Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Síða 6

Mánudagsblaðið - 04.05.1970, Síða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 4. maí 1970 Burstagerðin 40 ára f síðustu viku bauð stjórn Burstagerðarinnar blaðamönnum til sín, en tilefnið var, að 1. maí s.l. varð fyrirtækið 40 ára. í tilefni þess var skýrt frá eftirfarandi m.a.: Burstagerðin var stofnuð 1. maí 1930, og á því 40 ára afmæli um þessar mundir. Stofnandin, Hró- bjartur Árnason, hafði lært bursta- og penslagerðariðn í Danmörku, og mun hann vera eini íslendingur- inn, sem haft hefur meistararétt- indi í þeirri iðn. Hróbjartur var því brautryðjandi hér á landi í þessari iðngrein, og kenndi hann m.a. þeim mönnum, sem svo kenndu og þjálf- uðu blinda í burstagerð. Hróbjartur rak Burstagerðina sem einkafyrirtæki allt til ársins 1953, er hann andaðist. Þá tók við framkvæmdastjórn þess Sigurberg- ur Árnason, bróðir hans, og gegndi hann því starfi til ársins 1965, er synir Hróbjarts, Árni og Friðrik, tóku við. Árið 1967 kaupir svo Friðrik, sonur Hróbjarts, Bursta- gerðina ásamt Heiðmundi Sigur- mundssyni frá Vestmannaeyjum, og reka þeir hana síðan sem hluta- félag. Fyrstu 12 árin í sögu Burstagerð- arinnar, var burstagerð hér á landi eingöngn handiðn. Þá störfuðu að jafnaði 12 manns hjá fyrirtækirm. Fyrsta burstagerðarvélin var keypt árið 1942, en verulegar endurbæt- ur og vélvæðing hófst ekki fyrr en á ð 1957. Burstagerðin hefur ætíð verið stærsti framleiðandinn á sínu sviði hér á landi og er fjölbreytni fram- leiðslunnar mikil, eða allt frá tann- burstum til stærstu götu- og verk- smiðjukústa. Einnig framleiðir fyr- irtækið bursta fyrir fiskiðnaðarvélar mjólkurtækjabursta og ýmsa aðra iðnaðarbursta ásamt öllum tegund- um málningarpensla. Má segja að vel mögulegt sé að hún geti full- nægt alveg innanlandsþörf fyrir þessar vörur á samkeppnisfæru verði við erlenda framleiðslu. Jafn- vel er mögulegt, með þeim vélum og tækni, sem Burstagerðin hefur nú yfir að ráða, að hefja útflutn- ing á burstum, og sýnir það, að íslenzkur iðnaður þarf alls ekki að standa erlendum að baki, hvorki að gæðum eða framleiðslukostnaði. Burstagerðin er nú til húsa að Auðbrekku 36, Kópavogi. í verk- smiðjunni starfa nú 7 manns, auk skrifstofu og framkvæmdastjóra, og meiri hluti þessa fölks hefur unnið fjölda ára hjá fyrirtækinu, sumt samfleytt í 30 ár. Eins og áður er sagt er sjálf- virkni véla orðin svo mikil, að hægt er að stórauka framleiðsluna án þess að fjölga fólki að nokkru ráði. Eru eigendurnir nú bjartsýnir á framtíð fyrirtækisins, eftir ýmsa uppbyggingarerfiðleika, sem tekizt hefur að sigrazt á. Sjónvarpið Framhald af 8. síðu e‘. .skonar endurspeglun af stjöm- anda þátarins, Stefáni Smælí Hall- dórssyni. I>að er einkennilegt hve margar ungar stúlkur em vart tal- andi á íslenzkt mál, jafnvel svo, að þær em illskiljanlegar og þvöglu- kenndar í rómi. Skaði með svona laglegar stúlkur. En mikið ósköp er þetta allt líflaust. Frumþráður lífsins er mjög at- hyglisverður þátmr og kom þar margt mjög áhugavert fram, enda skýrt á einfaldan og auðskilinn hátt, vel sett á svið. Fyrir íslenzka sjón- varpinu virðist hafa vakað, að fraxSa íslenzka foreldra hvernig tveir hvítir gæm átt svart barn. Solon Islandus, Sölvi okkar Helga- son, reiknaði einu sinni svartan króna í vinnukonu í Skagafirði en var að reikna hann burt afmr enda var kerlingin meykerling. íslenzkt kvenfólk er sko ekki í vandræðum ef það óskar eftir slíkri produktion í mallakútinn sinn. Sænska sjónvarpið sýnir sænska jazz-leikara. Þarf að segja meira? List fornsagna, þátmr sem vakti eftirvæntingu, fór eirihvernveginn út um þúfur vegna þess, að þált- takendur virtust lítt eða ekki nál- gast efnið eins og það var aug- lýst. Það verður og seint ljóst for- ráðamönnum sjónvarpsins, að allir þessir samrasðuþættir, hverju nafni, sem þeir nefnast, em vart nægi- Iega undirbúnir, dauflega fluttir og alltof smttir meðan efnisválið er svona almenns eðlis. Þessu verður að breyta næsta vetur, ef sjónvarp- ið á ekki enn að versna og verða ófullkomnara. « EP) UMBOÐ í REYKJAVIK: Aðalumboð Vesturveri Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33 Sjóbúðin við Grandagarð Þórunn Andrésdó'ttir, Dunhaga 17 B.S.R., Lækjargötu Verzlunin Roði, Laugavegi 74 Hreyfill, Fellsmúla 24 Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60 Hrafnista, verzlun Verzl. Réttarholt, Réttarholtsvegi 1 Bókaverzl. Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7 Breiðholtskjör, Arnarbakka 4—6. í KÓPAVOGI: LRaskálinij, Z ,nm.o........ Borgarbúðin, Hófgerði 30. í HAFNARFIRÐI:,^r, i riRn".o-iKoní-ir. nm? — Verzl. Föt og Sport, Vesfurgötu 4. Sala á lausum miðum og endurnýjun árs- miða stendur yfir. HAPPDRÆTTI D. A. S. Aðalfundur Aðalfundur Loftleiða h.f. verður haldinn föstudaginn 29. maí n.k., kl. 2 e.h. í Hótel Loftleiðir (Leifsbúð). DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarsförf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Hluthafar fá atkvæðaseðla í aðalskrifsfofu Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, fimmtu- daginn 28. maí. STJÓRN LOFTLEIÐA H.F. WFTLEIBIR MM MM BB.ASYIMÖM© Bf SKAUTAHÖLLINNI 1.-10. MAÍ OPIN: VIRKA DAGA KL. 17-22, HELGI- DAGA KL. 13.30-22 HAPPDRÆTTI. Hver aðgöngumiði gildir einnig sem happdrættis- miði, hafa því sýningar- gestir möguleika á að vinna nýjan bíl, sem er til sýnis á útisvæði sýningarinnar. NÝJUSTU GERÐIR fólksbíla, jeppa, vélhjóla, vörubíla, langferðabíla, hjólhýsa, vinnuvéla auk varahluta, sýnt á 2700 m2 sýningarsvæði. Ath. Flugfélag íslands mun veita afslátt á fargjöldum innanlands, til og frá Reykjavík, þeim sem sækja sýninguna utan af landi. SKOÐIÐ ÞESSA GLÆSILEGU BÍLASÝNINGU í SKAUTA- HÖLLINNI; aijus auglysingastofa w? FELAG BIFREIÐA- INNFLYTJENDA

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.