helzt að hún berháttaði sig ekki á stund- inni, heldur leyfði mér að fíéra sig úr fötunum. Hamingjan góða, ég á ekki einu sinni frumkvæðið! Það er hún sem serðir mig!" Konan er sundlaug — Við lestur — Ky nboviba — Haldið þér að margar konur geti valdið því hlutverki? Welch: Nei. Engar konur hafa öðlazt jafnmikið frjálsræði og þær bandarísku né kunna jafn illa með þáð að fara. Þær beita frelsi sínu mörgum þeim sviðum sem þeir að taka frumkvæðið á öllum svið- eins og barefli og nota það til að I lumbra á karlmönnunum þar til voru áður allsráðandi á. Karlmað-, um. þeir vita ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Þær eru orðnar svo yfirgangs- samar að þær eru löngu búnar að fyrirgera jafnréttinu, en eru að ganga af verslings karlmönnunum dauðum. Ég skil ekki hvers vegna konur sækjast eftir því, sérstaklega á ég við róttæk samtök eins og S.C.U.M. (The Society for Cutting Up Men — eiginlega: Samtökin um að brytja karlmenn niður). Þetta eru sannkallaðir kvenvargar. Þær hata benilínis karlmenn. Þær eru að reyna að læða því að okkur að konur hafi í rauninni enga kyn- hvöt, að við þörfnumst ekki karl- manna, að kynnautnin sé aðeins til trafala — leiðinleg skylda sem við verðum að gangast undir til þess að eignast þak yfir höfuðið. Þeim finnst að illa hafi verið farið með þær og vilja hefna sín með því að gefa einhverjum á’ann. Það er brjálæði .... „Vil verða leikkona . . .“ — Þeir fyrirfinnast sem halda því fram að þér hafið enga Ieik- hæfileika; að þér hafið ekki annað fram að bjóða en fegurðina. Welch: Ef svo væri, myndi ég vera illa á vegi stödd, ekki satt? En ef mér er ofviða að gera nokkuð veigameira en að sýna sjálfa mig, myndi ég vilja komast að því nú þegar, fremur en halda áfram að sýna það sem ég tel ekki vera nema svo sem tvo þriðju af hæfileikum mínum. Ég get ekki neitað þeirri staðreynd að ég bý yfir líkams- þokka, en ég vil ekki að ég sé dregin í dilk aðeins samkvæmt því. Ég hef þörf fyrir að tjá mig. Ég vil vera leikkona. Upptugga ‘ — Er ekki fólki farin að leiðast sú gamla upptugga? Welch: Að vísu, en það vill baija svo til að þetta er satt. Ég hef ekki látið slíkt mér um munn fara í háa herrans tíð, vegna þess að þetta hljómar eins og gömul upptugga. Ég geri mér Ijóst að flestar leikkon- ur fara að tala um að þær taki leik- listina alvarlega þegar þær hafa öðlazt stjörnufrægð og vilja þá ekki lengur kannast við það sem gerði þær frægar. Ég neita því ekki að ég er þakklát fyrir þann frama sem ég hef hlotið vegna Iíkamskosta minna, en ég kæri mig ekki um að vera einhver skrautbrúða það sem eftir er af ferli mínum í kvikmynd- unum. Þetta er óskaplega mann- skemmandi, ég veit það sjálf, því að eitt sinn var komið svo fyrir mér að ég var farin að trúa því sjálf að svona væri ég í rauninni. Ég var alveg sannfærð um að ég væri alger bjáni, að allir væru miklu betur menntaðir en ég. Ef nógu margir verða til að segja manni að maður búi ekki yfir neinum hæfileikum eða sköpunargáfu eða að starf manns hafi ekkert listgildi, fer maður að trúa því. Ég sór þess eið að vinna gegn þessu með því að útvíkla listskyn mitt. Það fór alveg eins fyrir Marilyn Monroe. Hún giftist Arthur Miller og stundaði nám hjá Lee Strasberg af því að hún hélt að þetta fólk gæti gefið henni það sem hana skorti. En maður getur ekki fengið það frá öðrum. Það verður að koma frá sjálfum manni. Þegar ég fór að gera mér það ljóst, afréð ég að eyða ekki allri ævinni í óþverra af því tagi sem ég hef hingað til ver- ið bendluð við. (Framhald í næsta blaði)

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.