Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 76

Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 76
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR40 Kl. 11.00 Listamennirnir Anna Eyjólfsdóttir, Jessica Stockholder, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir sýna verk sín á samsýningunni Mega vott sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin milli 11 og 17 en hún stendur til 2. október. > Dustaðu rykið af... Góða dátanum Svejk eftir tékk- neska rithöfundinn Jaroslav Hasek, einni skemmtilegustu stríðsádeilu fyrr og síðar. Sagan um ævintýralegar hrakfarir dátans kom út í þýðingu Karls Ísfelds á árunum 1942-43 og hefur vart tollað í hillum landsmanna síðan. Ógleymanlegur flutningur Gísla Halldórs- sonar leikara á sögunni er nú fáanlegur á hljómdisk- um. Myndlistarkonan Steinunn Marteinsdóttir er með mörg járn í eldinum. Þessa dag- ana standa yfir sýningar á verkum hennar í Listasafni Reykjanesbæjar og og um helgina verður önnur opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Yfirlitssýning á verkum Steinunn- ar var opnuð í Reykjanesbæ í byrj- un mánaðarins. Titill hennar er „1961-2006“ og vísar til ártalsins þegar Steinnunn sneri heim eftir nám í Vestur-Berlín þar sem hún lagði stund á myndlist með keramik sem aðalfag, eina af elstu listgreinum heimsins sem þá átti sér skamma sögu á Íslandi. Þegar heim var komið vann Steinunn á keramikverkstæðinu Glit en setti síðar á stofn sitt eigið verkstæði. Árið 1969 keypti hún bæinn Huldu- hóla í Mosfellssveit í félagi við Sverri Haraldsson en þar rekur hún vinnustofu sína í enn þann dag í dag og hefur haldið margar sýningar, bæði ein og í félagi við aðra listamenn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Steinunn hélt sína fyrstu einkasýningu á Kjar- valsstöðum árið 1975 en sýning sú markaði tímamót í feril hennar og raunar sögu íslenskrar leirlistar. Sýningin fékk mikla athygli en gagnrýnendur voru beggja blands og efuðust sumir um þá nýjung listakonunnar að blanda lands- lagsáhrifum í keramikgripi en þær gagnrýnisraddir hafa vissu- lega hljóðnað með árunum. Steinunn hefur alla tíð verið ötull listamaður og tekið þátt í fjölda samsýninga og einnig starf- að að kynningarmálum en Stein- unn er einn af stofnfélögum Leir- listafélagsins og sat lengi í stjórn þessu. Auk þess hefur Steinunn starfað að kynningarmálum fyrir íslenska myndlist auk kennslu sem hún segist fást við enn þann dag í dag þó í minni mæli sé. Á sýningunni í Listasafni Reykjanesbæjar gefst gestum góður kostur á að sjá þróun og fjölbreytileika verka Steinunnar, á sýningunni eru bæði málverk og nytja- og skrautgripir frá ýmsum tímum. Sýningin stendur yfir í sýningarsal safnsins í Duushúsum við Duusgötu og er opin alla daga milli kl. 13-17 en henni lýkur 15. október. „Nú vinn ég vinn jöfnum hönd- um með málverkið og keramikið,“ útskýrir Steinunn en hún útfærir gjarnan hugmyndir sínar í bæði formin og segir að eitt verk fæði af sér annað. Sýningin í Listasaln- um ber yfirskriftina „Lifandi land - lifandi vatn“ en þar eru verk sem hún hefur unnið á síðustu þremur árum. „Þessi málverk byggja öll á náttúrulifun,“ segir Steinunn en hún kveðst nota sér óspart þá náttúrufegurð sem finna má í nágrenni Mosfellsbæjar. „Ég sæki minn kraft og yndi í ósnortna nátt- úru og það má eiginlega segja að þessi verk séu óður til náttúrunn- ar eða jafnvel samsömun við hana.“ Steinunn segist nálgast náttúruna eins og lifandi veru. „Þessa dagana verður manni oft hugsað til náttúrunnar og verka mannanna. Það er mikill yfirgang- ur í mannfólkinu, bæði í þéttbýli og annars staðar og þess vegna má greina ótta í þessum myndum.“ Málverkasýningin í Listasal Mosfellsbæjar verður opnuð kl. 14 á laugardaginn en hún mun standa til 14. október. Sýningin verður opin á opnunartíma Bókasafns Mosfellsbæjar, virka daga frá 12- 19 og á laugardögum milli 12-15. Nánari upplýsingar um störf og sýningar Steinunnar má finna á heimasíðunni, www.hulduholar. com. kristrun@frettabladid.is Myndgerðar náttúrulifanir KRAFTUR OG YNDI ÚR ÍSLENSKRI NÁTTÚRU Steinunn Marteinsdóttir myndlistarmaður heldur tvær einkasýningar á haustdögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Félagarnir Gunnar Guð- björnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari halda ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Á dagskrá eru ljóðasöngvar eftir Franz Schubert og Richard Strauss. Tónleik- arnir eru hluti af tónleika- ferð þeirra um landið en þeir hafa áður gert víð- reist saman enda starfað saman í tvo áratugi. Að sögn Gunnars er músíkin temmilega ólík, því Schubert er grunnur- inn að þýskum ljóðasöng en Strauss er meira í óperuáttina, en þeir félagar lofa að tónleikarnir í kvöld verði ekta „Liederabend“. Jónas er einn af viðurkenndustu tón- listarmönnum Íslands og hefur komið fram sem einleikari og verið meðleikari óteljandi söngvara og hljóðfæra- leikara. Gunnar hefur starfað í Þýskalandi lungann af ferli sínum, meðal annars verið fastráðinn í óperuhús- um í Þýskalandi og Frakklandi, en býr nú á Íslandi. Á tónleikaferð sinni hafa Jónas og Gunnar leikið í Vest- mannaeyjum og á Akranesi og í október heldur landsbyggðarrúnturinn áfram þegar þeir leika á Kópaskeri og Blönduósi. GUNNAR GUÐBJÖRNSSON OG JÓNAS INGIMUNDARSON Gera víðreist um landið og halda ljóðatónleika í Saln- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alveg ekta „Liederabend“ Söngvaskáldið Hörður Torfa er nú á tónleikaferð um landið en hann hefur um áratugaskeið flakkað landshlutanna á milli og flutt músík sína fyrir áhugasama hlust- endur á landsbyggðinni. Í tilkynn- ingu frá Herði tekur hann fram að þetta sé í síðasta sinn sem hann leggi upp í viðlíka hringferð, margar ástæður liggi að baki ákvörðun hans en hann líti þó ánægður til baka á starf sitt, sem borðið hafi ríkulegan árangur og veitt mörgum gleði. „Ég er ekki að leggja upp laupana, heldur aðeins að draga úr umfangi starfs míns,“ segir í tilkynningu Harðar, sem mun áfram heimsækja lands- byggðina og halda þar tónleika þótt hann hyggist ekki leggja upp í fleiri stórar hringferðir. Hörður er staddur á Vestfjörð- um og heldur tónleika í félags- heimilinu Baldurshaga á Bíldudal í kvöld en á morgun leikur hann á Þingeyri og í Bolungarvík. Siðan liggur leiðin norður og austur um land í október og síðan um Snæ- fellsnes og nágrenni, Suðurland- sundirlendi og nærsveitir Reykja- víkur. Nánari upplýsingar um tón- leikaferðina má finna á heimasíðu Harðar, hordurtorfa.com - khh HÖRÐUR TORFASON Leggur ekki upp laupana heldur minnkar við sig. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Í síðustu tónleikahringferð sinni menning@frettabladid.is ! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.