Tíminn - 11.07.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.07.1978, Blaðsíða 12
12 Þriftjudagur 11. júll 1978 Til orustu við aukakílóin sjö kíló á tveim vikum meira en tvær vikur i einu. Eftir það verður fólk aftur að borða fjölbreyttari fæðu um nokkurn tima. Siöan er i lagi að byrja aftur á kúrnum i eina til tvær vikur. Þá skal tekið fram að þetta er sagður svo strangur megrunar- kúr að öðru fólki en stálheil- brigðu er ráöið frá að reyna hann. Einnig skal fólki bent á, aö til aö kúrinn nái tilgangi sin- um eru settar eftirfarandi regl- ur sem veröur að fylgja ná- kvæmlega: Algerlega verður að fylgja matseðlinum Það má engu breyta. Ef það t.d. stendur, stórt stykki af kjöti þá verður það iíka að vera minnst 200 gramrna kjötstykki. Minna gerir minna gagn. Kjöt, fiskur, ostur og egg innihalda mikið af eggja- hvítu sem eykur brennslu og þar með hraðar því að fólk léttist. Þar sem af tur á móti er» tekið fram um ákveðna vikt af einhverju verður einnig að fylgja því ná- kvæmlega, bæði þyngd og tegund matar. Borða verður allt sem á matseðlinum stendur. Það sem minnkar árangur f lestra er að þeir fylgja ekki þessari reglu. Ekki má heldur skipta þessum mat milli máltíða eða borða hann sem aukabita. Kroppar af öllum stærðum. Suma vankanta og aukakeppi er hægt aðfela að nokkru leyti með fötunum en þarna er það ekki hægt. Drekkið mikið Drekka skal mikið vatn, minnst 2 lítra á dag og jafnvel allt að fjóra lítra. Þessi kúr losar mik- ið af úrgangsefnum úr likamanum, og þeim á að skola burtu með vatni. Drekki fólk of lítið geta þessi úrgangsefni festst í líkamanum og valdið eitrun sem myndar bjúg. Ekki er nauðsynlegt að drekka þetta allt sem blá- vatn. Það má drekka sem kaffi te og jurtate en auðvitað hvorki með mjólk né sykri. Matseðillinn 1. dagur Morgunn: Kaffi eða te Sagt er að tslendingar séu ekki gefnir fyrir styrjaldir og má það til sanns vegar færa. Þeir eru samt nokkuð margir, sem alltaf þurfa að standa i striði — striði viö kiló af fitu sem sækja eftir aö setjast á hina og þessa staði likamans. A engum tima ársins gerist fólk áraáar- gjarnara á þessi kiló en einmitt um þetta leyti þegar farið er aö tina til sólarflikurnar og bikini- baöfötin. Hvað ætli margar kon- ur minnist þeirra raunastunda þegar þær fara að máta blkiniö frá fyrra ári, fyrir framan spegilinn og sjá að þau hafa ennþá þrengzt. Yfirmaginn hefur stækkaö og keppirnir á lærunum og mjöðmunum sýnast skelfilegir. Hræöileg tilfinning. Vopnin i þessu striði eru fjöl- margir megrunarkúrar, sem flestir eiga að geta gert krafta- verk, en árangurinn er misjafn. Sumir hafa sigrazt á óvinunum a.m.k. um stundarsakir en aðra hefur skort þolinmæöi enda þykir sannað að þessir óvnir eru fólki misjafnlega erfiöir viöureignar. Okkur á Timanum datt i hug að skýra eilitið frá vopnum, sem vinna eiga á óvinunum. Verður byrjað á megrunarkúr fyrir þá óþolinmóðu sem kannski eru að fara f sumarfri á næstunni og vildu gjarnan leggja talsvert á sig til að geta tekið sig betur út á einhverri sólarströndinni. Umræddur „kraftaverkakúr” er gerður af sérfræðingum á