Tíminn - 11.11.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.11.1977, Blaðsíða 23
Föstudagur 11. nóvember 1977 23 Ráðstefna á vegum Framsóknarflokksins um málefni sveitarfélaga Dagana 11. og 12. nóvember n.k. mun Framsóknarflokkurinn efna til ráðstefnu um sveitarstjórnarmálefni. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Esju i Reykjavik og verður opin öllum sveitar- stjórnarmönnum og öðrum þeim, sem áhuga kunna að hafa á þeim málum, sem um verður fjallað. Tekin verða til meðferðar þrjú tiltekin mál. Dagskrá verður hagað þannig: Föstudagur 11. nóvember. Kl. 20.00 Ráðstefnan sett: Kristján Benediktsson borgarfulltrúi i Reykjavik. Avarp: Ólafur Jóhannesson, formaður Fram- sroknarflokksins. Kl. 20.30 Atvinnumál: a) Hver eiga afskipti sveitarstjórna að vera af atvinnuuppbygg- ingu og hvernig er best að þeim sé háttað? Framsögu hefur Eggert Jóhannesson hreppsnefndarmaður, Selfossi. b) Byggðastefnan og áhrif Byggðasjóðs og annarra opinberra lánasjóða á atvinnuþróun hinna ýmsu byggðarlaga. Fram- sögumenn verða: Magnús Bjarnfreðsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi og Sigurður Óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi Akur- eyri. Fundarstjóri verður Jón A. Eggertsson hreppsnefndar- maður, Borgarnesi. Ólafur Kristján Jón Eggert Magnús Sigurður Laugardagur 12. nóvember Kl. 9.30 Aldraðir og öryrkjar Hvernig getum við á sem árangursríkastan hátt ef) * ! félags- lega aðstoð við aldraða og öryrkja og staðið að byggir.gu ibúð- arhúsnæðis, dvalarheimila og sjúkrastofnana fyrir þessa hópa fólks? Framsögu munu flytja: Gylfi Guðjónsson, arkitekt, Reykjavik, Ingimar Ingimarsson oddviti Vik og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði. Fundarstjóri verður Guðjón Stefánsson, bæjarfulltrúi, Keflavik. Gylfi Ingimar Ragnheiður Guðjón Kl. 11.00 Kaffi i hliðarsal á 2. hæð. Kl. 11.30 Ibúðabyggingar og unga fólkið: a) báttur sveitarfélaga i byggingu ibúðarhúsnæðis. Framsögu hefur Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, Reykjavik. b) Lán til ibúðabygginga og vandaméf unga fólksins að eignast húsnæði. Framsögu flytur Jóhann H. Jónsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi. Fundarstjóri verður Kristján Magnússon, sveitar- stióri. Vopnafirði. Kl. 13.00 Sameiginlegur hádegisverður. Þar mun Steingrimur Hermannsson ritari Framsóknarflokksins flytja ávarp og m.a. ræðtt- undirbúning næstu sveitarstjórnarkosninga. Kl. 14.00-16.30 Umræðuhópar starfa og taka fyrir hin þrjú aðal- mál ráðstefnunnar. Formenn umræðuhópa verða: Magnús Bjarnfreðsson, Kópavogi, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Hafnarfirði og Jóhann H. Jónsson Kópavogi. Kl. 16.30 Umræðuhópar skila áliti. Siðan verða fyrirspurnir og umræður um niðurstöður þeirra. Fundarstjóri verður Brynjólfur Sveinbergsson, oddviti, Hvammstanga. Kl. 18.00 Ráðstefnunni slitið: Einar Agústsson varaformaður Framsóknarflokksins. Steingrimur Brynjólfur Einar Á eftir framsöguræðum i hverjum málaflokki er gert ráð fyrir umræðum og fyrirspurnum eftir þvi sem timi vinnst til. Ráðstefnan er opin öllum þeim er vinna að sveitarstjórnar- málefnum og öðrum, sem áhuga kunna að hafa á þeim málum, sem verður fjallað. i Þátttöku ber vinsamlegast að tilkynna I sima 2 44 80 O Hrafnista kr. og öðlazt þannig forgangsrétt til að búa i húsinu. Gjafir hafa borizt að upphæð 9 1/2 milljón. 