Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. febrúar 1980 Félagslíf Næstu tónleikar Sinfónlu- hljómsveitar íslands og jafn- framt hinir fyrstu á seinna misseri starfsársins 1979-80 verða á fimmtudaginn 7. feb. i Háskólabiói og hefjast kl. 20.30. VERKEFNI: Berlioz — Roman Carnivel, Prokofieff — Fiðlu- konsert nr. 2, í g-moll, Shosta- kowich — Sinfónía nr. 5. Hljómsveitarstjórinn Gilbert I. Levinefæddist árið 1948 i New York. Hann lærði hjá Dennis Russel Davies við Juillard-skól- ann i sömu borg 1967-8, við Princetonháskólann hjá Jacques Monod 1968-71, hjá Nadiu Boulanger i Paris á árinu 1971, og við Yale-háskólann i Connecticut hjá Gustav Meyer 1971-2, Arið 1973 var hann sér- legur aðstoðarmaður George Solti i London og Paris, þar sem þeir unnu saman að konsertum með L’Orchestre de Paris, B.B.C. Symphony Orchestra við aroyal Opera House, Covent Garden og með London Phil- harmonic Orchestra viö upptök- ur á La Bohéme fyrir R.C.A. hljómplötufyrirtækið. Um haustið sama ár, kom hann fyrst ‘fram sjálfstætt með frönskú Utvarpshljómsveitinni L’Orchestre Philharmonique. Hann varð framkvæmdastjóri 'og fastur hljómsveitarstjóri Norwalk Symphony Orchestra 1974 og hefur siðan stjórnað ýmsum hljómsveitum i Evrópu og Ameriku. Arið 1975 komst hann i úrslit i hinni þekktu Karajankeppni i Berlin, og er hann eini Ameriku maðurinn sem það hefur tekist. Levine þykir með efnilegustu ungum hljómsveitarstjórum Bandarikjanna i dag. Einleikarinn Pina Carmirelli hefur verið talin meðal fremstu fiðluleikara allt siðan hún árið 1937 vann fyrstu verðlaun i sam- keppni sem haldin var i tilefni af þvi að liðin voru 200 ár frá dauða hins fræga fiðlusnillings Antonio Stradivari frá Cremona. Hún leikur jöfnun höndum einleiks- og kammerverk. Hún stofnaði bæði Boccherini-kvartettinn og Carmirelli-kvartettinn, sem báðir hafa leikið á fjölda tón- leika i Evrópu og Ameriku við mjög góðan orðstir. Hún lék með Sinfóniuhljómsveit Islands á starfsárinu 1970-71. Pina Carmirelli leikur á „Toskano” Stradivariusfiðlu sem hún fékk að gjöf frá itölsku rikisstjórn- inni i virðingarskyni fyrir list sina. Þetta er i þriðja sinn sem hún sækir okkur heim og leikur sem einleikari með Sinfóniu- hljómsveit Islands. SINFÓNIUHLJÓMSVEIT tSLANDS Tilkynningar Frá Kattavinafélaginu: Kattaeigendur,- merkið ketti ykkar meðhálsól.heimilisfangi og simanúmeri. Kristniboðsfélag kvenna: Laugardaginn 9. febrúar kl. 20.30 hefur Kristniboösfélag kvenna sina árlegu fjáröflunar samkomu i Betaniu Laufásvegi 13. Súsie og Páll segja fréttir frá Kenya i máli og myndum, tvisöngur og fl. Verið velkomin. Safnaöarheimili Langholts- kirkju: Spiluð verður félags- vist i Safnaöarheimilinu við Sólheima i kvöld fimmtudag kl. 9 og verða slik spilakvöld framvegis til ágóða fyrir kirkjubygginguna. Minningarkort Minningarkort Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd hjá Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Stangarholti 32, simi 22501. Gróu Guðjónsdóttur, Háa- leitisbraut 47, simi 31339, Sig- riði Benónýsdóttir, Bókabúð Hliðar simi 22700. Kvenfélagasambandið 50 ára Stjórn og starfsmenn Kvenfélagasambands tslands: i fremriröð: Maria Pétursdóttir formaöur, Sigrlður Thorlacius ritstjóriHúsfreyjunnar. Aftari röð: Sigurveig Sigurðardóttir, varaformaður, Margrét S. Einarsdóttir meöstjórnandi, Sigriöur Haraldsdóttir, forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar húsmæðra, Guðbjörg Petersen, af- greiðslumaður Húsfreyjunnar, Ingibjörg Bergsveindóttir, aðstoðarritstjóri. Hinn l.febrúar s.l. voru liðin 50 ár frá stofnun Kvenfélagssam- bands Islands. Tildrög stofiiunar þess var fyrst og fremst brenn- andi áhugi kvenna á bættri hús- stjórnarfræðslu i landinu. Siðar hefur starfsvettvangur sam- bandsins og félaganna, sem það mynda.sifellt orðið viðtækari, en þungamiðjan jafnan sú, að vinna að heill heimila og fjölskyldu og efla samstöðu kvenna. Sambandið var stofnað með til- styrkBúnaðarfélags tslands.sem alllengi hafði starfrækt námskeið i hússtjórnarfræðum. Var fyrir- hugað að K.I. ræki hliðstæöa ráðunautaþjónustu i heimilis- fræðum og Búnaðarfélagið rækti fyrir bændur. Fimm félagasamtök stóðu að stofnun KI, en ötullega var unnið að stofnun nýrra félaga og héraðssamband. K.I. er um þaö frábrugðið flestum landssamtök- um kvenfélaga, að innan þess sameinast almenn kvenfélög, verkakvennafélög, pólitisk kven- félög og fagfélög kvenna. Nú eru i K.I. 21 héraðssamband og eitt einstakt kvenfélag og félagatala alis um 25 þúsund. Kí er samnefnari þessa stóra hóps útávið. Þaö hefur skrifstofu í Reykjavik að Hallveigarstöðum og starfrækir þar Leiðbeininga- stöðhúsmæðra, gefurút timaritið HUsfreyjuna fjórum sinnum á ári og fræðslurit um ýmis efni, svo sem manneldi, aðrar greinar heimilisreksturs, þjóðbUninga o.fl. Reksfcrarfé sambandsins er ein- göngu rikisstyrkur, sem ákveðinn er árlega á fjárlögum og fer þvi eftir geðþótta alþingismanna hvers þeir meta störf kvenna- samtakanna. Eitt er vist að aldrei hefur ræst sá draumur stofnendanna, að minnst fjórir heimilisráðunautar væru starf- andi i landinu. Fyrsti formaður sambandsins var Ragnhildur Pétursdóttir, Háteigiog meðhennivorui stjórn Guörún Briem og Guðrún Pét- ursdóttir. K.I. mun minnast þessara timamóta á starfsferli sinum með ráðstefnu i sambandi viö for- mannafund I april n.k. r CréT £kki vee.io 'fíNfECtbUe. ‘fí MEOfíH HLUT/ fífí MON&O £k fí&jfíLS. 06 ‘fí MEÐfíN HVEU-6E/& ÍH EN. © Bulls ^^©1979 King Features Syndicate, Inc. World rights reserved. /HOMOU/fíSTSfíU hús&'ono/í nJotsu fíESS, SEMfíÚHErUií. 'nru öuu öcslu &UMT Úfí HUáfí úNuní

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.