Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur 4. maí T970 Mánudagsblaðið 7 A tvinnulýðræii í uppeldismálum Framhald af 8. síðn urkenna, og telja m.a. ótvíræða sönnun þess, að án einbeltttar, skyn samlegrar og dugandí valdstjórnar verði lífinu ekki Gfað í jákvæð- um skilningi — já, pg sé ekki þess virði að því sé Iifað. Valdsstjóm hefir því ævinlega verið knýjandi nauðsyn, en þó aldrei í allri veraldarsögunni jafn ófrávíkjanlegt lífsskilyrði og síð- astliðinn aldarfjórðung, og verður sú þörf stöðugt brýnni með hverj- um deginum, sem líður, og sköp- unarverkinu og náttúrulögmálun- um ofbýður ekki heimska og þrjózka múgkynsins. En sú þolin- mæði hefir einu sinni brostið áður. Það var, þegar „Drottinn . . . iðr- aðist þess, að hann hafSi skapað ntennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu. Og Drott inn sagði: Ég vil afmá af jörðinni mennina, . . því að „jörðin fyllt- ist glæpaverkum." í þann tíð varð þrábeiðni eins manns, sem „fann náð í augum Drottins", til lífs, og Iíf þróaðist aftur á jörðinni. (I. Mósebók 6—8). BDLSÓKN VINSTRI- MENNSKUNNAR Ástæður þess, að þörf mannkyns ins fyrir afturhvarf til uppbyggi- légra lífsskoðana og heilbrigðra stjórnarhátta, er brýnni nú en nokkm sinni áður, liggja í augum uppi. Síðan vinstrimennskan (kommúnismi, Iýðræði, frjálslyndi) vann ^ajgeran t sigur á „hinu illa í heiminum" árið 1945 og síðan, hef- ir hinum meðfæddu meinhneigðum múgsins ekki aðeins verið mætt af tómlæti, umburðarlyndi og „skilningi", heldur hafa þær bein- línis verið gerðar að dyggðum, eft- irsóknarverðum keppikeflum í siálfum sér, þær hafa verið hafn- ar upp í hávegu lögverndaðra rétt- inda. Þeim hefir verið þröngvað uop á þjóðirnar í krafti hagsmuna- félaga, ríkisstofnana og alþjóða- samtaka. Allt, sem um aldaraðir hefir aðgreint siðað fólk frá slor- dónum, og gefið lífinu siðmenn- ingargildi, hefir verið troðið niður í svaðið af vinnuofstæki þeirra mannaeftirlíkinga, er ekki hafa kært sig um að halda viti. Ásköpuð guðstrúarþörf, náttúrleg ást og virð- ing fyrir þjóð og föðurlandi, um- hyggja fyrir fjölskyldu og ræktar- semi við heimili, Iöngun einstak- lingsins til efnahagslegs sjálfstæðis og heiðarleg sjálfbjargarviðleitni, óspillt réttlætiskennd og óskir um öryggi Jífs og Iima, allt eni þetta gildi og gæði og geðhrif, sem vinstrimennskunni eru sjúklega ó- geðfelld. Af ákaflega eðlilegum or- sökum. Ef svo væri ekki, væri vinstrimennskan ekki af lýðræðis- legum toga spunnin, og því hvorki iýðræðisleg né sjúkleg. ÓGNIR S* '’UNNAR — TYFTUN KLUKKUNNAR Af nákvæmlega sömu ástæðum eru reglusemi og þrifnaður eitur í beinum allra fremstu baráttujálka uppeldislegrar vinnstrimennsku í lýðræðislegum anda, eins og hisp- urslaust er viðurkennt í stefnuyfir- Iýsingu þeirri, sem vitnað er til í upphafi þessa greinarkoms. Ög einnig þar er um misfellulaust | samræmi á milli orða og lífsskoð- unarkjama að ræða. Börn og ung- lingar, sem hafa verið alin upp við hreinlæti og þrifnað, reglusemi í leik og