Tíminn - 11.07.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.07.1978, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 11. jiili 1978 ÞAU HRÓPUÐU .REKUM.REKUM’ Sfðarí blutí greinargerðar verkstjóranna Guðna Jónssonar og Leifs Eirikssonar Bæjarstjórn reynir að leysa deiluna Nil kom þaö til kasta hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar Hafnar- fjaröar aö reyna aö leysa þessa deilu sem upp var komin 1 B.O.H. þar sem útgeröarráöiö, sem aö öllum jafnaöi átti aö f jalla um þetta mál, taldi sig ekki hafa umboö til þess. Höföu þá ymsir á oröi viö okkur aö hætt væri aö bæjarstjörnarfulltrúar mundu láta pólitisk sjónarmiö ráöa gerö- um sinum I þessum málum.ekki sizt þar sem þingkosningar stæöu fyrir dyrum og fast væri róiö á kjósendamiöin. En hvaö um þaöj þá kaus bæjarstjornin 5 manna nefnd, einn úr hverjum flokki, til þess aö ráöa fram úr þessari deilu, þarsem milljónaverömæti voru i húfiog hver dagur dýrmæt- ur. Þessi nefnd kallaöi málsaöila á sinn fund, þar sem þeim gafst tækifæri til þess aö skýra sjónar- miösin og svara spurningum sem fyrir þá voru lagöar. Niöurstaöan varö sú aö bæjarfulltrúar lögöu fram eftirfarandi tillögu: A. Aö haldnir veröi reglulegir starfsmannafundir einu sinni i mánuöi þar sem starfsfólk og yfirmenn skiptist á skoöunum og skýrt veröi frá þeim málum, sem eru á döfinni hverju sinni. # B. Aö trúnaöarmenn verkalýösfé- laga og starfsfólksins og verk- stjórar haldi meö sér reglulega vikulega fundi og séu þar haldnar fundargeröir um þau atriöi, sem um er f jallaö og ástæöa þykir til aö bóka. C. Sú nefnd bæjarfulltrúa, sem rætt hefur viö deiluaöila, haldi áfram störfum fyrst um sinn og haldifundi meöþeim aöilum, sem hún hefur þegar rætt viö og gefi siöan öörum bæjarfulltrúum yfir- lit um gang þessara mála. D. Tekinn veröi upp hreyfanleiki starfsfólks viö eftirlitsstörf I frystihúsinu. E. Bæjarfulltrúar eru aö sjálf- sögöu ávallt reiöubúnir til viö- ræöna viöstarfsfólk, fulltrúa þess ogverkalýöshreyfinguna um allt, sem snertir hag Bæjarútgeröar- innar og samskipti og upplýs- ingamiölun milli þessara aöila. Meö skirskotun til þess, sem aö framan greinir, fara allir bæjar- fulltrúar þess eindregiö á leit viö starfefólk fiskiöjuversins, aö þaö hefji störf sin aö nýju i trausti þess, aö framangreindar ráö- stafanir nái tilætluöum árangri. Undir þessa sáttatillögu skrif- uöu allir bæjarfulltrúarnir, 11 aö tölu, en eins og áöur segir felldi starfefólkiö tillöguna meö 68 at- kvæöum gegn 43. Þessi tillaga ber meö sér aö ekki hafi þeim Hallgrimi og Guö- riöi þrátt fyrir öll gifuryröin i okkar garö, tekist aö sannfæra bæjarfulltrúana aö nægileg rök lægju til þessaö visaokkur ádyr. Ef einhver hæfa hefur veriö i full- yröingum þeirra, er öruggt aö bæjarstjórnin heföi strax látiö okkur fara. En tillaga bæjarfúll- trúanna kom aldrei til atkvæöa, heldur var visaö frá. Þau Hall- grimur og Guöriöur létu ekki nein málefnalag rök hafa áhrif á brott- rekstrarkröfu sina heldur ákváöu aöbeita þvi valdi, sem verkalýös- félögin réöu yfir. Margt starfsfólk haföi tal af okkur og taldi alltof langt gengiö. Þótt samþykkt heföi veriö I hamsi aö heimta brotú rekstur okkar þá heföi þeim ekki til hugar komiö aö þaö ætti eftir aö draga þennan dilk á eftir sér og réttast