75,6 milljónum af tekjum af Bæjarbiói, Laugarásbiói og happ- drætti DAS hefur verið varið i bygginguna. Auk þessa hafa fengizt lán úr viðlagatrygginga- sjóöi, frá húsnæðismálastjórn, Lifeyrissjóði sjómanna, Lifeyris- sjóði vélstjóra (Hlif), Lffeyris- sjóðnum Skildi, Lifeyrissjóði SIS og Eimskip, erfðafjársjóði, Sparisjóði Reykjavikur, Stofn- fjársjóði fiskiskipaflotans, tékka- sjóði, auk þess sem Seltjamar- neskaupstaöur og Grindavikur- hreppur hafa lagt fé til bygging- arinnar og eiga Grindvikingar rétt á rými fyrir sjö á dvalar- heimilinu. Aðrir hafa brugöizt illa viö lánsfjárbeiðnum til Hrafnistu, svo sem Alþingi og tveir stærstu viðskiptabankar sjómannadags- ráðs. Byggingarframkvæmdir viö Hrainistu hófust fyrir alvöru haustið 1975. Ætlunin var að húsiö yrði fullgert á sjómannadaginn I sumar þegar hann var hátiðlegur haldinn i fertugasta sinn. Það tókst þó ekki, en daginn fyrir sjó- mannadaginn vigði biskup Is- lands húsið, sem þá var fokhelt. Eftirlitsmaður meö byggingar- framkvæmdum er Anton Nikulásson. Forstöðukona er Sigriður Jónsdóttir, sem áður stjórnaði elliheimili Akureyrar. Matráðsmaður er Arsæll Pálsson. Pétur Sigurðsson hefur stjórn framkvæmda með hendi. Auglýsingadeild Tímans flokksstarfið Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Einar Agústsson utanrikisráðherra verður til viðtals að Rauöar- árstig 18 laugardaginn 12. nóvember kl. 10-12. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík Basar — Flóamarkaður að Hallveigarstöðum laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00 A boðstólum verður stórkostlegt úrval af góðum vörum. Þær sem hafa hugsað sér að gefa kökur, komi þeim á sölulista fyrir hádegi á laugardag. Nefndin Framsóknarmenn á Suðurnesjum Félag ungra framsóknarmanna i Keflavik efnir til fundar laugardaginn 3. desember kl. 16.00 i Framsóknarhúsinu Austur- götu 26. Framsögu flytja Jón Skaftason alþingismaður um kjördæma- skipan og kosningalöggjöf og Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri um saltverksmiðju á Reykjanesi. Fundarstjóri verður Friðrik Georgsson. Ollum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Ungir fram- sóknarmenn eru sérstaklega hvattir til að fjölmenna. Stjórnin marka&storg viðskiptanna Verzlunin KJÖT & FISKUR ereinn af frumherjum baráttunnar fyrir lægra vöruveröi til neytand- ans. Hagkvæm innkaup, skynsamlegur rekstur og vaxandi velta gera okkur mögulegt aö bjóöa lægra vöruverö. Viö riöum á vaöiö meö „sértilboöin” siöan komu „kostaboö á kjarapöllum" og núkynnum viö þaö nýjasta I þjónustu okkar viö fólkiö I hverfinu; „Markaöstorg viöskiptanna ” A markaöstorginu er alltaf aö finna eitthvaö sem heimiliö þarfnast og þar eru kjarapallarnir og sértilboöin. Þaö gerist alltaf eitthvaö spennandi á markaöstorginu! sértilboð: Dofri hreingerningarlögur 1 lítri kr. 240,00 Iva þvottaefni 5 kg. 1113.00 Coco puffs pk. 306,00 Cheerios pk. 207,00 Hveiti Pillsbury Best 10 Ibs. 441,00 Hveiti Pillsbury Best 5 Ibs. 221,00 Strásykur 2 kg. poki 156,00 R'tzkex pk. 157/00 Sani wc. pappír 12 rúllur 696,00 Ora grænar baunir 1/2 dós. 178,00 Ora grænar baunir 1/2 dós. 275,00 Akra smjörlíki stk. 162,00 DHkaskrokkar á gamla verðinu hálfrar aldar þjónuita kjöt&fiskurhf seljabraut 54-74200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.