við nám og störf, eru af- ar óheppilegur efniviður í eirðar- Iausan, viljalausan, stéttdreginn kosningafénað. Skæruliðahugarfar hlyti einnig að vera einkar viður- styggilegt í augum slíkra ung- menna. Þetta hafi vinstrimenn (kommúnistar, Iýðræðissinnar, frjálslyndir) líka rekið sig óþyrmi- lega á. Þá athugasemd verður þó að gera hér — og undirstrika ræki- lega —, að virk meðhjálp eða frum kvæði kommúnista í af afsiðunar- iðjunni tekur aðeins og eingöngu til þjóðfélaga, sem þeir ætla að Ieggja undir sig, en hafa ekki getað ennþá. f þeim ríkjum, þar sem þeir hafa völdin, er breytandi breytt, þar eru flest formerki viðvikin; því að enda þótt stjórnmálaheili í hrein- ræktuðum kommúnista hljóti að vera afskaplega óhræsilegur að gerð og efni, þá er hann þó m. a. að því leyti frábrugðinn samsvarandi hjálp artæki undir tveggja þumlunga þykku hattstæði flestra annarra vinstrimanna (lýðræðissinna, frjáls- lyndra) að hann er ekki af hálmi eingöngu. Og aldrei hefi ég heyrt þess getið, að sowjetmenni telji æskulýð sínum stafa nein tortím- ingarhætta af sápu og klukku. „Stofnun Holzkamps tók stofur á leigu við Oranien- platz í verkalýðshverfinu Kreuzberg. Leiguupphæð- ina (160 mörk) greiddi Heim spekideildin. Daglega á mílfi kl. 14 og 18 voru fimm til 15 börn, 8 til 14 ára að aldrí, í „Rauða fre!sinu“, og var þeim ekk- ert heilagt. Þau ræddu um stríðið í Vietnam og af- klæddust í pantleikjum“. — „DER SPIEGEL", Hamburg; Nr. 16, 13. Apríl 1970. „FRJÁLSI HÁSKÓLINN“ ANNAÐIST FRAMKVÆMDIR í flestum tilvikum væri ekki nein sérstök ástæða til þess að kippa sér upp við „hugsjónir" lýðræðisins, ef þær birmst eingöngu í orðum og yfirlýsingum. Slíkt hlyti náttúrlega alltaf að vera afar hvimleitt og bera vott um andlega óværu þeirra samborgara, sem gerðust berir að þess konar háttalagi, og væri auð- vitað sjálfsögð þrifnaðarráðstöfun að kveða sérhverja slíka rödd nið- ur með öllu begar í stað. En það er þó þá fyrst, þegar „hugsjónin" breytist í athafnir og athafnirnar í veruleika, að ósóminn verður naum ast afborinn, bví að gagnstætt því, sem flest flón harma, þá er lýð- ræðið auðveldlega framkvæman- Iegt, hefir margsinnis og víða ver- ið framkvæmt, og er svo að segja einrátt á hnettinum núna. Að vísu ekki víða í sinni jafnréttislegustu mynd, enda mætti fyrr spilla en gjörspilla. Og þær tafir, sem sums staðar hafa orðið á fullkomnu lýð- ræði, hafa morgenthauþýzkir sam- herjar „der Humanistischen Union" einmitt talið þreytandi, og því gert sínar ráðstafanir til þess að þýzkt æskufólk losnaði sem fyrst undan þrældómi klukkunnar og tyftun sápunnar. „Starfsskrána hafði „Rauða sellan Sálfræði" (Rotzeps) samið í samvinnu við Holz- kamp og aðra samsinnta. f „Rotzeps“ eru 50 hinna 270 stúdenta í Vestur-Berlín, er nema sálarfræði sem aðal- námsgrein. Markmið til- raunarinnar átti að vera, „að gera framkomu, sem á ræt- ur að rekja til bælandi upp- eldis, skiljanlega í afstöðu sinni til þjóðfélagslegs lifn- aðarháttasamhengis, og beina henni í viðjalausan farveg með aqaafnámi í á- fönqum og með því að vekja meðvitund um hegðunar- viðbröqðin“.