væri aö setja niöur deil- urnarmeöbróöurlegum hættí. En Hallgrimur og Guöriöur reyndu hvaö þau gátu til þess aö þagga niöur allar slikar raddir og skir- skotuöu til samstööu og stéttar- vitundar gegn verkstjóraóþokk- unum, eininguna mætti ekki rjúfa i hinni heilögu mannrétt- indabaráttu, sem Hallgrimur kallaöi svo snilldarlega. Og þegar slíkur boöskapur er látinn út ganga hver vill þá bregöast slnu stéttarfélagi? Næst gerist þaö aö meirihluti bæjarfulltrúa samþykkti enn aö leggja fram svipaöa tillögu og áöur en hún var felld, en tveir bæjarfulltrúaraf 5 vildu aö geng- iö yröi aö kröfunni um brottrekst- ur, þar sem þaö væri eina leiöin til aö leysa deiluna. Guöriöur Ellasdóttir lét hafa þaö eftir sér, aö hún skildi ekki þessa þrjózku bæjarstjórnar (Mbl. 18.6.). Hér leitar hún á náöir fávizkunnar til þess aö hunza sannleikann. Hún gat meö engu móti sagt eins og var, aö bæjarstjórnin heföi aö at- huguöu máli ekki taliö fullnægj- andi rök fram komin til þess aö reka verkstjórana tvo úr starfi. Loksins fór svo aö bæjarstjórnin sá sig til neydda aö fela hinu nýja útgeröarráöi aö segja okkur upp störfum. Þess skal getiö aö einn bæjarfulltrúanna, Markús A. Einarsson, lék bóka aö ekki heföu komiöfram neinskýlaus rökfyrir þvl aö viö heföum gerst brotlegir gegn verkafólkinu og meöan svo væri, stæöi hann ekki aö brott- rekstri okkar. Meö þessari bókun sýndi Markús A. Einarsson aö hnn mat þetta mál á hlutlægan og heiöarlegan hátt I allri þeirri gerningahriö sem stefnt var aö okkur, tveim einstaklingum, sem höföum okkur ekkert til varnar nema heilbrigöa dómgreind fólks og réttlætisskyn. Að búa sér til verkalýðs- djöfla Hallgrlms og Guöriöarliöiö þóttíst þurfa aö réttlæta „mann- réttindabaráttu” sina i augum al- mennings og fyrir sjálfu sér, end a ekki vanþörf á, þar sem þaö haföimeö aögeröum sinum stööv- aö alla vinnu viö aöalfyrirtæki Hafnarfjaröarogstarfsfólkiö stóö uppi kauplaust 1 allri dýrtiöinni. Þetta Uö tók sig nú til aö mála okkur verkstjórana sem hina verstu verkalýösniöinga og var öllu tjaldaötil, sem ihugann kom. Þaö var ekki nógu hollt fyrir „mannréttindabaráttuna” aö veraaö kljást viö tvo hversdags- lega verkstjóra. Þaövaröaö gefa þeim ýmsa eiginleika úr heimi þeirra skáldsagna þar sem eru hvitar hetjur og svartir skúrkar. Hér kemur örlitiö brot af þessari viöleitni: „Þaö er liöin sú tlö aö fólk látí kúga sig” (Þjv. 3.6). Haft eftír Hallgrimi Péturssyni: „Framkoma yfirmanna ómann- úöleg og forkastanleg”. (Dbl. 1.6.) — „Þetta eru menn, sem hvorki kunna aö umgangast fólk né hráefni. — Ég átti annars sjálfur voná því aö fá reisupass- ann i morgun þvi ég gat ekki m ætt fyrr en klukkan tiu af persónuleg- um ástæöum”. (Alþbl. 1.6.). Þessa klausu ættu lesendur aö lesa oftar eneinu sinni, þvl aö hún lýsir geysilega höfundi slnum. Staöreyndin er, aö enginn þurfti aö óttast aö missa vinnu slna, ef hún var stunduö af alúö og reglu- semi. Hjá B.O.H. „hefur veriö traökaösvo á réttindum fólksins, þvl hefur veriö sýnd svo ruddaleg framkoma aö helst minnir á sög- ur frá öldinni sem leiö. Þar hafa tveir verkstjórar vaöiö uppi meö kapitalisk sjónarmiö ein I huga, þaö er aö verja hag fyrirtækisins. Þaö er haft eftir öörum þeirra aö verkalýöshreyfing ætti ekki aö veratil.” (Þjv. 24.6.) Já, þetta