Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. febrúar 1980 3 MIKIL NÝ- MYNDUN HAFÍSS Samkvæmt iskönnun i eftir- litsflugi Landhelgisgæzlunnar um s.l. mánaðamót er hafisjað- arinn milli Grænlands og Is- lands eins og sjá má á kortinu. Jaðarinn er nálægt meðallegu hans á þessum árstima. 30. janúar var flogið undir stjórn Siguröar Þ. Arnasonar skipherra, og var þá jaðarinn undan norðanverðum Vestfjörð- um sem hér segir: Sjómilur 80 norður af Kögri 53 undan Straumnesi 57 undan Deild • 60 undan Kópanesi 85 undan Bjargtöngum. Sá Is, sem kannaðaur var, reyndist vera aö mestum hluta nýmyndaður is. Meðfram þeim hluta isjaðarins, sem kannaður var, reyndist vera um 6-10 sjómílna belti þar, sem sjórinn var að frjósa. Iskönnun austar þ. 4. febrúar undir stjórn Bjarna Helgasonar skipherra leiddi I ljós, að mikil nýmyndun á sér þar stað um þessar mundir og liggur jaðar- inn frá 68N, 20V til 70N, 12V eða um það bil. Mjög vont skyggni var, svo ekki sást hversu langt var i aðalisinn, en þéttleiki þess, sem sást var 4 til 6 tiundu eða, m.ö.o., sjór var hálfþakinn is. Nokkrir af aðstandenum óperunnar. Tfmamynd G.E. „La Traviata” í Háskólabíói FRI — Dagana 12. og 14. febrúar n.k. mun Sinfóniuhljómsveit Is lands standa að uppfærslu á óper- unni ,,La Traviata” eftir Giuseppe Verdi. Verkið var frum- sýnt i Feneyjum 1853 en hér á landi var það fyrst sýnt i Þjóð- leikhúsinu 1951. Flutningur óperunnar verður i formi tónleika, þ.e. leikur, bún- ingar og leiktjöld verða ekki með, og þvi þurfa söngvararnir aö tjá sig algerlega með söng sinum, en óperan verður flutt á itlösku. Flytjendur ásamt hljómsveit- innieru Söngsveitin Filharmónia, kórstjóri er Marteinn H. Frið- riksson, undirleikari Agnes Löve og einsöngvararnir Ólöf K. Harð- ardóttir (Violetta,) Garðar Cortes (Alfredo), Guðmundur Jónsson (Germont), Anna Júl- ianna Sveinsdóttir (Flora), Elisa- bet Erlingsdóttir (Annina).Már Magnússon (Gaston), Halldór Vilhelmsson (Baron Duphol), Hjálmar Kjartansson (March- ese), Kristinn Hallsson (dr. Gren- vil) og Kristinn Sigmundsson sem fer meö 4 litil hlutverk. Hljóm- sveitarstjóri er Bandarikjamað- urinn Gilbert Lefvine og aðstoö- armaður hans er Sue Marie Pet- ers en hún er fastráðin við óper- una i San Fransisco. Flytjendur eru alls um 180. Kelduhverfi: Silungur og lax í Skjálftavatni vatnið myndaðist í umbrotum við Kröflu fyrir nokkrum árum FRI — t umbrotum við Kröflu fyrir nokkrum árum myndaðist svonefnt Skjálftavatn I Keldu- hverfi. Þar hefur undanfarin tvö ár verið veitt nokkuð af silungi en hann hefur komið i vatnið án þess að mannshöndin kæmi þar nærri. Að sögn Sigurðar Jónssonar bónda á Garði þá veiddust i vatninu um 250 silungar 1978 og á siðasta ári veiddust þar um 100 silungar og einn 12 punda iax. Fiskurinn er talinn hafa gengið i vatnið úr svonefndri Litlu-á og sagði Siguröur að þar sem bændur þar um slóðir væru að reyna að rækta ána upp þá hefðu verið settar takmarkanir á veiði silungs I vatninu á sið- asta ári. Silungurinn sem veiðst hefur er fallegur fiskur yfirleitt um 1-2 pund aö stærð en til eru dæmi um allt aö 6 punda fisk. Stúdentaráð Háskóla íslands: íslendingar taki ekki þátt i Ólympíuleikunum Stúdentaráð Háskóla Islands mótmælir harðlega fyrirhuguð- um Olympiuleikum i Moskvu 1980. Telur ráðiö óeðlilegt að leik- ar þessir skuli haldnir i riki þar sem mannréttindi eru fótum troð- in. Striðir slikt á móti grundvall- arhugsjón ólympiuleikanna. Endurtökum ekki skyssuna frá 1936 og með þátttöku i heims- meistarakeppninni 1977 i Argen- tinu. Ráðið leggur þvi til að Islend- ingar hætti þegar i stað við þátt- töku i leikjum þessum. Með sliku getum við sýnt öðrum frelsisunn- andi þjóðum gott fordæmi, og lagt mannréttindabaráttu um allan heim gott liö. Margeir öruggur sigurvegari — á skákþingi Reykjavíkur FRI — Margeir Pétursson er öruggur sigurvegari á Skákþingi Reykjavikur þrátt fyrir að einni umferð sé ólokið. Hann hefur nú 9 vinninga, en i 2-7. sæti meö 7,5 vinninga eru þeir Björn, Sævar, Elvar, Jóhann, Jónas og Leifur, en þeir eiga enga möguleika á þvi að ná Margeiri þótt hann tapi siö- ustu skákinni. Þessi úrslit lágu fyrir er skák Björr.s Þorsteinssonar og Elvars Guðmundssonar lauk i fyrrakvöld með jafntefli eftir 85 leiki. Ef Björn hefði unniö þá hefði hann enn átt möguleika. Þjófar gripnir við tvö apótek FRI —A sunnudagskvöldiö og um nóttina var tvisvar reynt að stela lyfjum úr apótekum I Reykjavik. Tveir menn brutust inn I Garðs apótek og voru komnir i pillu- geymsluna er lögreglan greip þá glóðvolga. Annar þjófur reyndi aö brjótast inn i Breiðholts apótek en honum hafði orðiö litiö ágengt er lögregl- an kom á staðinn og fjarlægöi hann. Aö öðru leyti þá var helgin róleg hjá RLR. S-Æzf' r, I DAG OG A MORGUN KL. 14-18 Dómhildur Sigfúsdóttir hússtjórnar kennari kynnir meðal annars ýmsa rétti úr gráðuosti o.fl. 4— 1 ■ ) ....>■ Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54 ---) ....i < c

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.