Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. febrúar 1980 5 Wiilitilií Unnið að uppsetningu prjónastofu á Selfossi Áætlaður kostnaður nemur 230 milljónum króna JSS — „JU, það stendur til að koma upp pr jónastofu hér á Sel- fossi og að henni standa þrir einstaklingar og þrjú fyrirtæki, þ.á.m. tvær saumastofur”, sagöi Johnny Simonarson fram- kvæmdastjóri á Selfossi. „Undirbúningur er langt kom- inn og nú er allt undir lánveit- ingum komið, en áætlaður kostnaður nemur 230 milljónum króna”. Sagði Johnny, að prjónastofan yrði væntanlega til húsa i Iðn- görðum, sem nú væri verið að reisa, en þar hefði fengist vil- yrði fyrir 300 fermetra húsnæði. Um 12 manns kæmu til með að starfa við prjónastofuna, og hráefni yrði væntanlega keýpt frá fyrirtækjum á Stór-Reykja- vikursvæðinu. Væri fyrirhugað að reyna að gangsetja stofuna um mitt næsta sumar, en slikt færi auð- vitað eftir gangi fjármögnunar. Aöspuröur um kostnað við tækjakaup sagði Johnny, að á- ætlað væri að vélarnar kostuðu 116 milljónir króna. Heildar- fjármagnsþörfin væri áætluð rúmar 230 milljónir. Væri þar með talinn hráefnislager til tveggja mánaða, vinnulaun, uppsetning tækja og innrétting- ar. „Það biða allir spenntir eftir lokaafgreiðslu málsins enda er þetta stórt atriði fyrir sauma- stofurnar hér á staðnum. Þar er farið að gæta töluverðs vanda varöandi hráefnisöflun og hefur hann komiðniöur á rekstri þess- ara fyrirtækja. Hann yrði leystur með tilkomu prjónastof- unnar, þar sem hennar fram- leiðsla myndi aö megninu til ganga til saumastofanna og fullnægja algjörlega þeirra hráefnisþörf, og rúmlega það”, sagði Johnny. Búnaðarsamband Suðurlands: Ræktunartílraimir undirbúnar að Stóra-Ármóti límið sem límir alltaðþví allt! FÆST I BYGGINGA- OG JÁRN- VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT. HEILDSÖLUBIRGÐIR: IÆKNIMIÐSTÖDIN HF S. 76600 — H3AVJLI1 — H3AVJ.I1 - U3AVXI1 JSS — „Búnaðarsamband Suðurlands hefur fimm ára ábúðarsamning á Laugardælum og nú er ekki liðið nema hálft annað ár af þvi timabili. Þar erum við bæði með tilraunastarf semi og mikinn búrekstur, og ekki er auðvelt að flytja slik um- svif á mjög skömmum tima. Stóra-Armó.t er aftur mjög góð jörö, og sl. haust voru unnir þar um 20hektarar af óræktuðu landi sem Rannsóknarstofnun land- búnaðarins fær að hluta til afnota fyrir ýmsar ræktunartilraunir”, sagði Hermann Guðmundsson formaður Armótanefndar, en Búnaðarsamband Suðurlands fékk sem kunnugt er jörðina Stóru-Armót að gjöf á sinum tima. Sagði Hermann, að lagfæringar þyrfti við á húsakosti jarðar- innar, einkum útihúsum. BUið væri að ráða bústjórasem hæfi væntaniega störf með vorinu og væri hugmyndin að hefja mótun framtiðarbyggingar á staönum. Yröu aöilar frá Byggingarstofn- uninni og RALA með I ráðum um þær framkvæmdir, sem ekki yrðu unnar nema á allmörgum árum og færu vitaskuld eftir fjármagni. A þessu ári hefði talsverðum fjármunum verið varið til jarðarinnar m.a. tii bú- stofnskaupa o.fl. „Við erum með 140 kindur þarna núna, og er það mjög góður stofn, sem hefur verið ræktaður upp á mörgum árum. Þess má einnig geta, að Stóra-Armót er mikil kostajörð. HUn er 670 hektarar, gott land og rúmlega þriðjungur þess mói, sem ekki þarf að ræsa til rækt- unar. Henni fylgja hlunnindi sem er laxveiði I Hvitá. Þarna leikur einniggrunurá að hitisé i jörðu. 1 haust sem leið var rannsöcuö sprungumyndum þarna og við væntum þess aö þetta verði rann- sakað betur I vetur með viönáms- mælingum”. Loks sagði Hermann, að enn væri litið hægt að segja hvernig mál skipuðust i framtiðinni varð- andi nýtingu jarðarinnar, en eins liklegt mætti telja að starfsemi Búnaðarsambandsins yröi flutt að Stóra-Armóti meö timanum, ef ekki kæmi til langtimasamningur um aðstöðu að Laugardælum. En allt slikt væri óráðið enn sem komið væri. Umsjónamefnd eftirlauna 1 samr æmi við ný lög um eftir - laun til aldraöra-, sem tóku gildi 1. janúar s.l„ hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipað umsjónarnefnd eftir- launa, sem hafa á yfirumsjón með úthlutun eftirlauna. Nefndina skipa Guðjón Han- sen, tryggingafr., formaður skipaður án tilnefningar, Eövarð Sigurðsson, fyrrv. alþm., til- nefndur af Alþýðusambandi ís- lands, og Barði Friðriksson, hrl., tilnefndur af Vinnuveitenda- sambandi Islands. Ums jónarnefnd eftirlauna hefur skrifstofu að Klapparstig 25, Reykjavik. Nefndin mun næstu daga birta auglýsingu um umsóknir og afgreiðslu hinna nýju eftirlauna. Er öllum, sem telja sig geta átt rétt til þeirra, bent á að fylgj- ast vel með auglýsingum nefndarinnar. Auglýsið i Tímanum r H > < m 3 r H > < m • • • • \ • *• • • • U3AVXI1 — r I H Lítiö viö í Litaveri því þaö hefur ávallt borgaö sig. Opiö laugardag H > < m 3 I r H > < m U3AVXI1 — U3AVXI1— U3AV1.I1 — U3AV1I1 — » 'T Grentásvegi, Hreyfilshúsinu. Sími 82444. í Sigtúni fimmtudaginn 7. febrúar kl720:15. lum ágóöa variö til Barnaheimilisins aö Sólheimum. Húsiö opnað kl. 19:30. Lionsklúbburinn Ægir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.