er alveg skinandi gott framlag. Hitt skipti engu máli, þott sannleikur- inn væri tekinn öflugu kverka- taki. Hannspillir bara myndinni. Ekki hiröum viö um aö tlna til meira af þessari framleiöslu. En svo geröist þaö, þegar fór aö liöa á deiluna, aö Hallgrims og Guö- riöarliöiö var ekki fyllilega ánægt meödjöflamyndina af okkur. Hún þóttí vist ekki nógu krassandi og þá var byrjaö aö mála nýja verkalýösskratta á vegginn. „Svona menn viröast vera at- vinnurekendum þóknanlegir þvi meiri hluta bæjarstjórnar, út- geröarráö og forstjóri B.O.H. hafa slegiö skjaldborg um þessa mennog reyna hvaö þeir geta til aö halda þeim frá fyrirtækinu þvert ofan I vilja starfsfólksins”. (Þjv. 24.6). Já, auövitaö varö aö búa tíl nýja stéttaróvini, svo aö mönnum mætti ljóst vera aö hér væri á feröinni ekta mannrétt- indabarátta. Ekki tókst þó aö færa fýrrgreinda aöila I djöfla- búninginn, þar sem deilan var þá áenda. En svo er hugarfar þessa greinarhöfundar snúiö, aö ekki gat honum komiö til hugar aö þessir aöilar heföu metiö þessa deilu á málefnalegan hátt. Tvær átakanlegar sögur og andúðin á þekking- unni Þaö var gengiö eftir þeim Hall- grimi og Guöriöi aö benda á skýr og áþreifanleg dæmi um ómann- úölega og óhæfilega framkomu okkar. Þaö gekk ansi stirt, en tvö hafa komiö á prenti okkur til áviröingar og þaö er alltog sumt. Hér kemur annaö tveggja: ,,Ein kona sagöi okkur frá þvi er hún baöum frí til aö vera viö jaröar- för, en hún hafbi einu sinni áöur fengiö frl tíl þess. Svar verkstjór- ans var: Viltu ekki bara vera viö jaröarfarir” (Þjv. 24.6.) — Sama saga er f annarri útgáfu svona meö kristilegu oröbragöi lesenda sem kallarsigEinar: „Mérfinnst rétt aö þjóöin fái aö vita þaö, aö báöir verkstjórarnir sem stjórna meö f asistiskum aögeröum I Bæj arútgerð Hafnarfjaröar eru yfir- lýstir kommúnistar. Þykir okkur verkafólki skjóta nokkub skökku viö aö þeir sem berjast fyrir bætt- um hag verkalýösins skuli sparka I . afturendann, á fólki og neita þvlum aöfarai jaröarfarir barna sinna. Eru þessir menn kannski búnir aö gleyma þvl aö verkafólk- iö á sinn rétt aö talað sé um þaö, þótt þessir menntuöu verkstjórar geti ekki talaö ööruvisi én meö skætingiog frekju. ” (Vlsir 12.6.) — Þessi kona sem hér er átt viö vann siödegis, er hún hringdi um 11 leytiötilþessaöláta vita aö hún þyrfti aö vera viö jaröarför eftir hádegi, var einungis um þaö spurt hvort hún heföi ekki getab komiö þvi viö verklok daginn áöur, aö láta vita.þvi aö þá heföi hún kannski getaö komiö þvi vib aö vinna árdegis. En ekkert vald höfbum viö til þess aö banna henni aö vera viö jaröarfarir. Þetta er nú allt og sumt. Og svo kemur hin sagan: „Okk- ur var sagt frá ungri stúlku sem mættiekkifyrren um hádegi einn daginn þvi hún hafbi þurft aö vaka yfir veiku barni slnu alla nóttina. Annar verkstjóranna tók á móti henni og, sagöi aö þetta mætti ekki endurtaka sig. Hún sagöist þá þurfa aö hætta klukkan fimm ogsækja meöal fyrir barniö sitt samkvæmt læknisráöi. Verk- stjórinn neitaöi henni um þaö. Stúlkan komst aö þvl aö eitt apótekiö I bænum væri opiö til kl. 7, svo hún talaði viö verkstjórann aftur og baö um aö hætta kl. 6. Þessi stúlka mætti ekki til vinnu aftur þvi daginn eftír var búiö aö fjarlægja stimpilkortið hennar”. (Þjv. 24.6.) — Þetta