Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 76

Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 76
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR40 Kl. 11.00 Listamennirnir Anna Eyjólfsdóttir, Jessica Stockholder, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir sýna verk sín á samsýningunni Mega vott sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin milli 11 og 17 en hún stendur til 2. október. > Dustaðu rykið af... Góða dátanum Svejk eftir tékk- neska rithöfundinn Jaroslav Hasek, einni skemmtilegustu stríðsádeilu fyrr og síðar. Sagan um ævintýralegar hrakfarir dátans kom út í þýðingu Karls Ísfelds á árunum 1942-43 og hefur vart tollað í hillum landsmanna síðan. Ógleymanlegur flutningur Gísla Halldórs- sonar leikara á sögunni er nú fáanlegur á hljómdisk- um. Myndlistarkonan Steinunn Marteinsdóttir er með mörg járn í eldinum. Þessa dag- ana standa yfir sýningar á verkum hennar í Listasafni Reykjanesbæjar og og um helgina verður önnur opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Yfirlitssýning á verkum Steinunn- ar var opnuð í Reykjanesbæ í byrj- un mánaðarins. Titill hennar er „1961-2006“ og vísar til ártalsins þegar Steinnunn sneri heim eftir nám í Vestur-Berlín þar sem hún lagði stund á myndlist með keramik sem aðalfag, eina af elstu listgreinum heimsins sem þá átti sér skamma sögu á Íslandi. Þegar heim var komið vann Steinunn á keramikverkstæðinu Glit en setti síðar á stofn sitt eigið verkstæði. Árið 1969 keypti hún bæinn Huldu- hóla í Mosfellssveit í félagi við Sverri Haraldsson en þar rekur hún vinnustofu sína í enn þann dag í dag og hefur haldið margar sýningar, bæði ein og í félagi við aðra listamenn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Steinunn hélt sína fyrstu einkasýningu á Kjar- valsstöðum árið 1975 en sýning sú markaði tímamót í feril hennar og raunar sögu íslenskrar leirlistar. Sýningin fékk mikla athygli en gagnrýnendur voru beggja blands og efuðust sumir um þá nýjung listakonunnar að blanda lands- lagsáhrifum í keramikgripi en þær gagnrýnisraddir hafa vissu- lega hljóðnað með árunum. Steinunn hefur alla tíð verið ötull listamaður og tekið þátt í fjölda samsýninga og einnig starf- að að kynningarmálum en Stein- unn er einn af stofnfélögum Leir- listafélagsins og sat lengi í stjórn þessu. Auk þess hefur Steinunn starfað að kynningarmálum fyrir íslenska myndlist auk kennslu sem hún segist fást við enn þann dag í dag þó í minni mæli sé. Á sýningunni í Listasafni Reykjanesbæjar gefst gestum góður kostur á að sjá þróun og fjölbreytileika verka Steinunnar, á sýningunni eru bæði málverk og nytja- og skrautgripir frá ýmsum tímum. Sýningin stendur yfir í sýningarsal safnsins í Duushúsum við Duusgötu og er opin alla daga milli kl. 13-17 en henni lýkur 15. október. „Nú vinn ég vinn jöfnum hönd- um með málverkið og keramikið,“ útskýrir Steinunn en hún útfærir gjarnan hugmyndir sínar í bæði formin og segir að eitt verk fæði af sér annað. Sýningin í Listasaln- um ber yfirskriftina „Lifandi land - lifandi vatn“ en þar eru verk sem hún hefur unnið á síðustu þremur árum. „Þessi málverk byggja öll á náttúrulifun,“ segir Steinunn en hún kveðst nota sér óspart þá náttúrufegurð sem finna má í nágrenni Mosfellsbæjar. „Ég sæki minn kraft og yndi í ósnortna nátt- úru og það má eiginlega segja að þessi verk séu óður til náttúrunn- ar eða jafnvel samsömun við hana.“ Steinunn segist nálgast náttúruna eins og lifandi veru. „Þessa dagana verður manni oft hugsað til náttúrunnar og verka mannanna. Það er mikill yfirgang- ur í mannfólkinu, bæði í þéttbýli og annars staðar og þess vegna má greina ótta í þessum myndum.“ Málverkasýningin í Listasal Mosfellsbæjar verður opnuð kl. 14 á laugardaginn en hún mun standa til 14. október. Sýningin verður opin á opnunartíma Bókasafns Mosfellsbæjar, virka daga frá 12- 19 og á laugardögum milli 12-15. Nánari upplýsingar um störf og sýningar Steinunnar má finna á heimasíðunni, www.hulduholar. com. kristrun@frettabladid.is Myndgerðar náttúrulifanir KRAFTUR OG YNDI ÚR ÍSLENSKRI NÁTTÚRU Steinunn Marteinsdóttir myndlistarmaður heldur tvær einkasýningar á haustdögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Félagarnir Gunnar Guð- björnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari halda ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Á dagskrá eru ljóðasöngvar eftir Franz Schubert og Richard Strauss. Tónleik- arnir eru hluti af tónleika- ferð þeirra um landið en þeir hafa áður gert víð- reist saman enda starfað saman í tvo áratugi. Að sögn Gunnars er músíkin temmilega ólík, því Schubert er grunnur- inn að þýskum ljóðasöng en Strauss er meira í óperuáttina, en þeir félagar lofa að tónleikarnir í kvöld verði ekta „Liederabend“. Jónas er einn af viðurkenndustu tón- listarmönnum Íslands og hefur komið fram sem einleikari og verið meðleikari óteljandi söngvara og hljóðfæra- leikara. Gunnar hefur starfað í Þýskalandi lungann af ferli sínum, meðal annars verið fastráðinn í óperuhús- um í Þýskalandi og Frakklandi, en býr nú á Íslandi. Á tónleikaferð sinni hafa Jónas og Gunnar leikið í Vest- mannaeyjum og á Akranesi og í október heldur landsbyggðarrúnturinn áfram þegar þeir leika á Kópaskeri og Blönduósi. GUNNAR GUÐBJÖRNSSON OG JÓNAS INGIMUNDARSON Gera víðreist um landið og halda ljóðatónleika í Saln- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alveg ekta „Liederabend“ Söngvaskáldið Hörður Torfa er nú á tónleikaferð um landið en hann hefur um áratugaskeið flakkað landshlutanna á milli og flutt músík sína fyrir áhugasama hlust- endur á landsbyggðinni. Í tilkynn- ingu frá Herði tekur hann fram að þetta sé í síðasta sinn sem hann leggi upp í viðlíka hringferð, margar ástæður liggi að baki ákvörðun hans en hann líti þó ánægður til baka á starf sitt, sem borðið hafi ríkulegan árangur og veitt mörgum gleði. „Ég er ekki að leggja upp laupana, heldur aðeins að draga úr umfangi starfs míns,“ segir í tilkynningu Harðar, sem mun áfram heimsækja lands- byggðina og halda þar tónleika þótt hann hyggist ekki leggja upp í fleiri stórar hringferðir. Hörður er staddur á Vestfjörð- um og heldur tónleika í félags- heimilinu Baldurshaga á Bíldudal í kvöld en á morgun leikur hann á Þingeyri og í Bolungarvík. Siðan liggur leiðin norður og austur um land í október og síðan um Snæ- fellsnes og nágrenni, Suðurland- sundirlendi og nærsveitir Reykja- víkur. Nánari upplýsingar um tón- leikaferðina má finna á heimasíðu Harðar, hordurtorfa.com - khh HÖRÐUR TORFASON Leggur ekki upp laupana heldur minnkar við sig. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Í síðustu tónleikahringferð sinni menning@frettabladid.is ! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.