“ — „DER SPIEGEL", Hamburg; áður ívitnað tölublað. Framleiðslumiðstöð afþýzkaðrar lýðræðisæsku, „Zur Roten Frei- heit", var sett á stofn af „Die Freie Universitát" í Vestur-Berlín, og allur reksturskostnaður greiddur úr sjóði þeirrar frelsisunnandi stofn- unar. Fyrir hönd háskólastjórnar- innar fór prófessor Dr. Klaus Holz- kamp, 42 ára að aldri, deildarfor- seti Sálfrseðistofnunar Háskólans, með alla andlega leiðsögn og sá um daglega starfsemi. Honum til full- tingis unnu þrír aðstoðarprófessor- ar og 17 stúdentar baki brotnu við úrvinnslu hráefnisins síðan á miðju ári 1969. Og þar fóru engir meðal- menn. Að minnsta kosti gaf æsku- lýðs- og menntamálastjóri Vestur- Berlínar, Horst Korber, þeim svo- felldan vitnisburð: „Framkoma þeirra og viðhorf voru vel til þess fallin, að auka og þroska andlega og siðferðislega vel- ferð harna þeirra og unglinga, er þeim var trúað fyrir." VfSINDALEGT VÖRUMAT Allt, sem fram fór í stofnuninni, var jafnóðum tekið niður á hljóð- rita. og síðan fært inn í þykkar dagbækur. vandlega innbundnar, „til vísindalegra rannsókna". En svo varð slvs. Um mánaðamótin Marz —Apríl seldi einhver nákominn dagblöðunum textaafritin, og það þ. kkist sem kunnugt er ekkert I dæmi um Iýðræðislega prentsmiðju- vöru, sem ekki flennir jafnvel sví- virðingar um sína nánustu yfir þvera forsíðuna, ef aðeins er lík- legt, að með þvílíkum upplýsing- um megi auka götusöluna að ein- hverju ráði. Hin „vísindalegu rannsóknar- efni" lýðraeðislegra uppalenda „Frjálsa Háskólans" í Vestur-Ber- Iín, svo og ávextir iðju þeirra, líta m.a. svona út eins og þau eru skráð í minnisdagbækur prófessoranna við klakstíina „Til Rauða Frelsis- ins": „24. 11. 1969: Ég hóf því að segja frá keisaranum (Innskot undirritaðs: Keisara frans), stéttarlegum lifnaðarháttum hans og framferði. Börnin: „Sona idíót eins og Onassis." „Eða eins og Nixon. Líka so- leiðis svín.“ Börnunum var þegar Ijóst, hvaðan peningar hans kæmu og aí* keisarinn lifði á kostnað þegna sinna: „fólkið vinnur og der Knilch (Innskot undirritaðs: „Der Knilch'* er óþverrayrði, sem ég get ekki þýtt) gómar pen- ingana“. . . þegar ég sagði þeim dálítið frá lífsskilyrðum fólksins. Samstundis kvað við mótmæli: „Það ætti að gera tih^C. " 18. 12. 1969: Allt i einu fær H.frábæra hugmynd. Hún sting ur upp á við börnin, að þau acllu að skipuleggja andstæð- ingahópa þannig, að annar leiki hlutverk stúdentanna í mótmælagöngu, hinn aftur á móti „bullurnar"; börnin fagna r. pástungunni ákaft. í fyrstu gengur þetta þó ekki að öllu leyti vcl, það skortir hið rétta ar.Jrúmsloft götubardagans. Þar sem stærri og sterkari strákarnir leika hlutverk „bull- anna“ (loksins tóku þeir að sér hlutverk yfirvcldspersónu, sem þeir annars koma sér allt- af hjá), sláumst við H. í hóp- inr með kröfugöngumönnun- um. Fyrst í stað er H. hlédræg. Við hitum andrúmloftið upp með kall- og hrópa-kórum, sem börnin taka þegar