er átakanleg saga og sýnir mannúðarleysi verkstjoranna, ef sönn er. En viö verkstjórarnir könnumst ekki viö aö nokkur starfsstúlka hafi hætt af fyrrgreindum sökum. En hins vegar er rétt aö ef starfsfólk mættí ekki til vinnu aö morgni án þess aö láta okkur vita tókum viö stimpilkort þess og báöum um skýringu á fjarvistum þess næst er þaö mætti til vinnu. Aö þvl loknu var þvi rétt stimpilkortiö aftur undantekningalaust. Þetta voru þær tvær sögur sem grafnar voru upp eftir vandlega leit, aö visu var búiö aö teygja dálitiö úr þeim.en þaö er bara bót. Sllkar sögur veröa þá áhrifameiri og lika hentugri til sins brúks. En þar sem sumir menn ekki velvilj- aöir halda þvi fram aö viö höfum notaö stóryröi og skæting viö starfsfólkiö I B.ú.H. þá er þaö al- veg tilhæfulaust. Viö notum hvorki verra né betra oröafar en gengur og gerist á vinnustööum á Islandi, en vist er, aö þaö er langtum skárra en sá munnsöfn- uður, sem Hallgrlms og Guöriö- arliöar hafa veriö aö ausa yfir okkur aö undanförnu. Liklega veröa verkstjórar, svo aö þeir hafi allt á hreinu, aö fara aö temja sér sunnudagaskólaoröa- far og hafa löggilt vitni aö öllu sem þeir láta sér um munn fara á vinnustööum. 1 árásargreinum á okkur veitt- um viö þvi athygli aö sífellt var klifaö á þvi og talið okkur til áfeilis aö viö heföum fengið menntun okkar I Fiskvinnsluskól- anum. Þessi ömurlegi söngur ætti fyrir löngu aö vera horfinn úr sögunni enda ber hann vitni um frumstæðan hugsanahátt. Svona málflutningur hljómar vel hjá vanþroskuöu fólki, En svo hafa sumir menn sem vita betur stundum veriöaö taka undir þetta I þvi skyni aö koma sér I mjúkinn hjá þvi. En þroskaöir menn i öll- um stéttum þjóöfélagsins skilja vel gildi menntunar og þekking- ar, enda leitast þeir vib aö styöja börn sin tíl hvers kyns nám og mennta. Viö spáum þvl aö sú stund muni brátt renna upp aö stofnun og starf Fiskvinnsluskól- ans veröi talið meö þvi merkasta sem gert hefur veriö i skólamál- um hér á landi á slöustu áratug- um. Þá mun enginn hlusta á forn eskjurausiö um þann skóla og nemendur hans. En HaUgrlmsog Guöriöarliöinu barst einnig öflugur liösauki þar sem hún Gróa á Leiti fór á stjá. Nú dugöi ekki aurkast í blööum heldur var tekið aö þyrla upp þessum ókjörum af slúðursögum, þar sem allt var skælt og brenglaö, togaö og teygt. Þar voru settar á flot sögur, sumar höföu viö ekkert aö styöjast, abrar höföu kannski einhvern flugufót. Svo mikið gekk á aö fjöörin fræga varö ekki ab fimm hænum heldur heUu hænsnabúi, en aUar áttu þær þaö sammerkt aö þær miöuöu aö þvi ab ófrægja og niöa okkur. Við eigum tals- veröa syrpu af þessum söguburöi, en lesendur veröa aö viröa okkur til vorkunnar, þó aö viö setjum ekkert af þvi á prent. Þar kemur tvennt til aö sumt af þessu er slik- ur óþverri aö hann er ekki birt- ingarhæfur og I öbru lagi yröi þaö Hafnfiröingum til ævinlegrar hneisu, en þaö eiga þeir ekki skiliö, því aö allur þorri þeirra á engan hlut aö skitverkinu. Viö höfum lýst hér lltillega aöförum þeirra Hallgrimsliöa og Guöriöar aö okkur, þeim dáfallegu vopnum sem þaö hefur beitt.en vopnaburöur þeirra hæf- ir vel málstaönum. Góöur mál- staöur mælir hins vegar meö sér sjálfur. Vélræn vinnubrögð Þegar þau Hallgrlmur og Guöriöur gáfu út striðsyfirlýsing- una i „mannréttíndabaráttunni”, Bárust viöbrögö frá öörum verkalýösfélögum. Þau söfnuöu inn fé handa þvi fólki sem var I verkfalli I B.