hinu þekkta Mayo-sjúkrahúsi i Banda- rikjunum. Þeim sem sýna þann sjálfsaga að halda kúrinn út i tvær vikur er lika heitiö riku- legri umbun þvi sagt er að allt aö 7 kiló eigi að hverfa á tveim vikum. Siðar mun i blaðinu verða rætt um megrun almennt og lang- timamarkmiö i þvi sambandi. Hefur blaðið fengið leyfi Jóns óttars Ragnarssonar matvæla- efnafræöings til að birta nokkur atriði um orsakir offitu og ráð við henni úr handriti að óprentaðri bók er hann vinnur að um þessar mundir og kann blaðiö honum þakkir fyrir það. Fyrrnefndur bandariskur megrunarkúr byggir á þvi að nær engra kolvetna er neytt en þeim mun meira af eggjahviu- rikri fæöu. Fái likaminn ekki kolvetni breytir hann ekki ann- arri fæðu I likamsfitu. Þar við bætist að kolvetnasnauöur matur eykur brennslu iikamans svo fólk á að leggja mjög ört af. Sérfræðingarnir á Mayo-sjúkra- húsinu eru sagöir lofa þvi að árangurinn haldist allt að þrem árum svo fremi að fólk boröi frekar skynsamlega eftir að aukakilóin eru farin. Tekið skal fram vegna þeirra sem þurfa að losna við fleiri kiló að ekki má vera I þessum kúr (alltaf án mjólkur og sykurs) Hádegi: 2 harðsoðin ©99 .1 tómatur og stór skammtur af kálmeti, helzt grænkáli eða blaðsalati. Kvöld: Stórt stykki grillsteikt magurt kjöt, má vera hakkað grænt salat með örlitlu af olíu/ediks sósu. 2. dagur Morgun: Kaffi eða te og 1 ósætt kex. Hádegi: Stórt stykki grillsteikt kjöt, gjarnan kjúklingur en þá ham- flettur, grænt salat og einn ávöxtur, þó ekki banani eða vínber. 3. dagur Morgunn: Kaffi eða te 1 stk. ósætt kex. Hádegi: Stór biti af gúrku 2 tómatar og 1 appelsína eða hálfur greipávöxtur. Kvöld: 2 harðsoðin egg, mögur skinkusneið og grænt salat. 4. dagur Morgunn: Kaffi eða te og ristuð brauðsneið með smjöri Hádegi: 1 harðsoðið egg, 30 gr. ostur og 100 gr. gulrætur hráar eða soðnar. Kvöld: 1 lítil dós hreint jogurt og ein pera eða einn greipávöxtur. 5. dagur Morgunn: 100 gr. rifnar Er ekki margt tilvinnandi? Þriðjudagur 11. júli 1978 13 Glæsilegt finnst ykkur ekki. Sund er ein allrabezta likamsþjálfun sem hægt er að stunda. gulrætur með safa úr hálfri sítrónu. Hádegi: Stór skammtur af fiski soðn- um eða grillsteiktum án feiti eða sósu og 1 tómatur. Kvöld: Stórt stykki grillsteikt kjöt, góður biti af gúrku og einn tómatur. 6. dagur Morgunn: Kaffi eða te og ristuð brauðsneið með smjöri. Hádegi: 2 harðsoðin egg og 100 gr. rifnar gul- rætur með safa úr hálfri sítrónu. Kvöld: Grillsteiktur kjúklingur og grænt salat. 7. dagur Morgunn: Kaffi eða te. Hádegi: Stórt stykki grillsteikt kjöt og hálfur greipávöxtur. Kvöld: Þeim er óskað til hamingju sem ekki hafa gefizt upp ennþá og verðlaunaðir með því að í kvöld maga þeir borða það sem þá langar í. Síðan er að gera upp við sig hvort haldið verður áfram og þá byrjað aftur á l. degi. (Þýtt HEI) •kblöð Mikið úrval af miðfi klemmum. Smiðum einnig fjaðra Sendum i póstkröfu h . Bílavörubúði Hoekkið bílinn upp svo að hann taki ekki niðri ó snjóhryggjum og holóttum vegum Nú byóíjt sveskjujógúrt! Mjólkursamsalan IReykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.