í stað undii: „Hikk-hakk bullupakk“, „Á götunni eruð þið bullur, en í bólinu eruð þið núllin“; öðru hverju minnum við „bullurnar“ á það, að þær megi ekki láta ögranir á sig fá, því að þeir r egi ekki gleyma því að allt sé Ijósmyndað og kvikmyndað jafnjjarðan, og að ef maður sjái „bullurnar“ gere eitthvað, sem sé óheimilt, þá verði þær reknar úr starfi. Það heyrast nýir kallkórar: „Takið nú einu sinni niður um ykkur buxurnar og undir birt:ct brúnn Pimmel“ (Innskot undirritaðse. „Pimm- el“ sbr. ath. mína við „Der Knilch"), „Og á helgri nótt — götustríð11, því næst ráðast kröfugöngumenn á „bullurn- ar“ það verður hörkubardagi. Gert er stutt hlé á honum, til þess að við getum öll kastað mæðinni. 26. 11. 1969: Við hina hlið- ina á mér lá J., er gaf mér sí- fellt olnbogaskot, en ég taldí mig hafa ástæðu til þss að ætla, að j i væru ekki sökum þess, að þröngt væri um hana, heldur væri hún að gefa mér undir fótinn. . . . Yfirleitt ögr- uðum við alltaf leynt og Ijóst, þarna sem við lágum, til kyn- ferðislegra leikbragða, sem síðan birtust í látbragði, sem T. sýndi okkur með K. á borðl (sem svið). Huðmyndina áttí T., svo og hin einstöku til- brigði voru útfærð eftir uppá- c.ungum hennar. Fyrst var á- formað að sýna kynferðismök meb látbragðsaðferðinni. Til þess kom ekki, af því að K. velti sér tryllingslega hlæjandi á gólfinu. 12. 12. 1969: T., er hefir blátt áfram ískyggilegan áhuga á kynferðislegu ástalífi kennar- anna, spyr P., hvort hún hafi haldið framhjá, hún sé jú gift. Áhuginn er alveg sérstakur á þvi, hvort hún hafl einhvern tíma gefickt (Innskot undirrit- aðs: Orðmyndina „gefickt" vil ég ekki þýða hér) með mér. Siðari spurningunni neitar P., fyrri spurningunni svarar hún meS því að gera grein fyrir framhjáhaldi og tryggð í ein- stökum atriðum . . . K. hafði komið inn sem snöggvast og* verið ákaflega leyndardóms- full. Hún hvarf með nokkrum strá'kUrti'''ftíam í eldhúsið. Migs langaði að vita hvað væri á seiði, þá faldi hún eitthvað í flýti undir peysunni sinni. Það var ekki nokkur leið að fá hana til að sýna, hvað hún var með, heldur hljóp hún út. M. sagði: „Hún er með hefti með nöktu kvenfólki og hvernig þær ficken.“ Að nokkrum tíma liðnum kom K. aftur (ég haföi útskýrt fyrir drengjunum, að klám væri ekki Ijótt í sjálfu sér og K. þyrfti ekki að blyqð- ast sin þess vegna, ég hefði sjálf ánægju af að skoða klám- myndir. Því næst hlupu nokkur barnanna til og komu með K. inn aftur, og öll skoðuðu þau klámmyndaheftið. K. hafði hnuplað því úr peningaskáp föður síns, þar sem tólf önnur voru eftir).“ Við þetta hefi ég ekki nokkrum sköpuðum hlut að bæta. Ég hefi aldrei amast við því, að lýðræðis- legir vinstrimenn sýndu sig í eðli- legri stærð, í eðlilegum lit og með eðlilegum hætti. J. Þ. Á. — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — CJtbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópul — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar'

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.