Ú.H. og var ekki nema stéttarleg og félagsleg skylda aö hlaupa undir bagga. En svo voru nokkur hvatningarorö látin fylgjameö eins og til dæmis þessi frá fyrrverandi verkfalls- mönnum i smiöju KA Selfossi til Hallgrims Péturssonar: „Beröu verkfallsmönnum I Bæjarútgerö Hafnarfjaröar kveöju okkar. Barátta þeirra er barátta fyrir mannlegri reisn og réttlæti. Gefist ekki upp, þiö munuö sigra.” Þeir sem sendu þetta skeyti mótmæltu á sinum tlma aö starfemanni væri sagt upp á Sel- fossi, ennú snúa þeir viö blaöinu og heimta aö tveim mönnum sé sagt upp I Hafnarfiröi. Þá geröi miöstjórn Alþýöusambands Islands ámóta samþykkt þar sem enn var notaöur merkimiöinn hans Hallgrims meö oröinu mannréttindabarátta. En lhugum þetta dálltiö nánar. Hvaö hafa þessir menn fyrir sér, þegar þeir setja saman þessar ályktanir, hafa þeir kynnt sér alla mála- vexti tíl hlitar og tekiö afstööu aö vel ihuguðu máli. Orugglega ekki. Þeir hafa stuözt viö almennar fullyröingar Hallgrims Péturs- sonar og Guöriöar Ellasdóttur, en enginn hlutlaus dómstóll mundi treysta sér til þess aö kveöa upp dóm á slikum forsendum. Þeir mundu krefjast sannana, aö öll at vik yröu skýrt tilgreind og sann- prófuö. Verkalýössamtökin hafa eins og allir vita barist fyrir rétt- indum og bættum kjörum Islensk- rar alþýöu, en nú er hún búin aö koma sér upp geysistóru bákni. Samþykktir eru gerðar um mál án þess aö menn hafi hugmynd um málavexti, og þannig er starf- aöhugsunarlaust og vélrænt. Þaö er ýtt á einhvern hnapp I kerfinu og siðan fer allt af staö. 1 þessu sambandi kemur okkur I hug, ab einu sinni var kjörorö borgara- stéttarinnar: Vinnum fööurland- inu allt og spyrjum einskis. Eng- inn gagnrýntfi þetta viöhorf eins hvasst og verkalýðshreyfingin, þvi aö undir þessu merki var hægt aö etja mönnum tíl allra verka, llka óhæfuverka og styrjalda, allt Iþágu föðurlandsins og undir fall- egu merkjunum, fööurlandsást, heiður fööurlandsins og svo áfram, en nú viröist verkalýðs- hreyfingin hafa tileinkaö sér svipaö hátterni. Allir fylgja þeir hennigagnrýnislaust og ekkert er hugsað um málsatvik og svo er klintá allt fallegum nöfnum eins og mannréttindabarátta o.s.frv. Þó aö beitt sé hinum skammar- legustu aðferðum, svlviröingum, ærumeiöingum og rógi. Nei, hér er verkalýöshreyfingin sannar- lega á villigötum. En satt aö segja viljum viö helst ekki bendla verkalýtehreyfinguna viö „bar- áttu þeirra Hallgrims Pét- urssonar og Guöriöar Elias- dóttur. Margt eigum við enn ósagt, en hér verbur látiö staöar numiö. Mál þetta hefur veriö lær- dómsrikt þvi þaö hefur gert okkur kleift aö skyggnast inn I ýmis fyrirbrigöi samfélagsins, og þaö veröur aö segjast eins og er aö þar var margtharla ófagurt. Viö viljum þakka Guðmundi R. Ingvasyni forstjóra B.Ú.H. og Borgþóri Péturssyni framleiöslu- stjóra þann mikla og drengilega stuðning sem þeir veittu okkur I hvívetna, en þeir lágu aldrei á liöi sinu aö gera á málefnalegan hátt grein fyrir málavöxtum. Aö lokum sendum viö starfs- fólkiB.Ú.H. bestukveöjur og ósk- um þvl alls velfarnaöar. Leifur Eiriksson Guðni Jónsson Auglýsingadeild Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.